Tíminn - 05.01.1945, Síða 5
1. blað
5
Reykjavík, iöstndagmn 5. jan. 1945
lJm þetta leyi fi/rir 60 árum:
Vilhelm M.oberg:
Hoffmannsveðríð 1884
Eitt hið mesta og fáránlegasta
slysadægur, sem komið hefir yf-
ir sjómenn á Faxaflóa, var nótt-
in milli 7. og 8. janúar 1884. Þá
hurfu í hafið þrír tugir hinna
vöskustu manna.
Það var þá, sem hið mikla
skáld, Matthías Jochumsson,
orti, er hann leit yfir valinn:
Faldar nú verða
feigum höfðum
beztu drengja
byggðar vorrar;
liristur sárgrimmur
súða-bani
hvikri um koil
kjalar-vöggu.
Æðir ósjór,
öldur stríða
heimi mót,
lirynja faldar;
vini vora
í vota gröf
dregur dröfn
deyjandi sjálf.
Svo er allt kyrrt,
og sólin kyssir
ástarblíð
Ægis vanga;
svo er allt kyrrt,
í sömu andrá
faðmast höggdofa
himinn og sjár.
Er skýrt er frá þessum vá-
lega atburði, er fyrst að nefná
til sögu mann þann, er Pétur
hét Hoffmann. Hann var bú-
settur á Akranesi, en ættaður af
Snæfellsnesi, ungur maður og
áræðinn og mjög harðfengur
formaður. Hafði veður verið
heldur umhleypingasamt um
hátíðirnar þetta haust, en eigi
að síður hafði Pétur tvívegis
farið í hákarlaróður eftir nýár
og aflað mjög vel. Er sagt að há-
setahlutur hafi numið sem svar-
aði 50 krónum í bæði skiptin, og
var það engin smáræðis-upphæð
i þá daga.
Eins og nærri má geta flaug
fiskisagan, og mun öðrum dug-
miklum sjómönnum á þessum
slóðum hafa þótt súrt í broti að
hafast ekki að, þegar Pétur og
menn hans mokuðu upp verð-
mætum úr sjónum.
Munu slíkir hákarlaróðrar þá
hafa verið stöku sinnum tíðkað-
ir af Akranesi um 25 ára skeið.
En það telja fróðir menn' að
fyrstur tæki upp þá venju Pétur
Ottesen (afi Péturs alþingis-
manns), er fluttist að Ytra-
Hólmi um 1860.
Að morgni hins 7. janúar var
veður ágætt, en útlit þó iskyggi-
legt. Er í frásögur fært, hve loft-
þyngdarmælir stóð illa í Reykja-
vík og hefði engum manni, sem
til slíkra hluta þekkti, dottið í
hug að fara á sjó þennan morg-
un. En í þá daga var slíkum
tækjum ekki til að dreifa í eigu
sjómanna.
Þennan óhappamorgun var
þrem skipum ýtt úr vör á Akra-
nesi. Fór fyrstur á sjó Ólafur
Bjarnason á Litla-Teigi, á skipi,
er „Hafrenningur" hét, með
völdu liði. Þegar á eftir honum
fór Pétur Hoffmann á sínu skipi
með ellefu hina dáðrökkustu
menn, og nokkru síðar Þórður
Guðmundsson á Háteigi við sjö-
unda mann. Voru á þessum
skipum öllum hið bezta lið, ungir
menn og harðfengir og sumir
hinir mestu víkingar.
Sunnan af nesjum fóru tvö
skip. Var annað frá Hliði á
Álftanesi og stýrði því Þórður
Þórðarson, bóndi þar, ungur
maður og stórhuga. Þeir voru
ellefu saman, hinir vöskustu
drengir. Hitt skipið var af Sel-
tjarnarnesi og stýrði því Þórð-
ur í Ráðagerði, hinn kunni for-
maður og útvegsbóndi. í liði
hans var einn, Ólafur bóndi og
formaður í Bygggarði, er al-
kunnur var á sinni tíð, sökum
þess, hve afburða veðurglöggur
hann var. Alls voru þeir níu.
Nú segir ekki af ferðum skipa
þessara, unz þau koma á há-
karlamiðin. Magnaðist brátt
blika í loöij, þótt veður héldist
gott, og kemur þar, að Ólafur í
Bygggarði reis upp og kveður
ráðlegast að draga upp stjóra og
hraða sér til lands, ef ekki ætti
ver að fara. Þórður formaður
vékst seinlega við þessu kvaðst
Ólafur þá skera á stjórafærið,
ef ráðum sínum sé ekki tafar-
laust hlýtt. Var þá farið að vilja
hans, enda öllum kunnugt, hve
skyggn hann var á veður. Var
heimróðurinn sóttur fast, og
voru þeir komnir í landvar við
Seltjarnarnes, er fárviðri mikið
af suðaustri eða austri skall á.
Komust þeir því heiíu og höldnu
til lands.
Akranesbátarnir þrír voru ná-
lægir hver öðrum á hákarla-
miðunum. Milli klukkan 5 og 6
um daginn tók Þórður á Há-
teigi sig upp, enda var þá meira
en sýnilegt, að voðaveður var að
detta á. Nokkru síðar fór Pétur
Hoffmann að dæmi hans, en Ól-
afur á Litla-Teigi var þaul-
sætnastur. Munaði þó litlu milli
þeirra. -
Er þeir Pétur og Ólafur voru
nýlagðir af stað, skall á aftaka-
veður. Urðu þeir þegar viðskila
í hafróti og myrkri. Er síðan
enginn til frásagnar um félaga
hans, hina vösku drengi, né bar-
áttu þeirra, sem vafalaust .hefir
verið hörð.
Ólafur formaður sá nú brátt,
að engin tiltök voru að ná Akra-
nesi í því veðri er var. Lét hann
hafa uppi þau segl, er nauðsyn
krafði til þess að báturinn léti
að stjórn, og sigldi hæsta vind
i átt til lands. Var veðrið hið
ægilegasta, og munu flestir, sem
þá voru á „Hafrenningnum"
hafa það ætlað, að nú væri
skammt ólifað. Samt æðraðist
enginn. ájór var mjög vondur,
en samt tókst formanni lengi vel
að verja skip sitt áföllum, enda
var hann dugmikill sjómaður og
snjall stjórnari. En þar Som þó,
að alda mikil reið yfir skipið.
Tók út mann þann, er í stafni
var, og spratt Ólafur þá upp. En
í sama bili skaut þeim, er í sjó-
inn hafði hrotið, upp rétt við
borðstokkinn. Sá maður, er hét
Sigvaldi Halldórsson, sat í aftur-
rúmi. Hann þreif manninn um
leið og honum skaut upp og
(Framhalá á 7. síöu)
Eiginkona
FRAMHALD
um um, og hann hafði þráð það svo ákaft, að hann hafði náð til
hennar og látið sál hennar skjálfa í sælum unaði. Ef karlmaður
hafði nokkurn tíma látið blítt að konu, þá var það hún.
Hákon kom út úr myrkrinu.Og hún minntist eins a'f hin-
um ljótu draumum.'sem hana hafði dreymt hvað eftir annað,
aðeins í örlítið breyttri mynd: Hún hefir hleypt ókunnugum manni
inn í bæinn. Hún skilur ekki, að hennl skyld’i detta í hug að gera
það. Svo getur hún ekki komið honum út aftur. Maðurinn er ógn-
legur og hættulegur, hún er dauðhrædd. Og hún hrópar á Pál og
biður hann að koma og hjálpa sér; hún sér auðvitað, að gesturinn
getur ráðizt á hana og tekið hana með valdi, hvenær sem vera skal.
Páll kemur ekki, og hún æpir og ber honum á brýn, að hann heyri
aldrei til hennar, þegar hún þarfnist hans mest. Nú getur hún
náttúrlega ekki losnað við þennan ókunna mann, hún verður
tekin nauðug .... En hún. vaknaði vanalega, þegar skelfingin
hafði náð hámarki sínu.
Og í gær hafði hún orðið hrædd við mann, sem hún þóttist
ekki kannast við, og hún hafði einmitt verið komin á fremsta
hlunn með að kalla á Pál, er hún komst að raun um, að þetta var
ekki ókunnugur maður. Það kom ekki alveg heim við drauminn.
Hákon hafði gengið fáein skref við hliðina á henni. Hún fann
enn, hvernig mjöðmin á honum straukst við mjöðmina á henni,
snerting fingurgómanna brann enn á handlegg hennar. Hvernig
gat þetta átt sér stað — svona löngu seinna?
Það er hrifmáttur karlmannsins, sem Margrét hefir nú fundið
í fyrsta skipti. Vitaskuld hefir hún komið nálægt karlmanni áður,
en hún hefir ekki skynjað það á þennan hátt.
Og hún minnist þess, að svona hefir henni verið innan brjósts
einu sinni áður, þótt óljósara væri. Maður tekur glóðarmola milli
íingranna, en sleppir honum aftur, áður en hann nær að brenna.
Á eftir dálítið eirðarleysi — þannig hafði henni verið innan
brjósts. Hún hafði ekki hugsað um þessar kenndir né krafið
sjálfa sig sagna um það, hvernig á þeim stóð. Nú veit hún í
návist hvers hún varð þeirra vör. Karlmaður hefir snert hana í
bæði skiptin, sem þetta kom yfir hana.
Og nú er það komið á daginn, að hún hefir uppgötvað, hver þessi
maður er. Og af því stafar það, að þessi morgunn er öðru vísi
en'aðrir morgnar.
*
Margrét minnist þess líka, hver það er, sem verið hefir dag-
legur gestur á þessum bæ.
Páll leitaði eftir félagsskap Hákonar, og honum þóttu heim-
sóknir hans góðar. Páli veittist torvelt að afla sér vinfengis
hinna bændanna; í Hegralækjarþorpi var ekki þotið upp til
handa og fóta og allar gáttir opnaðar strax og maður flutti
þangað. Það var fyrst þrautreynt í langan tíma, hvers konar
maður hann var. En Hákon var auðlaðaðri en hinir. Hann kom,
án þess að hann væri beðinn um það — já, meira að segja
oft smáerinda, sem hann hefði getað látið vinnukonuna reka
ryrir sig. Hann rölti ekki framhjá, tortrygginn og þumbara-
legur. Páll virti það við Hákon og neitaði honum aldrei um greiða,
ef honum lá á. .
Hann hafði rætt við konu sína um Ingjaldana og ætt þeirra,
sem hafði verið rík, tign og alþekkt, jafnvel í Dynjandasóknum.
Afi Hákonar reið sjaldan út úr byggðinni, nema láta vinnumann
íylgja sér. Sonarsonur hans í Hegralækjarþorpi átti að sönnu
býli, en þar var hvorki vinnumaður né hestur. Og gamall ætt-
ingi hans flakkaði bæ frá bæ. Ingjöldunum var engin virðing
veitt framar. Leti, drykkjufýsn og léttúð höfðu rænt þá eignum
og áliti. Og Páll sá, að það var ekki þessi rétta taug í Hákoni.
Hann var ekki samhaldssamur og þreyttist fljótt, ef eitthvað
blés í fangið. En Hákon Ingjaldsson var Páli viðkunnanlegur
félagi, því að hann kunni bæði að hlusta og tala sjálfur; en for-
sjáll bóndi var hann ekki.
En óhöpp, sem ekki er hæga að sneiða hjá, bera að höndum;
í vetur var stolið alisvíni frá Hákoni. Og svo kom hann einn
morguninn og sagði frá því, að hann hefði komið að einni kúnni
sinni dauðri á básnum. Yngstu og beztu kúnni — kú 'að fjórða
kálfi. Nú átti hann ekki eftir nema tvær kýr í fjósinu, og hvorug
þeirra var mjólkandi. Hann var að koma frá því að draga belju-
skrokkinn út í skóg og grafa hann.
Hvernig er bónda innan brjósts, þegar hann er að gráfa grip?
Páll veit það, því að hann hefir einu sinni misst uxa. Og hann
vorkenndi Hákoni. Hann sagði:
— Það er þó skárra en ekki, að sútarinn kaupir húðina.
Hákon leit upp. Húðina! Svo sannarlega hefði hann gleymt
að flá sjálfdauða kúna. Hann hafði gleymt því í gremju sinni
mannskaði orðinn, er Ólafur var
látinn í blóma lífsins.
Ólafur Thorlacius var kvænt-
ur Guðrúnu Oddsdóttur Hjalta-
lín, og áttu þau tvo syni, Árna
og Ólaf. Árni gerðist skipstjóri
og útgerðarmaður, er honum óx
aldur. Settist hann að í Stykkis-
hólmi, og kemur þar mjög við
sögu. Ólafur kvæntist Helgu
Sigmundsdóttur frá Akureyjum,
átti með henni nokkur börn, en
dó á bezta aldri. Sonur hans var
Ólafur A. Ó. Thorlacius, sem
skipstjórapróf tók í Danmörku
og varð loks útgerðarmaður á
Bíldudal.
Guðrún Thorlacius tók við
miklum auði eftir mann sinn,
jafnvel þótt fullyrt væri, að Ól-
afur hefði tapað ógrynni fjár við
bankahrunið í Kaupmannahöfn
1814. Mun dánarbúið hafa veri$
hið stærsta, sem þekkzt hefir á
íslandi um langan aldur. Gerð-
ist Bogi Benediktsson, síðar
bóndi og fræðaþulur að Staðar-
felli, forstjóri Bíldudalsverzlun-
ar og fjárhaldsmaður bræðr-
anna, sem báðir voru ungir og
ómyndugir.Sögðu skæðar tungur
að Bogi hefði naumast komið svo
hreint fram í þeim málum sem
skyldi. Hann var vændur um á-
gengni og fjárdrátt og átti að
hafa auðgazt drjúgum sjálfur,
en síðar hugsað um velferð bús-
ins. Lauk ráðsmennsku hans á
þann veg, að hafin voru gegn
honum hið víðtækustu mála-
ferli. Sættir tókust þó að lokum
Ineð þeim hætti, að Bogi greiddi
þeim bræðrum, Ólafi og- Árna,
ríflega fjárupphæð til að sleppa
við lögsókn af þeirra hálfu.
Þótti hann komast furðanlega
úr klandri þessu, svo hæpinn
sem málstaðurinn var, og var
það einkum eignað Bjarna amt-
manni Thorarensen, tengdasyni
Boga.
Guðrún Thorlacius sat tólf ár í
ekkjudómi. Þá giftist hún Þor-
leifi skipherra Jónssyni, sem áð-
ur er nefndur. Um sama leyti
tók hann við verzluninni á Bíldu
dal, en hætti skipstjórn. Varð
hann brátt framkvæmdamaður
mikill, og rak útgerð opinna báta
og þilskipa í allstórum stíl.
yfir skaðanum. Hann hafði grafið skrokkinn eins og hann kom
fyrir.
Páll starði á hann, alveg orðlaus. Þarna sá hann, hve mikill
búmaður Hákon var! En hann hefði þó að minnsta kosti átt að
vera svo viti borinn að flá kúna. Hann hefði fengið tuttugu dali
fyrir húðina. Og honum veitti ekki af því að halda utan að sínu.
— Grafðu kúna upp!
Nei, Hákon þekktist ekki heldur holl ráð. Það, sem einu sinni
var komið niður í jörðina, það átti að fá að vera í friði og liggja
þar, sem það var komið. Hvaða máli skipti um eina beljuhúð,
þegar hann hafði tapað svona miklu? Sá, sem tók hina góðu
mjólkurkú, gat þá eins vel hirt hana með húðinni á.
Páll hristi höfuðið: Sá, sem svona talar, á hvorki gripi né jörð
til lengdar. Hákon er ekki natinn við það að sjá heimili sínu
farborða — hvernig var þá von, að honum farnaðist vel?
Nú bað Hákon Pál að selja sér hálfpott af mjólk kvölds og
morgna, því að hann fékk ekki dropa mjólkur úr sínu fjósi. Á
morgnana sendi hann Elínu eftir mjólkinni, en á kvöldin .kom
hann sjálfur. Bóndi, sem kaupir mjólk af öðrum — Páll vor-
kenndi honum, þegar hann kom með skál sína. En honum mis-
líkar líka atferli Hákonar: að hann skuli gefa sér tíma til þess
að sinna svona snatti! Hann hefði heldur átt að brauka klukku-
stund lengur á akrinum á kvöldin. Hákon sér ekki, hvað honum
er hagkvæmast.
Margrét hellir mólkinni vel mældri í skál hans, og Páll lætur
sér vel líka, að hann fái rífan hálfpott. Sá bóndi í þorpinu, sem
fyrstur vlldi gerast vinur hans, skal sannarlega njóta þess. Páll
gefur gaum að og lætur sér annt um allt, sem verðmætt er, en
granna, sem vill koma á heimili hans, ann hans þessa vel.
Saqa barnanna:
JÚLLl OG DtJFA
Eitir JÓN SVEIWSSON.
Freysteinn Gunnarsson pýddi
I. UPPI í SVEIT.
Á kvöldin fórum við oft í fjósið með mjaltastúlkun-
um, horfðum á kýrnar éta, strukum þeim og klöpp-
uðum og töldum þær á básunum. Þær voru allar svo
meinlausar og vinalegar við okkur. Og þegar mjöltun-
um var lokið, fengum við vænan sopa af spenvolgri ný-
mjólkinni.
Stundum fórum við líka með sauðamanni í eitt af
fjárhúsunum. Þau voru kippkorn frá bænum og öll gríð-
arstór, tóku yfir hundrað fjár hvert.
Þar fengum við að hlaupa um kring og fara í felu-
leik innan um dauðspakar sauðkindurnar. Það þótti
okkur fjarskalega gaman.
En margt fleira höfðum við fyrir stafni í fjárhúsunum.
Stundum klifruðum við upp í garðann, sem lá eftir
fjárhúsinu miðju og endilöngu. Hann var víst í kringum
fjörutíu álnir á lengd. Þaðan sáum við allt féð í tveimur
löngum röðum. Og kindurnar horfðu líka á okkur stór-
um augum; yfir tvö hundruð augu störðu á okkur í einu.
Þaðan hlupum við svo í einum spretti inn í heyhlöð-
una; dyrnar á henni voru við endann á garðanum.
Það var dimmt inni, og þar grófum við okkur niður
í ilmandi heyið eða hlupum þar fram og aftur, fleygðum
flyksum hvert í annað og ærsluðumst, þangað til sauða-
maðurinn kallaði á okkur.
Nú ætlaði hann að fara að gefa fénu, og það var ekki
minnst^gamanið að horfa á þáð.
Eins og örskot þutum við upp úr hlöðunni og fram
endilangan garðinn.
Kindurnar stóðu tilbúnar í tveimur löngum röðum,
sitt hvorum megin við garðann, þær teygðu fram höf-
uðin, þefuðu af okkur og bitu jafnvel fötin okkar, því
að nú var heylykt af þeim, og það vakti löngun þeirra í
ókkur.
Við urðum að gæta okkar, svo að þær ætu okkur ekki,
því að sumar spöruðu ekki tennurnar á okkur.
Þegar lokið var að gefa, var lagt af stað heim í myrkr-
inu, og réð þá sauðamaður ferðinni.
Hann hafði ljósker í hendi, og fylgdum við honum
fast eftir.
Stundum þurfti hann þó ekki ljós, þá var svo bjart
af norðurljósum, eins og um hádag væri;
Þegar heim kom, hlupum við alltaf beint inn 1 bað-
stofu, þar sem fólkið sat við vinnu sína, og einn var að
lesa sögu eða kveða rímur.
En því miður var okkur oft skipað í rúmið, áður en
hætt var við söguna eða rímnakveðskapinn. Og þeirri
skipun hlýddum við ekki með glöðu geði.