Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 100

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 100
100 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Pétur Kr. Bjarnason: Eftirmæli um merkan og farsælan bát Sagt frá m/b Richard ÍS-549 Björgvin Bjarnason var umsvifa- mikill í atvinnulífinu á ísafirði á árun- um fyrir seinni heimsstyrjöldina og alllangt fram yfir hana. Hann var aðal driffjöðrin í stofnun Hugafélagsins og fyrsti framkvæmdastjóri þess og fleytti því yfir alla byrjunarörðugleik- ana sem urðu vegna síldarleysis á fyrsta starfsári þess. Seinna rak hann fiskimjölsverksmiðju á ísafirði og keypti strönduð skip allsstaðar af á landinu og bútaði þau niður og seldi í brotajárn. Nokkru áður en Danmörk var her- numin kom Björgvin heim þaðan með efni í skip sem hann ætlaði sér að láta byggja á Isafirði. Eggert Lárusson skipasmíðameistari teiknaði skipið, en það var byggt í skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á kamb- inum neðan við Faktorshúsið í Neðsta, þar sem bátar Sjóminjasafns- ins standa nú. Skipið var nefnt Ric- hard í höfuð sonar Björgvins og Elín- ar Halldórsdóttur konu hans og hlaut einkennisstafina ÍS-549. Félagið sem Björgvin og fjölskylda hans stofnaði um byggingu og rekstur Richards hét Björgvin hf. og eignaðist seinna tvö af skipum Hugafélagsins, Huginn l. og huginn 2. og Gróttu ÍS- 280. Öllum þessum skipum hélt Björgvin úti til þorsk- og síldveiða og fiskflutninga til Englands á stríðsár- unum. Síðar fór hann með allan flot- ann til Nýfundnalands og gerði hann út þaðan um árabil, en seldi síðan öll skipin þar og kom heim aftur og keypti þá Langeyri í Álftafirði og setti þar upp rækjuverksmiðju sem hann rak um langt árabil, enda maðurinn athafnasamur og óhemju duglegur um langt æviskeið. Richard ÍS-549 var byggður á ísa- firði 1940. Kjallengd var 79 ft., brei- dd 17.9 ft. og dýpt 9 ft. Brúttómæl- ingin var 92 tonn eftir þeirrar tíðar Pétur Kr. Bjarnason: „ Við sáum margt og vissum af mörgu sem vona ber að komandi kynslóðir íslenskra sjómanna þuifi ekki að sjá. “ mælireglum. Á framenda var allhár hvalbakur með stórum, lokuðum skápum sitt hvorum megin, þar undir lúkar með 12 kojum. Að aftan var yf- irbygging úr stáli. Þar voru íbúðir skipstjóra, stýrimanns og vélstjóra og einnig eldhús og borðsalur. Yfir allri byggingunni var svo bátapallur jafn breiður skipinu og náði alveg út á aft- ari brún skuthúss, sem var aftast á hekkinu og átti upphaflega að vera bræðsluhús að hluta og salerni, en bræðsluhúsið var aðeins nýtt að hluta sem geymsla. Þegar bygging skipsins hófst var upphaflega gert ráð fyrir því að það yrði 60 tonn og gert ráð l'yrir glóðar- hausvél sem átti að vega 12 tonn. En þegar séð varð að hagstæðara væri að reka bæði siglingar og síldveiðar á stærra skipi var tekin ákvörðun um að lengja það svo að það næði sem næst 100 tonnum og var það þar með orðið annað stærsta skip sem smfðað hafði verið á Islandi. Þegar Danmörk var hernumin lok- aðist vélin þar inni og var þá leitað um allt að annarri vél, en sú leit var erfið, því herinn tók allar verksmiðjur í sína þágu. Þó fundust loksins tvær litlar Kelvinvélar í Skotlandi, sem voru 90 hö. hvor, og voru þær settar niður hlið við hlið með tveimur skrúf- um sitt hvorum megin við stýrið. En vegna þess hve vélarnar voru stuttar var hægt að færa aftara þilið fram, svo að undir borðsalnum myndaðist lest sem tók 5 tonn af ísuðum fiski. Aðal- lestin rúmaði 70 tonn af ísfiski, og áður en hleðslumerkjalöggjöfin kom, var innréttingin úr aftari hluta lúkars- ins tekin úr og sett þil fyrir aftan stig- ann, svo að þar myndaðist rúm fyrir 15 tonn og skylettið var brúkað sem lestarlúga. Þá mátti heita að fiskur væri í allri lengd skipsins neðandekks að undanskildu vélarrúminu og frem- sta hluta lúkarsins, sem var ein koju- lengd. Þá rúmaði Richard líka 90 tonn af ísuðum fiski og þegar farið var af stað með alla tanka fulla af olíu og vatni, flaut ökkladjúpur sjór yfir dekkið framan við yfirbygginguna, svo ekki var hægt að komast um nema í stígvélum. En þegar komið var til Fleetwood hafði olían eyðst og ísinn bráðnað og verið dælt út og var þá komið 10 snt. borð fyrir báru. Richard var sérlega fallegur bátur. Hann var alltaf málaður ljósgrár með hvítan hvalbak og skuthús og alla lista og var alltaf mjög bjartur og léttur svipur yfir honum. Stýrishús, korta- klefi og skipstjóraíbúð var allt ur gegnheilu mahóní. Á miðju gólli • stýrishúsinu var mahónístöpull og þar ofan á stórt nátthús úr kopar sem hýsti kompásinn. Tveir vélsímar, báðir úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.