Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 15 Heimsmeistaramót hesta í Norrköping 2005 Við höfum tryggt okkur nokkrar íbúðir í miðbæ Norrköping 4ra til 7 manna til útleigu á meðan á VM 2005 stendur í Norrköping, 1.- 7. ágúst 2005. Auk þess bjóðum við: Hótelherbergi 2ja-4ra manna á 4ra stjörnu hóteli, og á mótssvæði verða: hjólhýsi, húsbílar, „hyttur 4ra manna“ auk bílaleigubíla. Höfum sett upp frekari upplýsingar á heimasíðu okkar og fyrirspurnarform. Fylkir - Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa sími 456-3745 heimasíða www.fylkir.is Vilhjálmur frændi minn á Brekku í Mjóa- firði er níræður í dag. Án þess að rifja upp glæstan starfsferil hans, nema að mjög litlu leyti, langar mig til að senda honum, Margréti og þeirra fólki hugheilar afmæl- isóskir í tilefni dagsins. Við Vilhjálmur vorum aldir upp sitt hvorum megin fjallgarðsins, sem skilur að Mjóa- fjörð og Seyðisfjörð. Brekka í Mjóafirði stendur á norðurströnd fjarðarins, en Hánefsstaðir á suðurströnd Seyðisfjarðar. Má heita að bæirnir standist á. Í okkar ungdæmi var mikill sam- gangur milli bæjanna enda bjó Stefanía móðir Vilhjálms á Brekku, en Björg Sigurðardóttir, amma mín, á Hánefsstöðum. Ég man því snemma eftir Vilhjálmi, sem var bráðger og vakti þá þegar athygli, sem óvenju vel gefinn og bók- hneigður unglingur. Eftir skólavist á Laugarvatni, þar sem hann lauk námi með glæsibrag, gerðist hann bóndi á Brekku árið 1936. Fyrst með föður sínum og föðurbróður og síðar með Sigfúsi syni sínum. Vilhjálmur var fljótur til að taka upp nýja búskaparhætti við hey- skap og jarðvinnslu og búnaðist þeim hjónum vel. Hann var kennari og skólastjóri við barnaskólann í Mjóafirði í rúm- lega 30 ár. Þá oddviti hreppsins í áratugi og gegndi auk þess marg- víslegum trúnaðarstörfum á heima- slóðum. En það fór ekki hjá því, að Vilhjálmur vekti snemma athygli utan sveitar. Á fjölmennum fundi á Eiðum tók hann til máls, þá korn- ungur. Á fundinum voru meðal annarra Eysteinn Jónsson ráð- herra og Sigurður Kristjánsson al- þingismaður. Meðan Vilhjálmur var að tala sagði Sigurður við Ey- stein: „Hann jarmar laglega þessi.“ Það fór ekki framhjá reyndum stjórnmálamanni, að þessi ungi maður var vel máli farinn. Og brátt tóku að hlaðast á Vil- hjálm allskonar trún- aðarstörf utan sveit- ar. Fyrst varð hann alþingismaður fyrir Suður-Múlasýslu árin 1949–1956 og 1959. Sat svo á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Austurlandskjördæmi öðru hvoru árin 1961–1967. Og loks þingmaður þess kjör- dæmis árin 1967– 1978, að hann ákvað sjálfur að láta af þingmennsku. Þá gegndi Vilhjálmur ýmsum trúnað- arstöðum fyrir samtök landbúnað- arins. Þegar kom að ráðherravali eftir kosningarnar 1974 ákvað þing- flokkur Framsóknarflokksins að velja Vilhjálm til að gegna starfi menntamálaráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Rækti hann ráðherrastörf með stakri prýði, svo vakti athygli alþjóðar. Meðal stór- mála sem hann beitti sér fyrir að gengju sem fyrst fram voru t.d. uppbygging Menntaskólans á Eg- ilsstöðum, nýja Útvarpshúsið í Reykjavík og Þjóðarbókhlaðan, svo dæmi séu nefnd. Þegar Vilhjálmur lét af þing- mennsku hófst alveg nýr þáttur í ævi hans. Hann gerðist afkasta- mikill rithöfundur og sendi frá sér fjölmargar bækur um ýmis efni. Hann skráði t.d. mikið verk um ævi Eysteins Jónssonar, ráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Þar er m.a. að finna frá fyrstu hendi verðmætar heimildir um marga sögulega atburði, sem gerð- ust á öldinni sem leið. Þá ritaði hann einnig Mjófirðingasögur í þrem bindum, sem greina frá landsháttum, mannlífi og mann- fólkinu í Mjóafirði, svo og síldveið- um og hvalveiðum Norðmanna þar. Þess ber að geta, að um 400 manns bjuggu í Mjóafirði á sínum tíma. Og nú er þessi löngu þjóðkunni stjórnmálamaður og rithöfundur að mestu hættur störfum og sestur í helgan stein. Þó bregður hann sér í aðgerðargallann og gengur að fisk- verkun með sínu fólki rétt eins og fyrir svo sem 80 árum. Fyrir nokkrum dögum heimsótti ég Vilhjálm og Margréti konu hans á Brekku, þar sem þau búa á sumrin, samvistum við fjölskyld- una, en á vetrum búa þau á Egils- stöðum. Þau hjónin eru ágætlega ern og ánægð. Þegar ég fór fylgdi ég Vilhjálmi niður í sjóhúsin, þar sem hann snaraðist í aðgerðargall- ann og tók til við að hjálpa sínu fólki að gera að afla, sem Páll son- ur hans fékk undir Bjargi, norðan við Dalatanga. Vilhjálmur á Brekku var svo sannarlega maður fólksins eins og Ólafur Jóhannesson orðaði það. Hann var vinsæll og dugandi þing- maður og ráðherra. Við frændur vorum baráttufélagar í stjórnmál- unum í áratugi. Get ég vart hugsað mér ánægjulegri félagsskap. Vil- hjálmur er með afbrigðum skemmtilegur maður og traustur og heill í samstarfi. Hann er sér- lega minnugur, fyndinn og frábær sögumaður. Hann er látlaus í fram- komu og skiptir engu hvort hann er í fiskaðgerð eða ráðherra. Ég get ekki hugsað mér, að hann geri á annarra hlut viljandi. Hann er sómamaður í einu og öllu. Þau Vilhjálmur og Margrét hafa lifað hamingjusömu lífi. Eignuðust fimm mannvænleg börn og eiga stóran hóp afkomenda. Ég lýk svo þessum fátæklegu línum með því að senda þeim hjón- um og fjölskyldunni allri hjartan- legar hamingjuóskir frá okkur Þóru og þeim fjölmenna frænd- garði, sem að okkur stendur. Tómas Árnason. Hollvini heilbrigðra lífshátta og heiðrar hugarsýnar eru heillaóskir hlýjar sendar er hann ungur í anda og ern vel fagnar áfanga góðum, áratugum níu er náð og enn á gleðin góð þar öruggt athvarf og frásagnarlistin frábæran túlkanda. Ekki síður er samfylgdin veitul og vermandi þökkuð þessum vor- manni ágætra eiginda. Gjörva hönd og gjöfulan hug hefir hann að svo mörgu lagt og lífssýnin ávallt einkennzt af því að koma sem mestu góðu vel á veg fram. Það er margs að minnast frá svo fjölmörg- um samverustundum og í endur- minning mætri bregður þar aðeins yfir birtu og hlýju, við vorum í mörgu samherjar og baráttufélag- ar, þótt eðlilega greindi okkur einnig á, hitt þó miklu fleira og þýðingarmeira. Fjölþættum og far- sælum störfum bóndans, kennar- ans, þingmannsins, ráðherrans og rithöfundarins er ekki unnt að gjöra nein verðug skil en eitt morgunljóst að mikil alúð og um- hyggja var að öllu lögð, hvar sem á akri var erjað. Í starfi sínu á Alþingi bar hann ævinlega hag austfirzkra byggða fyrir brjósti, sókndjarfur gjarnan og fylginn sér, en átti einnig til að bera þá lagni og lipurð í málafylgju sem oft reyndist affarasælust, þeg- ar upp var staðið. Alveg sérstaklega vil ég svo þakka bindindismanninum Vil- hjálmi Hjálmarssyni vökula varð- stöðu og fordæmið frábæra þegar hann sem ráðherra veitti ekki vín í veizlum sínum, veizlum sem voru þekktar fyrir það að vera þær allra skemmtilegustu. F.h. Bindindissamtakanna IOGT eru Vilhjálmi færðar alúðarþakkir, fáir menn í fararbroddi hafa mál- staðnum mikilvægari verið. Sam- tökin senda honum hugumhlýjar óskir og árna honum alls góðs á tugnum tíunda. Gamlar góðar stundir svo víða á vettvangi vil ég þakka einlægum hug og um leið eru þeim hjónum báðum, höfðingskonunni Margréti og honum sem bæði fylla nú tugina níu, færðar hjartanlegar heillaósk- ir og þeim alls góðs beðið á braut- um fram. Helgi Seljan. VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON AFMÆLI Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkaður- inn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fámennum, en vatns- orkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari ál- bræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lít- il von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar UNDANFARIN ár hefur verið mikil gróska í samskiptum milli Ís- lands og afkomenda íslenskra land- nema í Vesturheimi. Blásið hefur verið nýju lífi í þetta samstarf bæði af hálfu stjórnvalda og einkaaðila. Grunnur þess er saga land- námsins vestra og af- komenda vesturfar- anna, en með nýjum tímum breytast áherslur. Þannig er nú forgangsmál að efla samskiptin við nýjar kynslóðir og jafnframt ljóst að auk hefðbund- innar samvinnu á sviði menningar og lista eru spennandi tækifæri á sviðum ferðamála, vís- inda og viðskipta. Þjóðræknisfélag Íslendinga (ÞFÍ) var stofnað 1939 og starfaði um áratugaskeið en eins og gengur og gerist færðist um hríð doði yfir starf félagsins en árið 1997 var það endurvakið. Í sama mund voru hug- myndir um Snorraverkefnið mót- aðar og kynntar og hafa nú 90 vest- uríslensk ungmenni tekið þátt í þessu verkefni og hafa væntingar til þess að fullu staðist. Jafnframt hafa 18 ungmenni farið frá Íslandi til Manitoba á sl. 4 árum í syst- urverkefninu Snorri West sem nýt- ur vaxandi vinsælda. Þjóðræknisfélagið hefur auk Snorraverkefnisins, sem rekið er í góðri samvinnu við Norræna Félag- ið, lagt megináherslu á fræðslu og ferðir til Vesturheims. Þannig hef- ur Jónas Þór sagn- fræðingur annast 2 námskeið á vegum fé- lagsins á hverjum vetri síðan árið 2000. Upp úr þessum nám- skeiðum spratt svo mikill áhugi þátttak- enda á að fara á slóðir landnemanna og hafa slíkar ferðir verið ár- lega sl. 3 ár. Jafnframt er ört vaxandi almenn- ur áhugi á slíkum ferð- um sem kalla má píla- grímsferðir. ÞFÍ hefur brugðist við þessum áhuga með því að bjóða enn fleiri ferðir en áður og á nýjar slóðir. Lagt er kapp á að undirbúa þátttakendur vel með fræðslu og í ferðunum sjálfum er megináhersla lögð á að eiga náin samskipti við félög og einstaklinga af íslenskum ættum vestra. ÞFÍ var endurvakið skömmu eftir að Vesturfarasetrið á Hofsósi hóf merka starfsemi sína og tókst þá þegar góð samvinna sem farið hef- ur vaxandi. Gerður var samstarfs- samningur milli setursins og ÞFÍ í mars sl. Jafnframt er mjög gott samstarf við Þjóðmenningarhúsið enda virðast tengsl við félög, ein- staklinga og stofnanir vestra falla vel að starfsemi þess. ÞFÍ á syst- urfélag í Norður-Ameríku sem stofnað var 1918 og ber enn hið upprunalega heiti „Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi (á ensku: Icelandic National League of North America) og er sögulegur grunnur samstarfs og samskipta milli land- nemanna og afkomenda þeirra í samvinnu þessara félaga. Hins veg- ar er elsta formlega vettvang sam- skiptanna að finna í blöðunum Heimskringla (stofnað 1886) og Lögberg (stofnað 1888). Blöðin voru sameinuð árið 1959 sem „Lög- berg-Heimskringla“ og kemur það nú út aðra hverja viku. Mikill kraftur er nú í útgáfu blaðsins undir styrkri ritstjórn Steinþórs Guðbjartssonar sem tók við blaðinu í mars sl. Lögð hefur verið áhersla á að breikka mjög upplýsingasvið blaðsins og birta einnig fréttir frá jaðarsvæðum þar sem tiltölulega fáir afkomendur Ís- lendinga búa og einnig þaðan sem þjóðræknisfélög hafa ekki verið jafn öflug og t.d. í Manitoba. Lögberg-Heimskringla er mjög mikilvægur miðill frétta og upplýs- inga frá Vesturheimi – ,,mikilvæg- asti samskiptatengill okkar“ – eins og segir í upplýsingabæklingi Þjóð- ræknisfélagsins í Vesturheimi. Ein- dregið er mælt með að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast vel með og fræðast um þessi málefni gerist áskrifendur og styðji í leiðinni við útgáfu blaðsins. Hægt er að kaupa áskrift að blaðinu með sendingu heim og kostar hún 81 kan- adadollar (um 4500 kr.) á ári eða netáskrift sem kostar 45 kan- adadollara (um 2500 kr.) á ári. Undanfarna daga hefur verið hægt að nálgast það á slóðinni www.log- berg.com án greiðslu og einnig er hægt að tilkynna um áskrift á síð- unni. Þjóðræknisfélögin og Lögberg-Heimskringla Almar Grímsson fjallar um þjóðræknisfélög í Vesturheimi ’Lögberg-Heims-kringla er ,,mikilvæg- asti samskiptatengill okkar“ eins og segir í upplýsingabæklingi Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi. ‘ Almar Grímsson Höfundur er formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Hveitigraspressa verð kr. 4.500 Græni töfrasafinn Hægt að nota sem ávaxtapressu líka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.