Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 11                !"#$% %&%'( %)  VESTURLAND Stykkishólmur | Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi hélt nýlega upp á 20 ára starfsafmæli með veg- legri samkomu. Það sem vekur at- hygli þegar litið er yfir sögu klúbbsins er að Ríkharður Hrafn- kelsson hefur verið formaður allan þann tíma. Þá þykir gott að hafa 110 félagsmenn í 1.200 manna sam- félagi. Ríkharði var ljúft að renna yfir starfsemi Mostra og rifja upp helstu atriðin í sögu klúbbsins. Upphafið segir hann vera að upp úr 1980 vaknar áhugi fyrir golfi í Stykkishólmi. Þá var farið að leita að landi án árangurs. „Síðsumars 1984 fengum við nokkrir félagar afnot af túnunum hans Hjartar á Helgafelli eftir slátt og útbjuggum sex holu völl. Þar var spilað fram á vetur og mikill áhugi. Árið eftir fengum við hluta af því landi sem við höfum í dag leigðan hjá Þorgrími í Vík og þar með var kúlan farin að rúlla,“ segir Rík- harður. Hann segir að stærstu áfangar í starfinu hafi orðið þegar gerður var samningur við Stykkishólmsbæ árið 1998 um uppbyggingu golfvall- arins og svo vígsla félagsheimilis klúbbsins árið 2001. Þessir tveir áfangar hafa stuðlað að miklum golfáhuga í Stykkishólmi og nú er svo komið að tíundi hver íbúi bæj- arins er félagsmaður í Mostra. Enn ekki komist holu í höggi Aðspurður hvenær hann ætlaði að hleypa öðrum í formannsstarfið segir Ríkharður að hann hafi aldrei viljað standa í vegi fyrir neinum í það starf. „Ég ætlaði bara í fyrstu að koma starfinu í gang. Hingað til hef ég aðeins fengið hvatningu og meðan áhuginn hjá mér er svona ódrepandi er ég tilbúinn að vera eitthvað áfram,“ segir Ríkharður og heldur áfram. „Við í Mostra horfum fram á veginn og næst er að halda áfram uppbyggingu vallarins með því að byggja upp fimm flatir og nokkra teiga.“ Formaðurinn segir að hann hafi best spilað á vellinum á 67 höggum eða 3 undir pari. En hann hefur ekki enn þá náð þeim árangri að fara holu í höggi. Það hafa átta ein- staklingar í Mostra gert og segist Ríkharður ætla að ná því takmarki innan næstu tuttugu ára. Sami formaðurinn frá upphafi tuttugu ára sögu Golfklúbbsins Mostra Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kylfingar heiðraðir í Hólminum: Golfklúbburinn Mostri hélt upp á 20 ára afmælið nýlega. Af því tilefni voru þrír félagar heiðraðir með gullmerki Golfsambands Íslands; Eyþór Benediktsson, Klæmint Antoníussen og Rík- harður Hrafnkelsson. Júlíus Rafnsson, formaður GSÍ, er lengst til hægri. Ætlaði bara að koma starfinu í gang SNORRASTOFA í Reykholti hóf vetrarstarfið strax í byrjun september. Þá var haldið upp á aldarafmæli Guðmundar Böðvarssonar, skálds á Kirkjubóli. Nýlega lauk málþingi um miðlun fornminja en þessir við- burðir eru aðeins brot af því sem Snorrastofa mun bjóða upp á í samvinnu við einstaklinga og stofnanir í vetur. Málþingið var haldið í samvinnu Snorrastofu, Fornleifaverndar ríkisins, Þjóðminjasafns Íslands og Háskólans á Hólum. Sigríður Björk Jóns- dóttir, verkefnisstjóri miðl- unar hjá Snorrastofu, sagðist vera mjög ánægð með hvernig til tókst. Um 40 manns hafi sótt þingið og urðu þar skemmtilegar um- ræður, bæði gagnlegar og þarfar. „Tildrög þess að ákveðið var að halda mál- þingið var hugmynd um að byggja minjagarð hér í Reykholti. Þar á að vera nýtt sýning- arrými þar sem hægt verður að samþætta sög- una og minjar sem hér finnast. Liður í þessu verður að gera göngustíga og setja upp merk- ingar og að byggja yfir svæðið þar sem forn- leifagröftur hefur farið fram. Tæknilega er þetta flókið mál, en málþingið var meðal ann- ars hugsað til að efla umræðu um hvernig best væri að slíku staðið og um miðlun fornleifa al- mennt. Það er greinileg krafa hjá almenningi að fá fræðslu um fornleifarannsóknir. Þess vegna þarf að finna út hvernig best má hafa forn- minjar sýnilegar en jafnframt varðveita þær vel.“ Sigríður Björk segir mjög skiptar skoðanir hafa komið fram um hvernig þessum málum verði best háttað. Sumir vilja byggja tilgátu- hús eins og gert hefur verið sums staðar. Aðrir vilja nýta margmiðlunina og setja fram slík hús í þrívídd í tölvur þar sem hægt er að skoða þau frá öllum hliðum. „En það virðist samt ekki fullnægja þörf almennings fyrir fræðslu því helst vill fólk koma og sjá uppgröftinn sjálfan og munina sem finnast með berum aug- um. Þá virðist það helst vilja tala við fornleifa- fræðinga sjálfa um rannsóknirnar, helst sjá þá vinna við uppgröftinn. Á málþinginu deildu margir reynslu sinni auk þess sem fram kom gagnrýni á það sem gert hefur verið á þessu sviði. Þetta var því gagnleg og þörf umræða sem þar fór fram,“ segir Sigríður. Fyrirlestrar, leshringur, ráðstefnur og námskeið Fjölbreytt dagskrá verður í boði á vegum Snorrastofu í haust. „Þetta hefur farið vel af stað því áður en málþingið var haldið var hald- ið upp á aldarafmæli Guðmundar Böðv- arssonar, skálds frá Kirkjubóli. Þá mættu hátt í 400 manns, en við höfðum reiknað með 70– 200 manns. Dagskráin tókst ákaflega vel enda var hún vel kynnt og má helst þakka Böðvari Guðmundssyni, syni skáldsins, það,“ sagði Sig- ríður. Á morgun, 21. september, verður minning- arfyrirlestur um Snorra Sturluson kl. 20.30 í bókhlöðu Snorrastofu. Þetta er árlegur við- burður haldinn í kringum dánardag Snorra, 23. september. Að þessu sinni flytur Ármann Jakobsson norrænufræðingur fyrirlesturinn Munnur skáldsins. Um vanda þess að vera list- rænn og framagjarn Íslendingur í útlöndum. Fyrirlestur í héraði nefnist fyrirlestraröð sem hefur verið vel tekið. Hinn 5. október mun Bjarni Guðráðsson í Nesi flytja fyrirlestur sem hann nefnir Svipmyndir úr byggðum Borgarfjarðar. Þar ræðir hann um mannlíf og búskap í Reykholtsprestakalli á síðari hluta 19. aldar, vesturfarir og fleira. Samnorræn ráðstefna, Norræn endurreisn á miðöldum, verður haldin 7.–10. október og 11. október hittist í fyrsta skiptið leshringur um Egilssögu. Leshringurinn kemur saman 6 sinnum, einu sinni í mánuði, fram í apríl. Þetta verkefni er í samvinnu við Landnámssetrið í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöð Vest- urlands. Leiðbeinandi er Jón Böðvarsson en ýmsir fróðir menn munu einnig leggja til reynslu sína og hugmyndir, þeir Snorri Þor- steinsson, Páll Bergþórsson, Baldur Hafstað og sr. Geir Waage. Sigríður sagði að lögð verði mikil áhersla á umræður og væri hagur að heyra í þessum mönnum, sem vel þekktu til á slóðum Egilssögu. Áfram verður haldið með námskeiðið Sam- tímamenning í samvinnu við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst og ReykjavíkurAkademíuna. Þetta námskeið er valfag á Bifröst en er öllum opið og eru Borgfirðingar hvattir til að nýta sér það. Almennur áhugi á sögu Snorra Í nóvember verður haldin minningardag- skrá um Björn Blöndal þar sem fjallað verður um veiðina sem fagurfræðilegan og menning- arlegan þátt í borgfirskri sveitamenningu. Þá verður bókakynning í samvinnu við vefritið Kistuna um miðjan desember þar sem rithöf- undar lesa úr nýútkomnum bókum sínum og gestum gefst kostur á að ræða við þá. Sýningin Kirkjuhald á söguslóðum var opn- uð í sumar og stendur enn. Þar má sjá frá- sagnir og lýsingar á kirkjulegum athöfnum sem varpa á ljósi á siði og sögu kirkjunnar í Reykholti. Á sýningunni eru höklar frá fyrri hluta 19. aldar og aðrir munir sem tengjast kirkjulegum athöfnum sem einstaklingar og Safnahús Borgarfjarðar lánuðu til sýning- arinnar. „Markmið Snorrastofu er að miðla sögu Snorra Sturlusonar. Við reynum að hafa dag- skrána fjölbreytta og ég held að það sé óhætt að segja að það sem hefur verið í boði hafi mælst vel fyrir. Það sýnir að enn hafa margir áhuga á sögu Snorra Sturlusonar og Reyk- holti,“ sagði Sigríður Björk Jónsdóttir. Markmiðið að miðla sögu Snorra Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður Björk Jónsdóttir asdish@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.