Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Þorkell Blonde Redhead hefur um alllangt skeið verið í hópi virtari tilraunahljómsveita. Makino á milli ítölsku Pace-bræðranna. Söngkona hljómsveitarinnarBlonde Redhead, KazuMakino, sagðist í samtalivið blaðamann Morg- unblaðsins á laugardag, vera afar hrifin af Íslandi og íslenskri tónlist. Hún kom hingað síðdegis á laug- ardag ásamt félögum sínum í sveit- inni, ítölsku tvíburunum Amedeo og Simone Pace. Blonde Redhead lék fyrir fullu húsi í Austurbæ í gær- kvöldi og heldur sína aðra tónleika á sama stað í kvöld. Velkomin til landsins. „Þakka þér fyrir.“ Þið spiluðuð hér árið 2001, á upprisuhátíð Hljómalindar í Laug- ardalshöll. Hvað varð þess valdandi að þið ákváðuð að koma aftur? „Við eigum í sérstöku sambandi við Ísland. Skúli Sverrisson, sem hefur spilað á bassa fyrir okkur, er auðvitað frá Íslandi og við höfum tengst landinu í gegnum hann. Skúli hjálpaði okkur að koma efni hljóm- sveitarinnar á framfæri hér á landi og hann aðstoðaði okkur einnig þeg- ar við komum hingað í fyrra skiptið.“ Góðir vinir á Íslandi Líkaði ykkur að spila hér? „Mjög svo. Tónlistarheimurinn á Íslandi veitir okkur innblástur. Við höfum séð Sigur Rós spila og það var einstakt.“ Hafið þið komist í kynni við ein- hverja íslenska tónlistarmenn? „Já, við hittum strákana í Sigur Rós og erum að vonast til þess að fá að hitta meðlimi múm á meðan við erum hérna. Okkur finnst tónlist þeirra mjög góð.“ Þið hafið líka unnið með fiðluleik- aranum Eyvind Kang, sem dvalið hefur hér á landi. Hvernig kynntust þið honum? „Ég man eftir að hafa séð andlitið á honum þegar við spiluðum í Seattle og okkur fannst að þetta hlyti að vera merkilegur maður. Við báðum hann svo um að spila á strengja- hljóðfæri á nýjustu plötunni, Misery Is a Butterfly, og hann samþykkti að vinna að strengjaútsetningum með okkur. Það var mjög ánægjulegt samstarf, því hann leyfði okkur að taka fullan þátt í því, í stað þess að sjá um það einn síns liðs. Við eigum nokkra mjög góða vini héðan, sem okkur þykir mjög vænt um, og þess vegna höfum við mjög mikinn áhuga á Íslandi. Það er auð- vitað mikill heiður fyrir okkur að fá að spila hérna, en við erum líka hérna til að læra; fylgjast með öðr- um hljómsveitum.“ Samið á clavinet Eruð þið hluti af þessari New York „avant garde“ senu? „Ég veit það nú ekki. Við erum til- tölulega einangruð í listsköpun okk- ar, en við þrífumst samt á því að fylgjast með því sem aðrar hljóm- sveitir eru að gera.“ Tónlist ykkar er mjög sérstök. Hljómaframvindan og uppbygging laganna er frumleg. Hvernig semjið þið lögin? „Við semjum á svokallað clavinet, sem er eins konar rafræn útgáfa af harpsíkordi.“ Það ljær tónlist ykkar afar sér- stakan blæ. „Já, við erum mjög hrifin af þessu hljóðfæri. Amedeo gaf mér það fyrir nokkrum árum og það varð strax uppáhaldsleikfangið mitt. Ég held að það hafi breytt lagasmíðunum okkar. Við erum ekki tæknilega fær þegar kemur að tónlistarsköpun, þannig að við reynum að halda okk- ur innan þess sem við getum. Við reynum að finna einstaka rödd með þeim takmörkuðu hæfileikum sem við búum yfir. Í rauninni neyðir þessi takmarkaða geta okkur til að vera frábrugðin öðrum listamönn- um.“ Semjið þið öll saman? „Já. Amedeo semur venjulega fal- legar laglínur og þá kemur einhver með taktinn. Ég reyni að koma með melódíuna.“ Er tónlistin ykkar ekki að verða sífellt melódískari? „Við höfum alltaf verið mjög mel- ódísk. Melódían var til staðar alveg í byrjun, þegar við gerðum fyrstu plötuna. Ég held að við höfum verið hálffeimin við að sýna þá hlið á okk- ur, þannig að ef við sömdum fallegt lag reyndum við að eyðileggja það. Þá gerðum við það aftur fallegt, en eyðilögðum það aftur. Mér finnst þannig að við höfum í raun ekkert breyst, nema hvað við erum ekki lengur feimin við melódíuna.“ Sömu andlitin Eruð þið að vinna að nýju efni núna? „Nei, við erum enn þá að rembast við að spila nýju lögin. Það er svolítið skrýtið að eftir að við semjum ný lög kunnum við ekki að spila þau. Við er- um að læra lögin okkar aftur og finna út hvernig þau koma best út á tónleikum. Þegar við hefjum tón- leikaferðalag til að kynna plötu ger- um við okkur fyrst grein fyrir því hvað við höfum skapað.“ Hafið þið verið að spila mikið til að fylgja Misery Is a Butterfly eftir? „Já, töluvert. Við fórum í eitt tón- leikaferðalag í hvorri álfu; í Banda- ríkjunum og í Evrópu, auk þess sem við höfum spilað á nokkrum tónlist- arhátíðum. Núna ætlum við í annað ferðalag um Bandaríkin og eftir það ætlum við að taka okkur pásu til að undirbúa nýja plötu.“ Eruð þið vinsælli í Evrópu en Bandaríkjunum? „Já, en við erum engar súper- stjörnur. Það er furðulegt að sjá allt þetta fólk koma til að sjá okkur spila, en við verðum alltaf vör við sömu andlitin og fyrir mörgum árum.“ Hlakkið þið til þessara tvennra tónleika í Austurbæ? „Já, mjög svo. Það er mikil upp- hefð fyrir okkur að það hefur selst upp á fyrri tónleikana og ég bjóst ekki við því að við fengjum að spila tvisvar. En við erum afar ánægð með að vera komin hingað til Skúla vinar okkar.“ Ætlið þið að skoða landið? „Já, við gerðum það síðast og von- andi höfum við tækifæri til þess aft- ur. Ég sakna íslenska hestsins og vonast til þess að endurnýja kynni mín af honum.“ Tónlist | Hljómsveitin Blonde Redhead leikur í Austurbæ í kvöld „Erum ekki lengur feimin við melódíuna“ Blonde Redhead heldur tónleika í Austurbæ í kvöld. Miðasala fer fram á midi.is og í 12 tónum. Miðaverð er 3.500 kr. ivarpall@mbl.is 28 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 5.30, 8 (uppselt) og 10.30. Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir i t r l i tj r , t i l r . r r l f t ri t J . Tom HanksT anks Catherine Zeta Jonesi S.V. Mbl.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 14 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 ára. Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . s rs r l f t ri t J . Super Size Me Sýnd kl. 6. Before sunset Sýnd kl. 8. Ken Park Sýnd kl. 10.  H.I. Mbl. S.V. Mbl.  Ó.Ó.H. DV  Ó.Ó.H. DV S.G. Mbl.  D.V .Ó.H.T. Rás 2  Kvikmyndir.com  Tom Hanks Catherine Zeta Jonest ri Z t J s FRAMHALD AF BANDARÍSKUM „INDÍ“ BÍÓDÖGUM GEGGJUÐ GRÍNMYND  Kvikmyndir.comvi y ir.c Rómantísk spennumynd af bestu gerð í f Ástríða sem deyr aldrei ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Coffee & Cigaretts Sýnd kl. 8.  S.V. Mbl.  Ó.Ó.H. DV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.