Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýr Corolla. Tákn um gæði. www.toyota.is Það gerir lífið spennandi að vita ekki alltaf hvað bíður manns. En um bíla gegnir öðru máli. Þér finnst nýr Corolla spennandi kostur af því að þú veist hvað bíður þín í nýjum Corolla. Þú gerir kröfur um öfluga, hljóðláta og sparneytna vél, öryggi í umferðinni, þægindi í akstri og bíl sem er góður í endursölu. Þess vegna viltu nýjan Corolla og ert spenntur þegar þú sest undir stýri í fyrsta skipti. Komdu og prófaðu nýjan Corolla. Njóttu þess að lífið er spennandi! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 72 4 09 /2 00 4 VERÐBÓLGA er veruleg ógnun við gildandi kjarasamninga, en verð- bólguforsendur kjarasamninga ASÍ eru þó ekki brostnar. Það er full ástæða til að taka ástandið alvarlega og haga hagstjórninni skynsamlega til að draga úr þenslu, að mati hag- fræðings ASÍ. „Það kemur engum til góða ef kemur til þess að það þurfi að segja upp kjarasamningunum, það er miklu betra að forðast að lenda í þeirri stöðu,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Haustið 2005 og haustið 2006 munu ASÍ og viðsemjendur þeirra yfirfara forsendur kjarasamninga, og segir Ólafur Darri að þá verði staðan met- in. Markmið kjarasamninganna var að auka kaupmátt og mun staðan verða metin út frá því og horft til verðbólgunnar frá því að samning- arnir voru undirritaðir og til þess tíma sem þeir verða yfirfarnir. „Það er ekki komið til þess að for- sendur kjarasamninga séu brostnar. Það er hagstjórnin sem skiptir sköp- um, við höfum rétt um ár til að bregðast við og það sem við höfum verið að kalla eftir, ásamt Seðlabank- anum og fleiri aðilum, er að sýnt verði verulegt aðhald í ríkisfjármál- unum,“ segir Ólafur Darri, og bendir á að boðaðar skattalækkanir kalli á enn frekari niðurskurð hjá ríkisvald- inu. Verðbólgan hefur verið að mæl- ast á bilinu 3,3–3,7% undanfarið, sem Ólafur Darri segir mun meira en bú- ist hafi verið við. „Þegar við gerðum okkar kjarasamninga vorum við að horfa á að verðbólgan yrði sem næst verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5%. [...] Ef þessi verðbólga heldur áfram, eða ég tala nú ekki um ef hún eykst, þá er hún veruleg ógn- un við kjarasamningana.“ Hægt að semja um viðbrögð eða segja upp samningum Farið verður yfir forsendur kjara- samninganna haustið 2005. Ef nið- urstaðan verður sú að forsendur samninganna séu brostnar segir Ólafur Darri að tvennt geti gerst. Annars vegar sé hægt að semja um viðbrögð, þ.e. breyta kjarasamningi eða segja kjarasamningunum upp. Aðspurður sagði Ólafur Darri að ef samningar opinberra starfsmanna feli í sér meiri launahækkanir en al- mennt hefur verið samið um þýði það aukin ríkisútgjöld sem ýtir undir þenslu „Það er með launahækkanir opinberra starfsmanna eins og launahækkanir almennt að ef ekki eru efnahagslegar forsendur fyrir þeim þá er hætt við að þær endi beint úti í verðlaginu.“ ASÍ kallar á aðhald í ríkisfjármálum vegna vaxandi verðbólgu Verðbólga veruleg ógnun við kjarasamningana ANTONIO Ruis Ochoa, spænskur ríkisborgari og iðnjöfur og ræðis- maður Spánar í Puerto Rico, hefur dvalið hér á landi síðustu vikur. Hef- ur hann gist í „Ensku húsunum“ sem eru gamla veiðihúsið við Langá á Mýrum. Antonio, eða Toni, eins og hann er kallaður, veiddi í Langá í áratugi, áður en áin var leigð í heilu lagi og nýtt veiðihús byggt. Hann veiðir nú helst í Kanada og í Rúss- landi, en vitjar Íslands á hverju ári og gistir þá á fornum slóðum, enda eru Ensku húsin rekin sem ferða- þjónusta nú til dags. Toni sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann væri nú kominn með um eða yfir 30 ár samfleytt sem Ís- landsvinur, en hér á landi væri hann þó hættur að veiða. Allt of dýrt „Ég hef farið til Rússlands og veitt í Varzuga og það er skemmtileg til- breyting, mikið af laxi og vænir fisk- ar. Aðalstaðurinn minn núna er þó Cascapedia í Kanada. Þar kom ég mér upp veiðihúsi, sem brann að vísu í sumar, það var hrikalegt, en Casca- pedia hentar mér best í dag. Þetta er mikið fljót og maður hefur mikið fyr- ir hverjum laxi. Maður veiðir ekki jafnmarga laxa og t.d. í Langá, en þeir eru stórir, ég hef fengið nokkra frá 20 og upp í 33 pund. Hugsaðu þér, þessi 33 punda, hann er eins og átta svona 4 pundarar eins og ég veiddi svo mikið af í Langá í gegnum árin! Ég er þó alls ekki að gera lítið úr Langá, hún er bara með sinn stofn og héðan á ég dásamlegar minningar og frábæra vini. En ég hætti að veiða hér þegar áin var leigð óskipt, þá fannst mér þetta kosta of mikið. Ég vildi bara vera í þessu veiðihúsi með fjölskyldu minni og vinum og veiða á þessum neðstu svæðum. Ég reyndi að breyta til á Íslandi, fór m.a. á Nes- veiðarnar í Laxá í Aðaldal, en veiðin var slök og verðið hátt. Mér skilst að veiðin hafi tekið við sér í sumar, en þetta er samt allt, allt of dýrt,“ sagði Toni og var mikið niðri fyrir. Yfir í ýmsar veiðifréttir. Rangárn- ar eru enn að gefa rífandi veiði, en ill- viðri hafa þó af og til verið að tefja. Eystri-Rangá er nú mjög nærri 3.000 löxum og Ytri-Rangá aðeins rúmlega 100 löxum að baki. Báðar gáfu þær um 1.720 laxa í fyrra. Góð veiði í Hofsá Enn er og bullandi veiði í Hofsá og Selá, Hofsá nú með á nítjánda hundrað laxa á móti 1.483 í fyrra og Selá komin um eða yfir 1700 laxa á móti 1.558 í fyrra. Veiði hefur verið feiknagóð síðustu vikurnar og mikill lax í ánum.Veiði lýkur senn. Leirvogsá er nálægt 800 löxum í dag, klárlega langbesta á sumarsins því aðeins er um tveggja stanga veiði að ræða. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Þorkell Toni í stofunni í Ensku húsunum við Langá. Íslandsvinur vitjar árinnar sinnar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Tveir jeppar út í Laxá TVEIR jeppar höfnuðu úti í Laxá í Aðaldal við Laxamýri í gær með um sex klukkustunda millibili. Mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á mönnum. Síðdegis missti ökumaður stjórn á jeppa sem valt niður háan bakka og hafnaði á hjólunum í hnédjúpum grynningum í ánni. Þrír ungir menn sem voru í bílnum sluppu með skrámur og skurði, að sögn lögregl- unnar á Húsavík. Verið var að flytja jeppann í burt með vörubíl með tengivagni þegar pallbíl var ekið út á brúnna. Bíllinn skall á vagninum og fór svo í gegnum brúarhandriðið og féll um 6-7 metra ofan í ána. Til allrar lukku hélst bíll- inn á réttum kili. LÖGREGLAN á Selfossi hand- tók á laugardagkvöld þrjá unga menn sem höfðu brotist inn í sumarbústaði í Úthlíð. Einnig var lagt hald á þýfi og lítilræði af amfetamíni sem mennirnir voru með á sér. Að loknum yf- irheyrslum var mönnum sleppt í gær. Málið telst upplýst. Brutust inn í sumarbústaði GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur sent umsækjendum um stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands rökstuðning fyrir ákvörðun sinni að skipa dr. Ágúst Sigurðsson í stöðuna. Fjórtán umsækjendur voru um stöðuna,fjórar konur og tíu karl- ar, og óskuðu sex þeirra eftir rök- stuðningi fyrir ráðningunni. Háskólaráð Landbúnaðarháskól- ans taldi alla umsækjendur uppfylla lágmarksskilyrði sem meðal annars voru æðri prófgráða og stjórnunar- reynsla. Háskólaráð taldi þó æski- legt að rektor væri með doktors- gráðu eða sambærilegt fræðastarf að baki og hefði náð árangri sem fræðimaður. Þá benti ráðið á mikil- vægi þess að nýr rektor hefði innsýn í starf landbúnaðar og háskóla al- mennt og væri með reynslu af alþjóð- legum samskiptum á sviði vísinda. Í rökstuðningi sínum segir Guðni að allir umsækjendur hafi komið til viðtals í landbúnaðarráðuneytinu en að upplýsingar í umsóknunum hafi ekki verið sannreyndar og ekki leitað til meðmælenda. Guðni telur Ágúst hafa sterka sýn um framtíð íslensks landbúnaðar og stöðu háskólans auk þess sem hann hafi fjölþætta reynslu innan landbúnaðar. Þá segir Guðni að Ágúst hafi komið fram með metn- aðarfullar hugmyndir um starfsemi háskólans og gert grein fyrir stjórn- unaraðferðum sem væru líklegar til árangurs við að sameina þær þrjár stofnanir sem mynda skólann. Ágúst með metnaðar- fullar hug- myndir KARLMAÐUR slasaðist þegar hann féll á mótorhjóli í Jósefsdal við Vífilsfell síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi ók maðurinn eftir vegarslóða en tók ekki eftir hliði sem þar er fyrr en um seinan. Þegar hann hemlaði missti hann stjórn á hjólinu og féll. Hann var talinn fótbrotinn og var fluttur á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi. Vélhjólaslys í Jósefsdal TALSVERT var um innbrot í Kópa- vogi um helgina og telur lögreglan í bænum ástæðu til að vara fólk við. Fólk ætti að gæta að gluggum, læsa bílum og láta ekki verðmæti liggja þar á glámbekk. Á laugardag var brotist inn í tvo bíla, við Kjarrhólma og Sæbólsbraut, og talsverðum verð- mætum stolið. Í gær var brotist inn í hús í vesturbænum þegar fólk brá sér frá í nokkrar mínútur. Varað við innbrotum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.