Tíminn - 19.01.1945, Page 4

Tíminn - 19.01.1945, Page 4
4 TÍMINTV, föstndaglnn 19. jan. 1945 5. blað GUPJÓN TEIT8SOW; Um verðlaésmálin að gefnu líleini í greinargerð þeirri, sem Við- skiptaráð hefir nýlega sent blöð- unum í sambandi við óheimila álagningu umboðslauna fyrir út- vegun á vörum I Ameríku, segir, að þegar Viðskiptaráðið tók til starfa snemma á árinu 1943 hafi ekki verið í gildi nein há- marksákvæði varðandi slík um- boðslaun, en Viðskiptaráðið hafi þegar bætt úr þessu og sett á- kvæði um að fyrirtæki, er hefðu umboðsmenn eða útibú erlendis, mættu ekki reikna þeim meira en 5% umboðslaun. Hér er ekki rétt með farið af hálfu Viðskiptaráðs. Verðlags- nefnd sú, er ég var formaður 1 og starfaði frá því í okt. 1938 og þar til vorið 1942, setti þegar á árinu 1939 ákvæði vgrðandi slík umboðslaun, er ofan greinir. í fyrsta lagi var svohljóðandi á- kvæði í verðlagsreglum, sem birtar voru með augl. dags. 31. marz 1939: „Vegna þess að komið hefir I ljós, að margar verzlanir, sem kaupa vefnaðarvörur frá Suð- urlöndum, telja sig þurfa að hafa þar umboðsmann til að fylgjast með afgreiðslu pant- ana o. s. frv., og þar sem ýmsar af umræddum verzlunum hafa sýnt, að þær hafa samið um að greiða fyrir þetta starf ákveð- in umboðslaun af innkaups- verði pantana þeirra, er um- boðsmennirnir hafa umsjá með, skal fyrst um sinn heim- ilt að telja nefnd umboðslaun, þó ekki yfir 2% af innkaups- verði varanna, með í kostn- aðarverði þeirra, sem álagning reiknast af. Heimild þessi á aðeins' við um vefnaðarvörur keyptar frá Suðurlöndum, og gildir ekki þvl er snertir kaup frá öðrum löndum.“ í öðru lagi voru með -auglýsingu dags. 30. sept. s. á. (1939) sett svohljóðandi almenn ákvæði: „1. Getl verzlun sannað, að hún hafi fastan umboðsmann eða útibú á fjarlægum stað, til þess að annast þar vöru- innkaup fyrir sig, og greiðir umboðslaun í því sambandi, má verzlun, að fyrirfram fengnu skriflegu samþykki Verðlagsnefndar um hæð um- boðslaunanna, reikna þau með i kostnaðarverði varanna. 2. Hámarksálagningu í heild- sölu og smásölu á þær vöru- tegundir, sem Verijlagsnefnd hefir sett ákvæði um, má að- eins leggja einu sinni á sömu vöru. Þó er verzlunum heimilt að skipta sín á milli álagn- ingunni, en aldrei má hin sam- anlagða álagning fara fram úr hámarksálagningu þeirri, sem heimilnð er.“ Verðlagningarreglurnar voru síðan endurskoðaðar á árinu 1941 (samanber augl. dags. 23. júlí það ár) og var þá fellt niður ákvæðið varðandi umboðslaun fyrir erindrekstur í Suðurlönd- um, með því. að það var óvirkt orðið, en hin almennu ákvæði síðari auglýsingarinnar voru lát- in halda sér. Mér er og frá skýrt, að dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum, sem starfaði frá því vorið 1942 og þar til Við- skiptaráð tók við, snemma árs 1943, hafi látið umrætt ákvæði standa óhaggað. Það er því ekki rétt, sem stend- ur í greinargerð Viðskiptaráðs- ins, að engin hámarksákvæði hafi verið í gildi varðandi um- rædd umboðslaun, þegar Við- skiptar.áðið tók til starfa árið 1943, því að á grundvelli nefnds ákvæðis frá 1939 hafði Verðlags- nefnd t.d. heimilaðlnnflytjenda- sambandi heildsala og Sambandi ísl. samvinnufélaga 'að reikna 2% umboðslaun fyrir útvegun á kornvörum, kaffi, sykri o. fl. vörum. En verðlagsnefndin vildi á sínum tíma ekki gefa út al- mennt opinbert leyfi til að reikna sérstök umboðslaun, umfram leyfða heildsöluálagningu, fyrir útvegun á vörum á erlendum markaði, en óskaði að hafa það í hendi sinni að heimila inn- flytjendum slíkt aðeins í einstök- um tilfellum eða um óákveðinn tíma, eftir því, sem nefndinni virtust ástæður til. Annað atriði í nefndri grein- argerð Viðskiptaráðs get ég ekki látið hjá líða að gera nokkra athugasemd við, þar eð svo mætti líta á samkv. greinar- gerðinni, að Viðskiptaráðið hefði orðið fyrst til að gera athuga- semd við það, að taka hér til greina vip verðlagningu, enda líka við gjaldeyriseftirlit og toil- skoðun, reikninga algerlega út- búna af starfsmönnum íslenzkra innflytjenda erlendis. En mál þetta var tekið fyrir í Verðlags- nefnd þegar í ársbyrjun 1942, um það leyti, sem Ameríkuvið- skipti með alls konar vörur tóku að aukast á grundvelli viðskipta- samnings þess, sem gerður var við Bandaríkin nokkru fyrir árs- lok 1941 og kom í kjölfar her- verndarsáttmálans. Mun hin varhugaverða umboðsmennska í Ameríku því hafa verið á byrj- unarstigi á þessum tíma. Hafði ég rétt fyrir stjórnar- skiptin vorið 1942, í nafni Verð- lagsnefndar, þegar skrifað við- skiptamálaráðuneytinu tvö bréf varðandi þetta mál, og óskað eftir opinberum ákvæðum um það, að innkaupareikningar er- lendis frá, sem útbúnir væru af útvegunarskrifstofum íslenzkra innflytjenda eða tilsvarandi er- lendum skrifstofum, yrðu ekki teknir gildir við toll- og verð- lagseftirlit hér, nema með fylgdu reikningar frá þeim verksmiðj- um eða birgðaeigendum, sem vörurnar væru raunverulega keyptar frá. Verðlagsnefnd hætti störfum um sama leyti og stjórn- arskiptin urðu um vorið 1942, en með því.að það hafði þá enn ekki, að ég hygg vegna anna í sambandi við væntanleg stjórn- arskipti, komizt í framkvæmd að setja ákvæði um nefnt atriði, þá skrifaði ég dómnefnúinni ýtarlegt bréf, um málið hinn 9. júní 1942, þar sem minnt var á, að það biði afgreiðslu. Lagði ég í bréfinu ríka áherzlu á það, að ákvæðin væru sett, og benti meðal annars á ákveðnar líkur fyrir nýfrömdum allveigamikl- um verðlagsbrotum í sambandi við umrædda umboðsmanna- reikninga erléndis frá. Það skal fram tekið, að þegar ég skrifaði bréf þetta hafði Verð- lagsnefnd hætt störfum og dóm- nefndin tekið við, en ég vann þá að því part úr mánuði að skila af mér störfum. Ekkert mun dómnefndin, und- ir forsæti Péturs Magnússonar, núverandi ráðherra, hafa gert í ofangreindu máli, enda virðist hafa ríkt mesta tómlæti og trassaskapur í nefndinni varð- andi flest hagnýt störf. Eftir þetta hafði ég enga valdaaðstöðu til frekari aðgerða í umræddu máli. En fyrripart árs 1943 bar svo við, að Skipa- útgerð ríkisins varð fyrir mjög grunsamlega slæmum innkaup- um á einföldum nauðsynjavör- um frá Ameríku, fyrir milligöngu heildsala eins hér í Reykjavík. Heildsalinn var að þessu tilefni krafinn um frum-innkaupsreikn ing og lagði hann þá fram sam- rit tollreiknings, sem reyndist að vera útgefinn af starfsmanni hans sjálfs í New York. Var fob.- verðið í dollurum samkvæmt reikningi þessum óhagstætt um 50—59,4%, miðað við það. sem aðrir höfðu goldið fyrir alveg sams konar vörur um líkt leyti. En upplýsingar leiddu í ljós, að engar teljandi verðsveiflur hefðu átt sér stað á umræddum vöru- tegundum þar vestra um þessar mundir. Ég kærði því mál þetta til verðlagsstjóra, fyrir hönd Skipa- útgerðar ríkisins, með bréfi dags. 8. júní 1943. Mér skilst, að heildsalinn hafi með haustinu klórað sig út úr máli þessu, með þvl að leggja fram innkaupsreikning frá er- lendum aðila, en ég hygg, að líta megi samt á kæruna, þegar frá byrjun, sem þýðingarmikla áréttingu um nauðsyn almennra og róttækra aðgerða varðandi það atriði verðlagsmálanna, sem hér hefir verið gert að umræðu- efni. Á síðasta flokksþingi Fram- sóknarmanna, sem háð var í aprílmánuði s. 1. (1944), hreyfði ég því rækilega, bæði í nefnd, er fjallaði um fjárhags- og dýr- tíðarmál, og eins á flokksþing- inu sjálfu, hvílík nauðsyn það væri upp á allt fjárhagslegt ör- yggi og verðlagseftirlit í landinu, að taka fastari tökum á utanrík- isverzluninni en gert hefði ver- ið að undanförnu. Benti ég á það, að án þess að þetta væri gert, #æru hinar góðu tillögur eða ályktanir flokksþingsins að öðru leyti, í þessum málum, að verulegu .leyti á sandi byggðar. En skilningur manna hafði þá ekki vaknað sem skyldi í þessu efni. Má nú vera, að hin stór- kostlegu verðlagsbrot, sem upp eru komin í sambandi við utan- ríkisverzlunina opni augu manna fyrir því, hvernig lítil þjóð, með tiltölulega -mesta utanríkisverzl- un allra þjóða, á að haga sér á ófriðaírtímum, þelgar fjárvelta hennar margfaldast og við- skiptasamböndin hrekjast^ frá einu landi til annars, en mikið af hinum nauðsynlegustu við- skiptum getur aðeins fram farið fyrir opinbera íhlutun og samn- inga í milli ríkisstjórna. í grein, sem ég skrifaði í fyrra vor og birtist í Tímanum hinn 15. ágúst undir fyrirsögninni: „Fjármál og félagslegt öryggi“, varpaði ég meðal annars fram eftirfarandi spurningum: „Hafa ekki hagsmunir stœrsta félagsins í landinu, þjóðfélags- ins, í mjög þýðingarmiklu til- felli, að því er utanríkisverzlun- ina snertir, orðið að sitja á hak- anum fyrir sérhagsmunum til- (Framhald á 6. síðu) í DAG, föstudaginn 19. janúar, er fyrsti þorradagur. Sá dagur heitir líka Bóndadagur, og húsfreyjurnar eiga að halda upp á hann mönnum sínum til heiðurs. Það er gamall siður. En fyrsti dagur í Góu heitir Konudagur, fyrsti dagur í Einmánuði Yngismannadagur og fyrsti dagur Hörpu Yngisstúlkna- dagur en hann er jafnframt sumardag- urinn fyrsti. En eiginmenn, yngisstúlk- ur og yngismenn eiga að sjá um há- tíðahald á þeim þrem dögum eftir því sem við á. í árinu eru tólf mánuðir með íslenzkum heitum. En þau mán- aðanöfn, sem venjulega eru notuð, eru öll latnesk. íslenzku mánuðurnir falla ekki saman við þá latnesku eins og sjá má á því t. d., að Þorri skuli byrja 19. janúar. Á EFTIR ÞORRA KEMUR GÓA og síðan Einmánuður. Harpa er fyrsti sumarmánuðurinn. Á eftir Hörpu kem- ur Skerpla, öðru nafni Eggtíð. Sól- mánuður hefst um 20. júní nálægt sól- stöðum, þegar bjartast er í landi. Næst koma Heyannir, þá Tvímánuður, síðan Haustmánuður. Með fyrsta vetrardegi hefst Gormánuður. En á eftir honum koma skammdegismánuðurnir, Ýlir og Mörsugur. „ÞORRADÆGUR þykja löng, þegar hann blæs á norðan." Þó að svartasta skammdeginu sé lokið um Þorrakomu, hefir Þorrinn löngum reynst svalur hér á landi, og Góan raunar líka. Mun eigi fjarri, að þetta séu oft hörðustu mánuðir ársins. Talað er um að „þreyja Þorrann og Góuna“, og þarf það orð- tak engra skýringa. Kristján Jónsson kveður á Þorraþrælinn (síðasta dag Þorra) 1866: „Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn: Minnkar stabbinn minn. Magnast harðindin ......“ Jón Trausti nefnir síðustu heiðar- býlissöguna „Þorradægur." í þeirri sögu dó Heiðarhvammsbóndinn úr skyrbjúg, en konan og börnin hrökluðust úr bænum. Þannig eru endurminning- arnar um Þorrann í sveitum landsins. Á hitt ber þó að líta, að í verstöðvum sunnanlands er Þorri, Góa og Einmán- uður bezti bjargræðistími ársins. En oft er sú vertíð stórviðrasöm, og lætur eftir sig dapurlegar minningar. KONA í REYKJAVÍK skrifar á þessa leið: „Drenginn minn langar til að læra. Og margir eru skólarnir, sem um er hægt að velja. Ekki er því að neita. Að vísu er takmarkaður aðgang- ur inn í fyrsta bekk Menntaskólans, en þá er hægt að byrja í einhverjum öðrum skóla og komast inn í einhvern af efri bekkjum Menntaskólans síðar, fyrir þá, sem það vilja. Og í Háskólann geta allir komizt, sem náð hafa stúd- entsprófi. Svo er Samvinnuskólinn, Verzlunarskólinn, Kennaraskólinn og fleira. EN DRENGINN MINN langar ekki til að fara í neinn af þessum skólum. Og þó langar hann til að læra. Hann langar til að læra að smíða og verða hagleiksmaður á einhverju sviði. Mest langar hann til að læra að fara með rafmagn, verða það, sem kallað er rafvirki. Hann segist líka gjarnan vilja verðá járnsmiður eða trésmiður, húsa- smiður eða skipasmiður. Þetta langar hann til að læra og telur þá menn hamingjusama, er orðið hafa slíks lær- dóms aðnjótandi. EN HANN FÆR EKKI að læra það, sem hann langar til. Iðnmeistararnir og verkstæðin, sem hafa slíka kennslu með höndum, neita honum um inn- töku. Þeir segja, að þeim sé bannað það. Þeir mega ekki taka nema ákveðna tölu nemenda. Sá, sem hafi þrjá lærða menn á verkstæði megi taka einn mann til náms og ekki fleiri, en sá, sem hefir sex, tvo nemendur o. s. frv. Þess vegna getur drengurinn minn, og margir fleiri, ekki fengið að læra það, sem þá langar til. Svona er þetta skrítið. Unglingar geta fengið að læra latínu og bókstafareikning, verzlunarbókhald og uppeldisfræði. Þeir geta fengið að verða lögfræðingar, prestar, læknar og verkfræðingar (sem segja öðrum fyrir verkum), og hið opinbera leggur fram fé til að kenna þeim. Ég er ekki að hafa á móti þvi. En því er þá verið að meina mönnum að læra smíði og annað verk- legt, sem þeir geta ekki lært til fulln- ustu af sjálfum sér og fá ekki að gera að lífsstarfi sínu nema nám og próf komi til? Hvers konar meinsemi er þetta? Og hafa menn gert sér grein fyrir, hve mörgum unglingi er illt gert með slíkri meinsemi? Er engin leið til að bæta úr þessu------?“ ÞESSU ER ÞVÍ AÐ SVARA, að félög lærðra iðnaðarmanna eða stjórnendur þeirra hafa hingað til viljað hafa það fyrirkomulag, sem nú er í þessum efn- um. Þeir, sem búnir eru að læra, virð- ast vilja láta standa í dyrunum til hins fyrirheitna lands. Þeir eru hræddir um, að iðnaðarmannastéttirnar verði of stórar og allir iðnaðarmenn geti ekki fengið vinnu í sínu „fagi.“ En það er auðvitað ekkert samræmi í því að segja að ekkí megi takmarka t. d. embættis- nám, en streitast jafnframt á móti þvi, að menn geti fengið verklega menntun, sem -þjóðinni er þó ekki minnst þörfín á. Frumvarp um að auka frelsi manna til iðnnáms liggur nú fyrir Alþingi. Og nýlega hefir komið fram merkileg tillaga um, að stofn- aður verði verklegur iðnskóli með smiðjum og verkstæðum, til að tryggja, að unglingar geti orðið þessarar fræðslu aðnjótandi og bætt verði úr þeim iðnaðarmannaskorti, sem nú er. Þeir, sem áhuga hafa á þessum málum, ættu að fylgjast með þessari tillögu og afdrifum hennar og þó einkum áð- urnefndu frumvarpi á Alþingi. Ljúkum við svo þessu tali 1 dag. Heimamaður. ári síðar kom framhald hennar, Hjulet (Hjólið, 1905). Þær ger- ast báðar í stórborgum Norður- Ameríku, og í staðinn fyrir bros- andi landslag Danmerkur og þytinn í korngresinu hafa menn nú fyrir augum handaverk mannanna, stórhýsi og vélar. En sérhver hlutur á sínum stað og allt hefir sinn tíma, enda lætur höfundur sem hann viti, hvað hann er að fara. Telur hann sig vera hér á slóð frænda vorra, norðurbyggjanna, sem lögðu leiðir sínar yfir til Ameríku, sköpuðu þar nýtt umhverfi með sínum alþekkta dugnaði en áttu sig sjálfa þó. Aðalpersónan í Hjulet er ein af hetjum hins norræna kynstofns. Hann er seinþreyttur til vandræða, en það munar líka um hann, þegar á herðir, og hann drepur hrein- lega illmennið,sem bæði er hon- um og öðrum til meins og ar- mæðu. V. Árið 1909 kom út sú bók Jóh. V. Jensens, sem frægust hefir orðið. Það er Bræen (Jökullinn). Hún hefir verið prentuð í tug- um þúsunda eintaka og þýdd á margar tungur. 10. útgáfan á dönsku kom út 1925, 16 árum eftir að hún birtist fyrst, og hef- ir þó verið prentuð upp síðan. í Bræen tekur höfundurinn sér fyrir hendur að skýra og skilgreina — frá sínu sjónar- miði — þróunarferil mannanna um þúsundir ára og sýna hann í sambandi við líf og örlög ein- stakra persóna, sem hann leiðir fram fyrir lesendur sína, ljósar og lifandi, einkenni þeirra og skapgerð, hverja í sínu um- hverfi. Hann lýsir baráttu þeirra við náttúruöflin og sigrum þeirra, öllu með ótrúlegri leikni og hugkvæmni. Að efni til átti bók þessi enga sína líka meðal annarra skáld- sagna, en engum duldist, að hún var ekki í fullkomnu samræmi við kenningar fræðimannanna, enda varð mörgum tíðrætt um það. En máttur listarinnar er mikill og ekki leið á löngu þang- að til aðfinnslur af þessu tagi voru kveðnar niður með þeim formála, að allt slíkt væru smá- munir einir í samanburði við snilld skáldsins. í upphafi sögunnar hugsar höfundur sér, að ístíminn sé að hefjast. Það kólnar smám sam- an og síðan kemur jökullinn og spennir löndin helgreipum sín- um. Flest dýrin og allir menn- irnir, nema einn, flýja undan kuldanum suður á hlýrri svæði. Þessi eini maður, Drengur að nafni, breytir þvert á móti öll- um öðrum. Hann fer norður í kuldann og býður honum birg- inn, einn og nakinn á hinni köldu jörð. Þannig varð maður- inn að manni. Og þetta tiltæki Drengs varð upphaf að stórstígum framför- um og sérstakri þróun hjá hon- um og niðjum hans. Eftir hans daga er sagan rakin til Hvít- björns, sem er einn þeirra,og frá honum til síðari afkomenda, því að um leið og sagan um Dreng og Hvítbjörn er persónuleg saga þeirra, á hún einnig að vera for- saga hins norræna kynstofns, en Skibet (Skipið, 1912) er í fyrstu var rituð sem framhald af Bræen, tekur til meðferðar efni frá víkingaöldinni, og er er uppruni víkinganna rakinn til hinna æva fornu jökulbyggja. í Norna-Gæst (1919) tekur Jóh. V. Jensen aftur til við sama efni og heldur áfram að segja frá afkomendum Drengs. Þar hefst sagan aftur í steinöld og nær fram að kristnitöku og dvelur við heimastöðvar kyn- stofnsins, sem skáldið hugsar sér að sé Danmörk. Sama árið kom einnig út Det tabte Land (Landið týnda), sem hann læt- ur gerast á úndan Jöklinum. Þar segir frá hinum fyrstu mönnum, sem lifðu í skógum hlýviðra- tímabilsins á undan ísöldinni (þegar jarðfræðingarnir álíta helzt, að engir menn hafi Verið til), átu smádýr og ávexti eins og apar og urðu stóru rándýr- unum auðunnin bráð. Þeir ótt- uðust næturmyrkrið, því að þá voru þeir varnarlausastir, og sverðberinn og hellisljónið og önnur rándýr fóru þá á kreik. En svo lærðu þeir að nota sér eldinn af svipuðum hvötum og Drengur lærði síðar að verjast kuldanum, og þannig var lagður fyrsti hyrningarsteinninn að framförum mannkynsins. Þá kom skáldsagan Christoffer Columbus (1921) og segir frá hinum fræga sæfara, sjóferð hang yfir Atlantshafið og fundi Ameríku. í fljótu bragði virðist þetta koma norræna kynstofn- inum lítið við, en Jóh. V. Jensen hefir aðra skoðun á því. Honum er minnisstæður þáttur Lang- barðanna í mannkynssögunni, germanska þjóðflokksins, sem lagði leið sína suður á Ítalíu og settist að fyrir fullt og allt á frjólendi Pósléttunnar. Auðvit- að væru þessir Langbarðar af- komendur hinna harðgerðu jök- ulbyggja og Kólumbus frá þeim kominn. Þangað sótti hann hæfileikann til- að grípa inn í gang sögunnar með þeim af- leiðingum, sem öllum er kunn- ugt um. Ári síðar (1922) kom svo Cim- brernes Tog (Leiðangur Kimbr- anna) og enn þá rekur höfund- ur sama þráð. í þessari bók seg- ir frá herferð Kimbra og Tutona til Frakklands og Ítalíu rúmlega öld fyrir Krists fæðingu. Þeir skutu Rómverjum, drottnurum hins mikla heimsveldis, ræki- lega skelk í bringu, eins og kunnugt er úr sögunni’og áttu þeir naumast orð í eigu sinni til að lýsa nógu kröftuglega villimennsku þessara sigursælu manndýra norðan úr skógum hinna óþekktu landa. Eftir mik- ið taugastríð og vandlegan und- irbúning tókst Rómverjum að sigra þá, eins og sögur herma. Jóh. V. Jensen hugsar sér Kimbrana afkomendur jökul- byggjanna, eins og Langbarða, gædda hæfileikum norræna kynstofnsins í ríkum mæli, og Himmerland heimkynni þeirra, áður en þeir lögðu af stað í leið: angur sinn. Þessar sex skáldsögur, sem nefndar hafa verið hér á undan, hefir höfundurinn síðan fellt saman í eina heild, umritað lít- illega og samræmt hverja ann- arri. Þær voru síðan gefnar út í samfelldu riti undir nafninu Den lange Rejse (Ferðin langa), og í bók, sem kom út 1923, Æstetik og Udvikling (Fagur- fræði og þróun) gerði hann grein fyrir hugmyndum þeim, sem lægju til grundvallar þessu verki, hvernig hann leitaðist við að sýna mennina í ljósi þróun- arinnar, sér í lagi okkar ágæta norræna kynstofn, frá fyrstu tímum hinna fyrstu manna og fram á vora daga. Heildarútgáfan á Den lange Rejse hefst með Landinu týnda og lýkur með sögunni um Kól- umbus, og er það almennt talið aðalrit Jóhs. V. Jensen. VI. Á því tímabili, sem Jóh. V. Jensen ritaði bækur þær, er nefndar hafa verið hér að fram- an, sendi hann stöðugt frá sér fjöldamargar aðrar, ýmislegs efnis. Skulu hér fyrst nefndar Exotiske Noveller (Sögur frá fjarlægum löndum) og Myter (Sagnir). Jóh. V. Jensen hefir farið margar langferðir um heiminn, eins og áður’ er sagt. Exotiske Noveller eiga rætur sínar að rekja til þessara ferðalaga og kynna þeirra, sem hann hafði af fjarskyldum þjóðum og fjar- lægum löndum, og þótti margt í þessum rttum þegar í upphafi mesta meistaraverk. Ein þekkt- asta sagan í þessu safni nefnist Skovene (Skógarnir, 1904) og gerist í Austur-Indlandi. Þarna eru líka Singapore Noveller (Smásögur frá Singepore), Lille Ahasverus (Ahasverus litli) um 4 ára gamlan blaðadreng, sem stendur á gatnamótum í fólks- mergð New York borgar og selur blöð, og Ólivia Marianna (1915) um Evrópukonu á Java. (Exo- tiske Noveller I—II 1907—1909). Árið 1934 höfðu Myter komið út í 7 bindum, fyrsta bindið 1907. Myter þýðir því sem næst það sama og sagnir, þó eru þess- ar sagnir hvorki draugasögur né gömul ævintýri, eins og okkur kemur fyrst í hug, þegar við heyrum þetta orð, heldur er í þessum bókum marglitt sam- safn af ýmis konar efni óg flestu í einhvers konar söguformi. Er þar margt, sem talið er meðal afreka skáldsins. Eftir að síðasta bókin í Den (Framhald á 7. »íðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.