Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 11
Mujahideen í bardaga við Kandahar, sem er helst borga í Suður- Afganistan - óvíst er enn um samkomulag með foringjum þeirra i Pakistan. Afganistan Þinghald enn í óvissu Abdurrab Rasul Sayyaf, einn talsmanna bókstafstrúaðra mujahideen (afganskra skæru- liða), sagði í gær að bráðabirgða- þing skæruliða og stuðnings- manna þeirra myndi koma saman í dag. Hinsvegar hafa samtök til- tölulega hófsamra mujahideen neitað setu á þinginu, nema því aðeins að deilan um hversu mörg sæti sjítar fái þar verði leyst. Fyrsti fundur þingsins leystist upp þegar eftir að hann hafði ver- ið settur á föstudag sökum þess að bókstafstrúaðir neituðu að sætta sig við áður gert samkomu- lag um fjölda þingsæta sjíta og það hversu mörg ráðherraemb- ætti þeir fengju í bráðabirgðarík- isstjórn, sem þinginu er ætlað að útnefna. Sovéskir fjölmiðlar sökuðu í gær Pakistan um að safna liði við landamæri sín og Afganistans og jafnvel að hafa sent lið inn í Af- ganistan til stuðnings því liði mu- jahideen, sem situr um Jalala- bad, eina af helstu borgum lands- ins sem er við aðalveginn frá Ka- búl til Peshawar í Pakistan, þar sem helstu samtök mujahideen hafa aðalstöðvar. Reuter/-dþ. Kohl vill Helmut Kohl, sambandskansl- ari Vestur-Þýskalands, sagði í gær að til greina kæmi að eyða kjarnaflaugum þeim skammd- rægum af gerðinni Lance, sem Nató hefur í Evrópu, flestar í Vestur-Þýskalandi. Kvað Kohl þennan valkost verða fyrir hendi ef Varsjárbandalagið fengist til að fækka tilhlýðilega mikið íþeim herjum sínum, sem væddir eru ERLENPAR FRETTIR Sri Lanka Blóðug kosningabarátta Yfir 300 drepnir á fjórum vikum. Flokki Premadasa er spáð sigri Amorgun verður kosið til þings á Sri Lanka og er því spað að Sameinaði þjóðarflokkurinn, sem stjórnað hefur eyríkinu s.l. 11 ár, fái nauman meirihluta. Leiðtogi flokksins er Ranasinghe Premadasa, sem kjörinn var for- seti í des. s.l. Helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn er Frelsisflokk- urinn undir forustu frú Sirima Bandaranaike, fyrrum forsætis- ráðherra, en alls bjóða níu flokk- ar fram og auk þeirra ýmis samtök. Yfir 300 manns hafa verið drepnir í kosningabaráttunni, sem staðið hefur í fjórar vikur, þeirra á meðal 13 frambjóðend- ur. Premadasa kennir róttækri og mjög þjóðernissinnaðri singh- svokölluðum venjulegum vopn- um. Á föstudag s.l. lagði Kohl til að frestað yrði að endurnýja Lance- flaugarnar um tvö ár. Af Nató- ríkjum eru Bandaríkin og Bret- land mest áfram um að flaugarn- ar séu endurnýjaðar, en sterk andstaða er í Vestur-Þýskalandi gegn því að kjarnavopn séu höfð þar. James A. Baker, utanríkis- alskri vinstrihreyfingu, JVP, um flest drápin, en einhverjir munu og hafa fallið í valinn af liðs- mönnum þeirrar hreyfingar. JVP heldur því fram að kosningarnar verði ekki annað en fals og dár og hefur marglýst því yfir að hver sá, sem vogi sér á kjörstað, geti búist við því að týna engu fyrir nema lífinu. Tamflska skæruliðahreyf- ingin Tamil Eelam-frelsistígrar hótar og hörðu þeim Tamflum, sem kynnu að voga sér á kjör- stað. Báðir stóru flokkarnir heita kjósendum óspart friði, framför- um, kjarabótum o.s.frv., sem og því að indverski herinn, sem síð- an 1987 hefur verið á norðurhluta eyjarinnartil að berja niðurTam- ráðherra Bandaríkjanna, sem nú er á hraðferð um höfuðborgir Nató-ríkja, endurtók á sunnudag fyrri yfirlýsingar Bandaríkja- stjórnar um að hún vildi að bandamenn hennar í Nató sam- þykktu á þessu ári endurnýjun Lance-flauganna, hvað sem liði samningum um fækkun í herjum væddum venjulegum vopnum. Reuter/-dþ. il Eelam-frelsistígra, verði send- ur úr landi. Reuter/-dþ. Suður-Afríka Boesak fastar Allan Bocsak, forseti Alþjóða- ráðs siðbótarkirkna og einn þekktustu forustumanna í bar- áttu fyrir mannréttindum í Suður-Afríku, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að hefja föstu til stuðnings um 300 föngum, sem sumir hverjir hafa nú fastað í þrjár vikur. Fangarnir, sem sumir hafa setið í fangelsi í yfir 30 mánuði án þess að vera leiddir fyrir rétt, hafa heitið því að svelta sig i hel nema því aðeins að þeir verði látnir lausir. Boesak, sem segist ætla að fasta um óákveðinn tíma, er af kynstofni „litaðra“ (Coloureds), eins og kynblendingar eru nefnd- ir þarlendis. Fasta hans verður að líkindum erfitt mál fyrir stjórnvöld, sökum þess hve þekktur hann er og virtur á al- þjóðavettvangi. Reuter/-dþ. Vestur-Pýskaland losna við Lance Paragvœ Suðuramerísk hallarbyltinq Hinn nýi Paragvœforseti gekk Stroessner næstur að völdum áratugum saman og er grunaður um að hafa auðgast á eiturlyfjum Þann 3. þ.m. var Alfredo Stro- essner, einræðisforseta í Par- agvæ (Paraguay), sem þá hafði lengur setið á valdastóli en nokk- ur annar ríkisleiðtogi heims, að Kim II Sung í Norður-Kóreu ein- um undanteknum, steypt af stóli. Fréttaskýrendur kalla þessi um- skipti yflrleitt hallarbyltingu og efast um að hún breyti miklu, þótt Andrés Rodríguez hershöfðingi, sem stóð fyrir uppreisninni og tók sér sfðan forsetatign, lofi lýðræði, frjálsum kosningum og mannrétt- indum. Hann var skjólstæðingur Stro- essners frá upphafi valdatíðar hans og var 1961 útnefndur hers- höfðingi og þar með yfirmaður 1. riddaraherdeildarinnar (sem þrátt fyrir heitið er búin bryn- vögnum), sem sögð er öflugasta deild Paragvæhers. Síðan hefur hann lengst af gengið Stroessner næst að völdum. Rodríguez er af fátæku fólki kominn, en ferill hans er síður en svo einsdæmi. Eitt helsta ráð fátækra manna í Rómönsku Ameríku frá gamalli tíð til að lyfta sér í samfélaginu hefur verið að vinna sig upp í gegnum herinn, enda hafa sumir grimmustu einræðisherrar heims- hlutans verið af lágum stigum. Rodríguez er nú maður flug- ríkur og stendur fé hans víða fót- um, en marga grunar að hann hafi einkum auðgast á eiturlyfja- smygli og -verslun. Paragvæ hef- ur orð á sér sem ein mesta smygl- araparadís í heimi. Eiturlyfja- mafíur skipuliggja þaðan í næði atvinnurekstur sinn og viðskipti víða um heim, en þar að auki er ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 landið umhleðslustaður fyrir all- an mögulegan smyglvarning ann- an, skoskt viskí, frönsk ilmvötn, taívanska elektróník og svona mætti endalaust telja. Að sjálf- sögðu hirða ráðamenn landsins drjúgan hluta gróðans fyrir að veita smyglurunum griðland og margir þeirra eru sjálfir athafna- samir í starfsemi þessari. Ein meginástæðan til þess, hve endingargóður Stroessner reynd- ist á valdastóli ríkis, þar sem stjórnarfarið hafði í áratugi áður einkennst af tíðum og ofbeldis- sömum stjórnarskiptum, var að hann bar á ýmsan hátt höfuð og herðar yfir ícumpána sína í vald- aklíkunni, var duglegri, séðari og seigari en þeir. Haft var til marks um árvekni hans og úthald að hann svæfi f lengsta lagi fjóra tíma á sólarhring og sæti uppi um nætur við að iesa herfræðibók- menntir. En 1987 voru þess farin að sjást merki að heilsa og kraftar þess gamla væru á þrotum, og þá risu úfar út af ríkiserfðum. Þá sýndi sig að Stroessner hugðist láta elsta son sinn, Gustavo, erfa ríkið eftir sinn dag. En ríkisflokk- urinn Rauðiflokkur (Colorado) klofnaði þá í tvær fylkingar, „hefðarsinna", sem þóttust vilja milda einræðið og kröfðust þess að herinn og Stroessnerfjöl- skyldan létu forsetaembættið af hendi, og „þá herskáu", sem studdu Stroessner afdráttarlaust. Stroessner brást við andstöð- unni með því að reka „hefðar- sinna“ unnvörpum úr stöðum og embættum, þar á meðal marga herforingja. í byrjun jan. s.l. skipaði hann Rodríguez að láta af stjórn 1. riddaraherdeildarinnar. Kom það nokkuð á óvart, því að Rodríguez hafði lítt látið að sér kveða í deilu þessari og auk þess var dóttir hans gift öðrum syni Stroessners. En Stroessner grun- aði hann um græsku, kannski meðfram vegna þess að snurða hafði hlaupið á þráðinn hjá hjón- akornunum börnum þeirra, og voru þau hætt að búa saman. Ro- dríguez tregðaðist við að sleppa 1. riddaraherdeildinni, en þá lét Stroessner loka gjaldeyrisversl- un, sem Rodríguez átti og hafði verið honum drjúg gróðalind. 2. febr. fyrirskipaði einræðisherr- ann þessum næstráðanda sínum að fara á eftirlaun. Þá var að því komið fyrir Roldríguez að hrökkva eða stökkva og hann tók síðarnefnda kostinn. Hann stefndi 1. riddara- deildinni inn í höfuðborgina og sigraði lífvörð forsetans og lög- reglulið, sem einnig var honum trútt, eftir stutta en þeim mun heiftarlegri viðureign. Talið er að 200-300 manns hafi fallið. Stro- essner komst undan heiman frá sér og faldi sig hjá frillu sinni einni, en fannst þar fljótlega. Var honum síðan vísað úr landi til Brasilíu. dþ. Oddatölur-j jafnar tölur- 1 íia| 3pa itölur Þetta eru tölurnar sem upp komu 11. feb. Heildarvinningsupphæð var kr. 5.558.318,- 1. vinningur var kr. 2.559.202,-. Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 444.368,- skiptist á 2 vinningshafa og fær hvor þeirra kr. 222.184,-. Fjórar tölur réttar, kr. 766.458,- skiptast á 147 vinningshafa, kr. 5.214,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.788.290,- skiptast á 4.330 vinningshafa, kr. 413,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi tll laugardags og er lokað 15 mínúturn fyrir útdrátt. Sími6851 11. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.