Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 25
ÞÁ kom að því að Carnegie-verð-
launin skyldu afhent á Íslandi, sýn-
ingin sjálf um leið á upphafsreit í
Reykjavík, nánar tiltekið í húsakynn-
um Listasafns Reykjavíkur, Hafnar-
húsi. Skeði með pomp og prakt að
viðstöddum forsætisráðherra og
öðru fyrirfólki, flestum verðlauna-
höfum, nokkrum tilnefndum þátttak-
endum, formönnum dómnefndar,
fleiri nefndarmeðlimum og listsögu-
fræðingum. Að viðbættum fjölda
boðsgesta og föstu starfsliði er fylgir
framkvæmdinni jafnaðarlega um öll
Norðurlönd. Hin mikla viðhöfn kom
sumum spánskt fyrir sjónir hér á út-
skerinu, því tilefni að vísa til og
minna á að umfjöllunin um þessi
merku verðlaun var jafnvel minni en
reglubundin mánudagsumfjöllun um
íþróttir í Dagblaðinu og sjónvarps-
rásunum, einnig varla meiri en
þriðjudagsumfjöllun í þessu blaði,
þetta fimmtíu og tvisvar á ári, að við-
bættum öðrum dögum vikunnar og
rofum á almennri dagskrá. Hins veg-
ar getum við einungis vænst endur-
tekningar afhendingar Carnegie-
verðlaunanna hér á landi á fimm ára
fresti! Ríkissjónvarpið var með
klukkustundarþátt frá athöfninn í
beinni útsendingu, en hún fór illu
heilli framhjá mér og fleirum,
kannski ráð að endurtaka hana á
skaplegri tíma heldur en í önnum
vikuloka. Sjálfur hafði ég litið lista-
verkin á sérstökum kynningarfundi
fyrr á föstudeginum, og þótt við á
blaðinu þyrftum að yfirgefa hann í
miðjum leik vegna annars fundar
hafði ég takmarkaðar taugar til opn-
unarinnar, nema þá helst að klappa
fyrir Lenu Cronqvist. 
Á þessum válegu tímum og áður
en lengra er haldið, er rétt að víkja
að því í framhjáhlaupi, að Dag
Hammarskjöld, fyrsti aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, taldi listir mik-
ilvægasta hreyfiaflið ætti heimurinn
að lifa af í framtíðinni og er einn af
grunnþáttum samtakanna, síður
múgæsingar.
Hann var annars dálítið sérkenni-
legur fundurinn í hádeginu, leit svo
út sem útskýrendur verka hvers
listamanns fyrir sig væru þá helst á
heimavelli er hugmyndafræðin var
annars vegar, en hins vegar af-
greiddu þeir hreina málverkið á mun
skemmri tíma, einkum þau íslenzku.
En vel að merkja engan veginn þess-
vegna sem við yfirgáfum samkom-
una þá kom að Troels Wörsel, aðal-
verðlaunahafanum.
Formaður dómnefndar Lars
Nittve, forstöðumaður Núlistasafns-
ins í Stokkhólmi, mun hafa sagt í
opnunarræðu, að það væri ágætt og
fullgilt að verðlaunin skyldu einangr-
uð við málverkið, en minnti um leið á
að fleira væri málverk en skilirí inn-
römmuð á vegg. Alveg rétt, enda um
tugþúsunda ára sannindi að ræða
sbr. fyrstu ummerki um sjálfsvitund
mannsins, hellaristur mjög fjarlægr-
ar fortíðar, tákn og myndverk á innri
sem ytri byrði húsa, hofa og hörga
fornaldar, loftmálverk í miðalda-
kirkjum, að ekki sé minnst á allt sem
fylgdi í kjölfar endurfæðingarinnar,
frá sixtínsku kapellu Michaelangelos
til loftmynda Govanni Battista
Tiepolos, meistara síðbarokksins,
sem sagður er hafa lokað dyrum
stóru gömlu meistaranna á eftir sér
þegar hann dó í Madrid 1770.
Vissulega ástæða til að heiðra mál-
verkið með veglegum verðlaunum á
tímum er sótt er að því úr mörgum
áttum, og auðvitað á ekki að einangra
valið við veggmálverk einvörðungu.
En satt að segja hefur stefna dóm-
nefndar iðulega þótt orka tvímælis
fram til þessa, annað og ríkjandi
skoðanamynstur um núlistir þótt
ráða meiru um verðlaunaveitingar en
grunnatriði málaralistarinnar, hvort
sem birtingarmyndirnar eru þvers-
um/ á ská eða langsum á vegg /gólfi
eða lofti. Einfalt mál að skvetta vatni
á einhvern gegnheilan hlut, eins og
til að mynda steinvölu og nefna
vatnslitamynd, eða klessa olíulit á
sama og nefna olíumálverk, en út á
það ganga hugtökin síður. Ég get
fyllst hrifningu og lotningu á ýmsu
sem sett er undir hugtakið myndlist í
dag, og viðurkenni það í sumum til-
vikum sem mikla list, en álít menn
komna langt út fyrir raunhæfan
ramma, um leið brýna nauðsyn að
marka gjörninga til hliðar með ann-
arri nafngift. Annars vitum við ekki
fyrr en leikur og hljóð hafa mikið til
yfirtekið listasöfnin og sviðið allt. Þá
skal þjóðfélagsumræðu svo sem um
réttindi innflytjenda litaðs fólks og
minnihlutahópa, politisk statement,
eins og það nefnist, vísað í réttan bás.
Fengum þetta yfir okkur miðstýrt og
matreitt fyrir nokkrum áratugum,
flest komið í glatkistuna, sömu aðilar
og sporgöngumenn þeirra að verki.
Einnig hollt að líta til þess, að skyldu
þessi sérstöku verðlaun helguð hug-
myndafræði og minimalisma, væri
málverkið vafalítið fullkomlega úti í
kuldanum líkt og á áttunda áratug
síðustu aldar. Áttundi áratugurinn
ásamt strangflatalist þess sjötta svo
tvímælalaust mestu og afdrifarík-
ustu harðlífistímabil í sögu myndlist-
arinnar, þar sem ekkert annað komst
að í augum áhangendanna, lítilsvirt
og útskúfað. Báðum lauk eðlilega
með uppgjöri sem líkja má við
sprengingu.
Hlutirnir breytast hratt og ein-
hver óskýrð undiralda hefur verið á
ferðinni síðasta áratug, þannig ýmsir
þeir í sviðsljósinu sem minni gaumur
var gefinn lengi vel, til að mynda
hinn áttræði þýskættaði Englend-
ingur Lucien Freud. Þá hefur marg-
ur rýnirinn hnýtt í Dokumenta 10, og
hvað þá elleftu snertir nú í sumar
hefur undarleg þögn ríkt kringum
hana, er líkast sem umræðan svífi í
lausu lofti. Á einni yngstu og fram-
sæknustu listakaupstefnu heimsins,
Art Forum Berlín, nú í haust, sem
nýtur vaxandi virðingar og gengis,
vakti drjúga athygli að meira bar á
myndverkum á vegg en nokkru
sinni! Fyrirsögn Berliner Morgen-
post var að hún væri betri en Doku-
menta 11, samanburður þó mikið til
óraunhæfur. Þá hefur fagurfræðin,
sem lengi hefur verið útskúfuð úr nú-
listum dagsins gengið í endurnýjaða
lífdaga og margur nú meðvitaðri
varðandi gæði listaverka, að lista-
stefnur og aldur listaverka ráði hér
minna um en birtingarmynd þeirra
sjálfra. Þannig engin stöðnun í sam-
ræðunni nú í upphafi nýrrar aldar
þótt hún sé ekki í samræmi við ósk-
hyggju og stefnumörk sem hafa ver-
ið áberandi um skeið með niðurrif
málverksins og fyrri gilda í öndvegi.
Að þessu vikið hér vegna þess að
ekki verður betur séð en nefnd orð-
ræða hafi haft áhrif á dómnefnd
Carnegie-verðlaunanna að þessu
sinni, því hún gengur af meiri víðsýni
til verks en í flestum tilvikum áður.
Þannig má telja nær óhugsandi að
verk Lenu Cronqvist hefðu þótt full-
gild til verðlauna hér áður frekar en
til að mynda hið athyglisverða fram-
lag Ninu Sten-Knudsen árið 2000, en
báðar má telja í hópi þeirra sem hafa
verið nokkuð til hliðar og utangarðs
til þessa og vinna að auki á heima-
velli. Einnig má álíta framlag málara
eins og Georgs Guðna hafi verið full-
snemma á ferðinni, þetta þó í þriða
sinn sem hann er tilnefndur af hálfu
Íslands. Er í sjálfu sér illskiljanlegt,
telst lítilsvirðing og blaut tuska
framan í marga framsækna málara í
frysti hér á útnáranum, og mikill
áfellisdómur á þá sem að baki standa.
Með þessu eru ábyrgir nefnilega að
ýja að því við útlenda menn að aðrir
og frambærilegir finnist ekki á landi
hér, því tilneyddir til að velja hinn
ágæta málara trekk í trekk í þeirri
frómu von að hann komist að lokum á
verðlaunapall, sem hann að sjálf-
sögðu má hafa verðskuldað. Fram-
gangan einsdæmi í sögu fram-
kvæmdarinnar þótt sumir hafi verið
tilnefndir tvisvar líkt og verðlauna-
hafarnir Cronqvist og Tal R, og ber
að útiloka með öllu nema mjög rík
ástæða sé fyrir hendi. Athygli vekur
að fækkað hefur verið í sérfræðinga-
vali tilnefninga og kann allt eins að
vera til bóta, en ég sakna sem fyrr
virkra áhugamanna á samtímalist er
skarar málverkið. Eins og hugtakið
samtímalist er eða í öllu falli var skil-
greint, þ.e. öll framsækin list frá lok-
um seinni heimsstyrjaldarinnar.
Fækkunin kemur þó ekki einungis af
hinu góða, þar sem þeir eru til sem
hafa beðist undan öllum afskiptum af
tilnefningum í framtíðinni vegna
meintrar hlutdrægni. Að ekki sé tek-
ið minnsta tillit til ábendinga þeirra
falli þær ekki í réttan jarðveg, til
þurfi að koma skýrari og gagnsærri
reglur. Safnstjórar og svokölluð ráð-
andi bendiprik um núlistir í fullstóru
hlutverki dómnefndar, mikið til sama
fólkið og hefur verið með trompspilin
í hendi um áratuga skeið, sumir áður
virkir í forvali, eða fara úr dómnefnd
í forval. Óneitanlega virðist hringur-
inn vera að þéttast og ákvarðanatak-
an að komast í færri hendur.
Það kristallar að sjálfsögðu rót-
gróna aðdáun norræna listsögufræð-
inga á útlandinu, að aðalverðlauna-
hafi ársins var búsettur í Þýskalandi,
en nú á Ítalíu og mun í góðum sam-
böndum á meginlandinu. Að sjálf-
sögðu skal hann ekki gjalda þess, en
framlag hans naumast athyglisverð-
ara betra né verra en ýmissa ann-
arra, virða ber þó rökstuðning dóm-
nefndar. Hátturinn að vinna í röngu
málverksins engan veginn nýr og
sjálft vinnuferlið leiðir hugan bæði
að amerískum abstrakt-expressjón-
isma sjöunda áratugarins og popp-
listinni. Málverk Lenu Cronqvist
sem fékk önnur verðlaun hafa svip af
innsæi og upplifðri tjáningu á nor-
ræna vísu, spegla mikil sálræn átök,
eru þjóðleg og alþjóðleg í senn, bera
jafnframt úrskerandi höfundarein-
kenni Verk Tal R, handhafa þriðju
verðlaunanna, má telja framhald og
afsprengi cobramálverksins en í
óformlegri og lausari útfærslu hálf-
karaðra frásagna í anda seinni tíma.
Meðvituð tjáning og formleg mótun
þó meiri í þessum þrem málverkum
en ég hef séð til hans áður, tel mig þó
ekki að fullu dómbæran þar sem mig
skortir yfirsýn. Menn eiga þó erfið-
ara með að koma auga á málverkið í
verkum styrkþegans, David Svens-
son, sem ber mun meiri svip af inn-
setningu, en hefði trúlega skipað
honum á verðlaunapall fyrir tveim
árum eða svo. Heill og viðgangur
framkvæmdarinnar er hér í aðalhlut-
verki, listrýnum eðlilega þröngur
stakkurinn skorinn um mat á verk-
um jafnlítils úrtaks hvers og eins.
Hefði mikið gildi að kynna verð-
launahafa betur með yfigripsmeira
úrtaki í framtíðinni, einkum þar sem
haldið hefur verið fram, að fyrri ferill
þeirra eigi oftar en ekki nokkurn hlut
að sómanum, jafnvel tengsl við nafn-
kennda sýningarsali, og skiljanlega
öðrum en innvígðum lokuð bók. Þá
væri vel þegið að fá uppgefin nöfn
sýningarsalanna sem halda verð-
launahöfunum og öðrum þátttakend-
um fram ef einhverjir eru. Þessu
komið á framfæri hér fyrir þá sök, að
mörgum hefur lengstum fundist sem
framkvæmdin bera meiri svip af að
verið sé að heiðra viðteknar fræði-
legar skoðanir á eðli núlista, höfuð-
strauma, mainstream, frekar en
sjálfstætt og framsækið málverk í
sjálfu sér. Frumkvæði að þeirri hlið
ætti þá að koma úr annarri átt og
með réttum formerkjum, síður í
nafni i fyrirtækis eins og Carnegie-
stofnunarinnar og þeim stefnumörk-
um sem lagt var út af. Að öðrum
kosti eru menn komnir í hring og til
viðurkenndrar salonlistar, main-
stream, 19. aldar.
Eins og alltaf eru Carnegie-verð-
laununum fylgt úr hlaði með veglegri
kynningu í formi ríkulega mynd-
skreyttar sýningarskrár/bókar,
geisladiski, ásamt almennum og
gagnlegum upplýsingum í handhægu
formi. Loks skal vísað til myndbands
með viðtölum við alla þátttakend-
urna og er mikilvæg viðbót til aukins
skilnings á vinnuferli og stefnumörk-
un hvers og eins. 
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Lena Cronqvist við eitt málverka sinna.
Carnegie-
verðlaunin
2002
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur 
? Hafnarhúsi
Opið alla daga frá 11?18. Til 10. 
nóvember. Aðgangur ókeypis.
MÁLVERK
CARNEGIE-VERÐLAUNIN
Bragi Ásgeirsson
BÆKUR að vestan er sam-
heiti yfir bækur sem gefnar
verða út hjá Vestfirska forlag-
inu á Hrafnseyri í haust og er
lögð áhersla á að blanda sam-
an blíðu og stríðu, gamni og
alvöru. En forlagið sérhæfir
sig í útgáfu á vestfirsku efni.
Eftirtaldar bækur eru vænt-
anlegar: Frá Bjargtöngum að
Djúpi 5. bindi í ritstjórn Hall-
gríms Sveinssonar. Margir
landskunnir og minna þekktir
höfundar og
fróðleiks-
menn skrifa
um vestfirskt
mannlíf fyrr
og nú. Árbók
Barðastrand-
arsýslu 1980?
1990 hefur
göngu sín á
ný og er það nýstofnað Sögu-
félag Barðastrandarsýslu og
Vestfirska forlagið sem gefa
út í sameiningu. Úr verbúðum
í víking ? vestan hafs og aust-
an nefnast endurminningar
Ólafs Guðmundssonar frá
Breiðavík, fyrra bindi. 101 ný
vestfirsk þjóðsaga 5. bók er
eftir Gísla Hjartarson. Með
þessari bók eru þær orðnar
fimm hundruð og fimm tals-
ins. Sögur Gísla eru fyrst og
fremst gamanmál. Vestfirð-
ingaþættir 1. bók er nýr bóka-
flokkur í ritstjórn Hlyns Þórs
Magnússonar. Mannlíf og
saga fyrir vestan 11. hefti
fjallar sem fyrr um vestfirskt
mannlíf að fornu og nýju í
blíðu og stríðu, gamni og al-
vöru. Höfundarsaga mín er
eftir Þorstein Antonsson. Í
bókinni lýsir hann samferða-
fólki á menningarsviðinu með
gráglettnum hætti.
Þá gefur Vestfirska forlagið
út vestfirskar þjóðsögur í
gömlum og nýjum stíl, bæði á
geisladisk og snældu.
Elfar Logi Hannesson, leik-
ari og leikstjóri frá Bíldudal,
les úrval úr gömlum, klassísk-
um þjóðsögum Vestfirðinga og
úrval úr þjóðsögum Gísla
Hjartarsonar, 101 ný vestfirsk
þjóðsaga. 
Af gam-
anmál-
um Vest-
firðinga 
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer sex 2002

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52