Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 5
67. blað
TÍMIM, föstndaginm 7. sept. 1945
5
Hamsun og skoðanir hans
(Framhald af 4. síðu)
lesið erlendar bókmenntir, var
hrifið af Viktoríu: Hinir sælu
dagar, sem horfnir eru allrar
veraldar veg, Hamsun, hið
norska skáld — hve sárt, hve
ljúfsárt hefir hann ekki saknað
þeirra, hve unaðsleg hefir hon-
um ekki verið minningin? Og
sko! Raunin er þessi: Við eldra
fólk hér á íslandi finnum, að
hann hefir fundið til svipað og
við, dreymt í æsku svipað og
við, þrátt fyrir allt, sem sýnist
í fljótu bragði ólíkt! . Já, ég
hygg, að lestur Viktoríu hafi
brugðið hjá mörgum manninum
— komnura af æskuskeiði —
ljóma yfir heim unglingsáranna.
Frásagnarhátturinn — strax
grípur hann, sem undur, fram-
andlegur, ævintýralegur, en þó
raunar látlaus, já, svo sem þar
hafi verið leystur úr læðingi
tónn, sem búið hafi í brjósti les-
andanum sjálfum. Dýrð og dul-
töfrar náttúrunnar, þrá æsku-
mannsins eftir því, sem er feg-
urra og furðulegra en það, sem
unglingurinn á við að búa; órar
hans um mikla og glæsilega
sigra, tilbeiðsla hans á gyðju
draumanna, drottningu fram-
tíðarinnar — allt er það þarna. .
og svo miklu, miklu meira —
ósegjanlegt, ótáknanlegt, en.
samt þarna í blæbrigðum máls-
ins — eða eins og það virðist:
milli línanna, jafnvel bak við
orðin. Svo: Jóhannes og Viktoría
— hve fast eru þau ekki mótuð
í hug unglingsins, sem las þessa
bók, þá er hún kom út, — svo
nálæg og náttúruleg og þó yfir
þeim blámóða fjarlægðar, já,
og einhver furðutíbrá ... Og
einmitt hinn meðaldra lesandi,
sem las Viktoríu ungur, hann
skilur það nú svo mætavel, að
Viktoría, dteiumgyðja unglings-
áranna, hlaut að deyja. Annað
héfði ekki verið í samræmi við
veruleikann, þann veruleika, sem
við þráum að breyta, en verður
svo lítið ágengt með breytingar
á ... gengur svo grátlega seint
að flytja draummyndirnar af
austurlofti æskuáranna niður á
þær steinstéttir raunveruleik-
ans, sem við göngum á mann-
dóms- og elliárum, þó að við
máske fáum skapað okkur nýjar
myndir í vestri.
Eins og menn muna, vakti
þýðing Jóns Sigurðssonar á
Viktoríu mikla athygli þeirra
manna, sem báru gott skyn á
slíkt. Ég hygg, að varla hafi
áður verið lögð eins samfelld og
mikil rækt við að þýða þannig
erlent skáldrit í óbundnu máli,
að saman færi allt þetta: Fögur
íslenzka, rétt þýðing og hinn
upprunalegi stílblær. Hamsun
fer mjög sínar eigin leiðir um
meðferð máls, setningaskipun og
orðaröð — hefir alltaf gert það.
Hann hefir stundum teflt á tæp-
ustu nöf, svo að þótt hefir leika
vafi á, að leyfileg væri sú með-
ferð tungunnar, sem hann hefir
viðhaft á stöku stað í skáldsög-
um sínum. En Jóni frá Kald-
aðarnesi hefir tekizt ótrúlega
vel að sigla hið mjóa sund milli
þeirra skerja, sem hættulegust
hafa verið á leið hans: Annars
vegar tilslökun á kröfunni um
sem mesta nákvæmni í blæ-
brigðum og meiningu, hins veg-
ár brot á lögmálum íslenzkrar
tungu. Það hefir farið svo, að
ég hygg óhætt að segja, að þýð-
ingar Jóns frá Kaldaðarnesi á
skáldsögum eftir Hamsun — og
þá einkum Viktoríu og Pan —
hafi haft gildi fyrir bókmenntir
okkar á síðustu áratugum, gefið
ýmsum kjark til þess að fara út
af troðnum brautum í meðferð
málsins til þess að ná sérstökum
blæbrigðum — án þess þó að
hætta sér lengra en góðu hófi
gegnir. Þýðing Halldórs Kiljans
Laxness á Vopnin kvödd eftir
Hemingway er að ýmsu mjög
merkileg og verð athygli, því að
Halldór Laxness er mikill snill-
ingur á mál og stíl og hefir lagt
á það hina mestu áherzlu að
fara sem næst orðalagi og setn-
ingaskipun Hemingways til þess
að ná sem allra bezt hinum mjög
svo sérstæða stíl hans. Stundum
hefir Laxness lánast tilraunin,
þannig að saman fer trú þýðing
og raunar máske hæpin íslenzka,
en þó ekki afskræmd. En mjög
oft verður útfallið það, að með-
ferð þýðandans á móðurmálinu
varðar við lög, þau lög, sem ekki
verða rofin án víta. Og vítin
hafa reynzt þau, að hin ágæta
skáldsaga, Vopnin kvöád, hefir
alls ekki náð eðlilegum vinsæld-
um — og þýðingin ekki — svo
að ég hafi orðið þess var — haft
neitt gildi fyrir þróun íslenzks
ritmáls, og efast ég þó ekki um,
að ef Halldór Laxness hefði álíka
vel kunnað sér hóf og Jón frá
Kaldaðarnesi, þá hefði þýðingin
reynzt ungum höfundum vegvís-
ir til nýrra möguleika . . .
Eins og áður er á drepið hefir
Jón Sigurðsson gert stöku breyt-
ingar á þýðingu sinni, þá er
hann undirbjó þessa útgáfu á
Viktoríu. Ég hefi ekki borið út-
gáfurnar saman frá orði til orðs,
en ég þykist þess viss, að Jón
hafi breytt til bóta. Hins vegar
rek ég mig strax á það í fyrstu
setningum sögunnar, að mér
hefir verið orðið svo kært orða-
lag fyrri útgáfunnar, að ég
sakna þess, það verið svo sem
samgróið þeim blæ, sem sagan
hafði á sér í minningunni.
Ég vona — vona, segi ég, að
Viktoria verði eins og áður svo
kærkomin, jafnt heimasætunni
á dalabænum sem unglingnum
í hásetaklefa fiskiskipsins á mið-
um úti, að þau sjái jafnvel ekki
eftir að eyða nokkru af takmörk-
uðum hvíldartíma sínum í að
lesa hana sem vandlegast.
Guðmundur Gíslason Hagalín
Bókmenntir og listir
(Framhald af 3. síðu)
mátti vænta. Er verulegur feng-
ur að bókinni, og mun hún sóma
sér hið bezta í bókaskápum ís-
lenzkra bókamanna.
Fundur norrænna
blskupa
(Framhald af 4. síðu)
Sjálandsbtskup. Þetta er stað-
reynd, sem ekkert haggast við
það, þótt sums staðar gæti ef til
vill nokkurra sárinda meðal
Dana út af sambandsslitunum
og skilnaði íslands og Danmerk-
ur.
Ég vil svo ljúka þessu rabbi,
sagði biskupinn að lokum, með
því að minnast aðeins á se.ndi-
sveitirnar okkar í Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmi. Þar . er
unnið mikið verk og þarft, \og
mætti okkur hér heima vera það
hugfast. Fólkið, sem þar vinnur,
á áreiðanlega skilið þakklæti
okkar allra.
Tilkynning
til bifreiðaeigenda
Bifreiðaeigendur eru hér með áminntir um að tilkynna
tafarlaust hingað í skrifstofuna, er eigendaskipti verða á
bifreiðum, sem skrásettar eru í lögsagnarumdæmi Reykja^
víkur.
Þeir, sem vanrækja að tilkynna eigendaskipti, verða
látnir sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
3. september 1945.
LARS HANSEN:
Fast ibeir sóttu sjóinn
FRAMHALD
mínútu, heldur en þær gömlu á heilum klukkutíma. Ég bprgaði
áttatíu og þrjár krónur og fimmtíu aura fyrir hana — já, átta-
tíu og þrjár krónur og fimmtíu aura út í hönd. En hún er lika
svo mikilvirk, að fleytan hefir ekki við að leka — er orðin skrá-
þurr á svipstundu.
Meðan hann Kristófer sagði þetta hafði ákavítið gengið á milli
þeirra Karls Lúlla og Nikka á Bakkanum, er nú rétti veitandan-
um flöskuna og sagði:
— Mér er engin launung á því, að það hefir ekki þótt neinn
barnaleikur að stunda veiðar við Lófót á öðrum eins dalli og „Nor-
egur“ er og hefir verið, að minnsta kosti síðustu árin. En það
gegnir allt öðru máli, ef þú ert búinn að fá ameríska dælu, þvi
að það veit ég sjálfur, að þetta er eins og heilt vatnsfall streymi
í gegnum þær. En það er eitt, sem ekki má gleyma: Þessar ame-
rísku dælur eru margar stórar, og þessi hlýtur að vera stór,
fyrst hún kostaði áttatíu og þrjár krónur og fimmtíu aura, og
það þarf mörg hestöfl til þess að knýja þær áfram.
— Þetta er víst alveg rétt hjá Nikka, sagði þá Lúlli. Og það
vitum við allir, að Noregur er ævinlega orðinn hálfur af sjó eftir
örstutta stund, svo að dælan verður að vera í gangi nótt og dag
því er nú miður.
— Þið þekkið nú hann bróður minn, sagði Kristófer — hann
Jakob stóra í Kverkinni. Ég er búinn að ráða son hans, tvítugan
strák. Eins og þið vitið, hefir faðir hans lengi verið sterkasti
maðurinn hér nærlendis. Strákurinn heitir Þór, og hann er miklu
sterkari heldur en Kobbi var, þegar hann var upp á sitt bezta,
svo að ég býst ekki við, að okkur verði skotaskuld úr því að
nota dæluna, þó að hún sé dálítið þung í vöfum. Og ég kom þá
ekki heldur til þess að grátbæna ykkur að vera hjá mér á þess-
ari vertíð. Ég kom til þess að láta ykkur vita, að ég er ekki' bú-
inn að ráða alla mennina og vil láta ykkur sitja fyrir.
Ákavítisflaskan gekk frá manni til manns. Þeir voru búnir
með meira en helminginn.
— Er það satt, Kristófer, að þú hafir gefið honum Hans Mik-
jálssyni allar línurnar þínar?
Hann Kristófer saup vænan teyg úr flöskunni, áður en hann
svaraði þessari spurningu. Það var ekki mikið eftir. Þegar hann
náði andanum, sagði hann:
— Eins og þið rennið grun í, þá hefir þessi vetur orðið honum
Hans þungur í skauti — þessi sífelldu veikindi í honum og
börnunum og allt þetta læknisstand og lyfjasull. Og henn hefir
ekki getað unnið sér inn svo sem tíu krónur í marga mánuði.
Þið munið nú, hvað hann hefir verið óheppinn með aflabrögð upp
á síðkastið — hann kom heim tómhentur, bæði af sumarvertíðinni
og eins utan úr Þórsvogi í haust. Ég sá ekki, hvað fyrir honum
lá annað en sveitin, ef ég hefði ekki hlaupið undir bagga. Haldið
þið kannske, að við getum ekki útvegað otojcur veiðarfæri, ef við
komumst til Lófót á annað borð? Þið hafið nú báðir verið með
mér áður.
Meðan hann Kristófer rausaði þetta hafði hann Nikki á Bakk-
anum tæmt flöskuna. En nú þögðu þeir allir um hríð. Það var
hann Lúlli, sem rauf þögnina:
— O—jæja, við rekumst svo sem á einhvern þrjót, sem á það
skilið að missa línustubb.
Og veiðarfæralaus lét Kristófer úr höfn í Tromsö. „Noregur"
brunaði léttilega fram með byggðinni. Nokkrir íshafsskipstjórar
stóðu frammi á Prestsbótun,um — fyrir utan brennivínssöluna.
Einn þeirra benti á skútuna, sem sigldi hjá í rjúkandi byr, svo
að annar borðstokkurinn lá í sjó, og sagði: ’
— Þar leggur hann Kristófer af stað til Lófót.
Þeir horfðu á eftir skútunni. Svo sagði einn:
— Mér þætti gaman að vita, hvort hann hefir fengið menn
eða lagt einn í hann.
Það kom stormhviða með dimmu éli innan úr Þrymsdalnum.
Kafaldsrokurnar voru eins og gormar, sem undu sig áfram, unz
þær náðu „Noregi,“ sem lagðist hér um bil flatur á sjóinn um leið
og hann beitti upp í vindinn. Hvítt löðrið lamdi stefnið, og
hann dró langa, hvita rák á eftir sér, er hann kom aftur út úr
kafaldssortanum.
— O—nei, hann Kristófer er áreiðanlega ekki einn á dallinum,
sagði einhver. Þeir eru báðir með honum, Lúlli og Nikki á
Bakkanum, og þar að auki kvað hann hafa náð i bróðurson sinn,
hann Þór í Kverkinni — sterkur eins og björn og eftir því
rumur — stór og sver.
— Það er auðvitað hann, sem á að vera við dæluna. Þá kemur
það sér fyrir hann að hafa krafta í kögglum, gall einhver við.
En annar sagði:
— Ég væri ekki fíkinn í að vera við Lófót i sumar, fyrst hann
Kristófer hefir þá Lúlla og Nikka á Bakkanum með sér. Ég
vildi að minnsta kosti ekki sækja sömu miðin og þeir á „Nore|gi“
Þeim varð litið út yfir sundið. Þeir horfðu allir á eftir „Noregi“.
Þeir voru bersýnilega lagðir af stað til Lófót. Þótt skútan væri
komin alllangt út á sundið, sáu þeir það greinilega, að hann
Sterki-Þór hafði þegar tekið sér stöðu við amerísku dæluna, sem
spúði frá sér sjó í löngum, hvítum bogum. Skútan flaug áfram,
eins og eitthvert dularfullt afl væri að verki.
— Það gæti nú allt eins vel komið fyrir, að þeir sykkju, áður
en þeir kæmust alla leið til Lófót, heyrðist sagt í einum hópnum.
En annars svaraði samstundis:
— Sykkju? A-nei, sei-sei nei. Þeir sökkva sko ekki. Hann er
einn af þeim, sem ekki geta sokkið. Þið sannið til, að hann
kemur til Svalbarða í sumar með allan ræningjaflokkinn.
„Noregur“ varð nú aðeins eins og lítill depill þarna úti á milli
fannbarinna fjallanna, og þegar skútan hvarf í næsta él, sagði
einn skiptjóranna:
— Þið getið sagt það, sem yl^kur líkar, um hann Kristófer. En
hann er sjómaður — þeir gerast ekki betri.
Þá dró hann Kristófer Kólumbus heilflösku af ákavíti upp
ANNA ERSLEV:
Fangi konungsins
»
(Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs).
Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
Georg skreið nú út að veggnum gegnt fletinu og gætti
ytrustu varkárni. Þar lágu fangarnir tveir og ekki var
og sárt við lagði, að ekki skyldi hnn dvelja lengur en
í hönd hans og ungi greifinn hvíslaði: „Þú ætlar að hjálpa
okkur?“
„Uss, uss, talaðu ekki svona hátt! Já, ég vil hjálpa
ykkur. Ég er sjálfur fangi og hefi lengi þráð að komast
í burtu.“
Nú hófust hvíslingar miklar milli fanganna þriggja.
Hinrik var ekki í neinum vafa um það, að faðir hans
rnyndi greiða fjárhæð þá, sem krafizt yrði, en hann sór
hann fyrr kominn til þeirra en hann fann að gripið var
nauðsynlegt væri hjá óbótamönnunum. Og hann áleit
að ekki væri nauðsynlegt að dvelja þar lengur en til
þess dags, er þeir gætu flúið.
Berthold gaf þeim aftur á móti þær furðulegu upp-
lýsingar, að hann ætti engan móðurbróðir 1 Pálsklaustr-
inu við Marseille — ekki einu sinni nokkurn ættingja,
sem vildi eða gæti greitt lausnarfé fyrir hann.
Hann kvaðst aðeins hafa sagt þessa sögu um ábótann
til þess að teygja tímann. Emka móðurbróðir hans var
bláfátækur skósmiður.
„Þetta var snjallræði, en heiðarlegt getur það varla
talizt,“ umlaði Hinrik.
„Er flóttinn þá ekki ákveðinn eins fljótt og auðið er?“
hélt Berthold áfram og lézt ekki heyra athugasemd
Hinriks.
„Auðvitað,“ svaraði Hinrik hressilega, en Georg hristi
höfuðið.
„Þetta er ekki eins auðvelt og þið haldið,“ svaraði
hann og sagði þeim nú frá öllum þeim öryggisráðstöf-
unum, sem ætíð væru hafðar um hönd þar í hellinum.
„Nei,‘ sagði hann svo, „við erðum að bíða eftir hent-
ugu tækifæri. Annað getum við ekki gert í bráð. Ræn-
ingjarnir hljóta að fara einhverntíma í burtu allir sam-
an Þá verðum við að reyna á einn eða annan hátt að
forðast svefnlyfið. Lofið mér aðeins einu. Verið rólegir
báðir tveir, og-reitið þá ekki til reiði! Þið getið verið
vissir um, að ég þrái frelsið engu síður en þið.“
T ilkynnmg
frá Fiskimálanefnd
Fiskimálanefnd hefir lokið við að reikna út verðjöfnunargjald
fyrir marz-mánuð, og er verðuppbótin sem hér segir:
1. svæði: Faxaflói:
Verðjöfnunarsjóður kr. 450.634,68. Verðuppbót 6,08%.
2. svæði: Brciðafjörður, að Bíldudal:
Verðjöfnunarsjóður kr. 39.469.03. Verðuppbót 4,13%.
3. svæði: Vestfirðir:
Verðjöfnunarsjþður kr. 139.614.02. Verðuppbót 8,5%.
4. svæði: TVorðurland:
.Enginn útflutningur.
5. svæði: Austfirðir:
Verðjöfnunarsjóður kr. 33.481.44. Verðuppbót 12,3%.
6. svæði: Vestmaimaeyjar, Stokkseyri og'
Eyrarbakki:
Verðjöfnunarsjóður kr. 300.074.15. Verðuppbót 10.08%.
Fiskimálanefnd.
Raffækjavinnustofan Selfossi
framkvæmir nllskouar rafvirkjastörf.