Tíminn - 05.02.1946, Qupperneq 1

Tíminn - 05.02.1946, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: !> ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. 30. árg. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargðtu 9 A Símar 2353 og 4373 OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Undargötu 9A Siml 2323 AFGREIÐSLA, INNHE2MTA Reykjavík, þriðjudagiuu 5. febr. 1946 22. bla» Brezki herinn fer héöan alfar- inn í næsta mánuði Ameríski herinn verður hér fyrst um sinn með samþykki ríkisstjúrnarinnar Brezki herinn mun fara héðan til fullnustu í næsta mánuði. Landherinn og: sjóherinn er þegar farinn héðan fyrir nokkru, en flugherinn hefir haft hér um 2000 manna lið undanfarið. Þetta lið verður flutt héðan í næsfci mánuði og verður þá ís- lenzkum stjórnarvöldum afhentur Reykjavíkurflugvöllurinn, þar sem brezki flugherinn hefir haft aðalaðsetur sitt hér frá því íyrsta, enda er flugvöllurinn byggður af Bretum. UNNRA kaupir íslenzkar vörur UNNRA, hjálpar- og endur- reisnarstofnun sameinuðu þjóð- anna, sem ísland er meðlimur í, hefir fest kaup á um 400 smá- lestum af ull hér á landi og greiðir gott verð fyrir. Munu ullarkaup þessi svara til að verðmæti framlags íslands til UNNRA. Þá hefir komið fyrirspurn um það frá UNNRA, hvort stofn- unin muni geta fengið keyptar hér á landi allt að 300.000 tunnum saltsíldar á þessu ári. Er það nú til athugunar hvort hægt verður að selja UNNRA þessa síld. Skjaldarglíma * Armanns Skjaldarglíma Ármanns fór fram síðastl. föstuda'gskvöld í í- þróttahúsi í. B. R. „við Háloga - land. Keppendur voru 9 frá 3 félög- um, Ármanni, K.R. og Umf. Hrunamanna. Úrslit urðu þessÉ 1. Guðmundur Ágústsson, Á. 8 vinninga. 2. Guðm. Guðmundsson, Á. 7 vinninga. 3. Einar Ingimundsarson, Á. 6 vinninga. 4. Sigurður Hallbjörn.sson, Á. 5 vinninga. (Framhald á 8. slöu) Það mun hafa verið á síðastl. hausti, er brezka stjórnin til- kynnti íslenzku ríkisstjórninni þessa fyrirætlun sína og óskaði jafnframt eftir undirbúningi af hálfu íslendinga til að taka rekstur flugvallarins í sínar hendur. Ríkisstjórnin skipaði þá þriggja manna nefnd til að semja*við Breta um flugvöllinn. í nefndinni eru Erling Elling- sen, flugmálastjóri, Gunnlaugur Briem verkfræðingur og Gunn- laugur Briem stjórnarráðsfull- trúi. Enn skortir mikið á það, að íslendingar hafi nægilega marga æfða menn til að geta tekið ein- ir að sér stjórn flugvallarins. Hefir því náðst samkomulag um það við brezk stjórnarvöld, að allmargir brezkir sérfræðing- ar verði eftir hér á landi, þar til íslendingar geta sjálfir tekið að sér stjórn og rekstur vallar- ins. Enn mun ekkert ákveðið um það, hvenær ameríski herinn fer héðan eða hvenær íslendingar taka við stjórn Keflavikurflug- vallarins. Sveinbjörn Högnason gerði fyrirspurn um þetta til forsætisráðherra á þingfundi rétt fyrir jólin og svaraði ráð- herrann á þá leið, að stjórnin sæi ekkert athugavert við þessa dvöl hersins hér. Mátti vel marka af þessum ummælum hans, að ameríski herinn myndi verða hér a. m. k. fyrst um sinn með fullu samþykki ríkisstjórn- arinnar. Annars liggur fyrir Alþingi aö ræða mjög bráðlega um öll þessi mál í sambandi við þingsálykt- unartillögu frá Gísla Sveinssyni varðandi flugvellina. Þessi til- laga var flutt alllöngu fyrir þingfrestunina og vakti það tals- verða furðu, að forseti' sameip- aðs þings skyldi aldrei taka hana, á dagskrá. Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar Reykjavíkur Framsókiiariiieiin fengu fulltrúa í fræðsluráð ojí skúlanefnd Hiismæðraskúlans Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar Reykjavíkur var haldinn síðastl. laugardag. Fóru þar fram kosningar á borgar- stjóra, bæjarráði og nefndum. Við allmargar nefndarkosningarn- ar var samvinna milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Framsóknarmenn fengu fulltrúa kosinn í fræðsluráð bæjarins, Ingimar Jóhannesson, kennara, og í skólanefnd húsmæðraskólans, frú Vigdísi Steingrímsdóttur. í nokkrum nefndarkosning- um, þar sem Alþýðuflokksmenn og Pálmi Hannesson höfðu ekki bolmagn til að koma manni að, höfðu Alþýðuflokksmenn og kommúnistar samvinnu. Pálmi Hannesson skilaði auðum seðli í þeim kosningum. Sundhöll á ísafirði Vegleg sundhöll var vígð á ísafirði í síðastl. viku. Stærð sundlaugarinnar er 16X8 m. og dýpt frá 1—2 m., en stærð sund- (Framhald á 8. síðu) Sérstaka athygli vakti það, að full samvinna var milU gömlu bæjarstjórnarflokkanna, þegar kosnir voru þrír menn í bygginganefnd bæjarins og þrtr endurskoðendur bæjarreikn- inganna. Bjarni Benediktsson var end- urkosinn bæjarstjóri með at- kvæðum íhaldsmanna, en and- stöðuflokkarnir skiluðu auðum seölum í þeirri kosningu. Önnur mál en nefndarkosn- ing lágu ekki fyrir fundinum. Næsti fundur verður á fimmtu- daginn og verður þá rætt um fjárhagsástæður bæjarins. Furðulegar aðdróttanir í Þjóðviljanum: Eru foringjar Sjálfstæðisflokksins að reyna að koma landinu undir erlend yfirráð? Mynd þessi er af danska forsætisráðherranum, Knud Kristensen, konu hans og barnabarni þeirra. Þann stutta tíma, sem Kristensen hefir veriS forsætisráðherra, hefir hann unnið sér stórum aukið álit. Nýlega rcyndu kommúnistar að efna til vcrkfalla gegn honum, er þeir létu frelsishreyf- inguna beita sér fyrir, vegna ummæla, sem hann hafði látið falla um þá og málefni pólitískra fanga í Danmörku. Verkfallsmenn hafa verið látnir krefjast þess, að ráðherrann tæki ummæli sín aftur. Kristensen hefir svarað því, að meðan hann ráði einhverju, verði kommúnistar ekki látnir segja fyrir verkum. Vegna þessara átaka hefir frelsishreyfingin nú klofnað og Christmas Möller o. fl„ sem eru andvígir þessum aðförum kommúnista, gengið úr henni. Fjársöfnun til bágstaddra barna á meginlandi Evrópu Rauða Krossi íslands hefir undanfarið borist átakanlegar skýrslur af ástandinu í Mið-Evrópulöndunum, þar sem hungur- dauði bíður þúsunda manna, ef ekki rætist úr með lífsbjörg Rauði Kross íslands hefir því ákvcðið að beita sér fyrir fjársöfnun, og verður því fé, sem safnast eingöngu varið til kaupa á meðalalýsi, sem sent verður til fjögurra Mið-Evrópulanda, þeirra sem einna verst hafa orðið úti, vegna styrjaldarinnar, en það eru Austurríki, Pólland, Tékkóslóvakía og Þýzkaland. Verður því sem safnast kann skipt jafnt milli allra þessara landa. Rauði Krossinn hefir snúið sér til nokkurra manna sem heitið hafa söfnuninni stuðn- ingi sínum og hefir verið skipuð nefnd til að aðstoða við söfn- unina í Reykjavík. Hafa þessír menn heitið stuðningi sínum í því sambandi: Ásgeir Þorsteins- son framkvæmdastjóri, Ásgeir Stefánsson forstjóri, Kjartau Thors útgerðarmaður, Einar Ol- geirsson alþingism., Loftur Bjarnason útgerðarmaður, Egg- ert Kristjánsson heildsali, Sveinn Benediktsson útgerðar- maður, Valtýr Blöndal banka- stjóri, Vilhjálmur Þór forstjóri S. í. S. og Finnbogi Guðmunds- son frá Gerðum. Auk þess mun Sigurður Sigurðsson formaður Rauða Krossins og Lúðvík Guð- mundsson skólastjóri aðstoða við söfnunina. Ætlast er til, að söfnunin standi ekki lengur en til 20. þ. m. því brýn nauðsyn er á því, að það sem sent verður komist til hinna nauðstöddu barna sem fyrst.Næstu mánuðiverðurþörf- in mest fyrir lýsið, þegar hinn litll vetrarforði fólksins er að þrotum kominn. Rauði Krossinn hafði til at- hugunar þegar í haust að hefja þessa söfnun og hefir stjórn ís- lenzka Rauða Krossins staðið í sambandi við Rauða Kross stofnanir erlendis um aö greiða fyrir því, að hjálpin komist til ákvörðunarstaðanna. Rauði Krossinn mun leita til allra rauðakrossdeilda á land- inu um aðstoð Við söfnunina og tilmælum um að þær beiti sér fyrir söfnuninni. Auk þess að afgreiðslur blaðanna taka á móti gjöfum til söfnunarinnar, (Framhald á 8. síðu) Og hefðu kommimistar þagað yfir þessu ef þeim hefði gengið vel í kosningunum? í allmörgum greinum, sem hafa birzt í Þjóðviljanum eftir bæj- arstjórnarkosningarnar, hefir því verið hiklaust dróttað að for- ingjum Sjálfstæðisflokksins, að þeir hefðu landráð í huga og stefndu markvisst að því að koma á erlendum yfirráðum á Islandi. Því er m. a. haldið fram, að þessar landráðafyrirætlanir þeirra liafi komið mjög glöggt fram á Alþingi í haust. Þessar upplýsingar eru vissulega þannig, að þjóðin verður að krefjast upplýsinga um, hvort þær hafa við nokkur rök að styðjast. Sú krafa beinist ekki eingöngu til kommúnistanna, sem hafa komið þeim af stað, heldur engu síður til forkólfa Sjálfstæðis- flokksins, sem vissulega ættu ekki að liggja undir þessum aðdrótt- unum samstarfsflokksins, ef þeir gætu hreinsað sig af þeim. Hvað gerðist í sölum Alþingis í hanst? Ein af þessum aðdróttunum Þjóðviljans í garð forkólfa Sjálfstæðisflokksins, birtist í blaðinu 1. þ. m. í grein, sem nefnist: Áhöfn galeiðunnar. Tilefni greinarinnar er mynd, sem birtist í Mbl. af hinum nýju bæjarfulltrúum íhaldsins í Reykjavík. í greininni er reynt að lýsa hugrenningum bæjar- fulltrúanna og er lýsingin af Gunnari Thoroddsen m. a. þessi: „Og síðan kemur röðin að Gunnari Thoroddsen. Hvers vegna er hann svona á- j hyggjufullur? Hvers vegna' hlær honum ekki hugur í brjósti, þegar pípuhattarnir hafa enn einu sinni sigrað verkamenn og launþega? Nei, það er ekki von að Gunnar Thoroddsen iði af kátínu og fjöri. Hann veit nefnilega hvað gerðist í sölum Alþingis í október og nóvember. Honum er Ijóst, að hefði þjóðin fengið nákvæma vitn- eskju af þeim furðulegu tíð- indum, sem áttu sér stað á þessu tímabili, þá hefði dóm- ur hennar yfir forustuliði Sjálfstæðisflokksins orðið þyngri en nokkur getur gert sér í hugarlund. Og hann óttast, að fyrr en varir kunni að reka að því, að hulunni verði svipt burtu og forkólfar peningavaldsins standi af- hjúpaðir frammi fyrir alþjóð. Þessi ótti hans hefir við rök að styðjast — Það væru svik- ráð við þjóðina að halda þeim leyndum til langframa“. Þessi ummæli Þjóðviljans eiga vissulega að gefa til kynna, að forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins hafi framið meira en lítinn óhæfuverknað í sölum Alþingis í haust. En þjóðin getur ekki látið sér nægja aðdróttanirnar einar. Hún verður að fá gögnin á borðið og það ekki sízt fra þeim, sem fyrir aðdróttunum hafa orðið. ,.Lamlr;íðalýðiirinn.46 Þjóðviljinn hefir ekki látið sér nægja aðdróttanir eins og þær, sem að framan eru greind- ar, heldur hefir hann enn hert sóknina og gerzt djarfyrtari með hverjum degi, sem liðið hefir, án þess að aðdróttunum hans hafi verið mótmælt af Sjálfstæðisflokknum. í aðalfor- síðugrein blaðsins 2. þ. m. segir m. a. á þessa leið: „Og hver er tilgangur þess- i ara þokkapilta, sem þarna eru að verki, — afdankaðra 1"--—------------—--------«—> HEILDSALARNIR SIGRUÐU Það mun nú ákveðið af við- skiptoráði að gera lítilsháttar lækkun á heildsöluálagnin?- unni. Lækkun þessi nær þó ekki nema til fárra vara og yfir- leitt ekki þeirra, sem mestu skipta fyrir aimenning, t. «1. ekki vefnaðarvara. Lækkunin er líka í flestum tilfellum mjög lítilfjörleg. Mun þetta skýrast betur fyrir almenningl, þegar hún verður auglýst. Þessi úrslit í viðskiptaráði sýna það vel, að enn hafa heild- salarnir haft betur í átökunum innan stjórnarflokkanna. Þessi lítilfjörlega lækkun er aðeins gerð til að vera ofurlítil skraut- | fjöður í hatti jafnaðarmanna og kommúnista, en hcildsala- gróðann skerðir hún ekki svo neinu nemur. Vegna þessa nndanhalds við heiidsalanna, verður enn hald- ið áfram á þeirri braut að þvinga fram grunnkaupshækk- anir til að mæta vaxandi dýrtíð í stað þess að skerða milliliðagróðann og gera það é lýrara að lifa. Stjórn fi og trúnaðarmannaráð Dags- brúnar mun hafa ákveðið að bera fram á næstunni kröfu um nær einnar krónu kauphækkun á klst. og kemur til verkfalls ZZ. þ. m„ ef þeim fæst ekki fullnægt. Hversu lengi ætla launþegar og atvinnurekendur að þola það, að þannig sé haldið áfram á braut dýrtíðar og verðbólgn, þeim og flestum öðrum til ó- hags, á sama tima og ckkert að ráði er hróflað við milliliða- gróðanum, er mestum ófarnað- inum veldur? nazista-agrenta, sem ekki g-eta v þjónað Hitler lengur af því völd nazismans eru brotin? Tilg-angurinn er auðsær: Landráðalýðurinn við Vísi og: Morgunblaðið, sem alltaf hefir verið reiðubúinn til þess að selja landið því stór- veldi, sem hann f svipinn hef- ir bezt treyst til þess að nfð- ast á íslenzkri alþýðu, vill nú friáisar heridur til að geta svikið ísland f hendur Banda- ríkjanna." Og enn segir 1 þessari sömu Þjóðviljagrein: „fslendingar! Verið á verði! Peningaskríll Reykjavíkur, sem hyggst að selja landið Bandarfkiunum, Iætur nú leigusveina sína við máltól sín, Morgunblaðið og Vísi, undirbúa landráðin af fullum krafti! Ef þjóðin ekki tafarlaust tekur í taumana, er nýfengnu fretoi voru hætta búin. Ljáið landráðalýðnum ekki (Framhald á 8. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.