Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reykvíkingarhafa fundiðfyrir tölu- verðum breyt- ingum eftir að Dag- ur B. Eggertsson og Besti flokkurinn tóku við stjórn borgarinnar. Borgarbúar greiða hærri skatta og gjöld nú en áður og fá í staðinn lakari þjónustu á ýmsum sviðum. Umhverfis- og samgöngusvið er eitt þeirra sviða sem dregið hafa úr þjón- ustu sinni við borgarbúa með margvíslegum aðferðum, svo sem að loka götum, sækja sorp sjaldnar og snyrta borgar- landið minna en áður. Allt eru þetta breytingar frá því sem áður var og hafi borg- arbúar aðeins viljað breyt- ingar breytinganna vegna hef- ur það heppnast. Þó verður að telja ólíklegt að borgarbúar hafi ætlast til þess að stefnu- breytingin sem þeir kusu yfir sig með Besta flokknum hafi átt að felast í því að borgin yrði ósnyrtilegri í sumar en verið hefur. Þeir sem hafa farið um borgina síðustu vikur hafa orð- ið mjög varir við að borgaryf- irvöld eru nánast hætt að sinna slætti grænna svæða. Þess í stað er gróðurinn látinn vaxa án þess að nokkurs staðar sjá- ist sláttuvél og nú er svo komið víða að ekki aðeins grasið er úr sér vaxið heldur eru komnar hátt upp úr grasinu miklar breiður af háum njólum auk annars illgresis. En það er ekki aðeins að borgaryfirvöld hafi nú tryggt að njólar hafi náð yfirhöndinni á grænum svæðum borg- arinnar, þau hafa einnig dregið svo mjög úr sorphirðu að til vandræða horfir hjá mörgum borgarbúum. Sumir þeirra hafa jafnvel mátt sæta því að fá merkinguna 15+ á tunnur sínar, til marks um að þær vilji borgin ekki tæma nema gegn aukagreiðslu. Þeir sem þessa dagana sitja uppi með yfirfullar sorp- tunnur og ganga njólann upp í mitti hætti þeir sér út fyrir göngustígana á hinum grónu svæðum, máttu í gærmorgun láta sig hafa það að hlusta á viðtal við Karl Sigurðsson, for- mann umhverfis- og sam- gönguráðs fyrir hönd Besta flokksins, gera lítið úr vand- anum. Hann gekk raunar svo langt að láta sem hann kann- aðist varla við að nokkur vandi væri til staðar. Karl hafði að eigin sögn engar kvartanir heyrt frá borgarbúum út af sorphirðumálum og taldi að væru borgarbúar í vandræðum vegna of lítillar sorphirðu gætu þeir leyst vandann sjálfir með því til dæmis að draga úr neyslu eða flokka sorp. Þá kannaðist Karl lítið við hirðuleysi í borgarlandinu, en reyndi þó að vísa til þess að ríkið ætti að sjá um hluta af slættinum. Hann viðurkenndi þó jafnframt að borgin hefði vísvitandi dregið úr þessari þjónustu. Ætla verður að borgaryfirvöld hafi gert sér grein fyrir að þeirri ákvörðun fylgdi það ósnyrtilega um- hverfi sem borgarbúar hafa mátt þola í sumar. Vafalaust er að borgarbúar hafa haft ýmsar ástæður fyrir því að kjósa Besta flokkinn til valda í Reykjavík og ekki færri ástæður fyrir því að kjósa Samfylkinguna ekki þó að þeir sitji nú uppi með hana. Hvað sem líður þessum ástæðum hlýtur að mega ganga út frá því að enginn hafi ætlað sér að kjósa yfir sig hirðuleysi og ill- gresi. Borgarbúar eiga betra skilið en hirðuleysi og sóðaskap } Njólarnir ná yfirhönd- inni í Reykjavíkurborg Á vefsíðu Birt-íngs segir að fyrirtækið sé „stærsti útgefandi tímarita á Ís- landi“. Nú hefur verið upplýst, þó að fyrirtækin sjálf hafi ekki séð ástæðu til þess, að 365 miðlar, sem er stærsta fjöl- miðlafyrirtæki landsins, hafi óbeint eignast tæpan helming hlutafjár í þessum stærsta tímaritaútgefanda landsins. Tengslin þarna á milli hafa vissulega verið náin, en falin. Nú eru þau komin upp á yf- irborðið. Athygli vekur að samkeppnisyf- irvöld hafa ekkert frétt af málinu og ekkert aðhafst. Hvernig stendur á þessu? Er eðlilegt að slík tengsl séu á milli tveggja fyrirtækja sem hvort um sig er stærst á sínum markaði án þess að samkeppn- isyfirvöld hafi um það upplýs- ingar? Ætli samkeppnisyf- irvöld muni taka á þessu máli með sama hætti og þau hafa hingað til tekið á samkeppn- ismálum sem tengjast sömu aðilum og eigendum þeirra? Samkeppnisyfirvöld hafa engar upplýs- ingar um tengsl 365 og Birtíngs} Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði Í hvert einasta skipti sem ég kaupi miða í lottóinu eða víkingalottóinu veit ég að tölurnar á seðlinum mínum eru réttar. Það bregst hins vegar aldrei að ein- hver galli kemur fram í lottótölvunni einmitt þegar hún velur og mínar tölur koma aldrei upp. Það skal reyndar viðurkennt að mér finnst þetta góður galli; ég hef alltaf orðið jafn ánægð- ur þegar dregið er, enda beðið þess heitt að ég fái ekki stóra vinninginn heldur einhver sem þarf virkilega á honum að halda. Sagt er að margur verði af aurum api og ég hef ekki áhuga á þeim örlögum. Þátttakan skiptir mig öllu og það að styrkja göfugan mál- stað. Auðvitað hefur maður velt því fyrir sér hvað kæmi fyrir ef ég eignaðist nokkur hundruð milljónir. Myndi ég kaupa fótboltalið? Nýjan bíl? Lúxusíbúð í útlöndum? Jafnvel henda blaðamannahjólhýsinu (lesist: tjaldinu úr Rúmfó) og gista bara á flottustu hótelunum? Ef til vill léki ég mér ekki framar nema í spilavítum Mónakó. Yfirleitt vakna ég fljótt upp við þessa vondu dagdrauma, sest við lúdóið og hugsa til þeirra sem njóta góðs af mið- akaupum mínum. Fólk þarf nefnilega ekki alltaf á þeim peningum að halda sem það dreymir um. Að minnsta kosti ekki allir, og nú finnst mér tímabært að hin æðstu máttarvöld átti sig loks á því að það borgi sig í það minnsta að reyna að gera fólki erf- itt um vik. Segjum sem svo að vinur minn þurfi að fara til útlanda á vegum fyrirtækisins. Jafnvel að með honum í för verði tveir starfsmenn sem búsettir eru í öðru bæjarfélagi. Ég legg til að fyrirkomulagið verði þannig héðan í frá að ekki dugi að fyrirtækið sæki um gjaldeyri fyrir starfsmennina heldur verði hver og einn að fara sjálfur í bankann og sýna farseðilinn til að sækja útlensku peningana. Jafnvel þó aðeins sé um skottúr að ræða og þeir þurfi ekki nema andvirði 60 þúsund króna hver í dagpeninga. Ég heyrði því reyndar fleygt fyrir skömmu að einhverjir hefðu lent í þessu en trúði ekki. Segjum þó sem svo að fjármálastjóri fyr- irtækis vinar míns hafi fengið þessi sömu skila- boð í vikunni þegar hann sótti um. – Vel á minnst, hver og einn verður að fara í það bankaútibú þar sem hann er með launareikning, voru kveðjuorð bankastarfsmannsins rétt áður en fjár- málastjórinn lagði á. Mér finnst að ekki eigi að skipta máli þó einhver ferða- langanna búi á Húsavík og sé hugsanlega með launa- reikning í Reykjavík, enda kannski nýfluttur norður. Hann ætti samt að þurfa að fara sjálfur í það útibú. Það væru svo flottar reglur. Og svo gæti sagan orðið efni í gott uppistand hvar sem er í heiminum. Þetta er auðvitað tilbúningur, enda dettur engum í hug að koma á slíku fyrirkomulagi. Mig vantaði bara eitthvað vitlaust til að skrifa um í pistlinum. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Aurar og apar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is É g var hræddur, mjög hræddur við aðgerð- ina, en þetta var spurning um að lifa eða deyja,“ hefur BBC eftir Erítreumanninum Andemariam Teklesenbet Beyene, sem lagður var inn á Landspítala í gær eftir skurð- aðgerð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, þar sem græddur var í hann gervibarki. Tilfelli Beyene er afar sérstakt og flókið og aðgerðin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, var unnin í samstarfi lækna og vís- indamanna í Stokkhólmi, London, Boston og á Landspítala. Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðlækningasviði Landspítala og prófessor í skurðlæknisfræði við HÍ, tók þátt í aðgerðinni og fylgdi Beyene heim í gær. Hann mun á næstu dögum gangast undir frekari rannsóknir á lungnadeild Landspít- ala. Líðan hans er eftir atvikum. Æxlið ógnaði lífi hans Aðeins er mánuður liðinn síðan Beyene, sem stundar meistaranám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, var talinn dauðvona vegna krabba- meins. Æxli í barka hans var orðið of stórt til að hægt væri að fjarlægja það og stefndi í að það myndi brátt teppa öndunarveginn. Eina von Beyene virtist vera að fá gjafalíffæri en biðin eftir því getur tekið marga mánuði og þann tíma hafði Beyene ekki, auk þess sem allt- af er hætta á því að líkaminn hafni gjafalíffærum úr öðrum. Því var sú ákvörðun tekin að láta reyna á nýjustu framþróun í ör- tæknivísindum og stofnfrumu- líffræði, og framkvæma aðgerð sem aldrei hafði verið gerð áður. Á aðeins tveimur dögum var búinn til nýr barkavefur úr gerviefnum og stoð- frumum, sem teknar voru úr bein- merg Beyene. Vefurinn var svo græddur í háls hans. Aðgerðin tók 12 klst. og var leidd af ítalska skurð- lækninum Paolo Macchiarini. Miklar vonir eru bundnar við stofnfrumrannsóknir, sem hefur fleygt fram á undanförnum árum. Fyrsta skrefið í átt að því að hægt verði að rækta tiltekin líffæri með stofnfrumum var tekið árið 2008 Framtíð stofnfrumu- lækninga færist nær Ígræðsla gervibarka með hjálp stofnfrumna Heimild: Karólínska háskólasjúkrahúsið 1 Líkanið er sent til Svíþjóðar og lagt þar í lausn með stofnfrumum úr beinmerg sjúklingsins. 2 Eftir 2 daga hefur myndast svampkennd stoðgrind úr vef sjúklingsins. 3 Krabbameinssýkti hluti barkans er fjarlægður og nýi barkavefurinn græddur í staðinn. Líkaminn samþykkir ígræðsluna vegna þess að vefurinn er húðaður með stofnfrumum sjúklingsins. 4 36 ára gamall afrískur krabbameinssjúklingur varð í júní fyrstur manna til að fá ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum með aðgerð í Svíþjóð. Vísindamenn við University College í London smíða glerlíkan af barka og lungnapípum sjúklingsins með hjálp þrívíðra sneiðmynda. Barki Lungnapípur Barkastoðgrind Stofn- frumur Lungu „Það er rosalegur kraftur í stofnfrumurannsóknum,“ segir Þórarinn Guðjónsson, sem stýr- ir Rannsóknarstofu í stofn- frumu fræðum við LSH og HÍ. Þar er m.a. verið að rannsaka stofnfrumur í lungum, reyna að stýra hegðun þeirra og byggja upp vefi fyrir utan líkamann. „Ef við lærum að hemja stofn- frumur og skilja líffræði þeirra þá opnast gríð- arlegir mögu- leikar til að nýta stofnfrumur, bæði til lækn- inga og ekki síst til að skilja or- sök, eðli og fram- gang sjúk- dóma.“ Skýra eðli sjúkdóma KRAFTUR Í RANNSÓKNUM Þórarinn Guðjónsson á Háskólasjúkrahúsinu í Barcelona. Þá græddi dr. Macchiarini, sá sami og framkvæmdi aðgerðina nú, barka úr annarri manneskju í konu sem lengi hafði þjáðst af berklum. Læknarnir notuðu hennar eigin stofnfrumur til að rækta vef líkt og nú, en með því móti er komið í veg fyrir erfiða lyfjagjöf, sem jafnan hef- ur verið nauðsynleg í líffæraígræðsl- um til að koma í veg fyrir að líkaminn hafni nýja líffærinu. Með aðgerðinni á Beyene er skrefið tekið enn lengra, því barkastoðgrindin var búin til frá grunni svo ekki var þörf á að bíða eft- ir gjafalíffæri. Tíminn verður að leiða í ljós hvort barkaígræðslan marki tíma- mót í stofnfrumulækningum, að sögn Þórarins Guðjónssonar, dósents í vefjafræði. „Fræðilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að nota stofnfrumulækningar á þennan hátt í náinni framtíð.“ Hindranirnar eru þó ekki úr veginum að sögn Þórarins, enda flók- ið að láta stofnfrumur byggja nýjan vef. Hann telur að stofnfrumulækn- ingar eigi eftir að eflast, „en þær eru samt enn á því stigi að það er mikið af rannsóknum framundan til þess að ná að geta stjórnað algjörlega vexti og sérhæfingu þessara frumna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.