Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 jLlV
i6 menning
■ ■ ■ 1
- x lir
Ráðgátur málverksins
Á yfirgrips-
mikilli sýningu
franska málar-
ans Jacques
Monory á Kjar-
valsstöðum sjá-
um við olíumál-
verk máluð í
köldum bláum
tónaskala þar
sem ólíkum að-
fóngum er stefnt
saman í eina
heild án þess að
samhengið sé
okkur að fullu
skiljanlegt.
Heimurinn, sem
Monory birtir, er
eins og séður í
gegnum bláa
filmu eða skjá.
Þetta er mynd-
mál ljósmyndar-
innar og sjón-
varpsins, yfir- Monory: Ráðgáta nr. 17.
fært í efni og
langa hefð olíu-
málverksins.
Heimur Monorys er þannig tilbúinn í tvennum
skilningi: sem máluð olíumynd af sýndarveru-
leika ljósmyndarinnar og sjónvarpsskjásins. Fyr-
irbærin í þessum myndheimi eru tiltölulega fá og
hafa gegnumgangandi skírskotun í goðsagnaheim
nútímafjölmiðlunar þar sem ofbeldið birtist okk-
ur í dulargervi byssunnar, tæknibúnaðarins,
gullsins, tækniumhverfisins og hins kynferðis-
lega valds sem þessi búnaöur færir karlímynd-
inni á bak við dökk sólgleraugu undir barðastór-
um og skuggsælum hatti.
Myndir sínar kallar Monory ráðgátur en sýn-
ingin hefúr yfirskriftina Kuldi og má hvort
tveggja til sanns vegar færa: málverkin eru ráð-
gátur sem hafa enga augljósa merkingu og lita-
skalinn er kaldur, eins og andrúmsloftið sem
málverkin miðla. Það er haft eftir málaranum í
inngangsorðum í sýningarskrá aö merking þess-
ara mynda sé honum sjálfúm ráðgáta ekki síður
en okkur sem á horfum og vill greinarhöfundur
meina að áhugi málarans beinist einkum að alls-
heijarmerkingarkreppu í samtímanum og viö-
leitni hans sé meðal annars að losa málverkið við
ákveðna merkingu og breyta þessari tilraun í
grunnmerkingu listar sinnar. Þessi þversögn
skilar okkur reyndar skammt í að nálgast þessar
myndir en væntanlega er tilgangurinn með því
að rjúfa það rökrétta orsakasamhengi 1 mynd-
Myndlist
Olafur Gíslason
rænni framsetningu, sem Ijósmyndin býður til
dæmis upp á, sá að leiða í Ijós annað samhengi
sem kannski er mikilvægara.
Samhengið, sem kemur í Ijós þegar búið er aö
tæma málverkiö af augljósri merkingu, hefúr
meöal annars með sálræna virkni myndmiðilsins
•aö gera og samspilið á milli myndmáls og tungu-
máls. Þegar við mætum fyrirbænnn eins og
byssu, hátæknibúnaði, tækniandrúmslofti og
kaldri birtu neonljósanna sem umgjörð um glæp-
inn, morðið og hetjukossinn frá Hollywood, þá
erum við öll á heimavelli: allt þetta þekkjum við
úr fjölmiðlaheimi og umhverfi samtímans. Þetta
er heimur sem við getrnn líka kennt við viljann
til valds, eins og Nietzsche orðaði það, þar sem
sagan er túlkuð út frá frumspekilegri kennisetn-
sam-
felld
martröð sem
manninum beri
nauðsyn til að
frelsa sig und-
an.
En mynd-
heimur Monor-
ys er ekki heim-
ur beinnar eft-
irlíkingar held-
ur heimur lík-
inga í öðru
veldi og sem
slíkur er hann
viðfangsefni til
túlkunar. Af
honum verður
ekki dregin nein ályktun um söguspeki eða aðra
frumspeki, þvert á móti getum viö lesið út úr
þessari notkun táknmálsins ákveðna
losim þess við frumspekilega lík-
ingu við algildan sannleika eða al-
gilt sjónarhom. Með því að losa
myndmálið undan hinu beina og
augljósa orsakasamhengi og hinu
eina og algilda sjónarhomi sem hefð-
bundin fjarvíddarframsetning rýmis-
ins byggir á, getur myndheimur Monor-
ys orðið tilefni til að koma auga á dulið
samhengi, til dæmis á milli ofbeldis og
vissrar notkunar myndmáls í víðasta
skilningi þess orös. Eða á milli ofbeldis og tækni-
hyggju, ofbeldis og vissrar tegundar iðnhönnunar
og umhverfismótunar. Þessi myndheimur er eins
og ráðgátm- sem hafa í sér innbyggðar mótsagnir
þar sem orsakalögmál, tungumál og myndmál
rekast á.
Ráðgátur Monorys á Kjarvalsstöðum era verö-
ugt umhugsunarefni þeirra sem hafa áhuga á að
kryfja það sjónræna áreiti sem umlykur okkur
alls staðar og getur hæglega gert okkur blind ef
ekkert er að gert.
Syning Monorys stendur til 31. mars á Kjarvals-
stööum.
Smásagnameistarinn
Um helgina var á íslandi góður
gestur sem áður hefur heimsótt
okkur: norski rithöfundurinn Kjell
Askildsen. Hann hefur verið kallað-
ur meistari smásögunnar, og margt
ósannara hefur verið sagt eins og
þeir vita sem hafa lesið hann á
norsku eða þýðingu Hannesar Sig-
fússonar á nokkrum smásögum
hans í bókinni Síöustu minnisblöö
Tómasar F. fyrir almennings sjónir
(Mál og menning 1995). Hann þykir
einstaklega sparsamur á orð, segir
sjálfur að gagnrýnendur saki hann
um orðafátækt. En texti sem segir
allt segir of mikið, segir hann, „og
það er líka hægt að orða það svo að
texti sem segir allt segi of lítið.“
í ritdómi í Information um nýj-
ustu bók Kjells Askildsens, Hund-
amir í Þessaloníku, segir Erik Sky-
um- Nielsen að nýtt hugtak hafi orð-
ið til í bókmenntaumræðu haustsins
í Noregi: Askildsen-syndrómið. Það
var rithöfundurinn Jan Kjærstad
sem bjó það til í tilefni af deilum um
nýjustu bók Peters Hoegs, Konan og
apinn. „Hann var síður en svo að
tala niðrandi um stórmeistara smá-
sögunnar, Kjell Askildsen, heldur
fór það í skapið á honum hvað
norsídr gagnrýnendur em fljótir að
klappa saman litlu lófunum sinum í
hvert sinn sem prósahöfundur skrif-
ar „knappt" og „málefnalega“ og
beitir „stilltum“, „hófsömum“ stíl
sem „gefur meira í skyn“ en sagt er
fullum fetum.“
Erik Skyum-Nielsen minnir kurt-
eislega á að tímamótaverk skáldsög-
unnar hafi oftar en ekki verið skrif-
uð af höfundum sem hneigðust til að
ýkja og nefnir Rabelais og Cervantes
sem dæmi. En það komi ekki mál
Kjell Askildsen - segir frekar minna en meira.
við sögur Askildsens sem ráði
íjarskalega vel við sinn knappa stíl.
„Hin ögrandi þversögn í smásögum
hans er fólgin í því að þrátt fyrir -
eða ef til vill vegna þess hvað hann
er knappur þá tekst honum að segja
svo ótrúlega mikið. Minimalisminn,
hreinræktaður af snillingi, rúmar
sálfræðilegan hita og kraft.“
Kjell Askildsen skrifar um afar
einmana manneskjur sem ekki geta
orðað hugsanir sínar og náð sam-
bandi við aðra. Heimili lítur hann á
eins og fangelsi og um leið verða
þau smækkaðar myndir af samfélag-
inu í sögum hans. Hann lítur ekki á
það sem sitt verk að fegra veruleik-
ann heldur sé skylda listarinnar að
vekja óróa. „Ég geng inn
aðstæður þar sem ástin
hefur búið en er farin. En
það er ekki það sama og að
segja að ástin sé ekki til,“
segir hann í viðtali við Linn
Ullmann i Dagblaðinu norska
í nóvember. Þar segist hann
heldur aldrei segja meira en
nauðsyn krefur í sögum sínum
heldur reyni hann í staðinn að
búa til ríkulegan undirtexta: „Ég
reyni að gera lesandann órólegan og
óöruggan, láta hann hætta að lesa og
fara aö hugsa. ... Auðvitað verður
maöur að hafa eitthvað að segja, en
ég er að skrifa um efni sem hefur
verið skrifað um frá upphafi bók-
menntanna. Fingrafórin era í form-
inu.“
Þessi undirtexti kom fjarskalega
vel fram í upplestri höfundar á
laugardaginn í Norræna húsinu;
húmorinn naut sín til fullnustu en
örvæntingin kom líka skýrt fram í
frábærri túlkun hans.
Nýja smásagnasafniö hans Kjells
Askildsens er væntanlegt á ís-
lensku snemma á næsta ári.
Þjóðlegur fróðleikur
Mannlíf og saga í Þingeyrar- og
Auðkúluhreppum hinum fomu er
komiö út í annað sinn hjá Vest-
firska forlaginu. Fjölmargar grein-
ar eftir marga höfúnda era í heft-
inu. Þær helstu eru Minnispunkt-
ar úr mannlífi í Hokinsdal í Am-
arfirði og nágrannabæjum, eftir
Þorleif Kr. Guðlaugsson, og
Hvenær vora elstu húsin
byggð og af hverjum, þáttur
úr húsasögu Þingeyrar, eftir
Gunnar Hvammdal. Nokkur
kveðskapur er lika í ritinu,
meðal annars vísa sem Elí-
as M. V. Þórarinsson frá Hravmi orti
þegar hann kom að luktum dyrum í
Höfri eftir aö Kristján Jakobsson og
fiölskylda fluttu þaðan 1943:
Örlögjn spá engu góðu
andinn stendur kyrr.
Áður fyrr mér ávallt stóðu
opnar þessar dyr.
Skríkjur
Unnur Halldórsdóttir, kennari og
formaður Landssamtaka foreldra,
Heimili og skóli, hefur árum saman
tekið að sér að semja gamanvísur og
annað skemmtiefiii fyrir fólk. Nú
hefur hún gefið út á bók úrval gam-
anvísna um sitthvað í þjóðlífinu,
bændur og búskaparbasl, hesta-
mennsku, böm og uppeldi, fram-
sóknarmenn, ráðherra, snyrti-
fræðinga, úrsmiði og ýmsar
fleiri manntegimdir. Bókin
heitir Skríkjur og hefúr að
einkunnarorðum ummæli
ljóskunnar Mae West „Það
er skemmtilegra að vera
glaður!“
Þessar hæfilega ábyrgu
gamanvísur era geysihag-
lega ortar og kímnigáfa
er í góðu lagi. Því miður
era bragimir of langir til að birta
hér, en ein staka er i bókinni um
kvennaskokk (með sínu lagi!):
Sérhver kona eldri og yngri
út fer skokkandi.
Er það ekki, ekki, ekki,
ekki lokkandi?
Tímaritið
um myndlist
í nýju hefti Tímarits Máls og
menningar (1 1997) eru birt þrjú er-
indi sem haldin voru á ráðstefnu um
myndlistargagnrýni í Norræna hús-
inu í haust sem leið, hvert öðru
merkilegra og skemmtilegra. Gunnar
J. Ámason heimspekingur rekur
þróun myndlistargagnrýni á íslandi
á þessari öld í greininni „Á báðum
áttum. Um aðstöðu gagnrýnenda á
jaðarsvæðum", og má heimfæra
margt sem hann segir upp á gagn-
rýni um aðrar listgreinar. Hann
skýrir óvissu gagnrýnenda og grein-
ir hlutverkið sem þeir tóku sér:
„Annars vegar ... að kynna almenn-
ingi hina ungu listgrein og yfirvinna
fáfræði og fordóma hinna óupplýstu
... Hins vegar ... að greina verðuga
frá óverðugum, góða list frá lélegri,
standa á varðbergi gagnvart óeðlileg-
um erlendum áhrifúm, gegn loddur-
um og falsspámönnum, sem
vora heilaþvegnir fylgis-
menn erlendrar hugmynda-
fræði og tísku." En gátu
þeir treyst dómgreind
sinni - og hvemig gátu
þeir breitt yfir vanþekk-
ingu á liststraumum er-
lendis? Það gerðu þeir
með því að rækta hina
„persónulegu sýn“
sem er svo algeng í
á jaðarsvæðum og fúll-
komlega eðlileg - hún dugar bara
: ekki ein og sér.
í „Einu letters bréfi til útkjálkak-
rítikers" sýnir Aðalsteinn Ingólfsson
svo ástandið núna frá kómísku sjón-
arhomi, en grein Jóns Proppé,
„Frummvndin sem hvarf”, tekur út-
gangspunktinn í merkri grein Walt-
ers Benjamins um listaverkið á tím-
um fjöldaframleiðslu sinnar. Merk
framlög sem gott er að fá á prent.
Meðal annars efiiis í TMM er
grein Dagnýjar Kristjánsdóttur um
| skáldsögur Jakobínu Sigurðardóttur,
ljóð eftir Sigurð Pálsson og fleiri,
minningarorð Þorsteins frá Hamri
um Sigfús Daðason, ritdómar og
margt fleira.
L—WIHIWWWW