Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Fimm börn 
á sjö árum
18 Lífsstíll 4. mars 2013 Mánudagur 
Hjónin sigurlaug 
Hauksdóttir og 
Finnlaugur Pétur 
Helgason höfðu staðið í 
baráttu við ófrjósemi í tíu 
ár áður en þau eignuðust 
fyrsta barnið. Í dag eiga 
þau fimm börn og að 
sögn Sigurlaugar eru þau 
ekkert endilega hætt.
Þ
eim kemur vel saman og þau 
deila herbergjum. Það hef­
ur aldrei verið neitt vanda­
mál. Vanalega eru þau mjög 
hjálpleg og góð hvert við ann­
að en að sjálfsögðu, eins og með öll 
 systkini, getur alltaf eitthvað komið 
upp á, sem þó sjaldan ristir djúpt. Það 
segir sig sjálft að þegar það eru fimm 
börn á heimilinu þá eru ekki alltaf 
 allir sáttir. En sem betur fer á vanalega 
aðeins eitt barn slæman dag í einu,? 
 segir Sigurlaug Hauksdóttir en hún og 
eigin maður hennar, Finnlaugur Pétur 
Helgason, eiga fimm börn sem fædd­
ust á sjö ára tímabili. 
Tíu ára ófrjósemi
Hjónin höfðu lengi reynt að eignast 
barn áður en fyrsta barnið fæddist. 
?Það tók okkur næstum tíu ár frá því 
að við ákváðum að reyna að eignast 
barn og þar til það fæddist. Næstum 
því upp á mánuð. 
Við bjuggum á Akureyri á þessum 
tíma og árin liðu án þess að ég yrði 
ófrísk. Ég var ekki skoðuð almennilega 
fyrr en við fluttum suður og þá kom í 
ljós að ég var með legslímuflakk.?
Sigurlaug fékk viðeigandi meðferð 
við sjúkdómnum og tókst að verða 
ófrísk en gleðin var skammvinn. ?Ég 
missti fóstur sjö sinnum, misjafnlega 
langt gengin. Við vorum búin að prófa 
tæknifrjóvgun og alls kyns aðferðir án 
árangurs og enduðum í glasafrjóvg­
un sem tókst í fyrstu tilraun. Fyrsta 
barnið, strákur, fæddist svo í janúar 
2004.?
Naut meðgöngunnar
Sigurlaug segir að þrátt fyrir allt hafi 
henni tekist að njóta meðgöngunnar, 
sem vegna fyrri sögu, var flokkuð sem 
áhættumeðganga, líkt og næstu tvær. 
?Það var mjög erfitt að geta ekki eign­
ast barn og tók mikið á, en við vorum 
dugleg að tala saman. Við höfðum 
rætt okkar á milli af hverju við vild­
um verða foreldrar og hvað það þýddi 
ef það tækist ekki. Myndum við hætta 
saman? Okkur fannst við verða að 
gera okkur alveg ljóst hvernig líf okkar 
yrði ef þetta gengi ekki. 
Þegar ég varð ófrísk ákvað ég að 
njóta meðgöngunnar. Auðvitað var ég 
skíthrædd til að byrja með en hugs­
aði sem svo að ef ég myndi missa 
þá myndi ég taka á því þegar þar að 
kæmi. Mér fannst ekki sanngjarnt 
gagnvart barninu að vera ekki glöð 
og ánægð ef allt gengi síðan vel. Þetta 
tókst og ég naut mín í botn.? 
Sigurlaug og Finnlaugur Pétur 
bjuggust við að þurfa að gangast und­
ir aðra glasameðferð til að eignast 
 annað barn en öllum að óvörum 
varð Sigurlaug ófrísk aftur, án inn­
grips, og annar strákur fæddist árið 
2006. Þriðja barnið kom í heiminn 
2007, það fjórða 2009 og fimmta 2011. 
?Okkur datt ekki annað í hug en að við 
yrðum að fara aftur í glasafrjóvgun. 
Glasafrjóvgun er dýr og við höfðum 
hugsað okkur að safna pening fyrir 
næsta skipti. 
Við urðum náttúrulega alsæl 
þegar í ljós kom að ég var orðin ófrísk 
og höfum orðið það í hvert einasta 
skipti síðan ? alveg rosalega ánægð. 
Líka núna síðast, þótt fimmta barnið 
hafi ekki verið planað,? segir Sigur­
laug en yngstu börnin tvö komu 
í heiminn þrátt fyrir að Sigurlaug 
hafi verið á getnaðarvarnarpillunni. 
?Kvensjúkdómalæknirinn minn hef­
ur hlegið að okkur og gerir góðlátlegt 
grín að því að lykkjan muni ekki held­
ur virka fyrir mig,? segir hún brosandi. 
Alls ekki fyrir alla
Það er mikið að gera á stóru heimili 
en Sigurlaug kvartar ekki. ?Þetta er 
bara verkefnið okkar núna. Uppeldi 
er þannig að þú tekur þér ekkert 
frí frá því. Ég er alltaf að og alltaf 
með eitthvert barn í einhvers konar 
prógrammi; eitt er að hætta með 
snuð, annað að hætta með bleiu og 
svo framvegis. Svo er það þvotturinn, 
tiltekt og skutl út um allt. 
Þetta er brjáluð vinna og maður 
þarf að vera skipulagður og við hjón­
in samhent til að þetta gangi. Sem 
 betur fer eru þær stundir fáar sem ég 
er alveg uppgefin. Þær gleymast líka 
fljótt. Þetta er skemmtileg og gefandi 
starf en þetta er samt alls ekki fyrir 
alla. Margir eru í vandræðum með 
eitt barn.?
Hún segir þau hjónin sjaldnast 
fara út saman en að þau eigi sinn tíma 
með börnunum og eftir háttatíma 
þeirra. ?Börnin fara snemma að sofa, 
það tekur ekki nema korter að koma 
liðinu niður. Ég hef samt ekki mikinn 
tíma fyrir sjálfa mig og er heppin ef ég 
fæ að fara ein á klósettið. Frítími fyrir 
mér er korter. Og það að fá að fara ein 
í Bónus er algjör lúxustími.?
Fæddi á 20 mínútum
Sigurlaugu líkar vel að vera ófrísk en 
viðurkennir að hafa verið komin með 
smá leiða síðast. ?En oftast nær líður 
mér mjög vel á meðgöngu. Þá finnst 
mér ég blómstra. Ég fæ að vísu slæma 
morgunógleði fyrstu þrjá mánuðina 
og hef fengið slæma grindargliðnun. 
Ætli ég hafi ekki fengið að prófa þetta 
flest. 
Fæðingarnar hafa alltaf gengið 
eins og í sögu. Síðast liðu 20 mín­
útur frá fyrstu hríðum þar til barnið 
var komið í heiminn. Ég er orðin 
svo ?prófessjonal? í þessu. Þetta er 
 ekkert vandmál. Enda ætti ég varla 
fimm börn ef ég hefði slæma reynslu 
af fæðingum,? segir hún brosandi en 
Sigurlaug hefur farið í gegnum allar 
fæðingarnar án verkjalyfja. 
Aðspurð segir hún tilhlökkunina 
alveg jafn mikla fyrir fyrsta barni og 
því fimmta. ?Spenningurinn er alltaf 
jafn mikill, en með fyrsta barn var 
maður meira hræddur. Þá vissi ég 
ekkert hvað væri að fara gerast og 
hafði heyrt margar ljótar sögur. 
Svo hefur verið stutt á milli hjá mér 
og því man ég þetta allt og kem alltaf 
reynslunni ríkari í næstu fæðingu. 
Síðast vissi ég upp á hár að þegar 
næsta hríð kæmi, færi ég að remb­
ast og þá myndi barnið fæðast strax. 
Og það gerðist. Þetta er bara eitthvað 
sem gerist. Ég fæ hríðir, fæ barnið, 
stend upp og fer heim. Bara eins og 
fara í læknisskoðun ? voðalega lítið 
mál eitthvað.?
Ekkert endilega hætt
Hún viðurkennir að hafa verið haldin 
ákveðinni þráhyggju þegar þau tók­
ust á við ófrjósemina. ?En að sama 
skapi vorum við mikið að hugsa um af 
hverju þessi þráhyggja stafaði. Hvort 
okkur langaði að verða foreldrar út af 
þessari samfélagslegu pressu að eign­
ast barn? Þegar fyrsta barnið er komið 
eru konur spurðar hvort þær ætli ekki 
að koma með annað. Í stað þess að 
spyrja; langar þig í annað? 
Það er eins og það sé gengið út frá 
því að hjón eigi að eiga tvö eða þrjú 
börn. Núna erum við hins vegar spurð 
hvort við séum ekki örugglega hætt. 
Við erum komin yfir línuna í hina 
áttina,? segir hún og bætir aðspurð 
við að það sé ekkert endilega þannig. 
?Maðurinn minn suðar allavega enn­
þá um fleiri og ef það gerðist tækj­
um við bara á því. Allavega myndum 
við ekki fara í fóstureyðingu. Ég gæti 
vel hugsað mér að eignast fleiri börn 
en þá þyrfti ég að eiga meiri peninga. 
Þetta er dýrt, það er það erfiðasta. 
Þegar maður er búinn að fara fimm 
sinnum í fæðingarorlof á svona stutt­
um tíma á maður ekki krónu með gati. 
Maður safnar ekkert á meðan. Svo 
 efast ég um að maður sé vinsælasti 
starfskrafturinn, verandi með fimm 
börn,? segir Sigurlaug sem er kennari 
en tók sér árs frí frá vinnu. ?Ég var far­
in að vinna eftir síðasta fæðingar orlof 
en kennaralaunin dugðu ekki fyrir 
kostnaði. Að vera með barn hjá dag­
mömmu, tvö í leikskóla og tvö í skóla­
gæslu klárar kennaralaunin.?
Þakklát fyrir börnin
Sigurlaug viðurkennir að baráttan við 
ófrjósemina hafi tekið á. ?Ég man að 
ég gat alltaf samglaðst þeim konum 
sem voru glaðar og ánægðar þegar 
þær urðu ófrískar en að sama skapi 
átti ég erfitt með umgangast kon­
ur sem voru óánægðar með ólétt­
una og bölvuðu kúlunni. Það fannst 
mér gremjulegt; hvernig kona sem 
vildi ekki verða ófrísk gæti orðið það 
á meðan ég gæti það ekki. 
Það er skrítið að vera komin hérna 
megin við borðið; mun auðveldara 
andlega, þótt það sé oft mikið að gera. 
Við erum svo þakklát fyrir börnin 
okkar og ég hef vanið mig á að kíkja 
alltaf á þau áður en ég fer að sofa til að 
breiða yfir þau og kyssa. Og í raun og 
veru þakka fyrir hvað ég er heppin.? n
?Það fannst mér 
gremjulegt; hvernig 
kona sem vildi ekki verða 
ófrísk gæti orðið það á 
meðan ég gæti það ekki.
indíana ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
Stór fjölskylda Sigurlaug og 
Finnlaugur Pétur ásamt Helga Fannari, 
Pétri Snæ, Dagbjörtu Maríu, Óskari 
Jökli og Sólrúnu Ástu. MyNd PrESSPhoToS.biz

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28