Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 25
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 25 CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Aðalæfing lau 25/9 kl 13 - Kr 1.000 Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20, Fö 1/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Fi 23/9 kl 20, Fö 24/9 kl 20, Síðustu sýningar LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 26/9 kl 14, Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Söngleikurinn FAME þakkar fyrir sig og kveður Smáralindina Fim. 23. sept. kl. 19.30 LOKASÝNING 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 UPPSELT 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. Áskriftarkort! Fös . 24 .09 20 .00 AKUREYRI Fös . 1 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 2 .10 20 .00 LAUS SÆTI Fös . 8 .10 20 .00 LAUS SÆTI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA „Ekk i spurn ing að þet ta er e inn best i söng le ikur sem ég hef séð . Ég át t i e r f i t t með að ha lda mér í sæt inu og stökkva ekk i upp á sv ið og vera með“ -B i rg i t ta Haukda l , söngkona- . “ Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Fréttir af umræðu um launa-mál hljóðfæraleikara í sin-fóníuhljómsveitum í Bret- landi og Bandaríkjunum hafa birst að undanförnu í Morgunblaðinu. Forvitnilegt er að sjá hvernig starfsbræður og -systur meðlima í sinfóníuhljómsveitum hérlendis hafa það í kjaramálum. Mikill mun- ur er þó á launum milli Bandaríkj- anna og Bretlands, þar sem lág- markslaun eru um 650.000 íslensk- ar krónur á mánuði vestanhafs en meðalmánaðar- laun um 240.000 krónur í Bretlandi. Fróðlegt væri að sjá til sam- anburðar íslensk meðallaun á þess- um vettvangi, en mig grunar að þau slagi að minnsta kosti ekki hátt í þau bandarísku.    Sinfóníuhljómsveit Íslands liggurstöðugt undir þeirri kröfu að réttlæta tilvist sína, sem byggist á opinberum framlögum. Það kom einnig glögglega fram í nokkrum greinum Morgunblaðsins að undan- förnu, að mörgum þykir hún hafa „neytendavæðst“ einum um of, á kostnað listræns metnaðar. Ein af ástæðum fyrir þessu „neytenda- væna“ vali er þó eflaust sú, að sveit- inni er nauðsynlegt að bæði ná inn peningum gegnum miðasölu, og njóta vinsælda meðal almennings til að réttlæta opinber fjárframlög til sín. Vonandi eru launakjör hljóð- færaleikara Sinfóníunnar í lagi. Sé ekki svo, spyr maður sig hvort ekki sé til nóg af fjársterkum íslenskum einkaaðilum til að styrkja Sinfón- íuna. Því vilja ekki flestir kenna sig við land þar sem er fjölbreytt og framsækið menningarlíf, og þar af leiðandi starfandi metnaðarfull sin- fóníuhljómsveit? Það er reyndar staðreynd að mikið af þeirri vinnu sem lögð er fram til listiðkunar hér á Íslandi, tónlistarflutningur þar á meðal, er unnin í hálfgerðri sjálfboðavinnu. Þá á ég auðvitað ekki við að hljóð- færaleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu í sjálfboðavinnu, en mörg störf sem eru unnin í þágu lista hérlendis eru engu að síður unnin á mjög lágu kaupi eða jafnvel kauplaust. Þetta vita allir sem tengjast listgreinum á einn eða annan hátt. Það er kannski gömul tugga, en manni finnst skjóta skökku við hve oft Íslendingar kjósa að státa sig af litskrúðugu og öflugu menningar- lífi hérlendis, án þess að vera í raun tilbúnir til að leggja því að fullu lið fjárhagslega. Því auðvitað höfum við efni á hverju sem er – þetta er allt spurning um forgangsröðun og þar af leiðandi pólitík. Og svo ég segi það aftur, vilja ekki flestir kenna sig við land þar sem er fjöl- breytt og framsækið menningarlíf? Kemur það ekki okkur öllum til góða, á margvíslegan hátt?    Íslendingar eru afar stoltir afsinni Björk. Og sinni Sigur Rós. Og sínum Kristni Sigmundssyni og Halldóri Laxness og Ólafi Elíassyni og Vesturporti. Og öllum hinum. Og svo margir hafa augðað líf svo margra okkar, ekki bara vakið stolt í brjósti. Ekkert af þessu, leyfi ég mér að fullyrða, hefði orðið til ef ekki hefði notið við þessa litskrúðuga og öfl- uga menningarlífs. En það er kom- inn tími til að borga betur. Ef við leggjum því enn meira lið, verður hópurinn efalaust miklu stærri. Það er kominn tími til að borga betur ’Það er kannski gömultugga, en manni finnst skjóta skökku við hve oft Íslendingar kjósa að státa sig af litskrúðugu og öflugu menningarlífi hérlendis, án þess að vera í raun tilbúnir að leggja því að fullu lið fjárhagslega.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAÐ var kankvís og heimilisleg stemning í Borgarleikhúsinu á 75 ára afmælishátíð Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Afmælisgestir voru á öllum aldri, og eins og gengur, misnákomn- ir afmælisbarninu, en augljóst var að auk gömlu kvæðarefanna var þarna stór hópur af áhugasömu fólki af yngri kynslóðinni. Dagskráin bar þess vitni að afmælisbarnið er í fullu fjöri, þótt hálfáttrætt sé, og sannaði að rímnahefðin er aftur komin í tísku og tilbúin að taka flugið með nýrri kynslóð og breyttum hefðum. Bára Grímsdóttir reið á vaðið og söng íslensk þjóðlög, ýmist ein eða við gítarleik Chris Foster. Kallaðir voru á svið hagyrðingar úr ýmsum landshlutum með það að markmiði að vekja upp líka stemningu og ríkir á fundum kvæðamannafélagsins, þar sem allt fær að flakka, sé það rétt kveðið. Íbyggin á svip drógu þau hagyrtu fram úr pússi sínu hugleið- ingar sínar um hin ýmsu málefni við mikla kátínu afmælisgesta, enda eru þessar teygjur tungumálsins og kímninnar íþrótt með afbrigðum skemmtileg. Mér skilst þó að vísurn- ar hafi verið í prúðari kantinum að þessu sinni og að þessir hagyrðingar eigi það nú til að draga fram vísur sem hitta hinum megin við beltis- staðinn fræga. Vænt þótti mér að sjá að hagyrðingar eru á öllum aldri og langt í frá deyjandi stétt. Sama til- finning vaknaði einnig seinna um kvöldið, er kvæðamenn og -konur kváðu saman á hefðbundinn hátt. Þar sameinuðust elstu og yngstu meðlimir félagsins og sýndu að gamla hefðin lifir og stendur enn fyr- ir sínu. Sönghópurinn Sunnan heiða, sem er fjölmennur hópur Svarfdælinga á Reykjavíkursvæðinu, flutti stór- skemmtilegt og lifandi kórverk í út- setningu Gunnsteins Ólafssonar. Ungur kvæðamaður, Pétur Björns- son, kvað stemmur af innlifun með kórnum og Ólafur Kjartan Sigurðar- son söng einsöng. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kvæðamaður kveður stemmur ásamt kór og örugglega ekki í það síðasta, miðað við árang- urinn. Kristín Heiða Kristinsdóttir kom á óvart með hógværum og inni- legum flutningi á hinum gömlu Breiðfirðingavísum. Hilmar Örn Hilmarsson, Georg Hólm, bassaleik- ari Sigur Rósar, og Guðmundur Pét- ursson, sem lék á slide-gítar, skópu rafgerðan hljóðheim sem féll full- komlega að flutningi Kristínar Heiðu. En rúsínan í pylsuendanum var þegar Steindór Andersen og Sigur Rós fluttu saman þrjár af rímnaút- setningum Sigur Rósar. Þeim hefur tekist að gera þennan þjóðararf al- gerlega að sínum og flutningur þeirra var tvímælalaust hápunktur kvöldsins. Sem formaður Kvæða- mannafélagsins Iðunnar hefur Stein- dór Andersen verið gríðarlega virk- ur undanfarin ár og samstarf hans við Sigur Rós og nýja kynslóð ís- lensku rapparanna hefur sáð fræjum af hverjum vaxa munu blóm um langa framtíð. Kynnir dagskrárinnar var Eva María Jónsdóttir og lýsti hún því yfir að hún væri af þeirri kynslóð sem rímunum hefði leynt eða ljóst verið haldið frá í barnæsku. Hún skoraði á fólk að kveða fyrir börnin sín og er nýútkomið stórvirki Smekkleysu með tvö hundruð stemmum skrif- uðum út með nútíma nótnaskrift, til- valið hjálpartæki til að takast á við þessa áskorun. Ég gekk léttstíg úr Borgarleikhúsinu eftir þessi fyrstu kynni mín af Kvæðamannafélaginu Iðunni, fegin því að rímnalausu kyn- slóðinni minni tókst ekki að týna nið- ur hefðinni og full bjartsýni fyrir hönd þessa sprelllifandi og ramm- íslenska listforms. Afmælisbarn í fullu fjöri RÍMUR Kvæðamannafélagið Iðunn Flytjendur ýmsir. 75 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ Steinunn Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.