Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 íþróttir Knattspyma: Valsmenn kæra KR-iga Valsmenn hafa kært leik sinn viö KR í Reykjavíkurmótinu í innanhússknattspymu vegna þess aö KR-ingar notuðu Steinar Adolfsson sem ekki var orðinn löglegur. Þar meö er ljóst að leika þarf úrslitaleik mótsins upp nýtt og í honum spila Valsmenn annaö- hvort viö Fylki eöa KR sem mætt- ust í úrslitaleik mótsins í fyrra- kvöld. Gleymska KR-inga KR-ingar gleymdu aö ganga frá félagaskiptum Steinars í tæka tíö þannig aö hann var ekki löglegur í þremur fyrstu leikjum mótsins, gegn ÍR, Víkingi og Val. Þau voru hins vegar frágengin fyrir loka- leikina á mánudaginn. Sterkur Bandaríkj amaður í liði Isfirðinga: „Njósnarar11 úrvalsdeild arliða sýna Gibson áhuga Eins og sagt var frá í DV í gær leika geysilega snjallir Bandaríkjamenn meö liöum Selfoss og Þór úr Þorláks- höfn í 1. deildinni í körfuknattleik, þeir Leon Purdue og Champ Wrenc- her. Þeir eru þó ekki einir um að halda uppi fjörinu í 1. deild því þar leikur einn öflugur landi þeirra til viöbótar, Sean Gibson, sem er leik- maður og þjálfari lijá KFÍ á ísafirði. Gihson, sem er 23 ára gamall og 2 metrar á hæö, kemur frá Indiana. Hann hefur skorað um 40 stig og tek- iö um 20 fráköst aö meðaltali í leik í 1. deildinni í vetur og auk þess er vítahittni hans vel yfir 90 prósentum. Hann skoraði 51 stig á Sauðárkróki þegar KFÍ veitti þar úrvalsdeildarliði Tindastóls harða keppni í bikarleik í vetur. Ljóst er aö úrvalsdeildarliðin renna ekki síður hýru auga til hans en til þeirra Purdues og Wrenchers. „Viö vorum mjög heppnir aö fá Gibson í fyrravor. Við vorum í úr- slitakeppninni í 2. deild og ákváðum að fá bandarískan leikmann í tvær vikur til aö gulltryggja okkur upp. Gibson kom og lék frábærlega og við fengum hann til aö koma aftur í júli og vera með okkur í vetur,“ sagði Guöjón Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KFÍ, viö DV í gær. „ Aðeins Burns og Rondey eru betri“ „Að mínu mati er Gibson þriöji besti útlendingurinn í íslenska körfubolt- anum í dag. Aöeins Lenear Burns hjá Keílavik og Rondey Robinson hjá Njarövík eru betri en þó hefur Gib- son skorað 38 stig í leik gegn Bums og Keflavík í vetur,“ sagöi Guöjón. „Njósnarar" frá úrvalsdeildarlið- unum hafa mætt á leiki KFÍ á höfuö- borgarsvæðinu aö undanfömu til aö fylgjast með Gibson. „Eitt liö úr úr- valsdeildinni hefur reynt grimmt aö fá Gibson til aö skrifa undir strax fyrir næsta tímabil. Við emm hins vegar staöráðnir i að halda honum, enda ætlum við okkur stóra hluti í körfuboltanum hér á ísafirði. Markmiöið í ár er að komast í úrshta- keppnina í 1. deild og sjá svo til en stefnan er sú að vera komnir í úr- valsdeildina 1996-1997. Ef þaö gerist fyrr er það bónus,“ sagði Guðjón Þorsteinsson. Newcastle á hvolf i Allt er á ööram endanum í New- castle, borginni kunnu i norðaustur- hluta Englands, í kjölfar þess aö knattspymumaðurinn Andy Cole var seldur þaðan til Manchester United í gær fyrir 7 milijónir punda eöa 770 miUjónir íslenskra króna. Það er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann í ensku knattspymunni. Manchester United greiddi 6 milljónir punda og lét aö auki hinn efnilega sóknarmann, Keith Gillespie, í staðinn en hann er metinn á eina milljón punda. Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, hefur nánast veriö í guða tölu í borginni frá því hann tók við liðinu og kom þvi í úrvalsdeildina, og í toppbaráttuna þar. En í gær mátti hann þola mikla gagnrýni frá íf éttamönnum og stuðningsmönnum Newcastle sem flykktust að St. James Park, heimavelli félagsíns, og höfðu uppi hávær mótmæli. Viö lá að síma- kerfi félagsins brynni yfir og fjöl- margir hringdu í útvarpsstöðvar í héraðinu til að láta í Ijós vanþóknun sína. Keegan ætlar að nota peninganavel „Þið ætlið aö segja mér fyrir verkum. Hættið því, það er ég sem vel liðið. Það er ekki hægt að neita svona til- boöi og þið verðiö aö bíða og sjá. Ég mun sýna ykkur að ég er að gera rétt. Þið skulíð heldur ekki vanmeta Gillespie, ég hef lengi fylgst meö hon- umog tel hann efnilegasta leikmann- inn sem ég hef séðkoma fram í ensku knattspyrnunni undanfarin þrjú ár. Hann er mikilvægur í framtíöar- áformum mínum og félagsins. Þetta er mín ákvörðun og ég stend og fell með henni. Það þarf stundum að taka erfiðar ákvaröanir og sá sem er hræddur við slíkt á ekki aö vera i þessari vinnu. Ég ætla mér að nota peningana vel og kaupa fyrir þá rétta leikmenn,“ sagöi Keegan við reiöan mannQöldann. „Kom mér gífur- lega á óvart Andy Cole hefur verið marksæknasti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni sið- ustu tvö árin og skorað 68 mörk fyr- ir Neweastle á þeim tima. Honum hefur hins vegar ekki lánast að skora í síðustu níu leikjum liðsins. Hann skrifaði í gær undir samning til hálfs sjötta árs, eða til ársins 2000, og sagði viö það tækifæri: „Þetta kom mér gífurlega á óvart því ég hélt að ég yrði aldrei seldur til annars ensks liðs og ætlaði mér aldrei að spila fyr- ir annað félag en Newcastle en fyrst Ferguson var svona spenntur ákvað ég að láta slag standa.“ Óvænt að Keegan skyldi ekki koma með andmæli Með þessum kaupum hefur Alex Ferguson keypt 27 leikmenn til Manchester United á valdatima sín- um þar og greitt fyrir þá um 3,5 mifij- arða íslenskra króna. „Við áttum aldrei von á því að krækja i Andy og það kom okkur geysilega á óvart að Keegan kom ekki með nein and- raæli þegar við fórum að tala saman á föstudaginn. Markaskor Andys er ótrúlegt og vonandi skorar hann mörkin sem gera okkur aö betra liði. Viðræðurnar hófust í kjölfar þess að Keegan var mjög spenntur fyrir því að fá Gillespie. Við hugsuðum það mál mjög vel því Gillespie er mjög góður og efnilegur leíkmaður en stundum þarf aö færa fórnir,“ sagði Ferguson. Armstrong eða Ferdinand í staðinn fyrir Cole? Búast má við því að Keegan verði fljótur að koma einhverju af pening- unum í lóg og í gærkvöldi var reikn- að með því að hann gerði Crystal Palace tilboö í hinn eldfljóta sóknar- mann, Chris Armstrong. Enn fremur var getum að því leitt að hann færi áfullt á eftir enska landsliðsmiðherj- anum Les Ferdinand hjá QPR. „Allir í losti“ David Craggs, formaður stuðnings- klúbbs Newcastle í London, sagði: „Þaö eru allir í losti. Menn trúa þvi ekki enn að Andy Cole hafi leikiö sinn síðasta leik íyrir Newcastle. Nú þurfum við leikmann í hágæðaflokki í hans stað, einhvern á borð við Stan Collymore hjá Nottingham Forest. Stuðningsmennirnir munu heimta stjömu í staðinn." Já, Andy Cole, sem fyrir þremur ámm var óánægður varaliðsmaöur hjá Arsenal og vildi fylgja Sigurði Jónssyni til íslands og leika með Skagamönnum, er orðinn dýrasti leikmaðurhm í sögu breskrar knatt- spyrnu! Andy er markahrók- ur mikitl en á tveimur árum hjá Newcastle hefur hann skorað 68 mörk. itm Mistök dómara ekki viðurkennd Guðni Ölversson, fyrrverandi formaöur körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, hefur sent íþróttadeild DV eftirfarandi bréf: I leik Valsmanna og Grindvíkinga í DHL-deildinni í körfuknattleik þann 5. janúar átti sér stað mjög umdeilt atvik er annar dómari leiks- ins, Einar Einarsson, vék bandarísku leikmönnum liðanna, þeim Jonathan Bow hjá Val og Franc Booker hjá Grindavík, af leikvelli. Eftir því sem maöur sér atvikið oftar á myndbandi verður maður meira forviða því að mínu mati er ekkert annað sem skýrir viðbrögð Einars en mannleg mistök, dóm- greindarleysi og eða taugaveiklun. Sjálfur telur Einar að hér sé ekki um mannleg mistök sín að ræða því hann heldur áfram með máhð og kærir „brot“ þeirra til aganefndar með þeim útskýringum að leikmenn- irnir hafi verið aö „stimpast" og sagt „dónaleg orö“ hvor við annan. Þá er ekki síður fróðlegt að heyra skýringu Einars er hann gaf Friðriki Rúnarssyni, þjálfara Grindvíkinga, í vitna viðurvist, á ákvörðun sinni að leik loknum. Hún var þessi: „Ég var að koma í veg fyrir að þeir rykju saman!!“ Þá vitum við það að Einar dómari er skyggn og getur þar af leið- andi komið í veg fyrir óorðna hluti!! Undirritaður sneri sér til formanns dómaranefndar strax eftir umrædd- an leik og baö hann að skoða þetta mál og athuga hvort ekki væri hægt að sleppa því að senda inn kæm til aganefndar vegna þess hve mistök dómarans voru augljós. Svörin sem þaðan fengust voru á þá leið að það væri ófrávíkjanleg vinnuregla dóm- aranefndar að kæra öh slík atvik til aganefndar. Skiptir þá engu máli hvort brottrekstur sem þessi er vegna fljótfærni eða mistaka dómara í viðkomandi leikjum. Sem sagt, dómaranefnd viðurkennir ekki að dómurum geti orðið á mistök. Þeir em óskeikulir og hafa því öh ráð leik- manna og Uða í hendi sér og geta hegðað sér eins og þeim sýnist gagn- vart öllum er þátt taka í leiknum. Þessum mönnum verða leikmenn, þjálfarar og Uðsstjórar að treysta. Ég vona aö víösýnna verði úr fíla- beinstumi dómaranefndar í framtíð- inni og að nefnd þessi taki á málum þeim er til hennar er vísað til að koma í veg fyrir að dómarar hljóti slíkan vansa af eins þeir hafa hlotið í þessu umrædda máli. Við eigum svo marga góða dómara að það er alveg ástæðulaust að svona óhöpp komi fyrir. Þá er ekki síður fróölegt aö skoða vinnubrögö aganefndar KKÍ sem dæmdi umrædda leikmenn í eins Íeiks bann vegna kærunnar. Þrátt fyrir að öll gögn sem lögð voru fyrir nefndina, s.s. myndband, skriflegur vitnisburður og málflutningur for- ystumanna liðanna benti eindregið til þess að þegar Einar rekur leik- mennina af velli hafi hann verið að gera augljósleg mistök, auk þess sem formgalli var á kæru hans, þar sem hvergi kom fram í henni að leik- mennirnir hefðu verið sendir í bað, hafði nefndin ekki kjark til þess að vísa kærunni frá. Þó viðurkenndu nefndarmenn að hér væru mikil mis- tök á ferðinni og bentu okkur á að viö gætum kært viðkomamndi dóm- ara til KKÍ. Þrátt fyrir þetta hékk nefndin eins og hundur á roði á því litla SKAL í 4. grein reglugerðar um aganefnd þar sem segir orðrétt: „Ef dómari vísar leikmanni, (þjálfara eða liðstjóra) af keppnisstað eða leik- veUiSKAL viðkomandi úrskuröaður í eins leiks bann“. í 3. grein f þessarar sömu reglu- gerðar er nefndarmönnum uppálagt að taka tilit til aUra þeirra gagna sem til nefndarinnar berast og leggja frjálst sönnunarmat á þær. Jafn- framt er tekið fram í þessari sömu reglu að allur vafi skuU metinn kærðu í hag. Tel ég með óUkindum að aganefndin skuli ekki hafa haft hugrekki til þess að taka tillít til þeirra gagna sem hinir kæröu aðilar lögðu fram og sýna svo ekki verður um villst hve fáránlegur dómur Ein- ars var auk þess sem fram kemur að hann fer meö hrein ósannindi þegar hann segir leikmennina hafa viöhaft dónalegt orðbragð hvor við annan. Þó ekki væri nema vegna þessara ósanninda dómarans átti aganefndin skilyrðislaust að vísa kærunni frá þó ekki hættist form- galUnn við. Það hart til þess að vita að engum af umræddum aðilum, Einari Ein- arssyni dómara, dómaranefnd KKÍ, eða aganefndinni skuU vera treyst- andi tU að láta réttlætis og sanngirn- issjónarmið ráða gerðum sínum í máli þessu. Það leiðir ekki tii neins annars en þess að enginn þeirra get- ur verið hæfur í þeim störfum sem þeir hafa tekið að sér fyrir íslenskan körfuknattleik og ættu því aö endur- skoða núverandi starfsaðferðir sínar eða segja af sér að öðrum kosti. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.