Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
50 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á
ður hefur verið á það
minnst í þessum dálkum
að ákveðin orða-
sambönd verða stund-
um svo fyrirferðarmikil í máli fjöl-
miðlunga, að þau nánast útrýma
eðlilegra og einfaldara orðalagi,
þar sem þau dynja sýknt og heil-
agt á augum og eyrum lesenda,
hlustenda og áhorfenda. Dæmi um
slíkt orðasamband er ?að eiga við
eitthvað að stríða?, ekki síst veik-
indi, kvilla og sjúkdóma. Þá er
sagt sem svo: ?Hann hefur átt við
vanheilsu að stríða að und-
anförnu.? Þó kastar fyrst tólfunum
þegar sagt er að manneskja hafi
?átt við rifbeinsbrot að stríða?.
Víst getur heilsuleysi verið erf-
itt stríð og í sjálfu sér getur sumt
fyrrnefnt orðalag stundum átt rétt
á sér. En um veikindi manna,
heilsubrest og rifbeinsbrot má
komast að orði á ýmsan annan hátt
bæði í þágu tærs einfaldleika og
litskrúðugrar fjölbreytni, t.d.:
Hann hefur verið heilsulaus að
undanförnu, veikindi hafa hrjáð
þau upp á síðkastið, hún hefur
ekki gengið heil til skógar í seinni
tíð, gamli maðurinn hefur kennt
sér meins um hríð, forstöðukonan
hefur verið veik upp á síðkastið ?
og svo auðvitað leikmaðurinn er
rifbeinsbrotinn.
??? 
?Nokkuð var um að lögreglu
bærust tilkynningar um meðvit-
undarlítið fólk sem reyndist síðan
svo ofurölvi að erfitt var að greina
í sundur hvort um sjúkleikaástand
væri að ræða eða ölvunarástand.?
Svo var komist að orði í dagbók
lögreglu eigi alls fyrir löngu. Hér
er lífseigur nafnorðastíllinn lifandi
kominn. Ekki er ósennilegt að átt
sé við að fólkið, sem sagt er frá í
dagbókinni, hafi verið svo ofurölvi
að erfitt hafi verið að greina hvort
það var sjúkt eða ölvað. Hins veg-
ar hefur dagbókarritara sennilega
ekki þótt lýsingarorðin sjúkur og
ölvaður nógu alvöruþrungin eða
ábúðarmikil og því gripið til nafn-
orðanna sjúkleikaástand og ölv-
unarástand og spyrt þau saman
við margþvældan lepp, ?um að
ræða?. Jafnvel þótt einhverjir geti
fallist á það að nafnorðin vegi
þyngra en lýsingarorðin og ?um að
ræða? gefi klausunni festulegan
stofnanablæ verður ekki með
nokkru móti séð að þörf sé fyrir
orðaklastur eins og ölvunarástand
og sjúkleikaástand. Skyldi ölv-
unarástand þýða eitthvað annað
en ölvun? Og sjúkleikaástand ann-
að en sjúkleiki? Ef maður er glað-
ur í bragði, er hann þá í gleði-
ástandi? Eða er jafnvel ?um gleði-
ástand að ræða??
Ekki er því að heilsa að klausan,
sem vitnað er til, sé einsdæmi.
Dæmin í gagnasafni Morgunblaðs-
ins eru mýmörg og þau eru öll úr
dagbókum lögreglu hér og þar um
landið. Skulu aðeins örfá tínd til:
?Því var það ölvunarástand sem
skapaðist í miðborginni ? í hróp-
andi ósamræmi
við markmið há-
tíðarhaldanna.?
?Fyrir dómi bar
hann hins vegar
fyrir sig neyð-
arvörn og sagði
að honum hefði
verið nauðugur
einn kostur að aka þrátt fyrir
ölvunarástand.? ?Var konan þá
nánast ósjálfbjarga vegna ölv-
unarástands og lá með höfuðið
fram á stýri ökutækisins.?
Ekki er annað að sjá en komast
mætti af með hið yfirlætislausa
orð ölvun alls staðar þar sem
hrönglið ölvunarástand er notað í
ofantöldum klausum. Reyndar er
umsjónarmaður oftast bara fullur
en það er önnur saga. Hann lætur
í ljósi þá frómu ósk að um batn-
andi ritfærniástand verði að ræða
hjá dagbókarriturum með tíð og
tíma.
??? 
Landaheiti og þjóða eru
skemmtilegt athugunarefni svo og
þau lýsingarorð sem höfð eru um
þjóðir. Land heitir Holland og þeir
sem það byggja kallast Hollend-
ingar. Hollenskir túlípanar eru
víðfrægir. Annað land heitir
Frakkland og þar búa Frakkar.
Margir þekkja frönsk vín. Enn er
land og nefnist Pólland, byggt Pól-
verjum, og er vodki sá, sem þar er
bruggaður, pólskur kallaður.
Ekki er umsjónarmaður svo vel
að sér að hann viti hvers vegna
það eru ekki Frakklendingar sem
byggja Frakkland eða hví fyrr-
nefndur vodki er ekki póllenskur.
Skýringarinnar gæti verið að leita
í því hvort kom á undan, þjóðin eða
landið. Eða eins og barnið spurði:
?Hvernig stendur á því að allar
borgir á Englandi heita eftir fót-
boltaliðum??
Tilefni þessara hugleiðinga er
eitt stríðshrjáð land sem Tétsnía
heitir á síðum Morgunblaðsins ?
hét reyndar lengi vel Tsjetsjnía og
var þá stuðst við flóknar reglur um
hvernig rita skyldi kyrillísk nöfn
latínustöfum. Hins vegar þótti
ýmsum rithátturinn Tsjetsjnía
minna um of á það hvernig hnerri
er tjáður á prenti svo að Morg-
unblaðið hvarf frá þeirri stafsetn-
ingu ? þó ekki án samráðs við
kunnáttumann í rússnesku (hvorki
rússlensku né rússku).
Þá var komið að því að mynda
þjóðarheiti. Kom til greina að
kalla innbyggjarana Tétsníumenn
í samræmi við Bosníumenn. Það
varð þó úr að nefna þá Tétsena.
Rökin fyrir því eru sótt í rússneskt
heiti þjóðarinnar og ofviða skiln-
ingi umsjónarmanns sökum fá-
kunnáttu hans í rússnesku.
Þá var einungis lýsingarorðið
eftir. Á síðum blaðsins hafði þetta
fólk ýmist verið kallað tsjetsj-
enskt, tsjetsjneskt eða tsjetsjn-
ískt. Þótt samræmi geti stundum
verið hvimleitt var horfið að því
ráði að samræma ritháttinn innan
blaðs og verða íbúar Tétsníu, Téts-
enar, því tétsenskir kallaðir héðan
í frá. Til huggunar þeim sem leið-
ist of mikið samræmi þá munu þeir
finna Téténíu, byggða téténskum
Téténum, í öðrum fjölmiðlum.
??? 
Hrör ? Og er hann kemur í búð-
arsundið þá gengur maður í mót
honum. Sá er við aldur. Hann var í
svartri ermakápu og var hún kom-
in að sliti. Ein var ermur á káp-
unni og horfði sú á bak aftur.
Hann hafði í hendi staf og brodd í,
hafði síða hettuna og rak undan
skyggnur, stappaði niður stafnum
og fór heldur bjúgur.
[Bandamanna saga.]
Þótt samræmi
geti verið hvim-
leitt var horfið
að því ráði að
samræma 
ritháttinn
keg@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Karl Emil Gunnarsson
Í VIÐTALI við Morgunblaðið
þriðjudaginn 29. október sl. vísar
formaður skipulags- og bygging-
arnefndar Reykjavíkur á bug
gagnrýni minni um að samráði við
íbúa hafi verið ábótavant við mót-
un tillögu að skipulagi Landssíma-
lóðarinnar svokölluðu í Grafar-
vogshverfi. Kannske hefur
formaðurinn rétt fyrir sér, því
samráð við íbúa var nánast ekkert
við mótun fyrirliggjandi tillögu.
Þvert ofan í fögur loforð borg-
arstjóra, og þáverandi og núver-
andi formanns skipulags- og bygg-
ingarnefndar aðeins örfáum
dögum fyrir síðustu borgarstjórn-
arkosningar.
Lofað samráði
Á kynningarfundi í vor voru
lagðar fram nýjar tillögur að
skipulagi á Landssímalóð og var
þegar ljóst að íbúum þóttu þær
alls óviðunandi og töldu að lítið
hefði verið komið til móts við óskir
þeirra. Þá lofaði þáverandi for-
maður skipulags- og byggingar-
nefndar að myndaður yrði sam-
ráðshópur skipulagsyfirvalda, íbúa
og byggingaraðila til þess að finna
ásættanlega lausn á skipulagi
Landssímalóðar. Var loforði for-
mannsins ákaflega vel tekið og
þóttust fundarmenn sjá að ?íbúa-
lýðræði? gat verið meira en orðin
tóm.
Eftir því sem nær dró kosn-
ingum urðu loforðin stöðugt fal-
legri. Í kosningabæklingum sem
duttu inn um lúguna hjá mér í
maímánuði gaf m.a. að líta eftirfar-
andi: ?Reykjavíkurlistinn vill ?
endurskoða skipulag Landssíma-
lóðar og í sátt (feitletrað í bæk-
lingi) við íbúa Grafarvogs.? ?Að-
ferð hennar (þ.e.a.s. borgarstjóra)
og Reykjavíkurlistans við stjórn
borgarinnar er að starfa með íbú-
um ??
Þremur dögum fyrir kosningar
boðaði R-listinn til fundar í Spöng-
inni. Þar var talað um að ?taka
skipulagið til endurskoðunar frá
grunni?, ?fara í víðtækt samráð við
íbúa?, ?diskútera hvers konar
byggð þar á að vera?, ?koma til
móts við íbúa? o.s.frv.
Á þeim fundi spurði ég formann
skipulags- og byggingarnefndar
(þáverandi) hvort ekki væri bara
hægt að þurrka út fyrirliggjandi
tillögur og hugsa dæmið upp á
nýtt. Fullvissaði hann mig og aðra
viðstadda um að það yrði gert.
Hann tók reyndar fram að þetta
væri ekki sagt bara vegna þess að
kosningar væru í nánd.
Samráðsferlið
Í maímánuði var þess farið á leit
við undirritaðan, af stjórn íbúa-
samtaka Grafarvogs, að hann tæki
sæti í samráðshópi um skipulag
Landssímalóðar og tók ég vel í þá
málaleitan. En þótt drifið hefði
verið í því að mynda þennan hóp
varð bið á því að hann hittist. Það
var reyndar ekki fyrr en í sept-
ember sem hópurinn var fyrst
kallaður saman og það ekki fyrr en
eftir að annar fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í skipulags- og bygg-
ingarnefnd hafði komið með fyr-
irspurn til skipulagsfulltrúa um
framvindu starfsins.
En samráðið var aldrei annað en
nafnið tómt. Þegar við fulltrúar
íbúanna komum að málinu var bú-
ið að hanna tillögur sem við vorum
spurðir að hvort okkur líkaði. Það
eina sem tók einhverjum breyt-
ingum eftir að samráðshópurinn
kom saman var aðkoman að hverf-
inu. Við vorum kallaðir í örfá
skipti til funda hjá Borgarskipu-
lagi og þótt ég ítrekað benti á að
ekki hefði verið komið til móts við
íbúa í veigamiklum atriðum var
talað fyrir daufum eyrum.
Vel á annað hundrað manns
mætti á kynningarfund 22. október
sl. og ekki einn einasti lýsti sig
ánægðan með það sem þar var
kynnt. Óskir íbúa höfðu ekki verið
virtar. Formaður skipulags- og
byggingarnefndar var sjálfur á
þeim fundi og lét hafa eftir sér að
gæta þyrfti hagsmuna byggingar-
aðila og að hagsmunir borgarinnar
væru hagsmunum borgaranna
meiri.
Einkennileg 
röksemdafærsla
Það er ekkert annað en vald-
níðsla að ætla sér að keyra þessar
tillögur í gegn þvert ofan í fyr-
irliggjandi og rökstudd mótmæli
íbúanna og þvert á öll þau loforð
sem okkur voru gefin aðeins örfá-
um dögum fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar síðastliðið vor.
Ein meginkrafa okkar var að
byggð á Landssímalóð í Gufunesi
yrði í samræmi við aðliggjandi
byggð og voru mótmæli í tólf lið-
um undirrituð af yfir 550 lögráða
íbúum í fimm aðliggjandi götum
afhent skipulagsfulltrúa borgar-
innar innan boðaðs frests. Það skal
ítrekað að undir þessi mótmæli rit-
uðu eingöngu íbúar í aðliggjandi
götum og var það verulegur meiri-
hluti þeirra.
Það lætur einkennilega í eyrum
að heyra kjörna fulltrúa okkar
borgaranna segja að þeir þurfi að
gæta hagsmuna byggingaraðila og
einnig það að hagsmunir borgar-
anna verði að víkja fyrir hags-
munum borgarinnar. 
Það er þversögn að á meðan
okkur íbúum er sagt að verulega
hafi verið komið til móts við óskir
okkar er okkur einnig sagt að lík-
lega hafi ekki orðið svo verulegar
breytingar á fyrri tillögu að það
þurfi að auglýsa þær. Ég spyr
skipulagsyfirvöld: ?Teljið þið ykk-
ur hafa endurskoðað skipulagið frá
grunni?? Sé svarið ?já? hlýtur að
þurfa að auglýsa það aftur sem
verulega breytt skipulag, en sé
svarið ?nei? hlýt ég einnig að
spyrja: ?Var því ekki lofað??
Ég beini orðum mínum til borg-
arstjóra, til fyrrverandi formanns
skipulags- og byggingarnefndar
(núverandi forseta borgarstjórnar)
og núverandi formanns þeirrar
sömu nefndar: Þið lofuðuð víðtæku
samráði við íbúa, þið lofuðuð að
taka fullt tillit til óska þeirra og
þið lofuðuð að taka skipulagið til
endurskoðunar frá grunni. Orð
skulu standa.
Orð skulu standa ?
Eftir Emil Örn 
Kristjánsson
?Þið lofuðuð
víðtæku
samráði við
íbúa, þið lof-
uðuð að
taka fullt tillit til óska
þeirra og þið lofuðuð að
taka skipulagið til end-
urskoðunar frá grunni.
Orð skulu standa.?
Höfundur er leiðsögumaður og býr í
Grafarholti.
ÉG ÁTTI von á öðru en því að
Bragi Ásgeirsson, eitt margreynd-
asta bendiprik þjóðarinnar í mynd-
list, eyddi heilli síðu í að fara kring-
um Carnegie-sýninguna í
Hafnarhúsinu án þess að fjalla að
nokkru gagni um innviði hennar.
Það er synd því að Carnegie 2002 er
fyrsta sýning sinnar tegundar sem
vígð er hér heima með allri þeirri
viðhöfn og virktum sem því fylgdi.
Jafnframt hefur sýningin að geyma
þrjá íslenska listamenn sem Bragi
lætur ekki svo lítið að geta, ef frá er
talinn Georg Guðni, sem hann tæpir
á í mýflugumynd án þess að geta
verka hans.
Þær Katrínu Sigurðardóttur og
Kristínu Gunnlaugsdóttur nefnir
Bragi ekki á nafn þótt verk þeirra
séu, eins og Georgs Guðna, í alla
staði frábært framlag. Ef eitthvað
telst ?illskiljanleg lítilsvirðing og
blaut tuska framan í framsækna
listamenn?, svo notað sé orðalag
Braga, þá er það þegar gagnrýnandi
notar heila síðu í dylgjur og upp-
spuna til þess eins að forðast að
nefna listamenn sem hann getur
ekki séð í réttu ljósi. 
Þremenningarnir íslensku sem
valdir voru á Carnegie-sýninguna að
þessu sinni eiga allt annað skilið en
að þagað sé þunnu hljóði yfir fram-
lagi þeirra. Hvers eiga þeir að
gjalda? Er það sem mann grunar að
glæpur þeirra sé sá að vera af ann-
arri og yngri kynslóð en gagnrýn-
andinn?
Þegar Picasso bar sig upp við
Matisse, rétt eftir að stríðinu lauk,
og tjáði honum að hann sæi ekkert
vit í því sem Pollock, eða aðrir
bandarískir abstrakt-expressjónist-
ar væru að gera, svaraði Matisse
honum með því að segja honum frá
sínum eigin viðskiptum við Auguste
Renoir. Impressjónistinn aldni sá
nefnilega ekki glóru í verkum Mat-
isse og hvatti hann eindregið til að
hætta að mála. 
Við getum rétt ímyndað okkur
hefði Matisse farið að ráðum Renoir
sem hann mat þó meir en flesta aðra
fyrirrennara sína. Þótt hann væri
sár og hryggur dró hann stóískt af
viðskiptum þeirra þann lærdóm að
kynslóðabilið milli hans og impress-
jónistans væri of mikið til að hinn
aldni meistari gæti skilið hvert hann
væri að fara sem listamaður. Mat-
isse var tæplega þrjátíu árum yngri
en Renoir, rétt eins og Pollock var
rúmlega þrjátíu árum yngri en Pic-
asso. 
Þó að það sé heldur dapurlegt að
lesa fleipur Braga um Carnegie Art
Arward og endalaust níð hans um þá
listfræðinga sem setið hafa í dóm-
nefnd sjóðsins eru það þó ætíð lista-
mennirnir sem þátt taka, sem gjalda
fyrir persónulegar skærur gagnrýn-
andans. Það er ekki gaman að lesa
staðlausa stafi um það ágæta og
rausnarlega framtak sem árleg
Carnegie-sýningin er, en snöggtum
verra er þó að sjá þögnina sem Bragi
lykur um listamennina í furðulegum
dómi sínum, ef dóm skyldi kalla. 
Fátt kemur listamönnum eins illa
og þögnin. Um það eru þeir flestir
sammála. Lesendur umfjöllunarinn-
ar um Carnegie-sýninguna, í Morg-
unblaðinu 30. október, hljóta því að
spyrja sig hvort það sé ófrávíkjan-
legt lögmál að sami súri gagnrýn-
andinn sitji sem fastur áskrifandi að
umræddum sýningarviðburði eins
og hann væri einn síns liðs á Morg-
unblaðinu?
Gagnrýni án
umfjöllunar
Eftir Halldór Björn 
Runólfsson
?Það eru
ætíð lista-
mennirnir
sem þátt
taka, sem
gjalda fyrir persónu-
legar skærur gagnrýn-
andans.?
Höfundur er lektor við Listaháskóla
Íslands.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84