Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 85

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 85
Tölfræðihorn Ávöxtun erlendra verðbréfa lífeyrissjóðanna árið 2006 Seðlabanki Íslands kannar á hverju ári ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar innlendra lífeyrissjóða. Í ár var send fyrirspurn á stóra lífeyrissjóði um ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar þeirra árið 2006. Í könnuninni var spurt um markaðsvirði erlendra verðbréfa í upphafi og lok árs 2006. Einnig var spurt um kaup og sölu erlendra verðbréfa á árinu og að auki um mótteknar arð- og vaxtagreiðslur. Árið 2005 voru 18 stærstu lífeyrissjóðirnir í úrtakinu en þessir sjóðir áttu um 92% af erlendri verðbréfaeign lífeyrissjóðanna. Úrtakið náði til 11 stórra lífeyrissjóða í könnuninni árið 2006 en þeir áttu um 83% af erlendri verðbréfaeign allra lífeyrissjóða á Íslandi. Áfram há ávöxtun erlendra verðbréfa lífeyrissjóðanna Heildarávöxtun verðbréfa er mæld sem hækkun á markaðsvirði þeirra auk arð- og vaxtagreiðslna. Í greiðslujafnaðaruppgjöri við útlönd er ein- göngu litið á hreina ávöxtun sem tekjur af erlendri verðbréfaeign. Ekki er tekið tillit til breytinga á markaðsvirði verðbréfanna eða gengisbreyt- inga krónunnar. Niðurstaða könnunarinnar er nýtt til að meta ávöxt- un erlendrar verðbréfaeignar þjóðarinnar í greiðslujöfnuði við útlönd og til að greina hækkun á markaðsvirði í samanburði við alþjóðlegar hlutabréfavísitölur. Við mat á ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar er eðlilegast að skoða ávöxtun stærstu lífeyrissjóðanna enda hlutfall erlendrar verð- bréfaeignar mest í eignasafni þeirra og eru þeir oftast aðilar að stærst- um hluta viðskipta með erlend verðbréf á hverju ári. Ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar 11 stórra lífeyrissjóða árið 2006 var 30,7% sem er mun hærri ávöxtun en árið 2005 en þá nam ávöxtun erlendrar verð- bréfaeignar 18 stærstu lífeyrissjóðanna um 14,7% (sjá mynd 1). Mesta ávöxtun fengu þessir 11 lífeyrissjóðir af eign sinni í hlutdeildarskírtein- um eða um 31,3%. Þar af voru 0,16% arðgreiðslur en 31,1% var vegna hækkunar á markaðsvirði og gengisbreytinga. Hlutabréfaeignin skilaði ámóta ávöxtun eða um 30,8% og var 30,1% vegna hækkunar á markaðsvirði og gengisbreytinga. Meðalávöxtun skuldabréfa var um 20% en þar af voru 16,8% vegna hækkunar á markaðsvirði og gengis- breytinga en 2,9% vegna vaxtagreiðslna. Megintilgangur könnunar á ávöxtun erlendra verðbréfa er sá að kanna arðgreiðslur af erlendri verðbréfaeign lífeyrissjóðanna. Athygli vekur hversu lágar arðgreiðslurnar eru, en árið 2006 voru þær á bilinu 0,00-1,60% hjá lífeyrissjóðunum í úrtakinu. Skýringin á þessu er sú að algengt er að hlutafélög og verðbréfasjóðir greiði ekki arð til fjárfesta heldur felst ávinningur þeirra í mögulegri hækkun á markaðsvirði bréf- anna. Þau fyrirtæki sem greiða út arð miða arðgreiðslur við nafnverð hlutabréfanna sem er lág prósenta af markaðsvirði þeirra. Hins vegar hafa lífeyrissjóðirnir sagst hafa notið um 10-20% ávöxtunar af erlendri verðbréfaeign. Í útreikningum þeirra er stærsti hluti ávöxtunarinnar hækkun á markaðsvirði í krónum talið en ekki arðgreiðslur. Samsetning erlendrar verðbréfaeignar breyttist lítið Hlutdeild hlutabréfa, hlutdeildarskírteina og skuldabréfa breyttist lítið milli áranna 2005 og 2006 (sjá mynd 2). Þannig jókst hlutdeild hluta- Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Meðalávöxtun erlendrar verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna í könnuninni Í íslenskum krónum % -60 -40 -20 0 20 40 200620052004200320022001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.