Tíminn - 19.06.1945, Qupperneq 6
6
TfcmPVIV, þriðjndaginn 19. iúnl 1945
45. blað
Áttræðnr:
«fón Elríksson
bóndi frá Sómastaðagerði.
Jón Eiríksson frá SómastaSa-*
gerði verður áttræður 24. júní
næstk.
Jón er fæddur á Geirsstöðum
í Mýrahreppi I Austur-Skafta-
fellssýslu 24. júní 1865.
Sú jörð er nú 1 eyði.
Foreldrar Jóns voru Eiríkur
Jónsson Eiríkssonar írá Syðri-
Flatey og Guðný Sigurðardóttir
frá Flatey, bæði af alkunnum
bændaættum.
Jón er elztur 11 systkina. Eru
tveir bræður hans á lífi, Krist-
ján fyrrum bóndi í Volaseli í
Lóni og átti hann nýlega sex-
tugsafmæli. Jón dvaldi í for-
eidrahúsum, þar til hann var 24
ára. Næstu sex árin var hann á
ýmsum stöðum í Skaftafells- og
Múlasýslum. Eftir það réðst
hann í siglingar og var í förum
til 1905 að hann settist að á
Norðfirði. Kom hann þá með
fyrsta vélbátinn, ér gerður var
út þaðan. Hélt hann bátnum
út i 4 ár, en fluttist vorið 1908
að Krossi á Berufjarðarströnd
og reisti þar bú. Bjó hann þar
í 24 ár til 1932, að hann seldi
jörðina og flutti að Sómastaða-
gerði í Reyðarfirði og hefir búið
þar, þangað til á síðastl. ári að
hann brá búi og fluttist til
Reykjavíkur.
Jón kvæntist árið 1905 Guð-
björgu Elíasdóttur, ættaðri úr
ísafjarðarsýslu, hinni ágætustu
konu. Hafa þau eignast 8 börn
og eru 6 þeirra á lífi: Hjalti,
bílstjóri á Eskifirði, kvæntur
Elísabetu Tómasdóttur. Hulda,
gift Gísla Sigurjónssyni í
Bakkagerði í Reyðarfirði, Sig-
urður Sverrir, Guðlaugur, Ragn-
hildur og Fanney, öll í Reykja-
c vík.
Þau Jón og Guðbjörg fluttu
svo þangað á s. 1. ári og dvelja
F élagsheimili
í sveítum
(Framhald aj 3. siðu) •
ekki að verða aðnjótandi sam-
komu- og íþróttahúsa og sund-
lauga, þótt það búi á Snæfells-
nesi, vestur á Barðaströnd,
norður í Steingrímsfirði og Mið-
firði, austur í Vopnafirði og
Stöðvarfirði eða austur í Hrepp-
um, svo nokkrir staðir séu
nefndir, sem ýmist hafa lokið
sundlaugabyggingum eða hafa
málið í undirbúningi.
Unga fólkið í þessum byggð-
arlögum þarf alveg eins að
læra sund og iðka íþróttir eins
og kaupstaðafólkið, þótt þar sé
fámennara og þjóðfélaginu get-
ur verið það mikils virði að
byggð sé þar haldið uppi og
fólkið vinni þar að framleiðslu-
störfum. Þess vegna er óhjá-
kvæmilegt, að rikið bæti þenn-
an aðstöðumun upp með aukn-
um fjármunum þangað, svo
fólkið í dreifbýllnu fari ekki á
mis víð dýrmæt verðmæti og
sjálfsögð lífsþægindi, sem aðrir
þegnar í þjóðfélaginu eiga auð-
veldara með að veita sér.
Með setningu íþróttalaganna
og stofnun íþróttasjóðsins eykst
yerulega stuðninguf hins opin-
bera við sundlaugabyggingar og
íþróttahús og hefir það aukið
mjög framkvæmdir hin siðari
ár. Þó er aldrei að fullu hægt að
mæta þeim áhuga, sem ríkir hjá
félögum víðsvegar um landið, er
að þessum málum vlnna. Fjár-
ráð íþróttasjóðs þurfa því enn
að aukast mjög. Hann.er aðeins
þáttur i þ*essu mikla menning-
armáli dreifbýlisins og hefir
auk þess mörgum öðrum skyld-
um að gegna. Annað og meira
þarf þvi að gera, svo skriður
komist hér á framkvæmdir. Með
ríflegri aðstoð rikisins er tryggt,
að umrædd félagsheimili verða
fulkomnari og næst þvl, sem
þeim ber að vera, fieldur en þeg-
ar þau eru byggð af meiri og
minni vanefnum. Með þess-
þar nú á vegum bama sinna.
Jón hefir verið mesti dugn-
aðar- og atorkumaður. Þegar
hann hætti siglingum flutti
harin með sér til Norðfjarðar,
eins og áður er sagt, fyrsta vél-
bátinn, sem gerður var út þaðan,
og er því brautryðjandi vélbáta-
útgérðarinnar þar. En á Norð-
firði hefir risið upp mesti út-
gerðarbæt á Austurlandi. Vél-
bátaútgerðin var þá aðeins í
byrjun hér á landi. Mun Jón
hafa kynnzt henni erlendis og
séð að um hagnýta nýjfcng var
að ræða.
Þó mun hugur hans jafnan
hafa hneigzt meira að landbún-
aði og bjó hann jafnan góðu
búi.
Jón hefir átt mikinn þátt í
félagsmálum sveitar sinnar.
Hann var einn af stofnendum
Kaupfélags Berufjarðar. Var
hann í stjórn þess um tíma og
fulltrúi á aðalfundum á meðan
hann var i Berufjarðarhreppi.
Formaður Búnaðarfélags Beru-
neshrepps var hann í 8 ár og
fulltrúi þess á fundum Búnaðar-
sambands Austurlands. í skóla-
nefnd var hann og nokkur .ár.
Þó Jón væri orðinn 43 ára
gamall er hann flutti að Krossi,
taldi hann sig ekki of gamlan
til að taka þátt í félagsskap
ungra manna. Starfaði hann í
ungmennafélagi sveitarinnar af
miklum áhuga og sýnir það, ef
til vill betur en allt annað fram-
farahug hans og bjartsýni.
Jón hefir jafnan haft mikinn
áhuga fyrir stjórnmálum og
hefir fylgt Framsóknarflokkn-
um að málum.
Jón er mikill fjörmað>r og
áhugamaður um allt er hann
kemur nærri og þolir ekkert ver
(Framhald á 7. síðu)
I
um hætti yrði fullkomið eftirlit
um alla vandvirkni og góðan
frágang. Auk þess er þetta rétt-
lætismál og í fullu samræmi við
margt annað, sem ríkið lætur
nú til sín taka.
Gegn lamleyöingar-
stefnunni.
Ýmsir munu vera þeirrar
skoðunar, að allt þetta sé fjar-
stæða. Það eigi að flytja fólkið
saman og að skapa umrædd
skilyrði út í dreifbýlinu, sé að-
eins til að viðhalda því illu
heilli. Þvert á móti eigl að lofa
fólkinu þar að eiga * sig, því
vinnubrögð þess séu „sambland
af meinlætalifnaði og sporti",
eins og höfuðprestur landeyð-
ingarstefnunnar hefir komizt að
orði. Úm það ætla ég ekki að
ræða hér, enda of víðtækt til að
blanda þvi inn í þetta mál. En
í trausti þess, að þjóðfélagið
meti og skilji störf og uppeldis-
gildi sveitanna í framtíðirini,
eru þessar hugleiðingar settar
hér fram. Það mun líka koma
í Ijós, að Sveitirnar, sem um aldir
hafa fóstrað megin hluta þjóð-
arinnar og byggt undirstöðuna
að þjóðfélaginu, eins og það er
í dag, eiga enn eftir að gegna
mikilvægu hlutverki, ef vel á að
fara.
Ungir menn í sveitum lands-
ins munu djarfhuga efla félags-
samtök sin á næstu árum til
framkvæmda vönduðu félags-
heimili í hverri sveit og fylgja
máliriu eftir við löggjafann, þar
til þvi verður sýnd réttmæt við-
urkenning. Þetta á að verða
einn af minnisvörðum þeirrar
kynslóðar, sem nú hefur starf
sitt. Dæmið frá Ingjaldssandi,
sem nefnt er í upphafi greinar-
innar, er lofsverð fyrirmynd og
sannar öðru Ýremur tilverurétt
afskekktra byggða. Það eru
einnig kröftug mótmæli gegn
landeyðingarstefnunni og um
leið hvatning um menningarleg-
ar framkvæmdir í dreifbýlinu.
02»
SanOariIlliii
syeitah cimlliii
Það er haft I gamanmáli eftir
gömlum bónda, er rak gemlinga
á fjall eitt harðindavor, að hann
hafi ekkert upp úr þeim fjall-
rekstri haft annað en það, að
þeir lifðu.
Hvað svo sem íslendingar
fimmta tugs tuttugustu aldar-
innar vilja iam sauðkindina
segja, þá standa þó stöðug þau
sögulegu sannindi, að þjóðin
hefir á umliðnum árhimdruð-
um, haft það þó upp úr henni,
að þess vegna lifir hún enn í
dag. Hvort sem líf feðra okkar
og mæðra hefir verið líf eða
ekki í þeim skilningi, sem nú-
tímamenn vilja leggja í það orð,
þá er samt sú þríeining óhrekj-
anleg, að sauðkindin lifði á
landinu og mannfólkið lifði á
sauðkindinni, og þess vegna lif-
um við.
Sumum íslendingum hefir
þessi sigur lífsins stigið svo til
höfuðsins, að þeim finnast þeir
vaxnir yfir rök uppruna síns,
þau séu þeim einkis virði lengur.
L|ofum þessum mönnum að
lifa sælum í sinni trú í þetta
sinn.
Ennþá eru þeir margir, sem
binda afkomu sina örlögum
sauðkindarinnar, án þes þó að
hagnýta sér öll hennar gæði.
Þeirra bíður mikið og skemmti-
legt starf.
Sauðkindin hefir ekki einasta
fætt íslenzku þjóðina framan
úr öldum, hún hefir líka hlýjað
henni, lýst henni — og klætt
hana. , ,
UUin var hin ósigranlega
hringabrynja, sem hin bitru
kuldavopn norðursins ekki
fengu á bitið.
Væri einhver af fyrrialda
feðrum okkar kominn í sauðmó-
rauðu tóftafötunum sínum, þá
gæti verið að snið og litir féllu
ekki öllum í geð, en þrátt fyrir
það þyrfti ekki húsfreyja hans
að blikna neitt á vangann
frammi fyrir dætrum sínum í
dag, þar sem hún gengi upp í
baðstofuhúsið með logandi tólg-
arkerti í hendinni og askinn
fullan af rjúkandi hangiketi,
hvítu sauðasméri, reyktum mag-
ál og súrsuðum bringukoll, og
sjálf í vel tættum vaðmáls-
peysufötum með fina, prjónaða
jskotthúfu og í fallega bryddum
sauðskinnsskóm. Hún gæti sagt
hreinum róm*: „Sjá! sauðkind-
in lýsir mér, fæðir mig og klæð-
ir“. —
j Þannig var það og á það að
I vera, íslenzkir sauðabændur.
Sauðkindin getur gert sérhvert
sveitaheimili að fögru og sjálf-
stæðu menningarríki — og hún
á að gera það. En til þess þarf
þekking og verktækni nútímans
ásamt með smekk og tízku al-
mennings, að umbfeyta ullaraf-
urðum sauðkindarinnar til meiri
heimiiisnota en ennþá er.
í hinu nýja gistihúsi Kaupfé-
lags Eyfirðinga, er tog og úr-
gangsull frá Gefjunni, ullar-
verksmiðju Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, notuð á nýstárleg-
an hátt. Allir bekkir og stólar
gistihússins eru stoppaðir með
ull í stað þess að hafa í þeim er-
lenda málmgorma — og þó eru
;þeir mjúkir eins og háfjalla-
mosi.
| Þeir menn, sem fengið hafa
reynslu fyrir þessum togullar-
bekkjum, telja, að þeirra sé
1 framtíðin. Með þeim hætti eigi
heimilin að hafa rúmbotna sína,
bekki og stóla — hafa ullardýn-
ur og ullarteppi og ullarábreið-
ur. — Með fjölþættari verk-
kunnáttu í gömlum og nýjum
verksmiðjum og með heimilis-
vélum þarf að hagnýta sauðar-
ullina til hins ítrasta, bæði til
fata og eins til híbýlarfbta og
híbýlaprýði. Alveg sérstaklega
ber sveitaheimilunum að not-
færa sér til fulls þetta óviðjafn-
anlega hráefni, sem um leið er
þeirra eigin framleiðsla.
Sauðabændurnir eiga ekki
eingöngu að leggja metnað sinn
í það að eiga<,margar kindur og
arðgæfar, heldur engu síður að
bæta og fegra heimili sín, með
ullinni þeirra góðu.
Jónas Baldursson.
Skmnaverksmiðjan
/
Iðunn
framleiðir
StTUÐ SREVN OG 1ÆÐUR
ennfremnr
hina landsknnnu
Iðunnarskó
Raitækjavinnustoían Selíossi
framkvæmir allskonar rafvlrk jastðrf.
ORÐSENDING TII. KAUPEIVDA TÍMAAS.
Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðlnu, eru þeir vin-
samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.
Samband ísl. samvinnufélaga.
SAMVINNUMENN!
Beinið ávallt viðsklptum yðar til kaupfélag-
anna, með því eflið þér hag þeirra og yðar
sjálfra.
Ullarverksmíðjan
Geíjun
framleiðir fyrsta flokks vörur.
Spyrjið því jafnan f y r s t eftir
Geíjunarvörum
þegar yður vantar ullarvörur.
Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla
Leonardo da Vinci
eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu
Björgúlfs læknis Ólafssonar
er komin í bókaverzlanir
Leonardo da Vinct var furðulegur maður. Hvar sem hann tr nefndur i bókuih, er
ems og menji skorti orð lil þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. I ,JLncyciopœdia
Bnlannica" (1911) er sagt, nð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi d sviói
visinda og lisla og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði *nzt tíl að afkasla hundiaðasta
parti a\ öllu þvi, sejn hann fékkst við.
l.eonardo da Vinci var óviðjafnantegur mdlari. En hann var lika uþpfinningamaðm
d við Edison, eðlisfrœðingur, sta-rðfrajðingui, stjðmujraðfngur og hervélafraðingur.
Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfraði, Uff/rrafrírði og stjómfraði, andlitsfatl rnanna og
fellingar i klaðum athugaði hann vandlega.
Söngmaður var Leonardo, góður og iék sjdtfur d hljóðfari. Enn fremur 'ritaðí hann
kynstrin ðll af dagbókum, en -
list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr.
Þessi bók um Leonardo da Vinci er saga um mannmn, er fjölhafastur og afkasta•
mtstur er talinn allra martna. er sögvr farn af. og einn af mestu listamönnum veraldar.
í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum.
H.F. LEIFTUR, Reykjavík.
Tilkynning
til pípulagningamanna
Að gefnu tilefni er pípulagningamönnum bannaö
að leggja afreruslisvatnspípur frá hitaveitukerfum um!
reykháfa húsa, nema að fengnu leyfi slökkviliðsstjór-
ans, sem veitt muriu verða með sérstökum skilyrðum
um legu pipna og festingu þeirra.
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík, 14. júní 1945.
Jón Sigurðsson.
T t M IIV IV er víðlesnasta anglýsingablaðið!