Tíminn - 10.08.1945, Síða 2

Tíminn - 10.08.1945, Síða 2
Föstudagur 10. áfíúst Búnaðarþingið Búnaðarþing er nú komið saman. Eftir því, sem heyrst hefir mun aðalverkefni þess verða tvíþætt að þessu sinni. Annars vegar verðlagsmálin og hins vegar að halda áfram því starfi, sem unnið hefir verið undanfarið innán búnaðarsam- takanna til þess að efla stéttar- samtök bændanna. . Bæöi verkefnin eru sérstak- lega þýðingarmikil og bænda- stéttin á mikið undir því,' að Búnaðarþingi takist giftusam- lega forustan. Hinar furðulegustu sögur ganga um fyrirætlanir þeirra, sem „valdið hafa“ varðandi verð lagsmál landbúnaðarins og nú þegar hafa verið stigin skref, sem benda éindregið’ í þá átt, að þessar sögusagnir séu ekki gripnar úr -lausu lofti. Mönnum er heldur ekki úr minni liðið, hvernig samþykktir Búnaðarþings 1944 voru misnot- aðar á herfilegasta hátt til þess að kaupa kommúnistana til stjórnarsamstarfs í stað þess að þar var lagður grundvöllur að lækkun verðbólgunnar, ef rétt hefði verið og heiðarlega á haldið. Það getur verið, að framund- an sé talsvert hörð barátta í þessum málum. Skiptir þá mestu áð bændur beri gæfu til þess að standa saman í þeirri baráttu. Verði þeim þess auðið, líður ekki iangur tími un? þeir fá fram- gengt réttmætum kröfum sínum jafnvel þótt reynt yrði í bili að sýna þeim óbilgirni. Allt er undir því komið, að bændur standi saman í þessum efnum, Geri þeir það, þá er ekki hægt að ganga fram hjá þeim. Ekki er ennþá búið að breyta svo kosningalögum og kjördæma skipun, að það geti ekki orðið örlagaríkt, ef allir bændur snú- ast á eina sveif við alþingiskosn- ingar. Það er almennt rikjandi skoð- un meðal bænda, að efla þurfi stéttarsamstarf þeirra á meðal. Jafnframt mun það skoðun flestra, að það verði' að finna leiðir til þess að efla stéttarsam-' tökin á grundvelli þeirra sam- taka, sem fyrir eru og í náinni samvinnu við þau. Þetta sé brýn nauðsyn til þess að fyrirbyggja tvískinnung og jafnvel klofning, sem geti stafað af því, að bænd- ur hafi tvær forystustofnanir, sem að meira og minna leyti eigi að sinna sömu verkefnum. Hér skal ekki rætt um þessi efni í einstökum atriðum, þar sem það er bændanna sjálfra að sjálfsögðu að marka stéttar- samtökum sínum það form, sem þeir telja hentugast. Hér verður. það látið nægja, að undirstrika nauösyn á auknu stéttarsamstarfi bændanna, að benda á þá höfuðnauðsyn, að sem mest eining náist um til- högun • stéttarsamstarfsins og vara alvarlega við þeirri hættu, sem í því felst, ef slitin væru tengslin við þá félagsstarfsemi, sem bændur hafa skipulagt og sífellt verið að fullkomna síð- ustu áratugina. Þá er ástæða til að ‘vara við því, að menn dragi deilumál að ófyrirsynju inn í meðferð þess- ára mála. Samtökin eru fjöregg bænda- stéttarinnar. Hver sá, sem fjall- ar um þau málefni af léttúð og án fyilstu ábyrgðartilfinn- ingu, gerist sekur um að fara óvarlega með fjöreggið. Takist illa til um meðferð þess, þá mun ekki standa á þeim að notfæra sér það óhapp, sem bíða tæki- færis til þess að vinna landbún- aðinum og bændastéttinni ó- gagni, m. a. með því að skera sig niður úr verðbólgusnörunni á kostnað bændanna. Þess er að vænta, að Búnaðar- þingi farist giftusamlega for- ystan um þetta mál og að gam- vinna takist við þá menn innan búnaðarsamtakanna, sem hafa látið sig þessi mál skipta nú undanfarið, en ekki eiga sæti á Búnaðarþingi. TÍMHVN, föstndaglim 10. ágást 1945 59. blað r {ííaicnxg Stefnt á vegginn. „---------Erlent markaðsverð á íslenzkri framleiðslu ber ekki meiri dýrtíð en nú er.“ Hvar standa þessi orð? Vænt- anlega í Tímanum myndi marg- ur svara, og r'étt er það, að oft hefir þetta blað bent á þessa staðreynd. En þessi orð eru nú ekki tekin úr Tímanum, heldur úr Þjóðviljanum þann 4. þ. m. Bölvaðar staðreyndirnar eru farnar að segja til sín. Hofmóð- urinn ætti þá einnig að minnka óg kannske á það að vera vott- ur þess, áð Þjóðviljinn segir, að það hafi enginn kostur góður verið fyrir hendi, þegar finna átti leið til þess, að sumarverð landbúnaðarafurða hefði ekki áhrif á vísitöluna. Það hafi ver- ið skársti kosturinn, sem tekinn var og í því var fólginn, að neyt- endur tækju hækkuninni án uppbóta. Einhvern tíma hefði nú Þjóðviljinn skorað á menn til verkfalla út af þessu og kall- að almenna launalækkunarher- ferð afturhaldsins. En það gilti nú raunar öðru máli þá á með- an broddar kommúnista. voru ekki komnir að jötunni hjá Ól- afi Thors. Játningin. Nú verður stjórnarliðið að játa, eftir margra mánaða full- yrðingu í gagnstæða átt, að öllu sé teflt á fremstg, hlunn um framleiðslukostnað, — miðað við íyllsta stríðsverð afurða og þrátt fyrir niðurborgun dýr- tíðarinnar með tugmiljóna framlögum úr rkissjóði. Hefði nú ekki verið betra fyrir þá, sem hér hafa lengst'. gengið eins og forsætisráðherrann og þjóð- málaskúma kommúnista að reisa sig minna undanfárið,' svo að fall þeirra yrði lægra í aug- um þjóðarinnar, nú þegar þeir komast ekki lengur hjá því að viðurkenna a. m. k, að ein- hverj u leyti staðreyndirnar. Þeir um það. Það skiptir hins vegar mestu máli, að fram kemur einu sinni íglöggur vottur þess, hvers konar „forystumenn“ það eru, sem nú halda um stjórnartaum- ana á íslándi. Hvert hefir veriff þeirrá starf? Kommúnistarnir, sem nú gera þessa játningu, og raunar Ólaf- ur Thors einnig, hafa verið önn- um kafnir undanfarna mánuði við að hækka framleiðslukosjm- að íslenzkra afurða og undirbúa enn frekari hækkun með alls- herjarhækkun á kaupgjaldi í landinu, sem hækkar landbún- aðarvísitöluna. Og nú sitja þeir með sveittan skallann við að reyna að finna einhverjar „svindil“-aðferðir, sem verða mættu til þess, að þeir þyrftu ekki að horfa beint framari í staðreýndirnar þegar á þessú hausti. Hvers krefst þorri manna? Það mega þessir loddarar hins vegar vita, að þeim fjölgar sí- fellt í landinu, sem krefjast raunhæfrar lækkunar á verð- bólgunni og , framleiðslukostn- aðinum með sanngjarnri þátt- töku allra og menn vilja að byrj- að verði að lækka nú þegaf, en ekki hafður sá háttur á, að menn eyði fé sínu og taki lán til nýrra framkvæmda meðan allt stendur hæst, en eigi síðan að borga lánin, þegar allt hefir lækkað. í þessu vilja menn hrein úrræði, én ekkert „svindl“. Þá fjölgar þeim einnig óðum, sem gera kröfu til þess að hæfi- lega verði la$t fram af stríðs- gróðanum til almanna ^þarfa og ráðstafanir gerðar til þess að þeir borgi, sem skotið hafa und- an sköttum. Margir hafa ógeð á skulda-, verðbólgu- og skatt- svikastefnu ríkisstjórnarinnar og þegar þar yið bætist frammi- staðan í verzlunarmálunum, þá fyllist mælirinn óðum. Ólíkt hafast menn aff. Þetta mega íslendingar horfa upp á meðan aðrar þjóðir, eins og til dæmis Danir, Englendvng- ar og Svíar gera ráðstafanir til framfara á öruggum fjárhags- grundvelli og ráðstafanir til þess að hagnýta stríðsgróðann á skipulegah hátt — hvað sem um stefnu stjórnanna í þess- um löndum verður sagt að öðru leyti. * « Dónaskapur. Framsóknarflokkurinn hefir karfizt þess eindregið, að Al- þingi verði kvatt saman í byrj- un septembermánaðar og birt skýr og fösj, rök fyrir þeirri kröfu. Var þessi krafa endur- nýjuð í síðasta tölublaði Tím- ans. Nú hefir Morgunblaðið brugð- izt við þessari kröfu með skæt-i ingi og dónaleg storkunaryrði í garð þeitra, sem ekki segja já og amen við öllu, sem stjórnin vill vera láta. Er þar fyllilega látið skiljast/ að bezt sé fyrir þá að þegja, er ekki eigi skjól und- ir hennar verndarvæng. , Það leynist ekki, að enn lifir í göml- um glæðum hjá því blaði. Enn er haldið áfram að sá sæði ein- ræðisins og ofstopans og hvergi hirt um, hvað séu þær lág- markskröfur um háttvísi í sam- skiptum, er gera verður í lýð- ræðislandi. Þannig geta dónar einir skrifað. Og það er ekki heldur neitt einkamál ríkisstjórnarinnar, hvort þingið verður kvatt sam- an. ÞaÓ skyldi Morgunblaðið gera sér ljóst, að það er ekki ríkisstjórnin, sem löggjafar- valdið hefir. Hún hefir því eng- an rétt til þess að grípa,til nýrra og óþekktra ráða í verðlagsmál- um og dýrtíðarmálum, án þe^s að kalla saman þing og leggja tillögur sínar fyrir það. Allir þeir -sem halda vilja í heiðri grund- vallarreglur lýðræðisins verða því að sameinast um þá afdrátt- arlausu kröfu, að þingið komi saman í tæka tíð til þess að fjalla um hin aðkallandi vanda- mál og- fella sinn úrskurð í þeim. Nuddið utan í brezka jafnaffarmannaflokkinn. Síðan kunnugt varð um kosn- ingaúrslitin í Englandi hafa blöð og flokkar hér lagt mikið kapp á að telja fólki trú um einhvern skyldleika, sem væri á milli jafnaðarmannaflokksins brezka og stjórnarflokkanna hér, auk þess, sem þeir hafa hver í sínu lagi reynt eftir beztu getu að nudda sér utan í hann. En þéssa spaugilega viðleitni á sér þó litla stoð í raunveruleikanum. Hér er allt á sandi byggt. Jafn- aðarmannaflo^kkurinn brezki gekk til kosninganna með mjög rækilega stefnuskrá, þar sem því var heitið, að vandamál þjóðar- innar skyldu tekin föstum tök- um. Sú stefnuskrá var nokkurn veginn á svo öndverðum meiði, sem hugsast getur við athafnir og fyrirætlanir hinna ráðlausu stjórnarflokka hér, sem ekki vita annað ráð vænna en láta allt reka á reiðanum og treysta á það, að þeir gerti' enn uiy hríð knúið hjól dýrtíðarinnar afram. í stefnuskrá jafnaðarmanna- flokksins brezka var það eitt af meginatriðunum að forða dýr- tíð með öruggum ráðstöfunum, svo að atvinnuvegirnir hrynji ekki í rústir og atvinnuleysi dynji yfir og sparifé lands- manna rýrni til mikilla muna. Um slíka hluti er ekki verið að hugsa hér á landi. Forustumenn flokksins héldu margar ræður fyrir kosningarn- ar, þar sem þeir gerðu frekari grein, fyrir skoðunurri sínum og stefnumiðum. Er fróðlegt að lesa þessar ræður og bera þær sam- an við það, sem þeir, er telja sig umboðsmenn verkalýðsins hðr, leggja til málanna hjá okk- ur. Það er talsvert annar hljóm- ur. í Ræffa Bevins. Einn af þeim mönnum, sem mikið lét að sér kveða í kosn- ingabaráttunni, var Bevin, -nú- verandi utanríkismálaráðherra. Eina stórræðu sína flutti hann í útvarp 22. júní og útdráttur birtist úr henni 1 Mamchester Guardian. Þar er svo frá sagt meðal annars: „Þá sneri hann sér að innan- landsmálunum, þar sem stefnu- munur er hinn mesti,“ eins og hann komst að orði. „Við skul- um líta til fyrri heimsstyrjaldar. Þá féll verðgildi peninganna niður í minna en fimmtíu af hundraði af fyrra gildi þeirra, sökum hækkandi verðlags. Viff verffum aff nota hverja færa leið til þess aff sjá um, aff fólkiff geti keypt það, sem þaff hefði getað keypt fyrir peninga sína, þegar það lánaði landinu þá. Því aff ég segi, aff ekkert getur forðaff sparifé ykkar aff sogast út úr höndum ykkar, ef pen- inganna er ekki gætt meff skyn- semd og kjarki. Hvað á ég svo við með því að gæta peninganna? Ég á við, að engir peningar verði lánaðir, nema. með því sé stuðlað að- bættri afkomu þjóðarinnar — að ekkert bankafé né lán verði veitt til þess að stunda gróða- brall eða brask með vörur, lönd og hlutafé. Ef ekki er hirt um að hafa taumhald á peningun- um, dynur atvinnuleysið yfir. Ef ekki er hirt um að gæta pen- inganna, er sparifé ykkar áreið- anlega stofnað í voða. Á striðs- tímanum hefir fjármagnið ver- ið þjónn þjóðarinnar, og st^fna jafnaðarmannaflokksins er að hlutast til um, að það verði ekki herra hennar aftur.“ Síðar í ræðu sinni sagði Bevin: „Jafnaðarmannaflokkurinn vill einnig láta koma upp lands- raforkukerfi, þar sem hver og einn geti keypt rafmagn við einu og sama verði. Sé fólk á afskektum stöffum fúst til þess að þjóna samfélaginu, á þaff aff njóta fríffinda og hlunninda við sama verffi og borgarbúar eiga kost á.“ Bevin og flokkur hans að- hyílast sýnilega hvorki þá stefnu að láta dýrtíðina ríða allt á slig, né heidur. að reka fjandskap við þá, sem búa á hinuiri af- skektari stöðuni. En það þykir aftur á móti lé- leg pólitík innan stjórnarflokk- anna hér á landi. Og öllum, sem ekki er þeim sammála, er heit- ið afarkostum. E R LE N T YFIRLIT Stjórnarmyndunin í Svíþjóð Um seinustu mánaðamót, eða nánar tiltekið 31. júlí, baðst samsteypustjórnin, sem verið hefir við völd í Svíþjóð styrj- aldarárin lausnar. Per Albin Hansson forsætisráðherra myncri aði þegar í stað nýja stjórn, sem er hrein jafnaðarmannastjórn. Per Albin birti þegar í stað ráð- herralista og stefnuskrá hinnar nýju stjórnar. ■ Per Albin Hansson er forsæt- isráðherra áfram. Utanríkis- málaráðherra er Östen Undén h'áskólakanslari í stað Christian Gúnther i samsteypustjórninni. Fj ármálaráðherra er áf ram' Ernst Wigfors. Félagsmálaráð- herra er Gustav Möller, sem einnig ýar i samsteypustjórn- ^ inni. Landbúnaðarmálaráðherra íer Per Edvin Skjöld, sem kemur í stað Persson Bramstorp í sam--| steypustj óminni. ViðSkiptamála- ráðherfa ' er Gunnar Myrdal prófessor, sem kemur í stað Berthil Ohlin. Samgöngumála- rá^herra er Thorsten 'Nilsfon, sem er nýr ráðherra. Hermála- ráðherra er Allan Vought í stað Per Edvin Skjöld. Dómsmálaráð- herra er Danielsson, kirkjumála- ráðherra er Tage Erlander, og birgðamálaráðherra er Gjöres og var hann í samsteypustjórninni. í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju stjórnar er iboðað aukið lýðræði á öllum sviðum og á- herzla lögð á norræna samvinnu. Þykir rétt að birta hér í heild yfirlýsingu hinnar nýju stjórn- ar: 4 „Eftir að samsteypustjórnin hefir farið frá völdurn hefir myndun stjórnar jafnaöar- manna þótt vera í eðlilegusta samræmi \dð hina pólitísku að- stöðu i Sviþjóð. Ekki er þörf neinnar ýtarlegrar stefnuskrár, þar eð sænska stjórnin hefir notið forustu Alþýðuflokksins alitaf síðan árið 1932, nema með - örstuttu hléi. Má því-segja, að núverandi stjörn séíbeinu fram- haldi af stjórn þeirri, sem fjall- að hefir um málefni Svíþjóðar nú um langt skeið. J af naðarmannaf lokkurinn sænski, sem stendur að hinni riýju stjórn á þingræðislegum grúndvelli, lagði fram eftir kosn. Per Albin Hansson. forsœtisráöherra Svía. ingarnar í fyrra, stefnuskrá fyr- ir tímann eftir styrjöldina. Hún verður nú stefnuskrá stjórnar- innar. Það verður unnið að auknu lýðræði á pólitísku, fé- lagslegu og fjárhagslegu sviði. í fyrsta lagi verður unnið að því, að menn hafi atvinnu og tryggða afkomu méðan komizt er yfir hjallann frá stríðsbúskap til friðarbúskapar. Þá mun stjórnin láta sig miklu -skipta félagsmál-og framkvæmdir, sem tafizt hafa af völdum striðsins og verður fjallað um þau mál þegar í stað. En' stefna stjórnarinnar mun fyrst og fremst beinast að því að skapa alþýðu manna góða lífsafkomu og öryggi með því (Framhald á 8. slðu) ZADM HÁ6KANNAHNA Það er ekki ótítt, aö Morgunblaðið og Þjóðviljinfl hafi í heiftúðugum hót- unum við alla þá, sem ekki í einu og öllu falla, fram og tilbiðja riirisstjórn- ipá. Hvað eftir annað er þeim heitið áfarkostum. Á þetta er nokkuð drep|ð í Degi 26. júlí: „Eins og jafnan áður er stjórn- arfylgi og stjórnarandstaða ríkj- andi í þjóðlífi ísléndinga .Svo hefir það verið o% svo er það enn og verður framvegis, meðan skoðana- frelsi, málfrelsi og ritfrelsi er ekki hneppt í fjötra kúgunar ,ofbeldis og áþjánar frá hendi einræðisflokks eða flokka. Því verður nú alls ekki neitað, að frá hendi stjórnarfylgisins bólar mjög á þeirri einræðishneigð sem hér hefir verið drepið á. Tónninn í stjórnarblöðunum í Reykjavík, 1 Morgunblaðinu og Þjóðviljanum, benda allákveðið í þessa átt. Mbl. telur það gajiga glæpi næst og stappa nærri landráði ,að veita ekki núverandi samsteypústjórn auðvaldsins og sósíalísta fylgi. Blað- ið kallar andstöðu við þessa stjórn ódæði og prédikar nær daglega með miklum ofsa og óhrjálegu orðbragði að fyrirliðar andstöðunnar skapi sér þungap áfellisdóm og taki á sig ábyrgð, sem' þeir fái ekki undir risið. Hér er ekki spurt um skoðanfrelsi eða sannfæringu andstæðinga stjórnarinnar. Þeir eiga bara að hafa sömu skoðanir og stjórnin og beygja sig í auðmýkt fyrir vilja hennar. Það á að steypa alla lands- menn i sama mótinu. Þetta er ó- frávíkjanleg krafa innstu koppa í búri stjórnarfylgisins, og henni fylgja svo meira og minna dulbúnar hótanir um eitthvað skelfilegt,' sem stjórnarándstöðunnar bíði, ef hún vill ekki falla fram og tilbiöja stjórn auðmannaklíkunnar og sovétdýrk- enda.“ * * * í stjórnmálabréfi úr Reykjavík 1 blaðinu Skutli hinn 27. júlí segir meðal annars svo: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar aug- lýsti nýlega að innan tiltekins tíma ætti að vera búið að rífa og flytja á burtu alla bragga innan kaup- staðarins að' viðlögðum sektum. Þarna er réttilega og skörulega á málum tekið, og væri vonandi, að önnur/ sveitafélög og yfirvöld fylgdu þessu fordæmi. Að vísu gerum við Reykvíking- ar okkur ekki neinar tyllivonir um röggsemi bæjaryfirvaldanna í Reykjavík í þessu tilliti. Hér eru þegar hundruð, ef ekki þúsund íbúa, sem ekki hafa annað húsa- skjól en setuliðsbragga að hirast i, og engrar úrbótar virðist von á þessu fyrst um sinn af hálfu bæjar- yfirvaldan,na. Kjör þessara húsnæð- islausu olnbogabarna þjóöfélagsins stinga átakanlega í stúf við vel- megun þjóðarinnar áN öðrum svið- um, enda er hér ekki fyrst og fremst um getuleysi að ræða, held- ur afleiðirig .skipulagsins og óstjórn- ar í fjármálum þjóðarinnar, sem á eftir að sýna henni á margvíslegari annan hátt, úthverfuria á verð- bólguvelgengninni og svindilgróð- anum, sem þrifizt hefir á undan- gengnum árum fyrir mistök Og úr- ræða- og ábyrgðarleysi þeirra, sem borið hafa ábyrgð á stjórn lands- ins. Þeir reikningar eru enn óupp- gerðir, en reikningsskilin nálgast óðum, þrátt fyrir allt blekkinga- gaspur blaða og stjórnmálamanna." Hér er drepið á mál, sem furðu hljótt hefir verið um, þótt undrun sæti, hversu lítið hefir verið gert af hálfu bæjaryfirvaldanna til þess að bæta á skynsamlegan og sómasamlegan hátt úr húsnæðismálunum. Sama tregð an og seinagangurinn hefir einkennt meðferð þeirra eins og flest annað, sem bætjarstjórnin kemur nærri, nema útsvarsálagninguna. Þá er ekki skorið við nögl sér. * * * Umferðaslysin og álit nefnda þeirra, sem um þessi mál hafa fjallað, voru nýlega gerð að umtalsefni í ritstjórnár- grein í Alþýðublaðinu. Þar segir: „Hin tíðu. umferðarslys í bænum og nágrenni ’ hans að undanförnu • * 1 hafa vakið mikinn ugg meðal al- mennings. Var eigi alls fyrir löngu skipuð þriggja manna nefnd af hálfu hins opinbera, er í áttu sæti þeir Gissur Bergsteinsson, hæsta- réttardómari, Bergur Jónsson, saka- dómari og Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri, til þess að rannsaka mál þessi og gera tillögur til úr- bóta. Hefir nefnd þessi nýlega birt gfeinargerð um störf sín og at- • huganir.’ í kjölfar þessa hafa svo samtök atvinnubílstjóra bæjarins sent dómsmálaráðuneytinu og bæjarráði allýtarlegar tillögur, sem horfi til úrbóta í þessum málum.“ Og enn segir: i „Hin*tiðu umferðaslys eru vanda- mál, sem ■ krefst gaumgæfilegrar könnunar og skjótrar úrjausnar. Almenningur getur ekki unað því öllu lengur að vera ekki óhultur^ um líf sitt og limi vegna þess að umferðamálunum er ekki komið i \ viðunanlegt horf. Slíkt ástand er siðmenntaðri þjóð óþolandi. Allir aðilar verða að leggja ríka áherzlu á það, að finna lausn á þessu máli hið fyrsta og mega að sjálfsögðu ekki horfa í það að gera strangar en þó sanngjarnar kröfur til allra þeirra, sem hér eiga hlut að máli. Því er ekki aö neita, að bifreiða- stjórum er mjög gefin, sök á hinum miklu umferðaslysum og iðulega mun meiri en skynsamleg rök mæla með. Þess vegna ber því að fagna, að þeir lýsi sig reiðubúna til sam- vinnu um úrbætur á sviði umferð- ar- og samgöngumála höfuðstaðar- ins. Reynslu þeirra ber vissulega mjög /áð leggja til grundvallar, þegar freistað er að ráða málum þessum til hagkvæmra lykta. Og sér í lagi ber að krefjast þess, að öllum bifreiðastjórum, hvort sem þeir hafa bifreiðaakstur að atvinnu eða ekki, sé búinn sami réttur fyrir lögum og dómum, en á það hefir þótt. skorta á liðnum árum.“ /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.