Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995. Afrnæli Helga Bjömsdóttir húsmóðir, Brunnavöllum í Suðursveit, er ní- ræðídag. Starfsferill Helga fæddist að Bnmnum og hef- ur átt þar heima og síðan á Brunna- völliun aUa ævi. Hún lauk barna- skólanámi í farskóla sveitarinnar og prófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1929. Helga stundaði ljósmæðrastörf frá 1929-70 en síðast tók hún á móti bami 1974. Auk þess sinnti hún oft sjúklingum í heimahúsum. Helga var heiðruð af sveitungum sínum á fimmtugsafmælinu og aftur er hún varð sjötug. Hún er heilsugóð og mjög em og sinnir enn heimilis- störfum af fullum krafti. Fjölskylda Helga giftist 14.6.1943 Sigfúsi Jónssyni, f. 9.1.1904, d. 19.1.1970. Foreldrar hans vom Jón Sigfússon, b. að Snjóholti í Eiðaþinghá, og Þor- gerður Einarsdóttir húsfreyja. Böm Helgu og Sigfúsar era Bjöm, f. 2.10.1943, vömbílstjóri á Bmnna- völlum, í sambýli með Kristbjörgu Eiríksdóttur en sonur Bjöms og Sig- ríðar Magnúsdóttur frá Svínafelli er Ásgeir, búsettur á Höfn; Sigríður Jóhanna, f. 30.1.1945, deildarstjóri við tannlæknadeild HÍ; Jón, f. 22.5. 1946, b. á Brunnavöllum, í sambýli með Lindu Maríu Fredriksen og era börn þeirra Helga, Sigfús og Emil en dóttir Lindu er Inga Helga Bald- ursdóttir. Systkini Helgu: Björg Björnsdótt- ir, f. 13.11.1896, d. 18.1.1983; Sigríður Bjömsdóttir, f. 11.8.1898, d. 25.8. 1946, húsfreyja í Hestgerði; Jóhann Klemens Björnsson, f. 29.8.1900, b. á Brunnum; Jóhanna Dagmar Bjömsdóttir, f. 25.11.1906, sauma- konaíReykjavík. Foreldrar Helgu voru Bjöm Klem- ensson, f. 27.11.1869, d. 19.11.1911, oddviti að Brunnum, og k.h., Jó- hanna Jóhannsdóttir, f. 23.11.1863, d. 14.4.1955, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Helgu var Klemens, faðir Sigtryggs ráðuneytisstjóra. Bjöm var sonur Klemensar, b. á Geirbjamarstöðum, Jónssonar, b. á Gnýstöðum á Vatnsnesi, Ólafsson- ar, bróður Sigurðar, langafa Jakobs skipstjóra, föður Jakobs fiskifræð- ings. Móðir Klemensar var Una Jónsdóttir, b. á Illugastöðum, Gísla- sonar. Móðir Unu var Ingveldur frá Holti í Svíndal, systir Þóra, móður Helga í Gröf, fóður Þorbjargar, móð- ur Guðmundar Bjömssonar land- læknis. Þá var Helgi afi Jósefinu, móður Sigurðar Nordals og Jóns Eyþórssonar veðurfræðings. Ing- veldur var dóttir Sigurðar Jónsson- ar, af Eiðsstaðaætt. Móðir Björns var Sigríður Péturs- dóttir, í Brúnagerði, bróður Guð- rúnar, langömmu Áma, alþm. frá Múla, föður Jóns Múla og Jónasar rithöfundar. Önnur systir Péturs var Guðrún, amma Kristbjargar, ömmu Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra. Móðir Sigríðar var Halldóra Pálsdóttir frá Brúnagerði, systir Sigurbjargar, ömmu Jónasar frá Hriflu. Jóhanna var dóttir Jóhanns, b. í Borgarhöfn, bróöur Torfa, fóður Magnúsar sýslumanns og Richards, afa Þórs þjóðminjavarðar. Annar bróðir Jóhanns var Guðni í forsæti, afiBrynjólfsBjamasonar,heim- ' spekings og ráðherra, og langafi Ingibjargar, móður Davíðs forsætis- ráðherra. Jóhann var sonur Magn- úsar, prests í Eyvindarhólum, bróð- ur Guðríðar, móður Torfhildar Hólm skáldkonu. Móðir Jóhanns í Helga Björnsdóttir. Borgarhöfn var Guðrún Ingvars- dóttir frá Skarði í Landsveit, systir Kristínar, ömmu Kristínar, ömmu Gunnars Thoroddsens forsætisráð- herra. Móðir Jóhönnu var Björg Björns- dóttir, b. í Borgarhöfn, Jónssonar, b. þar Björnssonar. Móðir Björns í Borgarhöfn var Björg Steinsdóttir afKálfafellsætt, systir Þórðar, lang- afa meistara Þórbergs. Helga tekur á móti gestum á heim- ilisínuídag. Menniiig_________________________________________ Endurskoðun ís- lenskrar abstraktlist- ar á Kjarvalsstöðum Abstraktlistin kom fyrst fram hér á landi í verkum Finns Jónssonar á þriðja áratug aldarinnar, en landinn var þá ekki enn reiðubúinn að með- taka svo hraða þróun í innlendri list, enda var þá varla hægt að tala um að menntaðir íslenskir listamenn hefðu starfað nema í um áratug. Það var ekki fyrr en með Svavari Guðnasyni um miðjan fimmta ára- tuginn og síðan septembersýning- unum í lok þess áratugar og í upp- hafi þess sjötta að hægt er að tala um að til sé íslensk abstraktlist. Fagurfræðilegar forsendm- ab- straktlistarinnar tóku svo algemm stakkaskiptum með tilkomu hug- myndalistar og naumhyggju á sjö- imda áratugnum. Naumhyggjan gerði þó í reynd ekki strandhögg hér á landi fyrr en fyrir tæpum áratug. Segja má aö Kristján Guð- mundsson hafi öðmm fremur tengt hugmyndalistina myndmáli naum- hyggjunnar og er hann elstur fjórt- án listamanna sem Kjarvalsstaðir hafa nú boðið að sýna undir merkj- um abstraktlistar í endurskoðun. Tvenns konar forsendur Gunnar B. Kvaran ritar ítarlega um sögu og forsendur alþjóðlegrar sem innlendrar abstraktlistar í sýningarskrá. Hann kemst aö þeirri niður- stöðu að með nokkurri einfoldun megi skipta sýnendum í tvennt; annars vegar þá sem „vinna upprunalega út frá formrænum forsendum og tak- ast á við efni, Út og formgerð", og hins vegar þá sem „ganga út frá skýr- um, hugmyndafræðilegum eða táknfræðilegum forsendum þar sem mynd- málið hefur vísanir handan við myndflötinn". í fyrmefnda hópnum eru meðal annarra Svava Bjömsdóttir, sem hefur þróað pappírsverk frá líf- rænum formum yfir í geómetrísk form sem hafa engar beinar skírskotan- ir til hlutveruleikans. Erla Þórarinsdóttir er að mati Gunnars einnig dæmi um slíkan listamann sem ekki vinnur út frá skýrum hugmynda- fræðilegum forsendum. Nafngift þeirra verka sem hún sýnir að þessu sinni kemur þó að mínu mati ekki alveg heim og saman við þá skilgrein- ingu fremur en skúlptúrar listakonunnar sem reyndar em ekki á þess- ari sýningu. Forsendur rýmisins og hugmyndalegar skírskotanir Þeir listamenn sem tilheyra síðamefnda hópnum em t.d. Tumi Magnús- son sem skírir verk sín afhjúpandi nöfnum líkt og Erla. Enn fremur er þar um að ræða listamenn sem hugsa verk sín út frá forsendum rýmis- ins líkt og Ráðhildur Ingadóttir gerir með því að vinna beint á vegginn og Kees Visser og Haraldur Jónsson hafa gert á meira afgerandi hátt en hér. Afstaða Daníels Þorkels Magnússonar og Ingu Þóreyjar Jóhannsdótt- ur hefur vissulega hugmyndalega og jafnvel bókmenntalega skírskotun, en nálgun þeirra er mnfram það húmorísk, líkt og hjá Tmna. Áherslumunur sjötta og tíunda áratugar Það er e.t.v. þessi kaldhæðni sem einkennir hin óhlutbundnu en þó hlutveruleikavísandi verk þessara listamanna. Skilin á milli formrænna forsendna og hugmyndalegra era oft óglögg eins og fyrr er getið, en þessi sýning birtir á skýran hátt áherslumun á milli abstrakts sjötta áratugar- ins og þess tíunda. Sá áherslumunur liggur ekki hvað síst í því að rýmið er virkjað sem hluti verkanna, en einnig í því að í stað kaldrar fagur- fræði formanna er komin húmorísk skírskotim til margræðs hlutveruleik- ans. Annað mál er hvort ekki sé kominn tími til að víkka sjónhring gesta safnsins með því að bjóða upp á sýningu á sjaldséðari verkum meiri huldumanna en hér um ræðir. Portrait eftir Daníel Þ. Magnússon. MyndJist Óiafur J. Engilbertsson Magnús Þorláksson Magnús Þorláksson húsgagna- smiðameistari, Flókagötu 62, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist að Ytra-Álandi 1 Þistilfirði en ólst upp á Svalbarði í Þistilfirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni, læröi húsgagnasmíði hjá Ófeigi Ólafssyni, lauk sveinsprófi í iðninni og prófi frá Iðnskólanum í Reykjavik og öðl- aðist síðan meistarabréf í greininni. Fjölskylda Böm Magnúsar eru ívar, f. 14.8. 1948, tæknifræðingur í Kópavogi, kvæntur Amheiði Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn, auk þess sem ívar á þrjú böm frá fyrra hjónabandi; Margrét, f. 4.9. 1951, tölvuritari í Svíþjóð, en hún á einn son, Magnús; Vilhjámur, f. 23.4. 1959, tæknifræðingur í Svíþjóð, kvæntur Ann Marie Magnússon gjaldkera. Hálfsystur Magnúsar, sammæðra, vora Sigríður, f. 2.3.1911, húsmóðir í Reykjavík; Aðalbjörg, f. 26.11.1912, d.9.11.1914. Alsystkini Magnúsar: Jón Erling- ur, f. 27.10.1926, tryggingafræðingur í Kópavogi; Sigtryggur, f. 5.10.1926, b. á Svalbarði; Stefán Þórarinn, f. 28.9.1930, búfræðikandidat og kenn- ari við MÁ; Vilhjálmur, f. 27.7.1933, byggingaverkfræðingur, búsettur í Garðabæ. Foreldrar Magnúsar voru Þorlák- ur Stefánsson, f. 28.8.1892, d. 1969, bóndi á Ytra-Álandi og Svalbarði, og Þuríður Vilhjálmsdóttir, f. 21.5. 1889, d. 1981, húsfreyja og kennari. Ætt Þorlákur var sonur Stefáns, b. á Efri-Hólum í Núpasveit, Þórarins- sonar og Guðmundu Þorláksdóttur. Þuríður var systir Aðalbjargar, móðurömmu Steingríms J. Sigfús- sonar, fyrrv. ráðherra. Þuríður var dóttir Vilhjálms, b; á Skálum og í Ytri-Brekkum á Langanesi, Guð- mundssonar. Móðir Þuríðar var Sigríður, systir Árna, langafa Bjöms Teitssonar, skólameistara á ísafirði, Ara Teitssonar, formanns Bændasamtakanna, og Árna Harð- arsonar söngstjóra. Sigríður var dóttir Davíðs, b. á Heiði í Sauðanes- hreppi, Jónssonar og Þuríðar, syst- ur Jóns á Skútustöðum, langafa Magnús Þorláksson. Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. hæsta- réttardómara, Jónasar Jónssonar, fyrrv. búnaðarmálastjóra, og Hjálmars Ragnarssonar tónskálds. Þuríður var dóttir Áma, b. á Sveins- strönd í Mývatnssveit, bróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðsson- ar, alþm. á Gautlöndum, ættfóður Gautlandaættarinnar. Magnús tekur á móti gestum í Komhlöðunni, laugardaginn 15.4., frákl. 16.00-18.00. Vilhelxnína Sigurjónsdóttir, Austurbrúnö, Reykjavík. Kristrún Bjamadóttir, Bröttukinn 13, Hafnarfirði. Jón Þórarinn Sveinsson, Smáraflöt 8, Garðabæ. Miðtúni, Dalvík. Sigríður Kristófersdóttir, Erna Bergþóra Einarsdóttir, Möðrufelli 5, Reykjavík. Fannborg 3, Kópavogi. Hrefna Gunnsteinsdóttir, Ástríður Arngrímsdóttir, Ketu, Skefilsstaðahreppi. Sogavegi 174, Reykjavik. Jónas Hannesson, Bergljót Jónatansdóttir, Skólatröö 5, Kópavogi. Grundartanga, SkilmannahreppL Kristín Haraldsdóttir, Margrét Sigfúsdóttir, Brekkugötu 5, Hafnarfirði. Þórustöðum II, Eyjaíjarðarsveít. Sólrún Magnúsdóttir,- Guðlaugur ÞórirNielsen, Ölduslóð 11, Hafnarfirði, Viðimel 59, Reykjavík. Ingveldur K. Karlsdóttir, _________________________________ Lindarholtil, Snæfellsbæ. 40 3 Unnur Jóhannesdóttir, Eornósi 12, Sauðárkrókl. Eiginraaður hennar erAxelJúlíus- sonbifreiðarstjóri. ítilefniaftnæl- isinsogferm- ingarsonarson- ar, Ingimars Axels Gunnars- sonar,takaþau á móti ættingj- umogvinumá HótelVarma- hlíð sumardagu nk.,eftirkl. 17. Ingihj örg Kristí n Borgarvegi24,Nj; Amgrímur Krist Ólafur Pétursson, Kringlunni 23, Reykjavík. Magnús Davíðsson, Hábergi 8, Reykjavík. Sólveig Jónasdóttir, leiðbeinandi viðfélagsstarf aldraöra, Tjamarlundi 12 E, Akureyri. Sólveig verður heimameð heittákönn- unni. Jóhanna Árnudóttir, Snorrabraut79, Reykjavík. Hans Roland Löf, Súlunesi 13, Garðabæ. Guðný Gunnarsdóttir, Álfheimum 48, Reykjavík. Regína Guðrún Árngrimsdóttir, Vallargerði 2. Kópavogi. Rán Gísladóttir, Reykjabraut 20, Þorlákshöfn. Eiginmaður hennar er Halldór Rafn Ottósson stýrimaður. Þau taka á rnóti gestum í Kiwanis- húsinu í Þorlákshöfn á morgun. 12.4.,eftirkl.20. Jóhann Vilhjálnisson, Hrísateigi3, Reykjavik. Sigrún Pálsdóttir, Einigrund 11, Akranesi. Jón Gunnar Sigurðsson, Svarthömrum 54, Reykjavík. BjÖrg Friðjónsdóttir, IijaUalundi 7 F, Akureyri. Inga Ingólfsdóttir, Langageröi 112, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.