Tíminn - 05.01.1945, Qupperneq 8
Þeir, sem tnlja Uynna sér þfóðfélagsmál, tftn-
Iend o?jf útlend, þurfa að lesa Ðatfshrá.
5. JAN. 1945
1. blað
Algert öngþveitl . . .
(Frarr\hald af 1. síðu)
hafa leigt færeysk skip til
flutninga, en enn er þó eftir að
fá leyfi færeyska lögþingsins
fyrlr þeirri leigu. Hefði vissulega
ekki veitt af því, að séstakur
sendimaður hefði farið til Fær-
eyja til samninga um þetta
mál, ,en stjórninni hefir láðst
það eins og annað. Loks hefir
svo stjórnin látið gera skrá um
þau skip, sem nota mætti til
flutninga, en alveg er eftir að
tryggja leigu þeirra. Þannig er
þetta mál enn í fullkomnu hálf-
káki, þegar vertíðin er að hefj-
ast og flutningaskipin þyrftu að
vera tilbúin.
Ábyrgðin á Faxaflóa-
fiskmum.
Það eina jákvæða, sem stjórn-
in hefir gert í þessum málum,
er að láta Fiskimálanefnd bjóða
útvegsmönnum við Faxaflóa
að annast fyrir þá útflutning
ísfisks og greiða fyrir hann sama
verð og í fyrra meðan núverandi
hámarksverð helst í Bretlandi,
og svo uppbót, ef gróði verður
á flutningunum. Á Austfjörð-
um, í Vestmannaeyjum 'og á ísa-
firði er ætlaát til að samlög út-
gerðarmanna annist flutninginn
sjálf, án nokkurrar þeirrar verð-
tryggingar, sem stjórnin hefir
boðið útgerðarmönnum við
Faxaflóa. Fyrir öllum öðrum ver-
stöðvum hefir ekkert verið hugs-
að.
Hejmann Jónasson sagði í
umræðunum, að hann skyldi
síður en svo mótmæla því, að
útgerðarmenn og sjómenn þyrftu
sama fiskverð og í fyrra. En
það væru alveg ný vinnubrögð
af ríkjsstjórninni að bjóða slíka
ábyrgð, án samráðs við þingið,
því aþ hún skapaði mikla á-
hættu fyrir ríkið, þar sem eng-
in vissa*yæri um hagstæða sölu
í Bretlandi. Þar í landi væri
uppboðsverð á fiski og verðlagið
færi því alveg eftir eftirspurn-
inni, sem enginn gæti sagt um
fyrirfram hver yrði. Þótt Norð-
firðingum hefði heppnast þetta
vel í fyrra, gæti enginn sagt um,
hvernig það yrði í ár. Það væri
líka alveg óhjákvæmileg afleið-
ing, ef nokkrum hluta smáút-
gerðarinnar væri boðin verð-
trygging, yrði að veita allri smá-
útgerðinni hana. Annað væri
óþolandi misrétti. En þegar til
þess væri komið, að veita allri
smáútgerðinni slíka verðtrygg-
ingu, og hún þyrfti hennar líka
með, þá sæu menn bezt í hvílíkt
öngþveiti fjárhags- og dýrtíð-
armálunum væri komið.
í umræðunum upplýstist, að
þetta tilboð ríkisstjólrnarinnar
hefði verið gert í eins konar
samkeppni við Landsisamband
útvegsmanna, er hefði viljað
taka að sér fiskflutningana við
Faxaflóa. Lúðvík Jósefsson upp-
lýsti ennfremur, að tilboð ríkis-
stjórnarinnar væri eingöngu
miðað við að flytja út fisk eftir
því, sem skip fengjust, og yrði
því óvíst, að Fiskimálanefnd
gæti flutt út, nema lítinn hluta
Faxaflóaaflans. Hitt yrðu út-
vegsmenn að láta i frystihús,
salta eða sjá fyrir á annan hátt.
Fór vissulega mesti glansinn af
þessari samkeppni ríkisstjórnar-
innar við Landssamband útvegs-
manna, þegar þetta upplýstist.
Það, scm þnrfti
að gera.
Eins og hér hefir verið lýst,
einkennast störf ríkisstjórnar-
inar í þessum málum af sinnu-
leysi og seinlæti, nema þegar
rokið er til að keppa við samtök
útvegsmanna, en þá eru í óða-
goti gerð glæsileg boð, sem síð-
an er svo upplýst, að ekki verði
sennilega staðið við nema að
takmörkuðu leyti, og með þess-
um boðum er útvegsmönnum og
fiskimönnum algerlega mis-
munað, þar sem þeim er sums
staðar heitið verðtryggingu, en
annars staðar ekki. — Allt þetta
sýnir, hve stjórnin er fullkom-
lega ófær til að fást við þessi
mál.
Það, sem átti að gera, var
þetta:
Senða 6trax sendimenn til
Bretlands, þegar kunnugt varð
tR BÆIVUM
Skemmtanir.
Framsóknarfélögin í Reykjavík höfðu
skemmtisamkomu í Sýningaskálanum
milli jóla og nýárs. Var jólatrésfagn-
aður fyrir börn að deginum en ein-
'söngUr (Guðrún Ágústsdóttir), upp-
lestur, almennur söngur og dans fyrii-
fullorðna að kvöldinu. Ánægjuleg sam-
koma eins og samkomur Framsóknar-
manna eru þekktar fyrir að vera —
Næsta skemmtisamkoma (Framsóknar-
vist þá) verður 19. þ. m.
Þrjár bækur
Nýlega komu á bókamarkað-
inn frá ísafoldarprentsmiðju,
þrjár nýjar bækur eftir íslenzka
höfunda. Bækurnar eru: Smá-
sagna safn eftir Guðmund Dan-
lelsson skáld frá Guttarmshaga,
er hann nefnir Heldri menn á
húsgangi. í bókinni eru 12 smá-
sögur, hver annarri snjallari.
Bókin er um 240 bls. að stærð.
Þetta er fyrsta smásagna safn-
ið, er Guðmundur lætur frá sér
fara, en áður hefir hann gefið
út 7 stórar skáldsögur og eina
kvæðabók. Hann er því orðinn
einn af mikilvirkustu rithöfund-
um okkar. 1
Hafið bláa, skáldsaga eftir
Sigurð^Helgason. Eftir hann hafa
áður komið út 4 bækur, frum-
samdar. Sigurður er talinn efni-
legur rithöfundur. Hann velur
söguefni sín úr lífi alþýðufólks
á íslandi.'Bókin er um 240 bls.
að stærð.
Þriðja bókin er Frá yztu nesj-
um, vestfirzkir sagnaþœttir, er
Gils Guðmundsson hefir skráð
og safnað. Eins og kunnugt er,
þá er Gils einn þeirra manna, er
mest fást við söfnun og skrán-
ingu þjóðlegra fræða. Bókin er
um 190 bls. að stærð og prýdd
nokkrum myndum af söguhetj-
um og sögustöðum. Þessi bók er
annað hefti sagnaþátta með
þessu nafni. Er það ætlunin, að
í framtíðinni verði „Frá yztu
nesjum" timarit fyrir alls konar
vestfirzkan fróðleik og komi út
einu sinni á ári. í hverju hefti
munu venjulega verða fimm
flokkar, saga vestfirzks höfuð-
bóls, vestfirzk ættfræði, ævi-
söguþættir, úr eldri handritum
og loks alþýðukveðskapur.
♦
um uppsögn fisksölusaming-
anna, og fá sem fyrst endanleg-
ar niðurstöður. Sérstaka áherzlu
bar að leggja á sölu hraðfrysta
fisksins og saltfisksins og að
Bretar leigáu skip til ísfisks-
flutn^nga, ef þeir vildu ekki
kaupa fiskinn hér áfram.
Vinna að stofnun fisksölusam-
laga á þeim stöðum, þar sem
þau voru ekki fyrir, og styðja
þau til að annast útflutninginn.
Setja lög um leigunám flutn-
ingaskipa og hámarksleigu og
fela Fiskifélaginu að skipta
þeim milli útgerðarstaðanna.
Reyna jafnframt eftir megni
að útvega erlend skip til flutn-
inganna. /
Gera sérstakar ráðstafanir til
að tryggja afkomu útvegsins á
þeim sjöðum, sem lakast eru
settir.
Allt þetta hefir verið van-
rækt. Hinir miklu möguleikar
til að koma nú á víðtækum sam-
tökum útvegsmanna um fisksöl-
una, hafa verið látnir óhagnýtt-
ir. Það hefir meira að segja
sums staðar verið farið í sam-
keppni við útvegsmenn, þar sem
þeir hafa reynt að skipuleggja
útflutninginn, í stað þess að
reyna að koma þessum samtök-
um á réttan grundvöll, ef honum
hefir í fyrstu verið ábótavant.
Annars er það,-sem nú er að
gerast í þessum málum, gleggsta
sönnun þess að knýjandi nauð-
syn ber til að snúa sér að því að
lækka dýrtíðina, þ. e. kaup-
gjald og verðlag, og þar með
framleiðslukostnaðinn. Með öðru
m‘óti verða þessi mál ger-
samlega óviðráðanleg þegar svo
er komið, að verðlag aðalút-
flutningsvaranna hrekkur ekki
fyrir kostnaði, og ríkisábyrgð á
margföldu fyrirstríðsverði sjáv-
arafurðanna er talin nauðsynleg
til þess að útgerðin ekki stöðv-
ist.
Stórkostleg verdiagsbrot
sannast á 2 heildverzl.
(Framhald af 1. síðu)
til þess vopns, þar sem það ræð-
ur ekki yfir annari refsingu. Eig-
endur þeirra geta lagt þau nið-
ur og stofnað önnur ný og haft
ýms önnur ráð til að gera þá'
refsingu að engu. Vafasamt er
•líka, að þeirri refsingu verði
nokkuð beitt eftir breytingu þá,
sem varð á viðskiptaráði nú um
áramótin/ því að hinir nýju
stjórnarfulltrúar hafa þar
meirahluta með fulltrúa heild-
salanna, og er ókunnugt um af-
.stöðu þeirra til málsins. Aðal-
atriðið er, að sekt heildsalanna
verði upplýst til fullnustu og
þeim refsað samkvæmt því að
lögum. En þetta verðurjvart
tryggt án ströngustu opinberrar
rannsóknar. Það veltur því allt
á því, hvað ríkisstjórnin gerir í
þessum efnum, hvort nokkuð
hefst upp úr þeirri baráttu gegn
þessari og annari okurstarfsemi
milliliðanna, sem verðlagsráð
hefir hér hafið með allgóðum
árangri.
&
Kommimistar umlir-
biia undanbaldið.
Framkoma Þjóðviljans í þessu
máli, gefur fullkomna ástæðu
til að halda, að kommúnistar
séu reiðubúnir að láta undan
þeim þrálátu óskum íhaldsafl-
anna, að opinber rannsókn fari
ekki fram í málinu. í stað þess
að fordæma verulega framferði
heildsalanna og heimta fyllstu
rannsókn málsins, reynir Þjóð-
viljinn eftir megni að gera Vil-
hjálm Þór, Björn Ólafsson og
verðlagsráðsmenn tortryggilega
fyrir framkomu þeirra í þessum
málum. Einkum reynir Þjóðvilj-
inn að veitast að Vilhjálmi og
telur að hann hafi verið að bera
hagsmuni S. í. S. fyrir brjósti.
Er þetta einhver ósvífnasta að-r
dróttun, er nokkuru sinni hefir
verið fram borin, því að S. í. S.
hefir síður en svo haft nokkurra
hagsmuna að gæta í þessum efn-
um og hefir gert sér sérstakt far
um að fylgja öllum verðlags-
reglum, enda mun það eitt af
fáum eða eina fyrirtækið, sem
hefir útibú vestra, er alltaf hef-
ir afhent frumreikninga. Hags-
munir S. í. S. eru að geta sýnt
meðlimum sínum, að það geri
sem hagstæðust innkaup og
þess vegna væri slík starfsemi og
hér ræðir um gagnstæð hags-
munum þess. Þjóðviljanum tjáir
því ekki að ætla að gera Vil-
hjálm grunsamlegan í þessum
efnum, þótt hann sé fyrv. kaup-
félagsstjóri og varaformaður S.
í. S. Um Björn Ólafsson má
réttilega segja, að það hafi verið
yfirsjón að treysta á reikning-
ana frá útibúunum, en hitt má
þó viðurkenna, að þegar misfell-
ur fóru ,að koma í ljós, sam-
þykkti hann þá ákvörðun verð-
lagsráðs að heimta frumreikn-
ingana. Verðlagsráð " virðist
jafnan hafa reynb að gera sitt
ítrasta í þessum málum, en örð-
ugleikarnir við að afla sannana
'hafa verið miklir, eins og að-
stöðu þess og valdsviði er hátt-
að. Fyrir þess atbeina er þó nú
fenginn sá árangur, sem er góð-
ur grundvöllur fyrir allsherjar-
sókn og sigri í málinu, ef núver-
andi stjórn fýlgir á eftir með op-
inberri rannsókn.
En núv. stjórn virðist því mið-
ur ekki þess sinnis að fylgja
málinu eftir, epda hefir áhugi
hennar ekki verið meiri en það,
að frá henni mun verðlagsráð
enga örfum hafa fengið í þess-
um málum síðan hún kom til
valda og sá árangur, sem það
hefir náð, er á engan hátt fyrir
hennar tilstilli. í stað þess að
.stjórnin fyrirskipi nú opinbera
rannsókn og gangi röggsamlega
fram í málinu, virðast kommún-
istar fúsir að vinna það til fyrir
vinfengið við íhaldið, að málið
lognist út af vegna ónógrar
rannsóknar. Til að undirbúa
þessa ömurlegu lausn málsins,
reyna kommúnistar að þyrla upp
rykskýi um meira og minna ó-
skyld atriði til að draga at-
hyglina frá því, sem nú, er aðal-
atriðið, en það er opinber rann-
sókn málsins.
Hvað verður um
Ólaf Jobnson?
Það sýnir bezt, hve stjórnin
tekur þetta mál af miklu alvöru-
leysi, að annar aðaleigandi ann-
ars brotlega firmanapg sá mað-
ur, er stjórnar unbúinu, er
gaf hina fölsku reikninga,
Ólafur Johnson, er enn lát-
inn halda sæti sínu í Inn-
kaupanefnd ríkisins vestan
hafs, þótt stjórninhi hafi verið
það vel kunnugt um nokkurt
skeið, að útibúið undir stjórn
hans hafi þannig gerzt brotlegt
við verðlagslögin. Er slíkt vitan-
lega hið fyllsta hneyksli og er
vissulega ekki mikils að vænta
af ríkisstjórninni í þessu máli
meðan hún gerir sér þannig
far um að hossa einum heild-
salanum, sem kærður er, í á-
byrgðarmikilli trúnaðarstöðu
fyrir landið.
Þess verður að krefjast, að Ól-
afur Johnson verði tafarlaust
látinn víkja úr þessari stöðu.
Dómsmálaráðherrann
lieflr valdið.
Skrif Þjóðviljans hafa þegar
sýnt, að kommúnistum er vel
trúandi til að verða við þeim
bænum íhaldsins að reyna að
láta þetta mál falla sem mest
niður, en vitanlegt er, að það
vinnur nú að ,því öllum árum.
Kommúnistum finnst það vel
tilvinnandi gegn því, að dýrtíðar
öngþveitið haldizt áfram, og þeir
eru farnir að undirbúa þessa
afstöðu í málinu með þvf að
reyna að beina athyglinni að
öðrum atriðum. En það eru hins
vegar ekki þeir, heldur Alþýðu-
flokkurinn og þó einkum annar
ráðherra hans, Finnur Jónsson,
er hefir úrslitavaldið í sínum
höndum. Hann hefir dómsvaldið
og getur því fyrirskipað opinbera
rannsókn, sem er eini mögu-
leikinn til að fá þessi mál rann-
sökuð til fulls. Ef hann er trúr
stefnu sinni, eins og hún kom
fram í olíumálinu 1 fyrra, er
enginn vafi um, hvað hann gerir.
Þá fyrirskipar hann rannsókn.
Bogni hann aftur á móti fyrir á-
róðri íhaldsaflanna og hinu nýja
vinfengi við Kveldúlfana, verður
engin opinber rannsókn. Og þá
er lítil von um, að nokkuð veru-
legt verði úr þessu stóra tæki-
færi til að koma viðurstyggi-
legri okurstarfsemi á kné.
Þjóðin heimtar að engin lin-
kind né undanhald verði sýnt í
þessu máli. Hún heimtar jafn-
ítarlega rannsókn. og refsingar
og framast er kostur. Sú krafa
hennar skal verða studd í þessu
blaði, eins og frekast er unnt.
jafnframt og reynt verður að
upplýsa fleiri þætti þessara ljótu
mála, eftir því, sem auðið veröur.
Greinargerð
viðskiptaráðs . . .
(Framhald af 1. síðu)
Eftirlit með því, þvort fyrir-
mælunum um að reikna umboðs-
mönnum í Ameríku aðeins 5%
væri hlýtt, var að ýmsu leyti
mjög erfitt, , enda höfðu ýmis
fyrirtæki erlenda umboðsmenn.
Var þó á ýmsan hátt reynt að
fylgjast með þessu m. a. með því
að athuga, hvort sambærilegar
vörur væru dýrari hjá þeim, sem
hefðu fasta umboðsmenn í
Bandaríkjunum, en öðrum. Kom
í ýmsum tilfellum í ljós, að svo
virtist, þótt ógjörningur væri að
færa sönnur á, hver orsökin
kynni að vera, í september 1943
komsí verðlagseftirlitið svo að
raun um mjög gildar líkur fyrir
því, að ákveðið fyrirtæki í
Reykjavík léti útibú sitt reikna
sér hærri umboðslaun en heim-
ilt er. Var nú hafinn víðtækur
undirbúningur að rannsókn
þessa máls, m. a. með aðstoð
ræðismanns íslands í New York.
í október var ákveðið, að verð-
JAMLA BÍÓ-
Konan mín
er engill
(I Marrieð an Angel)
Amer. söngvamynd með
Jeannette Mac Donald,
Nelson Eddy,
Edward Everrett Horton.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
► KÝJA Bi,Ó.
Sjáið hana
systur mína
(„His Butler Sister")
Söngvamynd með:
DEANNA DURBIN,
FRANCHOT TONE,
PAT O’BHIEN.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bezta bókin:
Bernskubrek
og æskuþrek,
sjálfsævisaga Winstons
Churchills forsætisráð-
herra Bretlands, er nú
komin í bókaverzlanir.
Góð bók er gulli betri.
Snœlandsútgáfan.
»———« TJARNARBtÓ
Þjóðhátíð
(Knickerbocker Holiday)
Nelson Eddy,
Charles Coburn,
Constance Dowling.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Álfhóll
Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG.
HÁTÍÐASÝNING
verður suimudaginn 7. janúar kl. 2.30 e. h.
í tilefni af 50 ára leikstarfsafm. frk. Gunnþ. Halldórsdóttur.
# l’ráteknir aðgöngumiðar að þessari sýningu sækist kl.
1—2 á morgun (laugardag). — Þeir aðgöngumiðar, sem
eftir eru, verða seldir eftir kl. 2 á morgun.
Samssrii
verður haldið sunnudaginn 7. janúar kl. 8.45 síðdegis í
Iðnó í tilefni af 50 ára leikstarfsafmæli frk. Gunnþórunn-
ra Halldórsdóttur. — Þeir, sem þegar hafa tilkynnt þátt-
töku sína, vitji aðgöngumiða sinna kl. 3 síðdegis á morgun
(laugardag).
lagsstjórinn, sem yar á förum
til Bandarikjanna, skyldi einnig
athuga þessi mál þar. Kom hann
aftur til landsins í febrúar 1944.
Skömmu síðar gaf ráðiö út fyr-
irmæli um þáð, að óheimilt sé
að byggja verðlagningu á vöru-
reikningum íslenzkra borgara í
Bandaríkjunum, og litlu síðar
var öllum innflytjendum, sem
verðlagt höfðu vörur á grund-
velli reikninga frá íslenzkum
umboðsmönnum eða útibúum,
síðan fyrirmælin um 5% um-
boðslaun voru sett, fyrirskipað
að senda verðlagseftirlitinu
frumreikninga frá erlendum
seljendum til þess að hægt væri
að ganga úr skugga um, hvort
þeir hefðu reiknað sér meira en
5%, enda hafði verðlagseftirlitið
nú mjög sterkar líkur fyrir því,
að um slíkt hefði verið að ræða.
Þegar frumreikningarnir tóku
að berast, kom í ljós, að grunur
verðlagseftirlitsins hafði við rök
að styðjast. Hins vegar hafa ým-
is fyrirtæki ekki enn orðið við
þessum fyrirmælum, þrátt fyrir
ítrekanir og alllangan frest, og
hefir Viðskiptaráðið því ekki séð
sér annað fært en að tilkynna
þeim, að þeim muni framvegis
ekki verða veitt innflutnings-
leyfi, hafi þau ekki fullnægt fyr-
irmælum fyrir 20. febrúar n. k.
Að svo komnu máli verður því
ekki sagt með vissu, um hversu
almenn verðlagsbrot er hér að
ræða. Sést það ekki, fyrr en öll
umrædd gögn eru komin í hend-
ur verðlagseftirlitsins. Á þessu
stigi málsins er þó komið í Ijós,
að umboðsmenn tveggja fyrir-
tækja í Reykjavík hafa reiknað
sér hærri umboðslaun en þau
5%, sem heimiluð eru, og hafa
mál þeirra verið afhent saka-
dómaranum til meðferðar.
Frlent yfirlií.
(Framhald af 2. síðu)
inni við hlið Bandamanna. Frá
Síberíu væri langsamlega auð-
veldast að sækja Japani heim,
og þótt Rússar gerðu ekki annað
en að leigja Bandaríkjamönnum
bækistöðvar, myndi það mjög
flýta fyrir úrslitunum. Enn hafa
ekki sézt nein merki þess, að
Rússar muni veita Bandamönn-
um slíka liðveizlu. Hins vegar
hafa þeir sýnt merki þess, að
þeir ætli sér góðan skerf af her-
fanginu. M. a. er nú verið að
æfa her Koreumanna í Síberíu,
en Bandamenn hafa lýst yfir
því, að þeir muni veita Koreu-
mönnum sjálfstæði eftir styrj-
öldina. Þykja þessar heræfing-
ar Rússa benda til þess, að þeir
hyggist að koma þar á kommún-
istisku skipulagi.
Bæði i Bandaríkjunum og
Bretlandi hefir það verið til-
kynnt, að stórlega verði dregið
úr hergagnaframleiðslunni strax
og Evrópustríðinu lýkur, einkum
bó í Bretlandi. Styrjöldin við
Tapani krefst vitanlega miklu
minni hergagnaframleiðslu en
5tyrjöldin bæði við þá og Þjóð-
verja.
Frakkar og Hollendingar hafa
lýst yfir því, að þeir muni berj-
ast gegn Japönum við hlið Breta
og Bandaríkjamanna eftir að
Evrópystcíðinu lýkur.
GÆFAN
fylffir trúlofunarhringunum
frá
SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4.
»
SendlB nákvæmt mál.
Sent mót póstkröfu.