Tíminn - 19.01.1945, Side 7

Tíminn - 19.01.1945, Side 7
5. blað TÍMIM, föstmlaglim 19. jan. 1945 Kátír voru karlar Vamban: Hm, ég held, að ég skilji nú, hvað þú átt við! Leifi langi: Ha, ha, hí, hí! ÞAKKARORÐ Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur ómetan- lega samúð og mikla fjárhagslega hjálp í sambandi við bruna- slysið að Lundi 9. nóv. síðastl. INGA MARKÚSDÓTTIR. ÁSGEIR HÖSKULDSSON. Leifi langi: Tí ,hí! Vamban: Ég gefst upp! Hver er sjálfum sér næstur, stendur þar. Vamban: Allt í lagi, herra Langleggur! Sæll og bless! Leifi langi: Bless og sæll! Hér lýkur þessum þætti sögunnar. Á víðavangi (Framhald af 2. síðu) Það, sem þjóðin þarf, eru sam- stillt og örugg viðreisnarsamtök, sem þora að bjóða kommúnist- um byrginn. Þetta mun henni skiljast fyrr en seinna. í þeirri viðreisn, sem er framundan, mun þjóðin því ekki hafa nein not fyrir menn eins og Jón Pá. og þá sálufélaga hans, er hafa ekki annað til málanna að leggja en að halda eigi frið við kommúnista. Fyrir þá kjósendur, sem ekki vilja beinlínis láta stefnu kommúnista sigra, er ekki annað að gera en víkja slíkum mönnum til hliðar. Og það munu, Austur-Húnvetningar líka vafa- laust gera í næstu kosningum. „Slysin er þrælaþjóðin". Undirlægjuháttur Jóns Pá. við kommúnista og Alþýðu- flokksmenn sézt einna gleggst á því, að hann hefir nú marg- sinnis lapið upp í ísafold þá blekkingu Emils Jónssonar, að dýrtíðin reki rætur til þess, þeg- ar gengislögin voru afnumiin 1940 og hlutfallið rofið milli tímakaups og afurðaverðs. Tel- ur Jón það versta verk, að þetta skuli hafa verið gert. Ef þetta hefði ekki verið gert, myndi hafa skapazt hið mesta ósamræmi milli bænda og verka- manpa, því þótt" tímakaupið hækkaði ekki, uxu tekjur verka- manna mikið, vegna stöðugrar og aukinnar atvinnu þeirra. Af- leiðingarnar urðu þær, að allt kaupgjald í sveitum stórhækk- aði. Þess vegna var ekki hægt að halda landbúnaðarverðinu í sömu skorðum og áður, ef ekki átti að rýra hlut bænda á sama tíma og tekjur verkamanna uxu. Annars staðar, þar sem slíkum misvexti hefir þó ekki verið til að dreifa, t. d. í Svíþjóð, hefir verð landbúnaðarvara verið lát- ið hækka mélra á stríðsárunum en tímakaup og þannig viður- kennt, að framleiðslumarkaður bænda væri háður öðrum lög málum en tímakaup verka- manna. Samkomulagið í sex- mannanefndinni byggðist líka á því, að miða við heildartekjur verkamanna en ekki tímakaup, og taka jafnframt tillit til ann- ara kostnaðarliða hjá bændum, sem ekki eru til hjá verkamönn um. Annars má með sanni heim- færa hin fornu ummæli, að „slysin er þrælaþjóðin“, upp á þennan undirlægjuhátt Jóns. Jón var nefnilega einn þeirra þingmanna, sem greiddi atkvæði með afnámi gengislaganna og á því sinn þátt í því, hversu illa hefir farið, ef taka ætti mark á þessum ummælum hans! „Bændaritstjóri". í sannleika sagt má það undarlegt teljast, hve bændur í Sjálfstæðisflokknum ætla lengi að una því, að maður, sem er kallaður „bændarit- stjóri“ flokksins, skuli hvað eft- ir annað lepja versta óhróður inn um bændur og fulltrúa þeirra úr ræðum eða blöðum andstæðinganna og kenna bændum um hækkun afurða verðsins og um þann ófarnað, sem orðinn er í dýrtíðarmál- unum. Þeir sjálfstæðisbændur, er geta sætÞ sig við slíkt, eru vissu' lega ekki manndómsmiklir. Það er áreiðanlega ekki oL mælt, að forkólfar Sjálfstæðis- flokksins geta varla sýnt bænd um meiri óvirðingu en að kalla slíkan liðhlaupa úr stétt þeirra „bændaritstjóra“. Það væri jafnvel skárra að kalla pró- ventukarlinn þessu nafni. Próventúkarlinn enn á ferð. Próventukarlinn hjá Morgun- blaðinu, er valdi Reykvíkingum það til dægradvalar um jólin að glíma við myndagátu, sem var svívirðing um samtök bænda, fer enn á stúfana í sunnudagsbréfi sínu vegna á- kúra þeirra, s§m hann fékk nýlega hér í blaðinu. Próventukarlinn lætur nú, sem hann hafi viljað, að fram- farir landbúnaðarins væru miklu stórstígari á undanförn- um árum en raun ber vitni! Það er líklegast þess vegna, sem hann hefir barizt á móti nær öllum umbótamálum sveitanna tvo undanfarna áratugi og hjálpar nú eftir megni til að eyðileggja mörg stærstu fram- faramál þeirra, eins og áburð- arverksmiðjuna og breytingu jarðræktarlaganna?Eða í hverju öðru hefði þessi framfarahugur hans birzt? Þá reynir próventukarlinn að bregða'fyrir sig búþekkingu, en ekki birtist hún samt í öðru en þeirri fölsun að telja ræktað og ræktanlegt land, sem til heyrir hinum hýju jarðeignum Reykjavíkurbæjar miklu minna en það er! Hina þrítugföldu rýrnun mjólkurframleiðslunnar Korpúlfsstöðum síðan bærinn tók við rekstrinum, reynir hann að afsaka með því, að* ekki myndi það bæta úr öllu mjólk- urleysi Reykvíkinga, þótt fram leiðslan væri þar svipuð og áð- ur! Ónei, en hvað mikill myndi ekki mjólkurskorturinn í Rvík vera, ef bændur hefðu farið líkt að við búreksturinn og Reykja- víkurbær og dregið saman fram leiðsluna í álíka stórum stíl? Ætli að hún hefði þá ekki orðið nokkuð löng „halarófan við mjólkurbúðirnar“, sem Mbl. var að lýsa nýlega? . Það, að Reykvíkingar hafa nú næga neyzlumjólk, mega þeir þakka atorku bænda, sem ekki hafa látið síhækkandi kaupgjald og aðra dýrtíð draga úr bá rekstri sínum, eins og orðið hef ir hjá Reykjavíkurbæ. Og Reyk víkingar og aðrir geta ályktað það af nýja Korpúlfsstaðabú skapnum, hvort hollt muni að láta próventukarlinn og sálufé laga hans verða hæstráðandi í málefnum landbúnaðarins. „Skoðunarspil“ r íkisst j ór narinnar. Nýskeð birti Morgunblaðið teikningu af fundarsal einum miklum, sem Sjálfstæðisflokkur- inn ætlar að láta gera í flokks- höll þeirri; er hann hefir í smíð um í Reykjavík. Eitt vakti sér staka athygli manna við þessa „nýsköpun" flokksins, en það var stórt leiksvið í öðrum enda salarins. Nú undanfarið hefir „nýsköp- un“ rikisstjórnarinnar verið leikin á Alþingi — og hefir for- maður Sjálfstæðisflokksins, Ó1 afur Thors, farið með aðalhlut verkið. Hefir hann tekið upp gerfi Einars Olgeirssonar frá út- varpsumræðunum síðastliðið haust og farizt það prýðilega Finnst mörgum, að Ólafur hafi jafnvel komizt fram úr fyrir- myndinni. „Ef stríðsgróðamennirnir ekki koma sjálfviljugir með pen- inga sína inn í nýsköpunina, þá verða peningarnir sóttir inn í rottuholurnar til þeirra, og lagðir í framkvæmdir ríkis stjórnarinnar, hvort sem þeim líkar betur eða ver“, sagði Ól- afur, — og baðaði út öllum öngum. Þá fór mönnum að skiljast, að það væri ekki að ófyrirsynju, að Sjálfstæðisflokkurinn hefst handa um að byggja stærsta leikhús landsins. Hlutverkið er „stórslegið“, og formaðurinn er fyrirferðarmikill á leiksviðinu. TVolielsverðlauna- skáldið. (Framhald af 4. slðu) lange Rejse var komin út liðu mörg ár þangað til Jóh. V. Jen- sen sendi næst frá sér skáld- sögu, . að undanskilinni lítilli bók, Jörgina (1926), sem minnir mörgu á sögur hans frá Him- merlandi. En 1935 kom ný skáld- saga frá honum, Dr. Renauls Fristelser (Freistingar Renauls læknis, 1935). Er þar að ýmsu leyti óvenjulega með efnið far- ið, en ritdómarar fóru um það hógværum orðum, enda er hvort tveggja, að frægð höfundarins var orðin mikil, þegar hér var komið sögu, og margt í þessari bók ber vitni um snilldarhöfund, dó að sumt sé þar alllangt utan við alfaraleið. Næsta ár kom svo enn frá ný skáldsaga, Gudrun (1936). Þar lýsir höfundur ungri samtíðarkonu í Kaupmanna höfn, og er það síðasta bók hans, sem ég hefi haft kynni af. Hér hafa nú verið nefndar skáldsögur og smásagnasöfn Jóh. V. Jensens, skrifaðar á ár- unum 1896—1936, 40 ára tíma- bili, alls um 20 samstæð ritverk (Himmerlandshistorier 3- bindi, Kongens Fald~3 bindi, Exotiske Noveller 3 bindi og Myter 7 bindi). Er þó öðru nær en að allt sé upptalið, sem eftir hann liggur. Framh. Öllum þeim, sem mundu eftir mér ú fimmtugs af- mœli mlnu 13. jan. slSastliðinn, votta ég alúðar þakkir. JÓN OUÐMUNDSSON, Borgarnesi. Tilkynning frá kjörstjórn Verkamannafélagsins „Dagsbrún“ Tillögur uppstilllngarnefndar Verkamannafélagsins „Dagsbrún" um stjórn og trúnaðarráð félagsins fyrir árið 1945 (A-listi) liggja frammi í skrifstofu félagsins félags- mönnum til athugunar, frá og með miðvikudeginum 17. þ. m. Kjörskrá félagsins liggur frammi fyrir .félagsmenn frá og með sama tíma. Öðrum tillögum til fyrrgreindra trúnaðarstarfa ef fram kynnu að koma, ber að skila í skrifstofu félagsins eigi síðar en mánudaginn 22. jan. n. k. kl. 6 e. .h Reykjavík, 15. jan. 1945. í kjörstjórn Vmf. „Dagsbrún" Jón Einis. Hannes M. Stephensen. Guðmundur Vigfússon. Um petta leyti . . . (Framhald af 5. síðu) Pétursson,. forstöðum. presta- skólans, síðar biskup. Birti hann grein í Lanztíðindunum, sem hann þá stjórnaði, þar sem á- rekstrar þessir voru skýrðir frá sjónarmiði pilta og þess krafizt, að Sveinbjörn léti af embætti, þar eð hann væri óhæfur skóla- stjóri, þótt enginn bæri brigður á lærdóm háns. Var því fleygt, að honum myndi ekki hafa ver- ið það á móti skapi, þótt hann léti af rektorsembættinu hvort sem nokkuð kann að hafa verið hæft í því, að hann hafi sjálfur hugað gott til þeirrar glóðar. Erlent yfirlií. (Framhald af 2. síðu) • flutt mikið lið frá austurvíg' stöðvunum þangað og því veikt varnir sínar þar. Hins vegar má telja víst, að Þjóðverjar hætti að hopa, þegar komið er að þýzku landamærun um og verjist eftir það til hins ýtrasta. Þá kemur gamla spurn- ingin: Láta Rússar sér nægja að taka Pólland, eins og hin her- numdu löndin, og hægja síðan á sókninni, svo að það lendi sem mest á Bandamönnum að sigra Þjóðverja? Úr þessari spurningu verður nú bráðlega leyst. Húseigendur og husráðendur í Reykjavík eru alvarlega áminntir um, að tilkynna nú þegar Manntalsskrifstofunni, Austurstræti 10, ef einhver í húsum þeirra hefir fallið út af manntali síðastliðið haust, svo og ef einhverjir hafá síðan flutt i hús þeirra. Sömuleiðis ber öllum að tilkynna brottflutning úr húsum þeirra, og hvenær hann varð og hvert var flutt. Vanræksla við þessu varðar sektum. Borqarstjórinn í Reyhjavíh. Skrifstoia Strætis* vagna Reykja- víkur SW.5f.«=S-' er flutt í Hverfisgötu 18. Síml 1632. færðar, hefir enn einu sinni minnt menn á, að samgöngun- um milli Reykjavíkur og Suð- urlandsundirlendis er ekki kom- ið í viðunanlegt lag. Á seinasta Alþingi var sam þykkt að fela nefnd fjögurra verkfræðinga að athuga alla möguleika til lausnar á þessu máli og skila áliti um það til ríkisstjórnarinnar. Nefnd þessi hefir starfað í næstum ár. Ekk- ert hefir heyrzt frá henni. Von- andi er hún þó að vinna að rannsókninni. Það má ekki svæfa þetta mál með neinum undandrætti né ó- hæfilega langri rannsókn. Hér er um mál að ræða, sem skiptir meira en helming landsmanna mjög miklu. Þess • verður að krefjast, að ríkisstjórnin, sem telur sig fylgjandi nýsköpun, fylgi þessu máli fram með oddi og egg og hlutist til um, að álit umræddrar nefndar geti legið fyrir sem allra fyrst. Höfum fyrirliggjandi VETRARFRAKKA Mjög lágt verð. H. TOFT Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. Rannsóknin á samgöngumálum Sunnlenðinga. Lokun Hellisheiðarvegarins um alllangan tíma, vegna ó- Vinnið ötullega fyrir Ttmann. Rsykjavík. Simi 1249. Simnefni: Sldturf&ag. Reykkús. - Frystlkás. NiSursuðuverksmiSja. — BjúgnagerS. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjolbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gseði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfryatihújsi, eftir fyllatu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.