Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 11
Fyrri hluti í Fréttabréfi Háskóla ís- lands hóf ritstjóri þess, Sigurður Steinþórsson, umræðu um „vísindi og gervivísindi“ í júníheftinu 1983. í desemberheftinu sama ár birtist önnur grein um sama efni eftir Arnór Hannibalsson, síð- an af sama tilefni grein eftir Erlend Haraldsson í janúarheftinu 1984 og í marzheftinu eftir Þorstein Sæmundsson. Síðastur hefur tekið til máls um þetta efni í Fréttabréfinu Reynir Axelsson og var það í maíheftinu 1984. Sigurður Steinþórsson prófessor dr. Úr hörðustu átt Fyrir skemmstu var fjallað um „vísindi og gervivísindi" á fundi Félags áhugamanna um heim- speki,. og hafði Guðmundur Magn- ússon, BA í sögu og heimspeki héðan og MSc í vísindaheimspeki frá London, fram- sögu. í umræðum á eftir tóku a.m.k. fjórir háskólakennarar til máls og voru allir á öndverðum meiði við Guðmund, sem hafði gert allharða hríð að hjáfræðum. Báru tveir blak af rannsóknum í dularsálfræði, og töldu hana vera engu verri vísindi en ýmsar aðrar viðurkenndar greinar hefð- arvísinda, en hinir tveir sögðust ekki skilja hneykslun framsögumanns á gervivísind- um. Lét annar þeirra meira að segja að því liggja, að gervivísindi nútímans kynnu að reynast hefðarvísindi framtíðarinnar, a.m.k. í sumum tilfellum. Þetta þykir mér koma úr allra hörðustu átt. Markmið háskóla hafa verið skilgreind þau að varðveita þekkingu, miðla henni og auka við hana, og innifalið í þessum markmiðum hlýtur að vera það að greina á milli þess sem talizt getur „rétt“ þekking og „röng“, sannleikur eða lygi. Gervivís- indi starfa að því að rugla almenning, slæva dómgreind manna og forheimska þá — ekki viljandi, heldur óbeinlínis. Skiptir það engu máli þegar ráðamenn og jafnvel verkfræðingar telja jafnmikið mark takandi á skoðunum „konu með svartan kassa“ á því hvað sé að gerast í Kröflu og á skoðunum jarðvísindamanna, sem þarna hafa stundað rannsóknir og mælingar um árabil? Skiptir það engu fyrir sagnfræðirann- Sigurður Steinþórsson, doklor í jarðfræði. „Mér virðist að það sé nokkurt einkenni á hjá- fræðum, að þau skila aldrei neinum árangri þrátt fyrir mikið starf — þar hjakkar allt í sama farinu. Eru Ní- alssinnar eitthvað nær sannleikanum um eðli drauma eftir 50 ára rann- sóknir?“ Miðilsfundur. Hrað er sönnun um framlíf, og hrerju eru menn nær eftir hálfrar aldar sálarrannsókn- ir? sóknir við háskólann ef almennt er talið að kenningar Einars Pálssonar um „rætur ís- lenzkrar menningar" séu réttar en starf háskólamanna kák eitt? Hvers vegna skyldu skattgreiðendur styrkja slíkt? Hins vegar má segja að það verði nokkur próf- steinn á það hvort sagnfræði sé „vísindi" í popperskum skilningi hvort gerlegt reyn- ist að ákvarða hvort niðurstöður Einars Pálssonar eigi við einhver rök að styðjast eða ekki. Mér virðist annars að það sé nokkurt einkenni á hjáfræðum, að þau skila aldrei neinum árangri þrátt fyrir mikið starf — þar hjakkar allt í sama farinu. Eru Ný- alssinnar eitthvað nær sannleikanum um eðli drauma eftir 50 ára rannsóknir? Eru spíritistar nær sannleikanum um fyrir- bæri á miðilsfundum en þeir voru fyrir 100 árum? Eru dularsálfræðingar búnir að komast að því svo óyggjandi sé hvort „hug- arafl“ er raunverulegt eða ekki? Sú saga, sem nú er sögð af sprelli James Randi og manna hans með „rannsóknastofnun McDonell í dularsálfræði" bendir ekki til þess að rannsóknir heiðarlegra og grand- varra manna við Háskóla íslands verði lík- legar til að greina sauðina frá höfrunum í þessum fræðum-------er Sai Baba guð eða sjónhverfingamaður? Var Hafsteinn mið- ill í sambandi við annan heim? Því hefur verið haldið fram, að ekki sé til svo vitlaus kenning í heiminum að hún eignist ekki áhangendahóp hér á landi. En þá kastar fyrst tólfunum þegar háskóla- kennarar halda því fram að „gervivísindi dagsins í dag séu hefðarvísindi morgun- dagsins". Arnór Hannibalsson dr. Um mörkin milli vísinda og ekki vísinda 14. tbl. 5. árg. Fréttabréfs ræðir rit- stjórinn um vísindi og gervivísindi. Hann segir að þá kasti fyrst tólfun- um, þegar háskólakennarar álíta að gervivísindi dagsins í dag séu hefðarvís- indi morgundagsins. (Ég hef orð ritstjór- ans fyrir því, að hann hafði þetta ekki eftir undirrituðum.) Ritstjórinn kveður fræði einkennast af því að þau skila árangri, en hjáfræði „skila aldrei neinum árangri þrátt fyrir mikið starf — þar hjakkar allt í sama farinu". Ritstjórinn nefnir spírit- isma sem dæmi um hjáfræði. Þess er þá fyrst að geta um spíritisma, að hann er skilgetið afkvæmi vísinda- hyggju og pósitívisma 19. aldar. Setjum sem svo að spíritismi sé tilgáta eitthvað á þessa leið: „Maðurinn er gæddur eilífri sál. Hún lifir af líkamsdauðann. Með sérstakri tilraunaaðferð er hægt að fá fréttir af líf- inu fyrir handan. Sú aðferð er miðils- starfsemi. Þegar vitneskju sem með henni fæst er safnað saman, myndar hún með LESBOK MORGUNBLAÐSINS 1. DESEMBER 1984

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.