Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 8
Fáðu úrslitin send í símann þinn FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ GOSH vetrarlitirnir eru komnir í Lyfju Kynning verður: Þriðjudag 21. sept. Lágmúla Miðvikudag 22. sept. Lágmúla & Smáratorgi Fimmtudag 23. sept. Spöngin & Smáratorgi Föstudag 24. sept. Smáralind GOSH eru ofnæmisprófaðar snyrtivörur á góðu verði www.lyfja.is Þá getur nú liðið tekið upp sína fyrri iðju í friði. Halldór Ásgrímssonforsætisráðherrasagði í viðtali við Morgunblaðið, sem birtist sl. fimmtudag, frá ákvörð- un sinni um að setja á fót ráðgjafahóp um efnahags- mál. Sagðist hann hafa mikinn áhuga á að fá val- inkunna einstaklinga til að gefa sér ráð og aðstoða sig við hagstjórnina. Með því aukist líkurnar á að sam- fara áframhaldandi hag- vexti og framförum í land- inu ríki hér stöðugleiki. Slíkir ráðgjafahópar um efnahagsmál eru vel þekkt- ir í ýmsum Evrópulöndum, sem og í Bandaríkjunum, og eru þeir sums staðar kallaðir vitringaráð. Þeir eru þó með nokk- uð mismunandi sniði eftir löndum. Ráðgjafar forseta Í Bandaríkjunum er þriggja manna ráð hagfræðinga til ráðgjaf- ar forseta landsins um efnahags- mál. Ráðgjafaráðið (Council of Economic Advisers) var stofnað í kjölfar lagasetningar árið 1946 og eru meðlimir þess tilnefndir af for- seta Bandaríkjanna en öldunga- ráðið þarf að samþykkja þá með- limi sem skipaðir eru. Ráðið heyrir undir forsetann. Því er ætlað að aðstoða hann við stefnumótun í efnahagsmálum og gefa honum ráð varðandi efna- hagsþróun og einstaka þætti, s.s. vinnumarkaðsmál. Ennfremur ber því m.a. að greina ástand efnahags- mála í Bandaríkjunum og mögu- lega þróun. Ráðið hefur tugi að- stoðarmanna á sínum snærum, þeirra á meðal eru bæði hagfræði- prófessorar og framhaldsnemar í hagfræði auk annarra hagfræð- inga. Sjálfstæði þýska ráðsins tryggt Í Þýskalandi er ráðgjafahópur um efnahagsmál (Sachverständi- genrat zur Begutachtung der ge- samtwirtschaftlichen Entwickl- ung) sem skipaður er fimm manns og er hópurinn jafnan kallaður „vitringarnir fimm“. Þýska ríkis- stjórnin tilnefnir fulltrúa í ráðið og eru þeir skipaðir af forseta lands- ins til fimm ára í senn. Þýska ráð- gjafaráðið var fyrst sett á laggirn- ar árið 1963 með lögum sem samþykkt voru samhljóða á þýska þinginu. Ólíkt bandaríska ráðgjafa- ráðinu, og mörgum ráðgjafaráðum í Evrópu, hefur þýski hópurinn mikið sjálfstæði og var sjálfstæði hans tryggt á tvo vegu. Í fyrsta lagi tekur hópurinn ekki fyrirmælum frá neinum og er einungis bundinn af tilskipun sinni samkvæmt lög- um. Í annan stað mega meðlimir hans ekki tengjast ríkisstjórninni eða löggjafastarfsemi í landinu, þeir mega ekki starfa hjá hinu op- inbera nema þá sem háskólakenn- arar eða við rannsóknir á sviði efnahags- eða þjóðfélagsmála. Auk þess mega þeir ekki vera forsvars- menn eða starfsmenn hagsmuna- aðila á borð við atvinnu- eða við- skiptabandalög, vinnuveitenda- samband eða verkalýðsfélag. Meðlimir hópsins verða að búa yfir sérhæfðri þekkingu á hagfræði og reynslu á sviði stefnumótunar í efnahagsmálum. Þess vegna, og vegna skilyrða um sjálfstæði hópsins er hann gjarnan skipaður háskólaprófessorum í hagfræði. Á hverju ári leggur hópurinn fram sérstaka ársskýrslu þar sem efnahagsástandi í landinu er lýst og spáð er fyrir um líklega þróun. Einnig birtir hópurinn álitsgerðir og tillögur um úrlausnir varðandi einstök málefni, að eigin frum- kvæði eða samkvæmt beiðni ríkis- stjórnar. Vitringaráðinu ber skylda til að hafa að leiðarljósi í ráðgjöf sinni verðstöðugleika, lágt atvinnuleysi, ytra jafnvægi og áframhaldandi hagvöxt. Níu hag- fræðingar eru til aðstoðar þýska ráðgjafaráðinu. Hinir vísu menn Dana Danir hafa haft ráðgjafaráð um efnahagsmál (Ökonomiske Råd) síðan árið 1962. Meðlimir hópsins eru 29 talsins og sitja í hópnum hagfræðingar fyrir hönd verka- lýðsfélaga, vinnuveitendasamtaka, danska seðlabankans og dönsku ríkisstjórnarinnar. Að auki eru í hópunum óháðir aðilar með sér- þekkingu á hagstjórn. Fremstir í þessum flokki skulu vera þrír virtir hagfræðingar, oftast eru þetta hagfræðiprófess- orar, sem kallaðir eru hinir vísu menn eða vitringarnir (vismænd- ene). Ráðgjafaráðið gefur út skýrslur tvisvar á ári sem inniheldur grein- ingar og stefnulýsingar í efnahags- og peningamálum, vinnumarkaðs- málum, umhverfismálum o.s.frv. Einnig eru birtar þar spár um þró- un efnahagsmála í landinu næstu tvö til þrjú árin. Ráðinu er þó ekki einungis ætlað að fylgjast með efnahagsþróuninni. Annað mark- mið með ráðinu er að tryggja sam- hljóm á milli mismunandi hags- muna í samfélaginu. Sérfræðihópa til ráðgjafar stjórnvöldum er víða að finna og til viðbótar má t.d. nefna Sviss, Hol- land, Svíþjóð, Grikkland og Bret- land, og ekki hvað síst Evrópusam- bandið. Fréttaskýring | Ráðgjöf um efnahagsmál Vitringar oft prófessorar Vitringaráð með misjöfnu sniði Vill leita ráða hjá sérfræðingum Tryggvi Þór líklegastur  Hugmynd forsætisráðherra um ráðgjafahóp er á frumstigi og hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hverjir komi til með að skipa hópinn, að sögn aðstoð- armanns hans Björns Inga Hrafnssonar. Einna líklegastur, samkvæmt lauslegri könnun blaðsins, þykir Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og segist hann tiltækur í slíkan ráðgjafahóp enda sé þarna um hans sérsvið að ræða, hagstjórn. Aðrir háskólamenn, sem nefndir voru, eru Ívar Jónsson, prófessor í Viðskiptaháskólanum Bifröst, Gylfi Magnússon, dósent við Há- skóla Íslands, og Þórarinn G. Pétursson, lektor við Háskólann í Reykjavík. soffia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.