Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.03.1950, Blaðsíða 15
B PEG I LLI N N 45 Síðasta kvikmyndaafrekið í dalnum Þá snúum vér oss að listinni eftir dúk og disk eins og vana- lega. Eins og menn muna, sem lesa Morgunblaðið (Hver get- ur lifað án Lofts?), þá var nýlega brotið í blað 1 kvikmynda- sögu þjóðarinnar. Blaðið var að vísu ekki nema vasabókar- blað, því að kvikmyndasagan hafði ekki annað að geyma en kvikmynd Lofts. Og nú er búið að sýna aðra mynd eftir Loft. Annan Loft. Hver getur lifað án Lofts? Vér getum tekið und- ir með Morgunblaðinu á þeim forsendum, að nú þyrfti að brjóta í blað, þó að það sé ekki nema vasabókarblað. Eins get- um vér tekið undir með hinum blöðunum, að þessi stórmerki- lega tilraun Lofts taki hinni fyrstu stórmerkilegu tilraun Lofts í ýmsu fram. Má þar einkum nefna þá stórmerkilegu tilraun að birta myndir af foreldrum og guðfeðginum kvik- myndarinnar á næstöftustu blaðsíðu leikskrárinnar. Þá er það í fyrsta lagi „Sagan: Loftur Guðmundsson". Sagan er nokkuð dökk yfirlitum, gengur í dökkri bolsaskyrtu, er með dökk, alvarleg og dreymandi augu og skiptir í miðju. Slík saga vekur eðlilega miklar vonir. Þetta er líka ein ógurleg saga, hin ægilegustu átök vætta og manna. Ferleg tröll reyna bæði með brögðum og valdi að ná verndargrip mannanna og nema burt mannanna börn. Að sjálfsögðu skerast góðar vætt- þá gamli máni yngst allur upp og hlegeð í skeggeð. Og varla þarft mörgum blöðum um það að fletta, að fleiri hafa þar rjálað veð tjaldreför og skarer. Á þeirre nóttu mun sú löngun Leu hafa fengeð þá óstöðv- ande útrás, sem varð tel þess bellibragðs Labans að gera Jak- ob að f jölkvænismanne. Að vísu mátti Jakob að nokkru leyte sjálfum sér um kenna, því að hann mun hafa sopeð helzt tel vel á um kvöldeð og enda þar á ofan ölvaður af sælu. En er Jakob vaknaðe um morguninn og hélt seg vera að snúa sér að Rakel sinni — sjá, þá hvíldi Lea við hleð hans. Nú þóttist Lea löglega gift Jakobe, og þegar Jakob gáðe betur að og hafðe hresst seg á nýrri skjólu af víni, sem Lea sótti honum, þá fannst honum kvenmaðurinn ekke sem verstur, að minnsta kosti laglegasta launauppbót. En þá birtist Laban sjálfur í tjalddyrunum og ávítaðe Jakob harðlega fyrir að hafa vereð ofurölvi í brúðkaupsveizlunne og tekið vitlausan kvenmann með sér tel hvílu. Mótmæli Jakobs ísraels stoðuðu ekki neitt, þar eð hann gat ekkert heldur munað frá kvöldinu áður. Þó rámaði hann í, að hann hefði einhverntíma verið trúlofaður Rakel. Og henni vilde hann ógjarnan sleppa, sem von var tel. Þá gerði Laban honum þá kosti að vinna sjö ár í viðbót fyrer Rakel, sem Jakob gekk að, efter að hafa gengið úr skugga um það með sjálfum sér, að Laban ætti ekki fleire dætur. Þanneg gerðist Jakob ísrael sekur um tvíkvæni, en Laban um arðrán og kaupkúgun, losnaðe enda veð tvær konur á framfære sínu og sló þanneg margar flögör í einu höggi. Oss nútímamönnum, á tímum réttleyses og yfergangs, kemur ekki slík framkoma á óvart, en að Laban skylde vera slíkur laban gagnvart jafn yndeslegri stúlku og Rakel finnst oss sorglegra og það í sjálfri biblíunni. En þeir eru margir labanirnir. Séra X. ir í leikinn og skila börnunum aftur í mannheima, eins og skeður í gömlum og góðum ævintýrum. Þetta var nú efnið. En höf. hefur þegar séð í hendi sér, að það væri fullkomin grimmd gagnvart mannanna börnum, sem kvikmyndina sjá, að útfæra svona tröllslegt efni á tröllslega vísu. Og hinum alkunna snilling (Mbl. og Alþbl.) tókst líka að fara um það svo fínum silkihönzkum, að menn urðu varla varir við hina tröllslegu tilraun að ræna hringnum, og barnaránið minnti líka á sunnudagsskemmtigöngu og berjatínslu, þar sem eng- in ber eru (að því er oss virtist að vel athuguðu máli). Það er ekki nema snillingum einum hent að sníða viðureign trölla og manna við hugmyndir kaupstaðabúans um þægilegt sum- arleyfi í sveit með sólskini á hverjum degi. Þetta tókst þeim mun betur, sem sumarið var öðrum sumrum óþurrkasamai a, þegar myndin var tekin. Hugsið ykkur hvílíkan hnekki ís- lenzka sveitasælan hefði beðið, ef Jón Aðils trölli hefði barið að dyrum í dynjandi óveðri á uggvænlegu kvöldi. Það hefði bókstaflega verið tröllslegt. Þá er ólíkt huggulegra að láta hann koma labbandi eftir grundinni í brakandi þerri. (Eða var það kannske „Kvikmyndahandritið: Þorleifur Þorleifs- son“, sem réð því?) Blöðin hafa verið að drepa á, vitanlega með hálfum huga, að sveitavinnan hafi ekki verið framkvæmd með sem eðlileg- ustum hætti, bæði hvað snertir bindingu heysátna og notkun torfljáa í miðjum heyönnum. Þetta finnst oss óþarfa sm;i- smygli og kemur enda söguþræðinum lítið við. Aftur á móti sáum vér nú í fyrsta sinn farið í grenjaleit um hásláttinn, og finnst oss það merkilegt rannsóknarefni eins og karlinn sagði. Þá er það „Kvikmyndahandritið: Þorleifur Þorleifsson“ með skegg í prógramminu og minnir á ritsnillinga Jazzblaðs- ins í útliti (með myndum). Hann er óþekktur kvikmynda- snillingur eins og vera ber í svona stórmerkilegri tilraun. Snilli hans mun felast einkum í tvennu, án þess þó að vér vitum, hvernig verkaskiptingunni hér hefur verið háttað: að teygja sem bezt úr sviðunum, svo að hvert svið getur nú stað- ið sem sjálfstæð fræðslumynd út af fyrir sig (eða hefur hann látið leikstjórann einan um að reikna út sviðtímann?), og með því hefur hann sparað fjölda sviða eins og vera ber á þessum skömmtunartímum, — og í öðru lagi að láta persón- urnar tala mál eins og hann hugsar sér að hér hafi verið tal- að í okkar gráu fornöld. Því miður eigum vér enga ræðu á stálþræði frá þeim tíma, af því að Helgi Hjörvar fæddist svo seint, svo að vér getum ekki leyft oss neinn samanburð. En liefði ekki farið ennþá betur á því, að láta tröllin mæla fram í dróttkvæðum og láta manneskjurnar þá til tilbreytingar tala eins og Vídalínspostilla? Þessu er aðeins skotið inn til athugunar fyrir næstu stórmerkilegu tilraun. Aftur á móti er „Leikstjórinn: Ævar Kvaran“ þekktari (því ekki leikstjóm í samræmi við hina höf.?) — og meira að segja myndin af honum líka, þar sem vinstri öxlin nær niður undir gólf en sú hægri upp undir loft, eins og hann sé að taka sólarhæðina með öxlunum. Þetta er mikið snotur mynd. Vér vitum eigi, hve mikinn þátt hann muni eiga í þeim

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.