Tíminn - 08.11.1950, Side 6

Tíminn - 08.11.1950, Side 6
llflflllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIMIIlllllUIÍIIIIMIIIK C. TÍMINN miðvikudaginn 8. nóvember 1950. 249. blað Hrífandi sænsk mynd fram- hald myndarinnar „Ketill í Engihlíð", er komið hefir út í íslenzkri þýðingu. Sýnd kl. 7 og 9. Ketill í Engihlið Eftir samnefndri skáldsögu sem út hefir komið á íslenzku Sýnd kl. 5. TRIPOLI-BÍÓ Sími 1182 INTERMEZZO Aðalhlutverk: Ingrid Bergmann Leslie Howard. Sýnd kl. 7 og 9. Tumi litli Sýnd kl. 5. é NYJA BIO Líl OG LIST Mikilfengleg ný amerísk verð launamynd. Aðalhlutverk: Ronald Colmann, Signe Hasso. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Ræning'jarnir Mjög spennandi ný amerísk Cowboymynd í litum. Rod Cameron, Ilona Massey. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutryggmgum Nýja fasteigna- salan Hafnarstræti 19. Sími 1518 Viðtalstími kl. 10—12, 1—3 og 4—6 virka daga nema laugardaga Jtl. 10—12. Fasteigna-, bif- reiða-, skipa- og f verðbréfasala Bergur Jónsson | Málaflutningsskrifstofa § Laugaveg 65. Simi 5833. f Heima: Vitastig 14. Köld borð og heitur matnr sendum út um allan bæ. i SÍLD & FISKUR ! Ansturbæjarbíó Champion Ákaflega spennandi ný | amerísk hnefaleikamynd. Kirk Douglas, Marilyn Maxwell. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Kalli og Palli Sprenghlægileg ný kvikmynd með: Litla og (nýja) Stóra. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Alltaf er kven- fólkið eins (Trouble with women) Bráðskemmtileg ný amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Ray Milland, Teresa Wright. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Sanders (Sanders of the River) Stórfengleg kvikmynd frá Mið-Afríku, gerð af London Film samkvæmt skáldsögu Edgar Wallace, sem kom út í ísl. þýðingu fyrir mörgum ár- um. Aðalhlutverk: Söngvarinn heimsfrægi Paul Robeson, Leslie Banks, Nina Mae Mc Kinney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára HAFNARBÍÓ Næturlest til Munehen (Nigth Train to Munich) Spennandi ný ensk-amerísk kvikmynd frá 20th Century Fox, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Gordon Well esley. Rex Rarrison, Margaret Lockwood, Paul Henreid. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Raflagnir — Viðgerðir Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Simi 5184 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< | Fasteignasölu j miðstöðín Lækjarg. 10B. Sími 6530 | Annast sölu fastelgna, 1 skipa, bifreiða o. fl. Enn-I fremur alls konar trygging | ar, svo sem brunatrygging I ar, innbús-, líftryggingar I o. fl. i umboði Jóns Finn-! bogasonar hjá Sjóvátrygg-I ingarfélagi íslands h. f. = Viðtalstími alla virka daga! kl. 10—5, aðra tíma eftlr | samkomulagi. Jón Arason (Framhald af 5. slBu.) bera höfuð og herðar yfir byltingarmennina þegar frá líður. Þess vegna ætti minning Jóns Arasonar meðal annars að geta fest íslendingum í huga þau sannindi, að tilgang urinn helgar ekki tækin og jafnvel fulltrúi gamallar þjóð legrar auðvaldsstofnunar get ur orðið þjóðhetja af því að láta Iíf sitt fyrir ungum hug- sjónamönnum, með erlent vald að baki sér. Svo undar- lega ráðast stundum dómar sögunnar. Svo skammsýnir geta ungir og heittrúaðir bvltingamenn verið. Jón Arason og Mindtzenty kardináli voru kaþólskir bisk- | upar, hollir og trúir kirkju sinni, og viðurkenndu ekki vald ríkisins yfir heilagri kirkju eða íhlutun þess í hennar mál meira en þeim þótti góðu hófi gegna. Þess vegna hlutu þeir báðir að lúta ofureflinu. En þar sem báðir höfðu karlmennsku til að bera og héldu máli sínu til streytu var ekki hægt að beygja þá. Því voru þeir beitt- ir ofbeldi. Píslarvotturinn og þjóðhetj an Jón Arason, gerir því hvort tveggja í senn, að stæla þrek manna til að halda fast við sannfæringu sína og áminna um að fara að réttum lögum og með hófsemi. Ö-j-Z. Fundur F. U. F. (Framhald af 3. síBu.J Kárason, Stykkishólmi, Jakob Jónsson, Stykkishólmi. Framsóknarfélag Borgar- fjarðarsýslu og Félag ungra Framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, héldu fund að Logalandi í Reyk- holtsdal s. 1. sunnudag. — Voru þar kosnir fulltrúar á flokksþing fyrir bæði fé- lögin og voru kjörnir frá F. U.F.: Aðalmenn: Sveinn Skorri Höskuldsson, Vatnshorni, Sturla Jóhannes- son, Sturlureykjum, Jón Ein- arsson, Borgarnesi, Kristinn Júlíusson, Leirá, Snorri Þor- steinsson, Hvassafelli. Varamenn: Andrés Jónsson, Deildar- tungu, Ásgeir Sverrisson, Hvammi. iti ÞJÓDLEIKHÚSID Miðvikud. kl. 20.00 JÓN BISKUP ARASON 2. sýning Eftir Tryggva Sveinbjörnsson Leikstjóri: Haraldur Björnsson ★ Fimmtud. kl. 20.00. ión biskup Arason 3. sýning ★ Föstudag kl. 20.00: Jón biskup Arason 4. sýning Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr ir sýningardag og sýningar- dag. — Tekið á móti pönt- unum. — Sími 80 000. ★ Fastir áskrifendur að 1. og 2. sýningu vitji aðgöngumiða sinna í dag, og á morgun. Sf. JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---------------- 149. DAGUR------------------------- leit hann þá nú í síðasta sinn. Hann var hingað komlnn til þess að kveðja þessar slóðir. Gottfreð Sixtus hallaði sér aftur á bak í mosann. Hann starði út í bláan geiminn. Víst þótti honum vænt um þenn- an stað og allt, sem hér lifði. En hann var þreyttur, og þó var eins og dulinn styrkur byggi í fjarrænu augnaráði hans. Hann hafði kastað teningnum, Hann var fullur örvænting- ar, en samt var hann reiðubúinn til þess að mæta hverju sem að höndum bæri. — Algóður guð, sagði hann stundarhátt. Ég trúi því, að þú sért til. Gefðu, mér þrek. Láttu mig ekki bogna undir þeirri byrði, sem ég ber. Hjálpaðu mér! Snögglega setti að honum beiskan grát. — Teresa! Vesalings Teresa! stundi hann. Stundirnar hðu, og hann lá kyrr, eins og hann væri gróinn við mosaþúfuna. En loks spratt hann á fætur. Hann beit á vörina og skund- aði af stað niður brekkurnar. Öll þreyta var horfin. Undar- leg ákefð hafði gagntekið hann, og hann hvatti sporið — tók brátt að hlaupa við fót. Þegar hann nálgaðist Gammsstaði, komst hann í uppnám. — Er hún heima? Er hún heima? spurði hann sjálfan sig. Flýttu þér — hlauptu! Hann óð beint inn í húsið og upp 1 herbergi sitt. Hann opnaði skrifborðsskúffuna, tók bréf, sem í henni var, og stakk þvi i vasa sinn. Síðan lét hann fáeina peningaseðla í veski sitt, hugði að því, hvort myndin af Teresu væri þar kyrr, og stakk því svo í vasa sinn. Hann lét lykilinn standa í skránni á skrifborðsskúffunni, stóð upp og ríslaði um stund í klæðaskápnum, en tók þó ekki neitt, sem þar var. — Ég get ekki gert það, ef hún hefir farið út, tuldraði hann fyrir munni sér. Hann hljóp niður stigann. Þar varð Leónída á vegi hans. — Hvar er Teresa? hrópaði hann ’skjálfraddaður. — Hamingjan góða! Hvers vegna æpirðu svona? Hvað hefir komið fyrir? — Hvar er hún? — Hún var að tala við Röthlisberger. Hann kom hingað með búreikningana. Hún er uppi. — Það er gott, svaraði hann. Þá er hún heima. Hann flýtti sér upp. Leónída horfði óttasligin á eftir honum. Teresa sat álút við borð og athugaði reikningana, sem ráðsmaðurinn hafði fært henni. Hann stóð þegjandi álengd- ar ofurlitla stund. Hún renndi augunum til hans, en spratt svo á fætur, er hún sá svip hans. — Þú veizt, að ég elska þig, Teresa, sagði hann. Hún starði agndofa á hann. Það stríkkaði á kinnunum. — Gottfreð! sagði hún. Litla stund gat þann ekki hrært tunguna. Hann sá í anda allt, sem nú hlaut að gerast. En augnaráð hans var óhvikult. Hann hafði brotið af sér fjötra hins tvílráða manns. — Gottfreð, endurtók hún. Hvað hefir komið fyrir þig? — Sérðu einhveíja breytingu á mér? sagði hann háðs- lega. Ekki bjóst ég við því. — Ég hefi aldrei séð þig svona fyrr. — Þú sérð bráðum fleira nýstárlegt — kollinn snoðklippt- an, handjárn á úlnliðunum, röndóttan fangabúning.... Teresa greip báðum höndum utan um höfuðið á sér og starði orðvana á vhann. — Það færðu að. sjá næst. En ég öðlast frið. — Gottfreð! æpti hún. — Enn heiti ég Gottfreð Sixtus Möller. En því verður lika breytt. Ég verðskúlda ekki að bera það nafn. Baráttan hef- ir verið hræðileg, en nú hefi ég loks borið sigur úr býtum. í dag stíg ég fyrsta skrefið sem frjáls maður. — Ertu brjálaður? sagði hún heiftúðlega. — Nei — ekki brjálaður. En ég hefði orðið brjálaður, ef þetta hefði ekki gé'rzt. Sál mín hefir lengi verið í álögum, og það má ekki séinna vera, að hún losni úr þeim. Ég hefi margt heimskulegt sagt við þig, frá því kynning okkar hófst. Ég hefi dregið okkur bæði á tálar. En nú getur ekkert blekkt mig framar. Ég er andlega gjaldþrota, og nú verða skulda- dagarnir ekki lengjj;r umflúnir. Ég er kominn til þess að segja þér, að ég mun gangast við skuld minni og gefa mig þeim á vald, sem hennar eiga að krefjast. í kvöld fer ég til lögregl- unnar. Annað þatí ég ekki að segja. — Og ég? spurði hún kuldalegri röddu. — Þú verður 'auðvitað kölluð fyrir rétt. En þú getur sann-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.