Prentarinn - 01.02.1998, Side 20

Prentarinn - 01.02.1998, Side 20
FELAGSMAL Að flytja fjöll og afskrímsla verkalýðshreyfinguna Eftir töluverðan aðdraganda og undirbúning rann laugardag- urinn 14. mars upp, en sá dagur hafði verið ákveðinn náms- stefnudagur kvenna í FBM. Námstefnan var skipulögð og undirbúin í samstarfi við Mími / Tóm- stundaskólann og vœntum við góðrar þátttöku félagskvenna. Liðlega 20 konur sáu sér fœrt að mœta á lieilsdags dagskrá um jafnréttismál og má það teljast gott þegar sam- keppnin um frítíma og athygli einstaklingsins er eins mikil og raun ber vitni. Fyrir utan árs- hátíðir, sem haldnar voru allt frá Selfossi til Washington, var einnig mjög áhugaverð ráðstefna á veg- um Prenttœkni- stofnunar þennan sama dag. Námstefnan var tvískipt. Fyrir hádegi voru flutt sex erindi sem hvert um sig hefði getað staðið sem efni í heilsdagsráðstefnu. Elsa Þorkelsdóttir framkvæmda- stjóri, reið á vaðið og fjallaði um jafnréttislögin og framkvæmd þeirra. Hvemig gengið hefur að framfylgja ákvæðum laga um jafnrétti og hverjar hafa verið helstu brotalamirnar. Hún benti á að þrátt fyrir að Islendingar hafi verið brautryðjendur í setningu laga um jafnrétti atvikaðist það að fyrsta lagasetningin gerði verkalýðs- MARGRET FRIÐRIKS- DÓTTIR i/SFa Elsa Þorkelsdóttir. hreyfínguna stikkfrí og fyrrti hana ábyrgð á framgangi þessa mála- flokks. 5. gr. jafnréttislaganna frá 1985 kveður þó skýrt á um að stétt- arfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnu- markaði. Konur eru nú 45% vinnu- afls á íslandi og því er haldið fram að allt að helmingur þeirra sæti kynbundnu launamisrétti. Verka- lýðsfélögin hafa ekki beitt sér fyrir setningu jafnréttisáætlana, sem þó eru að verða nokkuð algeng fyrir- bæri í stærri fyrirtækjum og stofnun- um. Þess má geta að fyrirtæki í Svíþjóð, sem hefur tíu starfsmenn eða fleiri, er skylt að gera jafnréttis- áætlun og leggja hana fram til að hægt sé að mæla árangur hennar. Kristín Jónsdóttir kennslukona, fjallaði um námsval kvenna með „tilliti til starfsframa og viðurkenn- ingar í samfélaginu. Hver staðan er í dag og þróun í fyrirsjánlegri fram- tíð. Hvert stefna stelpumar eftir grunnskóla? 1% þeirra velja starfs- nám, 4% iðnnám en 95% fara í bóknám. Fleiri stelpur en strákar Kristín Jónsdóttir. Sigríður Ólafsdóttir. Sigþrúður Guðmundsdóttir. Lilja Ólafsdóltir. Brynhildur Þórarinsdóttir. Ijúka stúdentsprófi og fleiri konur en karlar stunda háskólanám og ljúka prófi. Nýju háskólagreinamar eru líka kvennagreinar, kennarar, meinatæknar, leikskólakennarar og þroskaþjálfar. Starfmenntun kvenna virðist því færast á háskólastig en sýnt hefur verið fram á að launa- munur kynjanna er einmitt mestur eftir langskólanám. Menntunin veitir því konum ekki betri laun, hvað veitir hún þeim þá? Telja konur ánægju í starfi meira virði en virðing og laun? Meta þær gott samstarf meira en völd og ábyrgð? Kristín setti fram athyglisverða tilgátu um starfsframa á breiddina. Konur vilja stöðugt læra meira á sínu sviði meðan karlar stefna upp. Konur eru t.d. 75% nemenda í Mími/Tómstundaskólanum. Menntun er nieira en fjárfesting hún er líka menning. En eftir stendur spurningin: Er menntun lykillinn að starfsframa í framtíðinni? Þórkatla Aðalsteinsdóttir. Næst steig á stokk Sigríður Ólafsdóttiv varaformaður Dags- brúnar og Framsóknar. Hún fjallaði um konur í karlastétt, hvemig konum gengur að sanna sig í hefð- bundnum karlastörfum. Hvernig venjur og fordómar hafa áhrif á starfsval. Hún hefur góða reynslu af samstarfi við karla og telur sig njóta stuðnings og hvatningar félaga sinna. Telur samt að konur þurfi að standa sig betur en karlar til að fá viðurkenningu, en geti maður samsamað sig kariamóralnum séu mörg vígi unnin. Sigríður talaði um að illa gengi að fá konur til starfa fyrir félagið, af einhverjum ástæðum drægju mjög frambærilegar konur sig í hlé á síðustu stundu. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslustjóri, flutti erindi sem hún nefndi „Hver er sinnar gæfu smiður“, um starfsmannastefnu, starfsmenntun og framgang fólks í starfi. Hún fjallaði um nýjar hugmyndir og þróun þessara mála á vinnumarkaði. Hún talaði um hreyfanleika og ábyrgð einstaklinga 2 0 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.