Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jarðvegsþjöppur, hopparar og keflavaltarar Sími 594 6000 HU Jintao, forseti Kína, tók í gær við formennsku í hermálaráði kín- verska Kommúnistaflokksins af Jiang Zemin, fyrrverandi forseta landsins, en þar með hefur Hu nú alla helstu þræði valdanna í Kína í sínum höndum. Hann er af fjórðu kynslóð valdamanna í Kommúnista- flokknum, tekur við af Jiang sem tók við af Deng Xiaoping sem aftur var arftaki sjálfs Maós Zedong. Valdaskiptin í Kína hófust form- lega í nóvember 2002 þegar Hu tók við af Jiang sem leiðtogi kínverska Kommúnistaflokksins. Hu, sem er 61 árs, tók síðan við af Jiang sem forseti Kína í mars í fyrra en Jiang var hins vegar áfram formaður her- málanefndarinnar, sem veitir um- talsverð völd í Kína, þar til í gær. Sem formaður hermálanefndar- innar ræður Hu nú kjarnorku- vopnabúri Kínverja og er æðsti yf- irmaður kínverska heraflans, sem er um 2,5 milljónir manna. Jiang sagði af sér Valdaskiptin fóru fram á lokadegi fundar miðstjórnar kínverska Kommúnistaflokksins sem haldinn var í Peking í gær. Kjörtímabil hins 78 ára gamla Jiangs átti að renna út 2007 en að sögn kínversku frétta- stofunnar Xinhua sagði hann af sér embætti til að tryggja að „stjórn flokksins hefði full yfirráð yfir her landsins“. Xinhua sagði að Jiang hefði flutt stutta og tilfinningaþrungna ræðu að afloknum fundinum í gær þar sem hann hvatti flokksmenn til að fylkja sér á bak við Hu. „Ég er sann- færður um að flokkur okkar mun vinna enn stærri og meiri sigra á næstu árum,“ sagði Jiang meðal annars. AFP-fréttastofan segir að þrýst- ingur hafi verið á Jiang að setjast í helgan stein og fylgja þannig for- dæmi Dengs Xiaopings sem vék fyr- ir Jiang árið 1989. En getgátur hafa einnig verið á lofti um að Jiang þjáð- ist af krabbameini í blöðruhálskirtli. Virkur á bak við tjöldin? Á fundinum í gær var Xu Caihou útnefndur varaformaður hermála- nefndarinnar en fyrir eru þeir Cao Gangchuan varnarmálaráðherra og Guo Boxiong hershöfðingi. Eru þeir þrír, auk Hus, nú æðstu yfirmenn kínverska hersins. Vakti athygli að Xu var kjörinn nýr varaformaður en ekki Zeng Qinghong, sem hefur verið hægri hönd Jiangs, eins og fastlega hafði verið reiknað með. Þykir þetta enn frekar til marks um styrkari stöðu Hus forseta. Þykir líklegt að Hu leggi nú aukna áherslu á að setja mark sitt á stjórnarstefnuna en hann vill draga úr spillingu og auka gegnsæi í stjórnkerfinu. Hann hefur hins vegar hafnað vestrænum lýð- ræðisumbótum og sagði í ræðu í síð- ustu viku að slíkar breytingar myndu leiða þjóðina „niður blind- stræti“. Paul Harris, stjórnmálafræðing- ur við Lingnan-háskóla í Hong Kong, segir þó of snemmt að segja til um hvort Jiang væri að öllu leyti sestur í helgan stein og hvort valda- skiptin væru þar með afstaðin. „Menn líta svo á að Jiang Zemin sé horfinn af sviðinu í formlegum skilningi, hann er búinn að afsala sér öllum titlum, en hann hefur allan þennan tíma verið að reyna að fylgja fordæmi Dengs Xiaopings og hann langar gjarnan til að vera virk- ur á bak við tjöldin,“ sagði Harris. Hu styrkir stöðu sína sem valdamesti maður Kína Jiang Zemin víkur sem formaður hermálanefndar Kommúnistaflokksins Peking. AFP, AP. Jiang Zemin (t.h.) og Hu Jintao handsala valdaskiptin í gær en Hu trónir nú einn efst á toppi valdapíramídans. Myndin er tekin af sjónvarpsskjá. AP FORSETAKOSNINGAR fara fram í Indónesíu í dag en um er að ræða aðra umferð kosninganna og kjósa íbúarnir nú á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni 5. júlí sl. Sitjandi forseti, Metawati Sukarnoputri, hvatti þjóð sína í gær til að sýna umheiminum að halda mætti kosningar í landinu með frið- samlegum og lýðræðislegum hætti en Sukarnoputri sækist ein- mitt eftir endurkjöri og er konan á stóru myndinni meðal stuðn- ingsmanna hennar. Allt virðist hins vegar benda til þess að kjósendur hallist fremur að því að gefa keppinauti hennar, Susilo Bambang Yudhoyono, tæki- færi til að sýna hvað hann getur en Yudhoyono, sem er fyrrver- andi hershöfðingi og sést á ann- arri mynd hér til hliðar, fékk flest atkvæði í fyrri umferðinni og hef- ur haft örugga forystu í öllum skoðanakönnunum. Þetta verður í fyrsta sinn sem íbúar Indónesíu geta kosið sér forseta beint en landið er fjöl- mennasta múslímaríki jarðar. Reuters Yudhoyono spáð sigri í Indónesíu STJÓRNVÖLD í Íran höfnuðu í gær með öllu tilmælum Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar (IA- EA) um að hætta framkvæmdum við auðgun úrans. Sagði Hassan Rowhani, æðsti yfirmaður kjarn- orkumála í Íran, á blaðamannafundi í Teheran, að kröfur Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar væru ólög- legar og að ef málinu yrði vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndu Íranar takmarka heimildir fulltrúa IAEA til eftirlits í landinu. „Íran mun ekki fallast á neinar skuldbindingar varðandi það að hætta starfsemi í tengslum við auðgun úrans,“ sagði Rowhani en hægt er að nota auðgað úran til að búa til kjarnorkuvopn. Íranar fullyrða hins vegar að kjarnorku- starfsemi þeirra sé í friðsamlegum tilgangi, þ.e. til að framleiða raf- magn. Íran skrifaði í desember undir viðaukasamning við samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT). Þing landsins á eftir að stað- festa viðaukasamninginn, sem heim- ilar eftirlitsmönnum Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar að fara í fyrirvaralausar eftirlitsheimsóknir í kjarnorkuver Írana. Rowhani sagði að Íranar hygðust hlíta þeim reglum sem samningur- inn felur í sér en að ef málinu yrði vísað til öryggisráðs SÞ myndu þeir engu að síður hætta að heimila eft- irlit af hálfu IAEA. Frumkvæðið verður að vera Írana sjálfra Rowhani sagði þó að Íranar myndu hugsanlega hætta frekari framkvæmdum við auðgun úrans en að slík ákvörðun yrði aðeins tekin eftir „samningaviðræður“ og að frumkvæði Írana sjálfra. Sagði hann að Íranar hafi ekki í hyggju að hefja eiginlega auðgun úrans, það er að segja að sprauta úrangasi inn í skil- vindur. En önnur starfsemi þessu tengd, svo sem framleiðsla, sam- setning og prófanir á skilvindunum, muni væntanlega halda áfram. Íranar hafna tilmælum IAEA Teheran. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti var í gær harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki viðurkenna að staðan í Írak hefði versnað verulega undanfarnar vikur og mánuði. Voru lýsingar ráðamanna í Hvíta húsinu sagðar algerlega úr tengslum við raunveruleikann. „Ég tel ekki að við séum að vinna [í Írak],“ sagði repúblikaninn Chuck Hagel, öldungadeildarþingmaður frá Nebraska, í sjónvarpsþættinum „Face the Nation“ á CBS-sjónvarps- stöðinni. „Við erum í miklum vand- ræðum í Írak,“ sagði hann. Undir þetta tók demókratinn Jos- eph Biden, sem situr í utanríkis- málanefnd öldungadeildar þingsins, í viðtali á ABC-sjónvarpsstöðinni og repúblikaninn Lindsey Graham sagðist í viðtali við CNN telja að ástandið í Írak ætti eftir að versna áður en það batnaði. Mikið mannfall að undanförnu Bush hefur aftur móti gert lítið úr ofbeldinu í Írak undanfarna daga og fremur reynt að varpa kastljósinu að fyrirhuguðum kosningum í Írak í janúar nk. Á bilinu 300 og 400 manns hins vegar hafa dáið í september- mánuði einum og sér og meira en 1.000 bandarískir hermenn hafa nú fallið í átökum í landinu og því þykir mörgum sem forsetinn geri heldur lítið úr átökunum undanfarið. Stórblaðið The Washington Post gagnrýndi forsetann m.a. harðlega í gær og sagði viðbrögð hans jaðra við að vera „óheiðarleg“. „Ekki aðeins hefur Bush forseti ekki sagt hvernig eða hvort hann hyggist bregðast við versnandi stöðu [í Írak] – hann við- urkennir í reynd ekki að staðan hafi versnað,“ sagði í leiðara The Wash- ington Post. Sagði blaðið að þó að þetta kynni að hafa kosti í för með sér hvað varð- aði möguleika forsetans á endurkjöri í kosningunum í nóvember þá væri það „líka afskaplega ábyrgðarlaust og hugsanlega hættulegt“. Bush hvattur til að horfast í augu við staðreyndir Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.