Tíminn - 28.01.1948, Síða 5

Tíminn - 28.01.1948, Síða 5
21 blað TÍMINN, miðvikudaginn 28. jan. 1948 5 ERLENT YFIRLIT: Maackensie Kinq 1 - < ■— -J< <—i.^A. SlaaaaB laefir veriS lengur forsætisráðlaerra eu laokkur aiauar saiMtíðapmaðiir hans Miðnikud. 28. jan. Stjórnarkosningin í Dagsbrún Kommúnistar hafa nú reynt að nota Dagsbrúnar- kosningarnar, sem eins konar skoðanakönnun meðal verka manna um stefnu ríkisstjórn arinnar. Þeir hafa unnið eftir mætti og notað öll sín á- róðurstæki leynt og ljóst. Og nú er árangurinn kominn í ljós. í fyrsta lagi hefir það sýnt sig að verulegur hluti verka- manna sat heima og tók eng- an þátt í kosningunni. Þeir hafa verið eitthvað yfir 1300, en enginn maður utan flokks kommúnista veit um það með vissu, því að þeir hafa blá- kalt neitað að sýna andstæð- 1 ingum sínum kjörskrána og er það sýnishorn af því hversu drengileg og lýðræðisleg bar- átta þeirra félaga er. En úrslitin í sjálfri kosn- ingunni eru þau, að þrátt fyr ir rösklega 200 atkvæða meiri þátttöku en í fyrra hafa kommúnistar ekki náð nema litlum hluta þeirrar aukn- ingar fyrir stjórn sína í Dagsbrún. Það er því að vonum að kommúnistar séu ekki neitt sérlega glaðir yfir þessum kosningaúrslitum, -þó að þeir reyni auðvitað að gera sem mest úr þeim í Þjóðv. En þeir skilja það eins vel og aðrir, að herferðin mikla hefir misheppnast og lið- safnaðurinn gegn ríkisstjórn- inni hefir ekki tekizt Sá liðsauki, sem andstöðu- listi kommúnista í Dagsbrún- arkosningunum hefir fengið talar skýru máli. Þar hefir bætzt við fullur þriðjungur af atkvæðamagni frá i fyrra. Þó er það eins og allir vita, löngum örðugt að fá kjör- sókn, þegar menn þykjast vita það fyrirfram, að listi sinn verði í minnihluta, en svo var hér. Þá er það stað- í'eynd, að ekki skilar sér nærri allt af því atkvæða- magni, sem listinn á, svo að raunverulegt fylgi hans kem- ur hvergi nærri í ljós. Þetta vita kommúnistar líka alveg eins vel og aðrir. Það er fleira en Dagsbrún- arkosningarnar sem verður kommúnistum að angri um þessar mundir. Það berast, öðru hvoru úr verkalýðsfér lögum úti um land fréttir um þverrandi völd þeirra og gengi. Það eru því allar horf- ur á aS tekið sé mjög að halla undan fæti fyrir þeim í verkalýðshreyfingunni og þeir séu þar búnir að lifa sitt blómaskeið. Og skyldi það vera furða? Því skyldu ekki verkamenn sjá það eins og aðrir, að þeim er fýrst og fremst nauðsyn á heilbrigðu þjóðfélagi, þar sem atvinnulíf getur þrifizt með eðlilegum hætti. For- ysta verkafólksins á að tryggja rétt þess öruggt og fast með þróun félagsmál- anna og réttláttri skiptingu þjóðarteknanna, en ekki fyrst og fremst að hugsa um póli- tísk ævintýri til þjónkunar við pólitíska ævintýramenn. Það eru ekki fyrst og fremst Fyrir nokkru síðan tilkynnti Mackenzie King', forsætisráðherra Kanada, að hálin myndi láta af formennsku liberala flokksins á flokksþingi h'áris næsta vor, en það þýðir ráihiár sama og hann ætli að hættS'' ráðherrastörfum, þar sem það er ýfirleitt ófrávíkjan- leg regla í brezkum löndum, að formaður stjöi'hárflokksins sé jafn- framt forsætisráðherra. Met í sögu Bretaveldis Þegar Mackenzie King dregur sig í hlé, hverfur af stjórnmála- sviöinu sá maður, sem lengur hefir gengt forsætisráðherrastörfum en nokkur annar maður í allri sögu brezka heimsveldisins. Sá, sem kemst næst honum, er yngri Pitt, sem var forsíétisráðherra Bret- lands í tuttuguýár, en var þó að- eins 46 ára, *ei‘ hann lézt. King hefir verið forsætisráðherra Kan- ada í ein 27. ár,. en hann er líka orðinn 74 ára "gamall. William Lyörf Mackenzie King er fæddur í Ofitario 1874 og var faðir hans lagák'ennari. King lauk fyrst háskólanáiui í Toronto, en stundaði siðáif^'framhaldsnám í Chigaco og viðýHawardháskólann. Námsgreinar háns voru félags- fræði og hágfhæði. Hann þótti efnilegur námsmaður og styrkti Hawardháskólin;! hann því til Evrópuferðar, é¥ hánn fór i þeim tilgangi að kyrinast ýmsum félags- málum í „gamla heiminum". Með- an hann dvaídi í Evrópu, fékk hann boð uih það frá kanadisku stjórninni, hvort' hánn vildi verða skrifstofustjóri '1 nýju stjórnar- ráðuneyti, er Sltýldi fjalla um verk- lýðsmál. Haiili þáði boðið og gengdi þessu starfi til 1909, en þá varð hann verkamálaráðherra í stjórn Lauriers;; hins kunna for- ingja liberala flokksins. Árið áður hafði King verið kosinn á þing í fyrsta sinn. Árið 1911 lét hann af ráðherrastörfujiri og vann ýms störf á næstu árum, 1 m. a. á vegum Rockefellerstofjlímarinnar. — Árið 1919 iézt Laurier. og var King þá kosinn eftirniacSiiií -hans sem for- maður frjálslýifnb, flokksins, enda þótt hann vínji; þá lítt þekktur opinberlega,. Cndir forustu hans vann liberali fjðkkurinn kosninga- sigur tveimur áriim seinna og King myndaði þá fyrstii Stjórn sína. — Hún sat að .vfflþum til 1930, að frátöldum npföírum mánuðum 1926. Árið j£j|5 komst liberali flokkurinn afíur: til valda og hefir haldið þeim óiíjtið'síðan og King verið forsætisi;áðherra allan þann tíma. Lærisveinn. GUádstone. Það liggur, .ij.jbiutarins eðli, að Mackenzie Kihg flnuni vera snjall stjórnmálamg^i,. þar sem hann hefir setið lpngúr ’ að völdum en nokkur annár sámtíðarmaður hans. Hann hefir {iq^ífáa þá hæfileika til að bera,, séjh réttlæti það við fyrstu sýn, aíOiann sé sjálfkjör- inn foringi. ÁÍíij' útliti hans og framgöngu erjþ.nginn glæsibragur og hann er enginn mælskuskörung- ur, þótt hann’.sé Vel máli farinn og sérlega rökviss,.En hann hefir verið forsjáll, hyggiijn og laginn og jafn- lyndi hans er yiðbrugðið. Fáir hafa reynst honum fremri í því að jafna deilur, án þess þó að vikja frá því, sem hefir verið takmark hans. Fáir hafa og verið honum fremri í því að finna hin réttu tækifæri til þess að heyja kosn- ingar, koma fram stórmálum og sigrast á vandasömum erfiðleikum. í þessari nefvísi hans, ef svo mætti orða, liggur aðalráðningin á þeirri gátu, hve lengi hann hefir haldið um stýrisvöl lands síns. En það hefir líka styrkt hann geysilega mikið, að heiðarleiki hans og góð- ur vilji Itefir aldrei verið dreginn í efa, ekki einu sinni af andstæð- ingum hans. Hann hefir aldrei sýnt nein merki þess, að hann vildi auðga sjálfan sig né skapa sér valdaaðstöðu með því að þægja flokksmönnum sínum með bitling- um eða öðrum aðferðum. Emil Ludwig, sem hefir skrifað bók um Mackenzie King, segir m. a. um hann, að hann sé meira brezkur en amerískur, enda sé Gladstone hin mikla fyrirmynd hans. King virðir Gladstone mest allra manna og lætur mynd af Gladstone og bækur hans skipa heiðurssess á skrifstofu sinni. Það verður heldur ekki annað sagt en að honum hafi tekizt vel að feta í fótspor þessa mikla læriföðurs, því að fá dæmi eru til um heiðarlegri og óhlutdrægari stjórn en í Kanada, | þar sem sami flokkurinn er búinn ! að vera jafnlengi við völd. Lýsingr Emils Ludwigs. j Emil Ludwig lýsir útliti og lífs- ! háttum Kings m. a. á þessa leið: Unglegt útlit, hrein og ákveðin augu undir miklum og bognum augabrúnum, góðlegt og séi'kenni- legt bros, sem nær lengra út í hægra munnvikið, hefir góðan svefn, er laus við alla fégræðgi, snjall og laginn ræðumaður, vill koma sem minnst fram opinber- lega og vinna sem mest í einrúmi, hafði áður gaman að hestum en iðkar nú gönguferðir í fylgd með írskum uppáhaldshundi, kann bezt við sig á sveitasetri sínu, sem er í fögru umhverfi, er manna kurt- eisastur í framgöngu og hefir aldrei gifzt. Starf sitt hefir hann fyrst og síðast helgað þjóðinni. í tómstundum sinum hefir Mac- kenzie King fengist talsvert við ritstörf. Árið 1906 kom út eftir hann bók, sem nefnist: Leyndar- dómur hetjuskaparins, og 1918 gaf hann út bók, þar sem hann ræddi um áhrif stóriðjunnar á sálarlíf einstaklinganna. Loks gaf han út rit 1941 um samvinnu Bretlands og Kanada. Mikill samveldissinni. Stjórnarstefna Mackenzie King hefir jafnan einkennzt ,af hinum liberalisku skoðunum hans, en þó hefir hann ekki hikað við að víkja' frá þeim, þegar hann hefir talið þess þurfa. Þannig varð Kanada eitt fyrsta lgmdið til þess að taka upp strangar verðlags- og kaup- gjaldshömlur á stríðsárunum, enda hafa fá lönd sloppið betur við dýr- tíð og verðbólgu. Hömlur þessar voru afnumdar á síðasta ári, en hafa nú verið teknar upp að tals- verðu leyti aftur, þar sem frjálsa fyrirkomulagið þótti gefast illa. Mackenzie King Það, sem lengst mun halda nafni Kings á lofti sem stjórnmálamanns, verður barátta hans fyrir náinni samvinnu Bretlands og Kanada. Þótt stundum hafi kastast í kekki milli hans og Breta og hann hafi átt furðulega gott samstarf við franska minnihlutann í Kanada, hafa fáir verið eindregnari stuðn- ingsmenn brezka samveldisins en hann. Hann hefir mætt á öllum helztu samveldisráðstefnunum síð- ustu 25 árin og jafnan komið þar fram sem einn ákveðnasti sam- veldismaðurinn. Honum er það meira að þakka en nokkrum manni öðrum, hve mikla hjálp Kan- adamenn hafa veitt Bretum, bæði á stríðsárunum og eftir styrjöld- ina. Hans mun því ekki sízt minnst vinsamlega í Bretlandi, er hann lætur af hinni löngu stjórnarfor- ustu sinni, og hennar mun ekki sízt sjást merki í framtíðinni í traustri sambúð þessara landa. RadcUr nábáann.a í forustugrein Dags 21. þ. m. er rætt um þær upplýsing- ar í skýrslu atvinnumála- nefndar Reykjavíkurbæjar, að starfsmenn bæjar- og rík- isstofnana sé um 2500 tals- ins. Dagur segir svo: Þessi skýrsla öll varpar skýru Ijósi á ríkisbáknið eins og það cr nú orðið, og þann ofvöxt, sem hlaupiö liefir í alla starf- rækslu þess á undanförnum árum. Þessi mikla útþennsla og hinn stóraukni kostnaður, sem henni er samfara, hófst fyrst að verulegu marki með valda- töku „nýsköpunar“-stjórnarinn- I ar Hin losaralega fjármálastjórn og almenna eyðslustefna henn- ar, bauð þessari þróun heim. Starfræksla ríkisins og ríkis- stofnana var orðin óeðlilega umfangsmikil og dýr, er þessi stjórn hrökklaðist frá völdum. Stjórnarandstaðan þáverandi hélt uppi harðri gagnrýni á þessa óhófiegu eyðslu og-. alla tíð munu menn úr öllum lýð- ræðisflokkunum hafa verið fylgjandi eðlilegri hagsýni og sparsemi í ríkisrekstrinum öll- um. En þrátt fyrir ábendingar um þessi efni, þingsályktanir og vilja ýmsra góðra manna, hefir núverandi stjórn skort djörf- ung og kraft til þess að hefja þarna endurbótastarf. Fullvist má telja, að starfsmannahald ríkisins hafi aukizt á sl. ári, með nýjum ríkisstofnunum, án þess að jafnframt væri lögð áherzla á að skipa málum haganlegar og ódýrar fyrir riki og þjóð á öörum sviðum. Og atvinnumála nefnd Reykjavíkurbæjar telur í áliti sínu, að ríkið muni enn á þessu ári hafa a. m. k. 2500 föstum starfsmönnum á að skipa í höfuðborginni einni saman, eða jafnmörgu fólki og (Framliald á 6. síðu) Fimratán miljónir Morgunblaðið Jbirtir í gær forustugrein um bygginga- sjóði sveitanna og' segir þar m. a., að ríkisstjórnin hafi fyrir sitt leyti staðið við þær skuldbindingar, sem lögin um þessa sjóði hafi lagt henni á herðar. Sannleikur málsins er ‘ hins vegar þessi: í lögum um nýbygðir og endurbyggingar í sveitum segir svo um byggingarsjóð í 12. grein: „Stofnfé sjóðsins er: A. Byggingasjóður, Nýbýlasjóð-“* ur og Smábýladeild Búnað- arbanka íslands, eins og þessar stofnanir eru nú. B. Lán, er ríkissjóður veitir eða útvegar vaxtalaust þannig að stofnfé nemi alls 10 milj. kr. 1. júlí 1947, en síðan ár- legur tekjuafgangur sjóðsins við stofnfé“. Þar sem stofnféð samkv. a-lið greinarinnar, nam 5 milj. kr., bar ríkisstjórninni að hafa útvegað sjóðnum 5 milj. kr. vaxtalaust lán fyrir 1. júlí 1947. Þetta lán hefir sjóðurinn ekki fengið enn, þótt liðnir séu sjö mánuðir síðan stjórninni bar að hafa ^tvegað honum það. í lögunum um Ræktunar- sjóð íslands, er sett voru á seinasta þingi, segir svo í 8. grein: „Ríkissjóður aflar Ræktun- arsjóði lánsfjár að upphæð 10 milj. kr. með 1%% vöxt- um. Sjóðurinn encCurgréiðir lánið með jöfnum afborgun- um á 10 árum. Seðladeild Landsbanka íslands er skylt, að lána Ræktunarsjóði nauð synlega fjárupphæð vegna starfsemi hans, þó eigi yfir 10 milj. kr„ gegn iy2% vöxt- um. Ræktunarsjóður skal endurgreiða seðladeild Lands bankans lán þetta með jöfn- um afborgunum á 20 árum. Ríkissjóður ábyrgist allp.r skuldbindingar Ræktunar- sjóðs gagnvart seðladeild- inni.“ Ríkisstjórnin hefir enn ekki aflað Ræktunarsjóði lán það, sem hér ræðir um, enda þótt Alþingi hafi í framan- greindri lagagrein séð henni fyrir aðstöðu til þess að afla lánsins. Samtals vantar þessa tvo sjóði landbúnaðarins þannig 15 milj. kr. lánsfé, sem Al- þingi hefir fyrirskipað ríkis- stjórninni að útvega þeim. Það kemur ekki þessu máli við, þótt ríkissjóður hafi borgað sjóðunum hin beinu tillög, sem hann á að greiða þeim samkvæmt áðurnefnd- um lögum. Hver er tilgangur Mbl. með því að afsaka þessar stór- felldu vanefndir? Er það kannske undirbúningur þ.ess, að menn eigi að sætta sig yið vanefndirnar til frambúðar? Aðstendendum Mbl. og öðr- um Sjálfstæðismönnum <er bezt að gera sér ljóst, að engir ábyrgir menn m.unu sætta sig við slíkar vanefndjy. Engin loforð ber frekar að virða og halda í heiðri en lof- orð Alþingis, æðstu og mestu valdastofnunarinnar í þjóð- félaginu. Afstaðan til þessara mála mun ekki aðeins verða lærdómsrík um hug manna til landbúnaðarins, heldur engu síður um það, hve mik- ils menn meta álit Alþingis og virðinguna fyrir lögunum, en án liennar fær ekkert rétt arríki staðist. X+Y. pólitísk verkföll fyrir alþjóða samtök kommúnista, sem ís- lenzkur verkaiýður vill og þarf. Þess vegna mun vegur þeirra afvegáleiddu ævin- týramanna, sem starfa eftir „leyndarskjalinu M“ fara sí- minnkandi í íslenzku verka- lýðshreyfingunni og íslenzku þjóðlífi yfirleitt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.