Vikan


Vikan - 06.10.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 06.10.1960, Blaðsíða 25
Hann heitir Viðar Alfreðsson og er aðeins 24 ára gamall, en hefur þegar skipað sér i fremstu röð islenzkra hljómlistarmanna og hefur nú nýlega tekið sæti 1. trompetleikara i Sin- fóniuhljómsveit Islands. Viðar nam undirstöðuatriðin í trom- petleik hjá Höskuldi Þórhallssyni, sem um margra ára skeið starfaði hér í bænum sem hljóðfæraleikari. Einnig lærði Viðar um tíma hjá hinum ágæta tónlistarmanni og hljómsveitarstjóra Paul Pampicler. — Viðar byrjaði snemma að leika með hljómsveitum hér í bænum, í hljómsveit Stefáns Þorleifssonar lék hann fyrri hluta árs 1956, síðan með Svavari Gests og nú um áramótin 1956—57 tók hann svo sæti í nýstofnaðri hljómsveit, stjórn- aðri af Gunnari Ormslev, sem þá var nýkominn heim erlendis frá. Léku þeir félagar í Breiðfirðingabúð. Sum- arið eftir fóru Þeir i mánaðarferðalag til Rússlands ásamt Hauki Morthens og skemmtu bæði á skipinu á leiðinni út og á alþjóðamóti í Moskvu, þar sem m. a. var háð keppni milli hljóm- sveita. Hlotnaðist þar hinum ungu, íslenzku hljómlistarmönnu n sá heið- ur að hljóta gullverðlaun fyrir leik sinn, enda var hljómsveitin sikpuð úr- valsmönnum og ein sú bezta, sem leikið hefur í íslenzkum samkomu- húsum. Næsta vetur lék Viðar i sömu hljóm- sveit í Tjarnarcafé, en um vorið fóru þeir enn utan og nú i hljómleikaferð um Svíþjóð. Gátu þeir sér'þar góðan orðsti og þóttu standa mörgum sænsk- um „topp“-hljómsveitum fyllilega á sporði. Haustið 1958 hélt Viðar svo til Þýzkalands og nú til trompetnáms á Tónlistarháskólanum í Hamborg, „Staatliche Hochscule fúr Musik". Dvaldist hann þar í tvö ár. Kom hann heim frá þvi námi á s. 1. sumri og tók, eins og fyrr segir, sæti 1. trompetleik- ara i Sinfóníuhljómsveit Islands núna í haust. Væri ánægjulegt ef h:n fámenna stétt íslenzkra hljómlistarmanna eign- aðist á næstu árum marga eins góða liðsmenn og Viðar Alfreðsson. Fyrir rúmu ári var efnt til hljóm- leika hér í Reykjavík, þar sem fram komu margar þekktustu hljómsveitir bæjarins. Voru hljómleikar þessir haldnir til styrktar Viðari Alfreðssyni, sem þá var að hefja sitt annað náms- ár í skóla í Hamborg. Nú eru nýaf- staðnir aðrir hljómleikar, sem einnig voru haldnir til styrktar ungum náms- manni, en í þetta sinn Sigurbirni Ing- þórssyni, er stundar nám í kontra- bassale.k við sa;.ia skóla í Hamborg. Myndin hér neðst á síðunni er tekin á þessum hljómleikum og er af átta manna hljómsveit undir stjórn Björns R. Einarssonar, cn í henni léku, auk Björns ,þeir ViSar Alfreðsson, Gunnar Ormslev, Andrés Ingólfsson, Vilhjálm- ur GuSjónsson, Sigurbjörn Ingþórs- son, Magnús Pétursson og GuSmundur R. Einarsson. skrítlur Forstjórinn: Hvar er gjaldkerinn? Skrifstofustjorinn: Fór á veOreiÖ- arnar. Forstjórinn: I miöjum vinnutiman- um? Skrifstofustjórinn: „Já, uppgjöriö stemmdi ekki hjá honum. Húseigandinn cr aö tala viö nf/ja leigjandann: „Við viljum eklci neinn hávaöa í kringum okkur. Áttu nokkur börn?‘‘ „Nei.“ „Píanó, útvarp eöa grammifón?“ „Nei.“ „En páfagaulc, Viund eöa kött?“ „Nei, en þaö urgar anzi mikiö í ‘pennanum mínum." „Hve margir vinna á skrifstofunni hjá þér?" „Ef ég á aö segja eins og er, þá er þaö svona helmingurinn." Viöskiptavinurinn (í símannj: „Þrjú af eplunum, sem þú sendir mér voru skemmd. Á ég aö senda þau til baka?“ „Nei, þaö er alveg óþarfi. Ég tek þig alveg trúanlegan." „Af hverju réöir þú þennan mann sem gjáldkera. Hann er haltur, rang- eygÖur„meÖ kónganef og útstandandi eyru.“ „Hann þekkist strax, ef hann sting- ur a}.“ „Jón gamli er oröinn svo heyrnar- daufur, aö ég er Viræddur um aö ég veröi aö segja lionum upp.“ „Hvaöa vitleysa. Fceröu hann yfir í kvörtunardeildina." Sigríður Geirsdóttir Þessi mynd er að vísu nokkuð seint á ferðinni, þó að við efumst ekki um, að fréttir af þessari fallegu íslenzku stúlku eigi enn eftir að fvlla margan blaðadálkinn, því áreiðanlega hefur hún ekki enn sagt sitt síðasta orð. Nú eru liðnir tæpir tveir mánuðir síðan Sigríður Geirsdóttir hlaut þriðju verðlaun í alheimsfegurðarsamkeppni á Long Beach í Ivaliforníu, „The International Beauty Congress“, og varð þar með fyrsta íslenzka stúlkan, sem getur sér einhvern orðstí í slíkri keppni á erlendri grund, en á undanförnum árum hafa nokkrar stúlkur farið héðan utan og freist- að gæfunnar ásamt fjölda fallegra stúlkna hvaðanæfa úr heiminum. Svo mikið hefur verið skrifað að undanförnu um keppni þessa og frama íslenzku fegurðardrottningarinnar, að óþarfi er að eyða um hað mörgum orðurn hér. En af fréttum, sem h ifa borizt hingað að vestan, má marka að Sigríður hefur skilað hlutverki sínu sem fulltrúi íslenzkra kynsystra sinna með ágætum og hefur hvarveina vakið athygli fyrir frjálslega fram- göngu, yndisþokka og alúðlegt viðmót. Sigríður hefur fengið fjölda tilboða frá helztu kvikmyndafélögunum vestanhafs, en hefur ekki enn gert neina bindandi samninga. Hún hefur komið fram í sjónvarpsþáttum sem söng- kona, en hún hafði — sem kunnugt er — fengist við dægurlagasöng hér heima um skeið. Einnig hafa hirzt af henni myndir í mörgum útbreidd- uni blöðum og tímaritum amerískum. Við óskum Sigríði Geirsdóttur og aðstandendum hennar til hamingju með allt það, sem henni hefur hlotnast og vonum að hún fái uppfvlltan þann draum, sem flestar ungar stúlkur nú á dögum dreymir, en sjá aldrei rætast — að verða kvikmyndaleikkona. vikán 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.