Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N ú stendur yfir evrópsk sam- gönguvika þar sem kast- ljósinu er beint sérstaklega að öryggi barna í umferð. Á sama tíma hefur mikið verið rætt um ný samgöngumannvirki í Reykjavík, meðal annars gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar, vænt- anlega Sundabraut og fleira. Nauðsynlegt er að ræða samgöngumál á málefnalegan hátt en það verður varla gert án þess að ræða samgöngur í samhengi við skipulag og umhverfi. Sitt hefur sýnst hverjum um skipulag Reykjavíkurborgar. Borgin er mjög dreifð og ber sterk merki módernisma í skipu- lagi. Það er einungis í elstu hverfum Reykjavíkurborgar sem hús standa við götur. Hugmyndin um hús við götur vék síðan fyrir hugmyndinni um fjölbýlishús í görðum sem hefur verið ríkjandi síðan. Nægir að minna á fjölbýlishús í Heima- hverfi, Háaleitishverfi og Melahverfi þar sem gaflarnir snúa að götunni en ekki framhliðin eins og áður hafði tíðkast. Á sama tíma var farið að byggja hverfi þar sem einbýlishúsum og raðhúsum var rað- að við einstefnugötur eða botnlanga sem gengu út frá aðalgötum. Með þessu verður byggðin óneitanlega dreifðari en ella og þessi dreifða byggð skapar ýmis vandamál. Í fyrsta lagi gerir hún það að verkum að nýtt byggingaland er af skornum skammti nema í fjarlægum úthverfum. Í öðru lagi er teygt óþarflega mikið úr samgönguneti borgarinnar. Kostnaði við þetta er að mestu leyti velt yfir á einstaklinga sem þurfa að eyða verulegum hluta af tekjum sínum í rekst- ur einkabíls. Dreifð byggð skapar hins vegar líka vandamál fyrir almennings- samgöngur í höfuðborginni. Vegalengdin sem fólk þarf að ganga til að komast í strætó hlýtur að verða lengri í dreifðri byggð en þéttri þar sem strætisvagnar geta ekki keyrt allar götur, og alls ekki botnlanga eða blindgötur. Reykjavíkurlistinn hefur einsett sér að þétta byggð í Reykjavík. Þetta er lang- tímaverkefni sem ekki klárast á einu eða tveimur kjörtímabilum og snýst ekki um hvort byggja eigi á þessum tiltekna reit eða einhverjum öðrum. Hér er um stefnu- breytingu til framtíðar að ræða sem nauð- synlegt er að fylgja eftir á heildrænan hátt. Ýmsir erfiðleikar geta líka fylgt því að þétta byggð, sérstaklega í eldri hverf- um þar sem byggð er orðin gróin fyrir. Ljóst er hins vegar að víða í höfuðborginni eru miklir möguleikar til að þétta byggð og mun Reykjavíkurlistinn halda áfram að vinna að því í samráði við íbúa. Í því sambandi má velta því upp hvort hugmyndir módernistanna um fjölbýlis- hús í görðum, umkringd af bílastæðum, og einbýlishús og raðhús við botnlanga séu ekki orðnar gamaldags og hvort rétt sé að hverfa aftur til götunnar; að fara að nýju að byggja hús með framhliðar að götum og bakgarða eða port á milli. Þannig stytt- ist vegalengd fólks út á götu og gangstétt til að komast leiðar sinnar og ýtt er undir annan ferðamáta en einkabílinn. Æ fleiri ferðir á einkabílnum Einkabíllinn er óneitanlega þarfaþing og ekki geri ég lítið úr því að gott er að eiga bíl til að komast hitt og þetta. Einka- bílaeign Reykvíkinga er hins vegar ótrú- lega mikil. Hér hverja 1000 íbú 300 bíla á hverj staðar á Norður kílómetrar hlut ars staðar á No segja um bensín Íslendingar van óþarflega mikið vegalengdir sem að fara gangand margir sem kjó vinnu þar sem þ allan daginn og þess að taka str sömu leið. Í nýrri skýrs isstofu Reykjav ökutækjum hef Reykjavík, eða 1996 og 2003. Þ á hvern íbúa fjö Tilhneiging höf ljós, æ fleiri fer á sama tíma eru með almenning fjölgandi sem kj Því þarf ekki oft orðið þung u borgarinnar, t.d mýrarbraut. Nú urlistans í samg Aftur til götunnar? Eftir Katrínu Jakobsdóttur ’Í því sambandi mávelta því upp hvort hug- myndir módernistanna um fjölbýlishús í görð- um, umkringd af bíla- stæðum, og einbýlishús og raðhús við botnlanga séu ekki orðnar gam- aldags og hvort rétt sé að hverfa aftur til göt- unnar. ‘ Reykjavík á áf Á undanförnum misserum hafa endurtekið borist fréttir af átökum í Tétsníu. Í héraðinu sem er sjálfsstjórnarlýðveldi innan Rússlands hefur verið barist linnulítið allt frá því að Sovétríkin liðu undir lok árið 1991. Átök hafa þó stað- ið þar mun lengur. Héraðið liggur í norð- urhluta Kákasus og íbúarnir sem eru múslimar eru rúm milljón. Á keisaratím- anum í Rússlandi börðust Tétsenar um árabil gegn yfirráðum keisarans en voru brotnir á bak aftur á 19. öld og Tétsnía varð hluti af Rússlandi. Aldrei sáttir innan Rússlands Tétsenar voru þó aldrei sáttir við að vera hluti af Rússlandi og þegar Þjóð- verjar hernámu svæðið í seinni heims- styrjöldinni var þeim tekið fagnandi í Tétsníu því talið var að allt hlyti að vera betra en að vera undir stjórn Rússa. Eftir lok stríðsins var þetta ekki gleymt. Stalín leiðtogi Sovétríkjanna brást við með því að flytja mestalla þjóðina til Síberíu. Hún fékk ekki að snúa aftur á heimaslóðir fyrr en á valdatíma eftirmanns Stalíns, Krúsj- efss, rúmum áratug síðar. Stríð Jeltsíns 1994 Síðan þegar Sovétríkin liðu undir lok 1991 þá lýstu Tétsenar þegar yfir sjálf- stæði. Þeir nutu í raun sjálfstæðis um þriggja ára skeið, án þess að nokkur önnur þjóð viðurkenndi það. Árið 1994 sendi Bor- is Jeltsín þáverandi forseti Rússlands her- lið inn í landið í því skyni að ná þar aftur völdum. Grimmilegt stríð geisaði næstu tvö árin þar sem höfuðborg Tétsníu, Grozny, var nánast jöfnuð við jörðu í loft- árásum. Rússneski herinn fór mjög hall- oka í bardögum á landi og var hrakinn á brott í ágúst 1996. Áframhaldandi stjórnleysi fylgdi í kjöl- farið. Árið 1999 fóru tétsenskar hersveitir yfir landamærin að næsta sjálfsstjórn- arlýðveldi, Dagestan, í því skyni að hvetja til uppreisnar þar. Í framhaldi af því sendi Pútín forseti hersveitir á ný til Tétsníu þar sem þær eru enn. Haldnar hafa verið kosningar í landinu sem þykja þó ekki hafa farið fram með lýðræðislegum hætti í öllum tilvikum og margir landsmenn líta á stjórnvöld í lýðveldinu sem leppstjórn Rússa. Stjórnin hefur enda reynst hliðholl rússneskum stjórnvöldum í flestum mál- um en það er ekki hættulaust að vera í stjórnmálum í Tétsníu. Fjórir af síðustu fimm forsetum hafa verið myrtir auk fjölda lægra settari embættismanna. Grimmdarverk á báða bóga Sjálfstæðissinnar í landinu halda uppi linnulitlum skæruhernaði gegn rússneska hernum og grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga. Talsvert mannfall hef- ur orðið á báða sinni sannast a aðarstyrkur du skæruliða eins ríkjamenn hafa neski herinn er um og í Afganis þrátt fyrir að þ formerkjum. R sakaðar um að unum og tilvilja dóms og laga. Þ rúst þar sem ta skjól og þúsund fallið. Skæruliðar s skárri. Þeir haf hryðjuverkum í Rússlandi. Me heilt sjúkrahús enn þegar leikh gíslingu fyrir e með því að hun einnig beitt aftö þeim sem þeir t stjórnvöldum. N barnaskóla í Be skelfilegum afl að gíslatöku á s nokkrum misse Shamils Basaje ábyrgð á gíslat þeim sem hafa tétsenskra sjál hægt er að tala hafið eitthvert ekki tíðkast að staklega gegn b Þeir sem það g skilið að kallast Allir vita hve hundrað manns Rússland og Tétsnía Eftir Sigurð Eyþórsson ’Pútin á þó enga góðakosti. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur forseti með sjálfsvirðingu setjist að samningaborði með hryðjuverkamönnum sem eru nýbúnir að myrða fjöldann allan af börnum.‘ ÍSLENZKIR HAGSMUNIR Valur Ingimundarson sagn-fræðingur flutti athyglisverterindi á ráðstefnu um smá- ríki sl. laugardag, þar sem hann fjallaði um samskipti Íslands og Bandaríkjanna vegna varnarstöðv- arinnar í Keflavík. Þær fróðlegu upplýsingar komu fram í erindi hans, að lögfræðingar Pentagon hefðu komizt að þeirri niðurstöðu á sjöunda áratugnum, að það væri brot á varnarsamningnum að kalla herþotur heim frá Íslandi án samþykkis íslenzkra stjórnvalda og þar með gæti slík aðgerð gefið íslenzkum stjórnvöldum tilefni til að ógilda varnarsamninginn. Þessar sögulegu upplýsingar hafa þýðingu í samskiptum okkar við Bandaríkin nú. Valur Ingimundarson telur, að ákveðin kreppa sé í samskiptum okkar og Bandaríkjamanna og að hið upprunalega markmið Banda- ríkjamanna sé óbreytt, að draga úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli, enda sé hernaðarlegt mikilvægi Ís- lands horfið frá sjónarhóli Banda- ríkjanna. Sagnfræðingurinn telur ennfrem- ur, að stuðningur Íslendinga við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak hafi engin áhrif haft á ákvörð- un Bandaríkjamanna á síðasta ári að kalla herþoturnar heim. Þurft hafi íhlutun þáverandi fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins og harðort bréf frá Davíð Oddssyni til Bush til þess að breyta þeirri ákvörðun. Samskipti Íslands og Bandaríkj- anna um varnarstöðina á Keflavík- urflugvelli hafa alltaf verið flókin m.a. vegna þess, að oftast hafa ver- ið uppi mjög mismunandi viðhorf innan einstakra ráðuneyta í Wash- ington um umsvif varnarstöðvar- innar. Yfirlýsingar háttsettra starfsmanna í Pentagon á fyrri hluta síðasta árs voru t.d. ekki í nokkru samræmi við afstöðu Bush síðla sumars 2003. Telja verður víst, að niðurstaðan af viðræðum Davíðs Oddssonar og Bush í byrjun júlí á þessu ári hafi orðið sú, að þot- urnar yrðu hér áfram og að Íslend- ingar mundu greiða hluta þess kostnaðar sem Bandaríkjamenn hafa greitt hingað til vegna rekst- urs Keflavíkurflugvallar. Í því sam- bandi er ljóst að Bandaríkjamenn hafa hingað til greitt meiri kostnað en þann einan, sem snúið hefur að hernaðarflugi þeirra sjálfra um flugvöllinn. Hvað felst í þessu? Er hægt að fullyrða, að langtímamarkmið Bandaríkjanna séu óbreytt í ljósi ákvörðunar forsetans? Jafnvel þótt embættismenn í Washington segi að svo sé? Það er erfitt að fá skýra mynd af því, sem fyrir Bandaríkja- mönnum vakir. Afstaða Bush og þar með afstaða bandarískra stjórnvalda er hins vegar orðin skýr: þoturnar verða áfram á Keflavíkurflugvelli en við Íslendingar tökum á okkur aukinn kostnað, sem Morgunblaðið hefur raunar sagt árum saman, að væri bæði eðlilegt og sjálfsagt. Kjarni málsins er þó sá, að hvað sem líður mismunandi viðhorfum í Washington höfum við Íslendingar líka sjónarmið í þessu máli, sem mótast af okkar hagsmunum. Við hljótum að haga samskiptum okkar við Bandaríkin í samræmi við þá hagsmuni. Í hverju eru þeir hagsmunir fólgnir? Að tryggja sjálfstæði lýð- veldisins og öryggi þjóðarinnar. Fyrsta val okkar í þeim efnum hef- ur verið að tryggja áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin með þeim hætti, að hér væru að okkar mati trúverðugar varnir. Telja verður, þótt það sé ekki orðin op- inber og formleg niðurstaða, að það hafi tekizt í viðræðum Bush og Dav- íðs Oddssonar í júlí. Það er auðvitað rétt hjá Vali Ingi- mundarsyni, að hernaðarlegt mik- ilvægi Íslands hefur minnkað, þótt deila megi um, hvort það sé horfið. Það hafa hins vegar áður orðið snögg veðrabrigði á meginlandi Evrópu, sem hafa valdið því, að það hefur verið úrslitaatriði fyrir Bandaríkjamenn að hafa aðstöðu á Íslandi. Bandaríkjamenn hafa sjálfir lagt áherzlu á, að þeir vildu halda varn- arsamstarfinu við Ísland áfram. Ágreiningurinn á milli þjóðanna hefur af Bandaríkjamanna hálfu ekki snúizt um það heldur hitt, hvernig haga ætti vörnum Íslands við breyttar aðstæður. Bush sýndi í sumar að hann var tilbúinn til að hlusta á röksemdir íslenzkra stjórnvalda og er það í samræmi við afstöðu bandarískra stjórnmála- manna, sem hafa alla tíð umgengizt okkur sem jafningja, þrátt fyrir þann stærðarmun, sem á þessum tveimur þjóðum er. Öðru máli hefur alltaf gegnt um bandaríska emb- ættismenn og í sumum tilvikum bandaríska hermenn, sem í ein- staka tilvikum hafa talað niður til okkar. Valur Ingimundarson telur, að nást þurfi samkomulag um „mun víðtækari pólitíska og efnahagslega skuldbindingu af beggja hálfu en fjórar orrustuþotur“. Sumum hefur að vísu fundizt nóg um þann pólitíska stuðning, sem við höfum veitt Bandaríkjamönnum seinni árin, sem hins vegar má auð- veldlega rökstyðja með þeim póli- tíska stuðningi, sem þeir veittu okkur áður fyrr. Ef Valur Ingimundarson á við verulega aukna þátttöku okkar í kostnaði við rekstur Keflavíkur- flugvallar, þegar hann talar um efnahagslegar skuldbindingar, er það sjálfsagt. Þegar litið er á þessi samskipti í heild verður að telja, að þau séu að komast í viðunandi farveg. Hversu lengi svo verður er annað mál. Um það getur enginn fullyrt á þessari stundu. Þó verður að telja, að þeir samningar, sem nú er unnið að, hljóti að vera til nokkurra ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.