Tíminn - 22.01.1949, Side 7

Tíminn - 22.01.1949, Side 7
15. blaö TÍMINN, laugardaginn 22. janúar 1949. 7 ‘AUGLYSING : frá Áburðarsölu ríkisins um áburð Þeir, sem kaupa ætla tilbúinn áburð á þessu ári, þurfa aö koma pöntunum sínum til skrifstofu vorrar fvrir 20. febrúar næstkomandi. Áburðartegundir, seni væntanlega fást, eru: Ammoniaksaltpétur; Kalkammonsaltpétur Þrífosfat Kalí 60% Kalí brennisteinssúrt Tröllamjöl Verðlag áburðarins áætlast þannig: 33.5% köfnunarefni 20.5% köfnunarefni 45 % fosforsýra :: Ammoniaksaltpétur 45 kgr. kr. 44.00 | Kalkammonsaltpétur 50 . — — 31.50 I Þrífosfat 50 — — 43.00 í Kalí 60% 45 — — 26.00 ♦ Kalí brennisteinssúrt 45 — — 30.00 ♦ * A Áburðurinn verður seldur sömu aðilum og áður. Allar áburðarpantanir séu greinilegar, ákveðnar og miðist við brýna þörf hvers eins og séu komnar.til skrif- stofu vorrar fyrir 20. febrúar næstkomandi. Reykjavík 15. jan. 1949. Áburðarsala ríkisins Miimingarorð (Framhald af 3. síBu) henni átti að færa öll hús. Var Gunnar þegar búinn að undirbúa að byggja fjós s.l. vor, búinn að draga aö all mikið efni o. fl. En nú bilaði heilsan í ann- að sinn. í maímánuði s.l. fór aö gæta þess lasleika, sem dró hann til dauða. Þegar Gunnar fann, aö heilsan var að bila í annað sinn, brá hann búi, seldi jörðina á leigu, en seldi búið. Móti því þunga sj úkdómsstríði, sem nú beið Gunnars, gekk hann með sömu karlmennsku sem að öðru, er hann hafði geng- ið að, lengi vel trúaður á sig- ur í baráttunni, en þótt hann biði ósigur í þeirri viðureign, var hann þess albúinn. Þótt Gunnar hafi átt við mikla erfiðleika að etja í líf- inu, var hann gæfumaður. Hann var ásamt yngri syst- kinum sínum, foreldrum sín- um stoð og styrkur síðustu árin í búskap þeirra. Hann gat látið tvö strá vaxa, þar sem áður óx eitt. Hann gat hafiö varanlegar umbætur á hinu nýja ábýli sínu. Hann átti systkini, sem voru þess reiðubúin að hjálpa honum á hvern þann hátt, sem hann þurfti með og þeim var fært. Hann gat komið börnum sín- um yfir örðugasta hjallann. Hann átti konu, sem reynd- ist honum bezt, þegar mest á reyndi. Hann átti samhug allra sveitunga sinna í lífs- baráttu sinni og heilsuleysi. Hann átti hugrekki og þrek til þess að berjast við lang- vinnan og erfiðan sjúkdóm. Fáir af sveitungum þínum, Gunnar, gátu fylgt þér til moldar, en góöhugur allra sveitunga þinna fylgir þér, með þakklæti fyrir störf þín og samfylgdina. Ég þakka þér, Gunnar, fyrir langt og gott nágrenni og góða við- kynningu. Ég finn til þess, hve lítið ég gat orðið þér að liði, þegar þú þurftir þess mest með, og ég þakka þér þá einlægni og það traust, sem þú sýndir mér. Guð fylgi þér, Gunnar. Guð varðveiti og styrki konu þína og börn. 17. jan. 1949. Sverrir Gíslason. Orðsending frá Samvinnutryggingum Á s. I. ári fengu um 1000 bifreiðar, sem tryggðar eru hjá oss, lækkuð iðgjöld, þar sem þær höfðu ekki orsakað neina skaðabótaskyldu í eitt ár. Lækkunin nam um 40.000 krónum Þessi upphæð er ekki aðeins verðlaun til þeirra bifreiðastjóra, sem ekki hafa valdið neinu tjóni, heldur einnig ávöxtur af sam- tökurry sem stuðlar að bættum hag fólksins SAMVINNUTRYGGINGAR eru trygg- ingarstofnurL, sem tryggjendurnir eiga sjálfir og hafa stofnað með sér til jbess að efla hag sinn og öryggi. Samvinnutryggingar ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ilcimili aldraðra sjóinaima (Framhald af 4. síðu). uð lög, að undir þessum kring umstæðum ætti þessi stétt að mega ganga í valið. Með hlið- sjón á því mun hafa verið tek ið að leita menntaskólanum að öðrum stað, eftir að ósk- in um Laugarnes var komin fram — frá stjórnarnefnd hins umrædda sjómanna- heimilis. En vegna þess eru þessar línur ritaöar, aö ég heyrði reyndan og greindan sjó- mann ekki alls fyrir löngu ræða þetta mál. Viðhorf hans var það, að heimili aldraðra sjómanna væri ekki vel sett inni í Laugarnesi. Slíku heim ili ætti ekki fyrst og fremst að velja sögufrægan stað. Eigi heldur stað, sem hefði fagran sjóndeildarhring og víða sýn yfir sjó. Líf og yndi aldraðra sj ómanna væri fyrst og fremst skipin, síðan höfnin og það líf, sem þar hrærðist. Enda sæjust upp- gjafasjómenn, meðan þeir á annað borð hefðu ferlivist, yfirleitt ekki annarsstaðar en þar. Þar mætti ganga að þeim vísum. Þessi reyndi og greindi miðaldra sjómaður taldi, að umrsett frambúðarheimili hinna öldruðu sjómanna ætti að reisa hið næsta höfninni og hvergi annarsstaðar. Að vísu eru nú uppi ráða- gerðir um það, að byggja þurfi nýja höfn, viðbótar- höfn við þá, sem fyrir er í Reykjavík. Óefað kemur að því. En veröur ekki æði langt þangaö til að slík höfn er komin í framkvæmd Leiddu þær athuganir, sem að sjálfsögðu eru nauðsynleg ur undanfari slíkrar fram- kvæmdar, til þess, að hinni væntanlegu viðaukahöfn yröi valinn staður milli Rauðar- ár og Laugarness, mætti segja, að það legöist á sveif með Laugarnesi í þessu skyni. Hinsvegar þótti viðhorf sjó- mannsins, sem vitnað hefir verið í um þetta mál, það at- hyglisvert, að rétt þótti að skýra frá því. G. M. Húteiiit TítnaHH Á skozku svcita- hciiuili (Framhald af 3. slðu) ur um landbúnað á laugar- dagskvöldum í útvarpinu olck ar“. Niðurgreiðslur og j arðr æktarstyrkur. Niðurgreiðslur til neytenda tíðkast í Englandi og Skot- landi á vissum vörum svo sem eggjum og jarðeplum. Bænd- ur fá þar líka jarðræktar- styrk, 10 pund fyrir hvern hektara nýræktar til dæmis. Skotar reyndúst mér gest- risnir og viðmótsgóðir, og föð urlandsvinir miklir. Þeir fara ekki dúlt með, að þéir eru Skotar. Að kalla Skota Eng- lending gengur næst æru- meiðingum. Einn bóndi sagði við mig til dæmis: „England fer stjúpmóður- lega með okkur og hefir allt- af gert. Viö fáum bava að vera með, þegar styrjcld er. Nei. Við ættum að hafa okkar eigin stjórn í Edinborg. Það væri eitthvað annað.“ Annars varð Skotland ekki hart úti í stríöinu. Einum tveimur sprengjum var varp- að á Glasgow og einni á Ed- inborg. En skozku konurnar hlutu að gráta menn sína og syni eins og kynsystur þeirra í Englandi. Svíar hafa ekki mjög margt að læra af landbúnaði Skota. En til að skilja hvorir aðra og þroska okkur sjálfa og KRON-félagar Skilið kassakvittunum frá árinu 1848, sem allra fyrst. Handavinnunára- skeið Handíða- skólans Línsaumur, saumur drengja fata, útsaumur, handavinna stúlkna á gagnfræö’askóla- aldri, leðurvinna, hanzka- saumur. Umsóknir sendist skrifstofu skólans, Laugavegi 118, opin 11—12 árd., sími 80807. tengja bönd milli þjóðanna er það æskilegt aö ungir menn fari milli landa til stunaar- dvalar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.