Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 19
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 19 ✝ Árni Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 9. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Helgi Guðmundsson, f. í Neðri-Dal undir Vestur-Eyjafjöllum 4. mars 1897, d. 3. apríl 1971, og Guð- finna Árnadóttir, f. í Litlu-Hildisey, Rang. 2. júní 1901, d. 30. apríl 1975. Systkini Árna eru Ragnar Guð- mundsson, f. 1921, d. 1947; Gísli Magnús Guðmundsson, f. 1926, d. 2004, og Unnur Guðbjörg Guð- mundsdóttir Proppé, f. 1929. Árni kvæntist 17. september 1948 eiginkonu sinni Sigurrósu Ólafsdóttur, f. 13. maí 1924. For- eldrar hennar voru Ólafur Jón Jónasson, f. á Innra-Leiti í Skóg- arstrandarhr., Snæf. 8. mars 1887, d. 29. júlí 1929, og Ólína Jó- hanna Pétursdóttir, f. í Svefneyj- um í Flateyjarhr., A-Barð, 24. ágúst 1887, d. 13. september 1979. Börn Árna og Sigurrósar eru: 1) Ragnar, f. 6. febrúar 1949, kvænt- ur Önnu Agnarsdóttur. Dætur þeirra eru Ásgerður, f. 1979, og Anna Guðrún, f. 1986. Einnig á Ragnar eina dóttur úr fyrri sam- búð, Heiðrúnu Gígju, f. 1971. 2) Atli, f. 7. júní 1951, kvæntur Krist- jönu Bergsdóttur. Þeirra börn eru: Bergur, f. 21.2. 1972, d. 1.7. 1990. Rósa, f. 1977, Ásgeir, f. 1988 og Trausti, f. 1989. 3) Gylfi, f. 12. mars 1954, kvæntur Sig- rúnu Ólafsdóttir. Þeirra börn eru: Hildur, f. 1984 og Ólafur, f. 1986. 4) Ólafur Helgi, f. 31. desember 1962, kvæntur Bridget Carla Haefele. Þeirra barn er Hanna Árný, f. 2000. Dætur Bridget eru: Candice Bridget Steyn, f. 1982, og Amber Scarlett Haefele, f. 1990. Árni bjó alla ævi í Reykjavík. Til sjós fór hann 14 ára gamall og var nánast alla starfsævi sína til sjós. Hann lauk stýrimannsprófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík 1949. Hann sigldi öll stríðsárin og var lengi á Hvalfellinu. Þá var hann á ýmsum togurum, bæði frá Reykjavík og Hafnarfirði. Sjó- mennsku hætti hann þegar hann lenti í vinnuslysi, þá orðinn 59 ára. Hann stundaði ýmis störf eftir að hann kom í land. Síðustu ár ævinn- ar dvaldi hann á hjúkrunarheim- ilinu Droplaugarstöðum í Reykja- vík. Árni stundaði knattspyrnu á yngri árum og var alla ævi mikill stuðningsmaður Knattspyrnu- félags Reykjavíkur, KR. Hann var sæmdur silfurmerki KR á sjötugs- afmæli sínu. Útför Árna fer fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík í dag, mánudaginn 20. september, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku afi. Okkur langar til segja takk fyrir allt og hvað þú varst alltaf góður við okkur. Það var alltaf gaman að heim- sækja þig og sjá þig brosa og núna söknum við þín svo mikið. Við vitum að þú ert núna á góðum stað þar sem öllum líður vel og engin veikindi hrjá einn né neinn og það er gott, elsku afi. Elsku besti afi, við ætlum að vera voða góðar við ömmu og hugsa vel um hana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við munum aldrei gleyma þér, afi. Þínar Amber Scarlett og Hanna Árný. Elsku afi. Við minnumst þess hvað það var gaman að koma til þín og ömmu í Fellsmúlann, borða kökur og spila á spil. Þú tókst alltaf á móti okkur með gleðiglampa í augum, geislandi af hlýju og væntumþykju. Við munum aldrei gleyma þér. Nú ertu farinn en þú lifir í hjörtum okkar um alla framtíð. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson.) Þínar Anna Guðrún, Ásgerður og Heiðrún Gígja. Ljóslifandi í æskuminningunni er forljótur, kjaftstór stórfiskur; sprell- lifandi og svamlandi í stórum tré- stampi á gólfi þvottahússins að Flókagötu 1. Í huga barnsins gat fiskurinn ekki hafa komist í þvotta- stampinn öðruvísi en beint úr ævin- týrabók, nema tilvist hans væri draumur. Þrátt fyrir að klipið væri í handlegg og bitið í vör hvarf skrímsl- ið ekki. Það var ekki fyrr en að Árni móðurbróðir minn birtist í þvotta- húsinu með brosið sitt bjarta að hræðslan hvarf og óhætt var að nálg- ast stampinn og skoða fyrirbærið. Það vafðist ekki fyrir Árna að koma furðusjávardýrum, sem hann veiddi úti á ballarhafi, lifandi heim. Þetta gerði hann í þeim tilgangi að leyfa okkur, krökkunum í húsinu, að kynn- ast náttúrufyrirbærum að eigin raun. Árni frændi minn er allur. Á kveðjustundu eru minningar mínar um þennan mæta mann sterkast tengdar húsi afa og ömmu að Flóka- götu 1. Þar bjuggu samtímis á sjötta áratug síðustu aldar öll börn móður- foreldra minna, Guðmundar Helga Guðmundssonar og Guðfinnu Árna- dóttur, tengdabörn og afkomendur þeirra. Auk afa og ömmu, mömmu og pabba og okkar systkinanna bjuggu í húsinu Árni móðurbróðir og konan hans Rósa Ólafsdóttir og synir þeirra: Ragnar, Atli og Gylfi. Síðar fæddist þeim fjórði sonurinn, Ólafur Helgi. Þá er ótalinn annar móður- bróðir minn Gísli Magnús og konan hans Bryndís. Gísli kvaddi þennan heim sl. vor og er því stutt á milli kveðjustunda þeirra bræðra. Árni, eða Addi eins og ég kallaði hann ætíð, var sjómaður eins og afi Guðmundur Helgi. Langtímafjar- vistir þeirra feðga voru sveipaðar hetjuljóma í huga mínum. Sjó- mennskan var þeim í blóð borin. Ég veit að Árni gerði tilraunir til að vinna í landi í þeim tilgangi að geta verið meira með fjölskyldunni en Ægir dró hann stöðugt til sín á ný. Það var því lengst af hlutskipti Rósu að halda utan um strákahópinn þeirra Árna og ekki leiddist mér það að vera talin einn af strákunum á Flókagötu 1. Norðurmýrin var ævintýraveröld okkar frændsystkinanna sem ólumst upp undir sama þaki að Flókagötu 1. Margt var brallað. Þá hét Miklatún Klambratún, kjörinn vettvangur með díkjum og móum fyrir ýmsa leiki. Skíða- og sleðabrekka var ofan við gömlu herbraggana við Snorrabraut sem hýstu allt skátastarf í Reykja- vík. Við frændsystkinin nutum sam- vista í skjóli stórfjölskyldunnar og fórum okkar ferða, þrátt fyrir fjölda uppalenda. Minnist ég reglna sem bar að virða eins og að halda sig á „fortóinu“ og að ekki mátti stytta sér leið yfir ákveðna garða í hverfinu. Ótal góðar minningar á ég af heimili þeirra Adda og Rósu og strákanna þeirra, bæði af Flókagötunni og síðar úr Gnoðarvoginum. Alltaf var mér tekið opnum örmum; fékk gott atlæti og hvatningu til góðra verka. Árni var einstaklega barngóður maður. Hann hafði þægilega og traustvekjandi nærveru, var hlýr í samskiptum og ætíð með bros á vör. Hann gaf okkur krökkunum tíma og athygli þegar hann var í landi og hafði það fyrir sið að ræða við barnið eins og fullorðna manneskju. Gaml- árskvöldin á Flókagötunni eru ógleymanleg; stórfjölskyldan öll saman komin hjá afa og ömmu og margt til gamans gert. Keppst var um að skjóta upp flugeldum og voru Addi og Gísli þar fremstir í flokki. Við krakkarnir máttum ekki missa af neinu og var því í nógu að snúast. Ég minnist líka veðmála okkar frænd- systkina um það hvor færi fleiri ferð- ir í kalda borðið Addi eða pabbi minn, Jóhannes. Oftast týndum við tölunni enda ekki heiglum hent að sjá hvor hafði betur í þeirri keppni. Eitt aðaláhugamál Árna var alla tíð knattspyrnan og líklega fáir sem eiga jafnmarga leiki að baki og hann á áhorfendapöllunum. Alla ævi var hann einlægur stuðningsmaður KR og fékk ekkert breytt þeirri lífsskoð- un hans. Árni sinnti einnig dyggilega félagsstörfum fyrir félagið og var verðugur útnefndur heiðursfélagi KR á sjötíu ára afmæli sínu. Þrátt fyrir að síðustu árin hafi reynst Árna erfið vegna veikinda mætti hann gal- vaskur á ættarmót móðurættar sinn- ar í Fljótshlíð fyrir rúmlega ári. Hann lét ekki bindingu við hjólastól hindra sig í að ferðast um sveitina en þar naut hann dyggrar aðstoðar sinna nánustu. Með bros á vör bland- aði hann geði við ættingjana og naut sín auðsjáanlega vel. Addi og Rósa bjuggu við mikið barnalán og ég veit að kveðjustundin er mörgum afkomendum þeirra erf- ið. Elsku Rósa, Ragnar, Atli, Gylfi, Ólafur Helgi, tengdadætur og afa- börn. Innilegustu samúðarkveðjur mínar og minna til ykkar allra. Megi minningin um mætan mann, góðan föður, tengdaföður og afa græða. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Fríða Proppé. ÁRNI GUÐMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Árna Guðmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur. að við værum það dýrmætasta sem þau ættu og þau einbeittu sér að því að vanda sig við uppvöxt okkar. Í seinni tíð fóru þau að skoða heiminn, þau vildu njóta þess að lifa, alltaf voru þau að plana eitthvað skemmtilegt sem þau ætluðu að gera saman. Þau hugsuðu ekki um dauðann. Þau hugs- uðu um lífið. Það var svo margt sem hann vissi sem svo mörgum er hulið. Hann þyrsti í fróðleik og kunni að meta góð- ar bókmenntir. Honum fannst gott að þekkja rætur sínar og hafði því mjög gaman af ættfræði, en þó hafði hann meira gaman af framtíðinni, afabörn- unum sínum sem hann tefldi við og gerði símaat með þeim í ömmu, og einnig þeim yngstu sem áttu líka svo stórt pláss í hjarta hans. Pabbi minn gaf mér stórar gjafir, hann kenndi mér muninn á réttu og röngu. Hann kenndi mér að vera sjálfri mér samkvæm, að segja sann- leikann, að vera stolt og fara mínar leiðir og að virða mínar gjafir. Nú er það mitt að halda áfram og bera gjafir hans til komandi kynslóða. Ég þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir allt og allt. Megi algóður Guð bera okkur, leiða og styðja þau þungu spor sem við þurfum nú að ganga. Hvíl þú í friði, hjartans pabbi. Þú lifir á meðan við lifum. Þín Laufey Brá. Það er alltaf erfitt að skrifa kveðju- orð um þann sem er manni kær, sér- staklega þegar kallið kemur svo snöggt og óvænt, þá setur mann hljóðan. Ég kynntist Jóni tengdaföður mín- um fyrir um tíu árum. Hann varð strax mikill vinur minn og samband okkar varð náið. Það var mikill sam- gangur á milli fjölskyldnanna og alltaf gott að koma til Jóns og Rannveigar í Bröttukinn. Við Jón náðum okkur vel á strik þegar liðið okkar, Haukarnir, voru að spila, og fórum við á marga leiki. Jón var óspar á að hvetja okkar menn, það var mér mikils virði að eiga þetta áhugamál með honum. Þegar litli Matti Víðir, afadrengurinn, var farinn að slást í hópinn, varð tengdafaðir minn glaður, því fjölskyldan og afa- börnin voru honum kærari en orð fá lýst. Ég, Edda Rún og Matti Víðir átt- um ógleymanlegar samverustundir í sumar með Jóni og Rannveigu, m.a. fórum við til Krítar, sú ferð verður okkur dýrmæt í minningunni. Núna, þegar ég kveð kæran tengdaföður minn, þá þakka ég hon- um fyrir þá umhyggju og ræktar- semi, sem hann sýndi mér og fjöl- skyldu minni. Tengdamóður minni, Rannveigu, dætrunum og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð mína. Sigþór Marteinsson. Kveðja til afa. Nú bið ég Drottinn bænir mínar sem barn ég krýp við fætur þínar gef þú að líf mitt vilji ég vanda og vera trúr til munns og handa ver þú mér faðir vinur, bróðir ver þú mér systir og ástrík móðir veit mér að lifa í heimi hér svo himna fái ég vist með þér. Við kveðjum þig elsku afi með fal- legu bæninni sem móðir þín orti til ykkar systkinanna. Við þökkum þér fyrir allar dýr- mætu stundirnar sem við áttum með þér. Minning þín mun lifa með okkur. Þín barnabörn Atli Már, Birkir, Hlynur Smári, Marteinn Víðir, Ingvar og Rannveig. Nú bið ég Drottinn bænir mínar sem barn ég krýp við fætur þína gef þú mér líf mitt vel að vanda og vera trúr til munns og handa ver þú mín systir og ástrík móðir veit mér að lifa í heimi hér að himna fái ég vist með þér. (OH.) Elsku bróðir, þegar mér barst sú frétt að þú værir farinn spurði ég hvers vegna Nonni bróðir á besta aldri, búinn að koma börnum sínum til manns, barnabörnin komin, farinn að sjá fram á náðuga daga í faðmi fjöl- skyldunnar með þeim og þinni góðu eiginkonu Rannveigu og njóta lífsins eftir mikla vinnu við að koma upp heimili fyrir þig og þína, þá kom kall- ið. Ég fæ ekkert svar en leita þá í bæn sem móðir okkar kenndi okkur þegar við vorum börn, „Nú bið ég drottinn bænir mínar“. Ég á yndislegar minn- ingar um góðan og traustan bróður sem ég gat alltaf leitað til, minning um að þegar við vorum litlir strákar á Teig, þá varst þú stóri bróðir, þótt að það væru bara tvö ár á milli okkar og það kom í þinn hlut að passa litla bróður. Þú fylgdist ætíð með mér og ert sá bróðir sem ég mun ávallt dá. Ungur byrjaðir þú að vinna fyrir þér hjá föður okkar í Sænska frystihúsinu þar sem hann var verkstjóri og átti það síðan eftir að liggja fyrir þér að vera verkstjóri til margra ára, hjá Loftorku, Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ og síðast varst þú húsvörð- ur í skóla hjá Garðabæ. Þú varst alltaf mjög vel liðinn af vinnuveitendum og það fólk sem vann hjá þér bar þér söguna vel. Þitt mesta og besta gæfuspor var er fundum ykkar Rannveigar bar saman en hún hefur verið þín stoð og stytta alla tíð og hjónaband ykkar verið umlokið ást og umhyggju. Barnalán ykkar var mikið og áttuð þið saman fjórar dætur og fyrir áttir þú Sæunni og barnabörnin sex og var þetta fjársjóðurinn þinn sem þú lifðir fyrir og kallaðir gullin þín. Kolla dótt- ir mín var hjá þér í einn vetur og mun hún ávallt minnast þeirrar ástar og umhyggju sem þú barst til fjölskyld- unnar með þakklæti og hvað þú varst heimakær. Ég vil þakka fyrir allt og kveðja þig með þeim orðum sem Rún- ar sonur minn sendi mér einu sinni. Ég fæ seint þakkað hversu gott ég á þú ert sá vinur sem ég mun ávallt dá. (RÍ.) Elsku Rannveig, börn og barna- börn, megi góði Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð blessi þig, elsku bróðir, Ívar. Frá því fyrst ég man hafa Jón, Rannveig og dætur, átt sérstakan sess í hjörtum foreldra minna. Í gegn- um tíðina aldist maður upp við marg- ar skemmtilegar heimsóknir í Hafn- arfjörðinn. Í gegnum súrt og sætt hefur maður alltaf fundið fyrir sterk- um tengslum við þessa einstöku fjöl- skyldu. Er maður komst til vits og ára, skildi maður betur hvers vegna mitt fólk bar þennan mikla hlýhug til fjöl- skyldunnar í Hafnarfirði. Því fyrir ut- an að Jón sé móðurbróðir pabba, þá hef ég varla kynnst einlægari og hjartahreinni hjónum, heldur en þeim Jóni og Rannveigu. Það var því mikið reiðarslag er ég frétti af brotthvarfi Jóns frænda. Líf- ið er hverfult og á stundum sem þess- um er maður harkalegur minntur á það. En er ég hugsa til Jóns þá er þakk- læti efst í huga. Þakklæti yfir því að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa kynnst þessum merka manni. Þessi glæsilegi frændi með dökka yf- irbragðið og þennan mikla, smitandi hlátur. Hann var mikill fjölskyldu- maður og á tímum er fjölskyldur fara minnkandi, þá minnti Jón mann á virði einingar. Í gegnum óþrjótandi ættfræðiáhuga kom hann manni bet- ur í skilning um, í raun, hver maður er. Með kímnigáfu að vopni var unun að hlusta á hann segja sögur en á bak við glettnina greindi maður djúpvitr- an mann. Nú þegar kemur að því að kveðja Jón, frænda minn, leitar hugur til Rannveigar og fjölskyldu. Megi allir góðir vættir styrkja þau í áframhald- andi göngu. Fyrir mína hönd og systkina minna, Guðmundar, Lilju og Marí- önnu. Aðalmundur M. Sævarsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Víði Steindórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sævar Þór Guðmundsson og Mar- grét Óskarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN VÍÐIR STEINDÓRSSON frá Teigi, Bröttukinn 20, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, mánudaginn 20. september kl. 15.00. Rannveig S. Guðmundsdóttir, Sæunn Jónsdóttir, Margrét Ólöf Jónsdóttir, Hilmar Jónsson, Oddný Jóhanna Jónsdóttir, Björgvin Þór Ingvarsson, Laufey Brá Jónsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Edda Rún Jónsdóttir, Sigþór Marteinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.