Tíminn - 17.11.1947, Page 5

Tíminn - 17.11.1947, Page 5
210. b!aS TÍMINN, mánudaginn 17. nóv. 1947 5 Mánud. 17. náv. Réttur neytenda Þeir, sem gera bezt og hag- anlegust innkaup, eiga. aö sitja fyrir um innflutnings- leyfin lögum samkvæmt. Þetta er góS og f alleg stefnuskrá, en þetta eru ekki neinar starfsreglur, til aS fylgja og fara eftir. Þetta er takmarkiS, en ekki leiSin aS því. En svo er nú aS sjá, sem sumum fjnnist, aS þaS sé al- veg nóg aS eiga þetta tak- mark, þó aS aldrei sé fundin eSa farin nein leiSin til aS ná því. Hver á aS dæma um þaS, hvaS séu beztu og haganleg- ustu innkaupin? Hér hafa veriS á markaSi bollapör meS mismunandi verSlagi, sum hafa kostaS 2 krónur eða tæp- lega það, en önnur hátt á annað hundrað krónur. Eng- um mun koma til hugar, að þau innkaup verði metin og flokkuð eftir útsöluverðinu einu saman. Þannig má telja upp fjölda vöruflokka, þar sem tegundir og afbrigði eru misjöfn að gæðum, án þess að fyrirhafn- arlaust sé að láta fara fram gæðamat. Eða hvernig á að meta fataefni, skófatnaS, gúmmívörur o. s. frv.? Það yrði áreiðanlega dálít- ið snúningasamt fyrir hina opinberu nefnd, hvort sem hún heitir fjárhagsráð eða viðskiptanefnd, að skoða og meta hverja vörusendingu og gera sér grein fyrir gæðum sérhvers afbrigðis í hlutfalli við verölagið. Og þegar nefnd- in væri svo búin að finna vísi- tölu innkaupagæðanna færi hún að leggja niður fyrir sér, hvernig skipta bæri milli verzlana á þeim grundvelli. Því að varla mun vera ætlazt til þess, að sá sem einhvern- tíma fær fyrstur tilboð, sem er metið litlu betra en hirina, fái þá og þaðan í frá einn að flytja inn þá vörutegund. Það er auðvitað eðlilegt, að fólkið fái sjálft að dæma um vörugæðin. Neytendurnir eiga skýlausan rétt til þess, að meta viðskiptin og verzla þar, ■sem þeim þykir bezt. Þó að sjálfsagt megi færa að því ýms rök, að mönnum lán- ist ekki alltaf að finna rétti- Iega hvar þeir gætu gert bezt kaup, þá munu þó áreiðanlega flestir óska, að fá að gera sín innkaup sjálfir og njóta við það þeirrar aðstoðar einnar, sem þeir velja sér að eigin vild. Og svo mikið er víst, að stjórnskipuðum nefndum get- ur líka yfirsést. Þessi barátta er tvíþætt. Annars vegar er réttur verzl- ananna til þess að fá réttláta og maklega umbun þess, ef þær hafa útvegað vörur með þeim gæðum og verðlagi, að fólki þykja þær eftirsóknar- verðar og telur sig gera þar góð kaup. Hins vegar er svo réttur fólksins til að velja sér sjálft vörur og viðskiptamenn, eftir því, sem auðið er. Þeir, sem bera ábyrgð á stj órnarsáttmálanum og eru til þess settir að framkvæma hann, verða að finna ein- hverjar reglur til að fara eft- ir, svo að efndir verði á því ERLENT YFSRLIT: Borgarstjórinn í Berlín M.©íesí vá#ð fyrlr vallnú, |®ví iiernáms* stlórminmr gátn ekki k©imal§ sér samaii om iieiiin karlmam Eftir bæjarstjórnarkosningarnar í Berlín á fyrra ári, gátu hernáms- stjórnirnar þar í borg lengi vel ekki komið sér saman um það, hver ætti að vera yfirborgarstjóri. Það sæti haföi verið skipað manni, sem fylgdi kommúnistum að málum, en eftir kosningarnar gerðu jafnaðar- menn tilkall til þess, að einhver flokksbróðir þeirra fengi stöðuna, þar sem flokkur. þeirra hlaut lang- flest atkvæði í kosningunum. Her- námsstjórnir vesturveldanna voru fúsar til að fallast á þessa kröfu, en Rússar höínuðu henni. Eftir langt þóf, náðist að lokum sam- komulag um, að skipa konu, Luise Schröder, í stööuna. Þingmaður í 20 ár. Luise Schröder er fædd í Altona 1887. Faðir heimar var upphaflega byggingaverkamaður. Hún var átt- unda barn hans og konu hans. Þrátt fyrir frekar lítil efni for- eldranna, fékk hún sæmilega menntun. A_ð náminu loknu, fékkst hún fyrst við verzlunarstörf, en hugur hennar beindist fljótt í aðrar áttir. Hún gerðist ákveðinn verkalýðssinni og tók að beita sér fyrir ýmsum mannúðarmálum. Rúmlega tvítug að aldri, gekk hún í jafnaðarmannaflokkinn. Þegar konur fengu ko'sningarétt og kjör- gengi í Þýzkalandi, skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina, bauð hún sig fram til þirigs fyrir jafnaðar- menn og náði kosningu. Hún átti síðan sæti á þingi óslitið til 1933, er nazistar komu til valda. Átti hún þannig sæti á þýzka þinginu í rúm tuttugu ár. Brautryðjandi í mannúðarmálum. Á fyrri heiriisstyrjaldarárunum, vakti Luise á sér sérstaka athygli fyrir áróður sinri gegn styrjöldinni. Hún gekk méira að segja svo langt, að hún stöð feti framar en flokkur hennari' og var urn skeið í nokkurri an'dstöðu við hann, vegna þessara riiála. Þó kom ekki til fullkomins skilnaðar milli henn- ar og ílokksins. Á árunum frillli styrjaldanna lét Luise einkum að sér kveða á sviði félagsmálanna og niannúðarmál- anna. Hún stofnaði þá, ásamt Marie Juchasz-, ■ hreyfinguna Ar- beite'r-Wohlfahrt, • er vann mikið og gott starf í þágu fátækra verka- manna og fjölskyidna þeirra. Þessi hreyfing tók aftur til starfa eftir stríðslokin og hefir þegar komið mörgu góðu til leiðar. Eftir valdatöku nazista, fékk Luise Schröder tljótt að kynnast Gestapo og fangabúðum nazista. Henni var þó sleppt úr haldi, en var jafnan undir stöðugu eftirliti nazista. Vegna- þess, áð hún var í ónáð nazista, gekk henni erfið- lega að fá vinnu, og var viöurværi hennar því oft af skornum skammti. Hugrekki sitt og trú sína á framtíðina missti hún þó ekki. Starfið hefst á ný. Þegar Þýzkaland gafst upp vorið 1945, var Luise Schröder stödd í Berlín. Hún hófst þá strax hands um þá starfsemi, sem hún varð að láta falla niður við valdatöku naz- ista 1933. Fyrir atbeina hennar og atorku mynduðust samtök um margvíslega hjálparstarfsemi. Hún skipulagði sveitir hjúkrunar- kvenna, kom upp bráðabirgða spítölum og barnaheimilum, út- vegaði flóttafólki húsnæði o. s. frv. Undir forustu hennar tókst hin- um endurreistu kvennasamtökum að áorka ótrúlega miklu, þrátt fyrir hinar erfiðustu aðstæður. Þótt Luise Schröder lýsti fylgi sínu við jafnaðarmannaflokk'nn, nú eins og áður, hefir hún látið stjórnmál lítið til sín taka síðan styrjöldinni lauk. Mannúðarmálin og hjálparstarfsemin hefir verið henni fyrir öllu. 1 : ... P|W| jTT ■ Erfití starf. Það var að þakka hinu mikla og góða starfi, sem Luise Schröder vann á sviði þessara mála, að al'- ar hernámsstjórnirnár í Berhn gátu sameinast um að fela henni yfirborgarstjórastöðuna. — Luise Schröder varð þannig fyrsta kon- an, sem hlaut borgarstjórastöðu í einni helztu stórborg heimsins. Þessi staða er þó tvímælalaust erfiðari en nokkur sambærileg staða hefir verið fyrr og síðar. Það er ekki aðeins, að neyðin sé mikil og endurreisnarstarfið torsótt. — Berlín er undir yfirstjórn fjögurra stórvelda, er hvert hefir sérstakt svæði til umráða. Sambúð sumra þessara stórvelda er hin versta, og hlýtur þess ekki sízt að gæta í Berlín. Þrátt fyrir allar þessar erfiðu aðstæður, rækir Luise Schröder stöðu sína með mikilli sæmd og nýtur virðingar og tiltrúr allra hernámsaðilanna. Börnin eiga ekki að gjalda synda feðranna. Luise Schröder helgar þessu erf- iða og umfangsmikla starfi alla krafta sína. Hún byrjar að vinna snemma á morgnana og gengur oftast ekki til hvílu fyrr en um eða eftir miðnætti. Hún stjórnar ekki aðeins borgarstjóraskrifstof- unum, heldur margvíslegri mann- úðarstarfsemi og' líknarfélögum. Skipulagshæfni hennar og lægni hennar til að vekja áhuga ann- arra þykir annálsverð. Fyrir sjálfa sig gerir hún engar kröfur. Hún hefir ekki einu sinni eigin íbúð, heldur býr í einu herbergi hjá fjölskyldu eins flokksbróöur síns. Þeim, sem eru kunnugir, kemur saman um, að það hafi veriö sér- stakt happ fyrir Berlínarbúa, að þeir skyldu hafa Luise Séhröder á að skipa til að gegna þessu vanda- sama starfi. Ef hennar missti við, myndi sæti hennar verða vand- fyllt, a. m. k. meðan sambúð stór- Luise Schröder. veidanna er háttað á þann veg, sem hún er nú. Luise Schröder er ein þeirra, sem heldur því óhikað fram, að Þjóðverjar megi að miklu leyti kenna sjálfum sér, hvernig sé kom- ið fyrir þeim. Þeir hafi jlátið naz- ista afvegaleiða sig. En hún beinh jafnframt þeim óskum til sigur- veganna, að þeir sýni Þjóðverjun sanngirni og láti ekki hina upp- vaxandi -kynslóð gjalda synda feðranna. Slíkt væri ranglátt og myndi hefna sín síðar. fyrirheiti, sem þar er gefið. Auðvitað hefir hver og einn rétt til þess að láta sér finn- ast fátt um tillögur þeirra Hermanns Jónssonar og Sig- tryggs Klemenssonar, en því aðeins geta þó heiðarlegir og ábyrgir menn verið á móti þeim, að þeir hafi sjálfir ein- hverjar aðrar tillögur, sem þeir telja að betur tryggi að tilgangurinn náist. Og það rnega menn vita, að þjóðin fer nú að þreytast á löggjöf og fagurmælum, sem víða eru skjalfest, en aldrei eru látin koma til fram- kvæmda. Það þarf enginn stj órnmálaflokkur að halda, að honum endist lýðhylli endalaust, vegna slíkra vinnu- bragða. Frv. nm brúarsjóð Brú á Jökulsá í Lóni gangi! fyrir Páll Þorsteinsson, Eysteinn | Jónsson og Lúðvík Jósefsson flytja frumvarp í n. d. um að | vis.s hluti benzínskattsins, 5 aurar af hverjum lítra, renni í sérstakan sjóð og skal % hlutum hans varið til að , greiða kostnað við lagningu þjóðvega, en % hlutum til brúargerða, og skal fyrst byggja brú á Jökulsá í Lóni. í greinargerðinni segir svo: Frumvarp sama . efnis var flutt af sömu flm. á síðasta þingi, en hlaut þá ekki af- greiðslu. Greinargerð sú er fvlgdi frv. í fyrra, fer hér á, eftir örlítið breytt: „Frumvarp þetta felur i sér j tvö meginatriði: Að leggja skuli nokkurn hluta af þeir.i bem mskl.tti, sem innheuntur er, í sjóð, sem varið sé til brúargerða, og aö brú á Jök- ulsá í Lóni skuli sitja fyrir öðrum framkvæmdum, sem gerðar verða fyrir fé úr sjónum. Á undanförnum árum hef- ir nokkur hluti af bensin- skattinum runnið í brúasjóð, en meö lagabreytíngu, sem gerð var á öndverðu ári 1946, sbr. lög nr. 53 1946, var þétta ákvæði um brúasjóðinn numið úr lögum qy; sjóðurinn þar með raunveculega af- numinn. Hér er lagt til að breyta þessu aftur í sama hcrf og áður var. Jökulsá í Lóni er, eins og öllum er kunnugt, ein af stórám þessa lands. Hún er mesti farartálminn á þjóð- veginum milli Hornafjarðar og Austurlands. Koma þær vegabætur, sem gerðar eru á því svæði, aldrei að fullum notum sem örugg samgöngu- leiö milli héraða, fyrr en Jök- ulsá hefir verið brúuð. Sú brú er því nauðsynlegur þáttur í vegakerfi landsins. Jökulsá klýfur Lónssveitina. Augljóst er, að slíkt vatnsfall torveld- ár stórkostlega samskipti og félagslíf hreppsbúa. Meiri híutinn af bændum sveitar- innar býr austan árinnar. Verzlunarviðskipti þeirra eru Gatnagerðin í Reykjavík í blaðagreinum þeirra, sem eru andvígir dreifbýlinu og vilja koma þjóðinni fyrir á smákrögum umhverfis helztu kaupstaðina, hefir það oft verið fundið dreifbýlinu einna mest til foráttu, að það kostaði svo mikla vegi og vegaviðhald. En það skal enginn ætla, að kostnaðurinn við vegagerð og vegaviðhald sé úr sögunni, þótt dreifbýlið væri lagt niður. í fjárlagafrv. því, sem nú liggur fyrir þinginu, er fram- lagið til nýrra vega, vega- viðhalds og brúargerða áætl- að um 15 milj. kr., þegar skrifstofukostnaður hefir ver- ið dreginn frá. Hins vegar sýna reikningar Reykjavik- urbæjar, að kostnaðurinn við gatnagei-ðina í bænum hefir á árinu 1945 numið 6.5 millj. kr. og á árinu 1946 7.2 millj. kr. (götulýsing ekki talin með). Það virðist því láta nærri, að gatnagerðin og gatnaviðhaldið í Reykjavík einni sé hálfdrættingur við alla vegagerðina 1 landinu, hvað kostnað snertir, ef vega framkvæmdir eru ekki sér- staklega miklar. Og þess ber að gæta, að mjög mikið af þeim vegum, sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og mest viðhald hafa kostað, hafa ekki verið lagðir neitt meira í þágu dreifbýlisins en kaupstaðanna og myndi ekki leggjast niður, þótt ýmsar hinar dreiföu byggðir legð- ust í eyði. Af þessu geta menn lært, að hin svokallaða samfærsla byggðarinnar myndi ekki gera vegakostnaðinn neitt minni að heitið gæti, því að þéttbýlið myndi þá kalla á betri og dýra.ri vegi, eins og reynslan hefir sýnt í Reykjavík. Hitt er ,svo annað mál, hvort ekki hefði verið hægt að verja þeim fjármunum betur, er notaðir hafa verið til gatnagerðár í Reykjavík á undanförnum árum. Gatna gerðinni miðar þar ótrúlega hægt áfram og enn vantar götur í flest nýju bæjar- hverfin. Ending gatnanna er líka ótrúlega léleg. Hér er vissulega þörf fyrir betri stjórn og sérþekkingu, en við hvorugu er hægt að búast, meðan íhaldið er einrátt í bæjarstjórninni. X+Y. Viila leiðrétt Þjóðviljinn segir, að heildsalarn- ir eigi hlutdeild í Framsóknar- ílokknum. Góðgjarnasta skýringin er sú, að þetta sé prentvilla. Hin mikla gjaldeyrissóun heildsalanna 1945 og 1946 hafði fyllsta stuðning kommúnista. Eigi heilddsalarnir því nokkrum flokki þakkir að unna, er það Sósíalistaflokknum. öll bundin við Hornafjörð, enda eru þeir einangraðir að austanverðu af Lónsheiði. Þeir verða að sækja yfir Jök- ulsá með alla aðdrætti til heimilanna, fjárrekstra til slátrunar o. s. frv. Liggur í augum uppi, hve mikla örð- ugleika það skapar, og verður aldrei á þeim sigrazt að fullu á annan hátt en að brúa Jökulsá."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.