Tíminn - 27.04.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1951, Blaðsíða 5
93. blað. TÍMINN, föstudaginn 27. apríl 1951. 5. Föstud. 27. apríl Bænadagurfnn Þjóðkirkjan hefir almenn- an bænadag á sunnudaginn. Þessi bænadagur er að ýmsu leyti nýung í kirkjulífi íslendinga. Að vísu má segja, að allir messudagar þjóðkirkj unnar séu bænadagar, því að hluti hverrar messugjörðar er almenn bænagjörð, sem söfnuðurinn á að taka þátt í, og raunar eru allar kirkjuleg ar athafnir og vígslur að veru legu leyti sameiginlegar bæna stundir. En að þessu sinni er guösþjónustan einkum og að allega helguð bænirmi í þeirri trú, að sem víðast verði mess að og kirkjúsókn sem bezt. Bænadagar sem þessi tíðk- ast víða erlendis og eru vin- sælir meðal trúaðra og kirkju rækinna manna. Á síðustu ár um hefir vaknað nokkur hreyfing hér á landi í þá átt, að fara að dæmi erlendra þjóða og taka upp slíkan bænadag og því er nú svo komið ,að það er gert. Það þarf ekki að fjölyrða um viðhorf trúaðra manna til þessa bænadags, en hins er ekki að dyljast, að ýmsir eru lítiltrúaðir á æðri mátt- arvöld utan og ofan manns- ins í þessari tilveru. Kraftur og áhrif bænarinnar er þó svo óumdeilanleg og áþreif- anleg staðreynd að jafnvel margir guðleysingjar viður- kenna. Það fylgir þvi mik- ill kraftur, að koma saman og sameina hugi sína í bæn. Það er staðreynd. Enginn er svo mikill efnishyggjumaður, að hann treysti sér til að mótmæla því. Ef menn hugsa vísindaíega og fordómalaust og halda sér við staðreyndir, verða þeir að viðurkenna að andi manns ins, — mannshugurinn, — er mismunandi móttækilegur fyrir illt og gott. Allir þekkja sameiginlegar hrifningar- stundir þegar. hugirnir opn- ást fyrir því, sem er gott og fagurt. í upphafi var óskin og þráin, viljinn og bænin eru ennþá það afl, sem mót- ar manninn. Þess vegna halda þeir; sem trúa á framhalds- líf mannsins og eilífan þroska feril í einhverju formi, að mestu skipti fyrir hvern/ein- stakling að varðveita hjarta sinn óskemmt, — láta hina góðu ósk búa með sér, — gera líf sitt allt að einum bænadegi um betri heim. Þegar þessa alls er gáð, er það ekki nema eðlilegt, að ýmsir hafi samúð með bæna deginum og hyggi gott til hans, enda þótt þeir séu lítil- trúaöir sjálfir. Allir góðgjarn ir menn, — allir mannvinir hljóta að fagna hverju því, sem opnar mannshugann fyr- ir því, sem gott er og festir í honum góðar óskir, jafnvel þó að þeir trúi ekki, að öll góð og fullkomin gjöf sé of- an að frá föður ljósanna, sem er blessaður um aldir. Það eru nú geigvænlegir tímar í heiminum, svo að segja má, að mannkynið allt nötri af kvíða. Á slíkum tím- um svipast mörg friðvana sál eftir hæli og öryggi. Þá finna líka ýmsir, að það, sem mest hefir verið sótzt eftir, er ekki það, sem mestu varð- ar. Það, sem skapar ham- ingju og sanna farsæld hefir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SÖLUMAÐUR Þjóðleikhúsið hefir nú haf- þess, sem gerðist fyrir mörg- ið sýningar á amerískum ‘ um árum, við það, sem nú er samtíðarsjónleik, þar sem erjkomið fram. DEYR Sölumaöur deyr eftir Arthur Miller, er frumsýndur var á sunnudaginn. Þetta er ádeiluleikur, skrif aður til að benda á veilur í mennfngu Bandaríkjanna. — Sölumaðurinn er tákn heill- ar og Voldugrar lífsstefnu — lífsstefnu verzlunar og gróða. En hann er fulltrúi þeirra, sem ekki verða gróðamenn. Hann hefir að sönnu haft góðar atvinnutekjur á tíma- bili, en heldur ekki meira. Indriði Waage leikur Willy Loman sölumann, þennan ör- þreytta, bugaða mann, sem finnur ekki að hann eigi nein tækifæri nema það eitt, að leysa út líftryggingarfé sitt. Jöfnum höndum er flétt að saman í þessu hlutverki napurri ádeilu á þjóðfélag verzlunarhyggjunnar og á manninn, sem gengur gróða- hyggju kaupsýslunnar á hönd. Bitrust verður þó ádeilan, þar sem unga kynslóðin er bónda sinn, en hún trúi því, að hann hafi unnið íyrir þessu. Hún veit, að vesalings maðurinn, sem hún eiskar, lifir á lifslýginni, og hún ger ir allt, sem stúðlað getur að hamingju hans og vellíðan. verk og leikið af prýði. Kon- ! Erfiðast verður hlutverk an veit alveg hvað manni sin hennar, þar sem hún þarf^ að um líður og hún bregzt hon- standa vörð um sálarfrið um aldrei. tíún lifir í stöð- manns síns gagnvart sonum ugum ótta og kvíða hans Þeirra. vegna. Hún veit, að hann er! Synir þeirra hjóna eru Biff hættur að selja og pening- og Happy og leika þeir Jón arnir, sem hann kemur með Siguibjörnsson og Róbert eru ekki umboðslaun, lieldur Arnfinnsson þá. Biff er vask ölmusa, sem Charlie vinur leikamaður, sem þráir íþrótt- þeirra gefur honum, en hún ir og útilíf, en nefir hrökklast lætur aldrei á öðru bera við I að heiman eftir misheppnað En leikurinn hefst ekki fyrr j sýnd, tveir uppkomnir synir, en hlutVerki hans í verzlup- inni er lokið. Hann er orðinn útslitinn og bilaður, svo að hann greinir ekki á milli for- tíðar og nútíðar, veruleika og ímyndunar. Verzlun er heiðarlegt starf, meðan hún er rekin sem þjónusta, en hér er deiit á það, að dýrka kaupsýsluna sem gróðaveg, og mun það vera fyllilega tímabær ádeila bæði hér og í heimalandi höf undar. Það er mjög vel til fallið, að sýna þennan leik í Þjóðleikhúsinu eftir að Flekk aðar hendur hafa verið sýnd- ar þar. Það er menningar- starf, hollusta við hina frjálsu mannshugsj ón. Á leiksviðinu er brugðið upp ýmsum myndum úr for- tíð sölumannsins og fjöl- skyldu hans eftir þvi sem minningarnar grípa inn í. — Oft er þannig sýnt órofa- sambamd atvikanna og tengsl ómerkilegir spjátrungar, sem íyrirlíta sjálfa sig en reyna að gleðja sig og gylla með lífslýgi. Miskunnarlausast af öllu í leiknum er það, að vesa lings l'aðirinn hefir sjálfur stutt að því, að þannig yrðu örlög sonanna, sem hann elskar. Indriði Waage sýnir þenn- an skipbrotsmann af mikilli nærfærni. Þrátt fyrir ævi- langt starf hjá fyrirtækinu er honum sagt upp vinnu án eftirlauna, þegar hann er hættur að geta selt. Það ger- ir sonur gamla húsbóndans. Þaö eru ávextir trúrrar þjón ustu, því að trúlega hefir Willy Loman rækt hlutverk sitt, smjaðrað og skjallað og jafnvel lagt sig í eins konar skækjulifnað til að ná betri samböndum. Regína Þórðardóttir leikur Lindu, konu sölumannsins. Þetta er stórfenglegt hlut Heimili Lomans-fjölskyldunnar. Bræðurnir Happy og Biff sitja á rúmum sínum uppi á lofti. Myndin sýnir leiktjöldin vel, þar sem útjaðrar, eins og sumar burstirnar eru sýndir, en hugurinn er látinn fylla í eyðurnar. Bræðurnir Happy og Biff Loman — Róberí Arnfinnsson og Jón Sigurbjörnsson — eins og þeir voru, liraustir og iífsglaðir unglingar. próf. Ef til vill verður hann heldur karlmannlegur í með- ferð Jóns, og meiri manns- bragur á honum en vera ber, en þó á hann tvímælalaust að vera fremri bróður sínum því að bæði kann hann að skammast sin og langar til að vera einlægur og sannur. Happy hins vegar er blygðun- arlaus heimsmaður og svall- ari, sem ’neillar stúlkur með ósönnum grobbsögum um af- rek og ríkidæmi. Haukur Óskarsson leikur forstjórann, oflátung og upp skafning, sem er borinn til að vera gróðamaður, — hef- ir tekið það að erfðum, en er annars kaldrifjaður lubbi. Valur Gíslason leikur Charl- ie og Steindór Hjörleifsson Bernard son hans. Þeir feðg- ar eru nágrannar Lomans- fjölskyldunnar, góoviljaðir og hjálpsamir menn, farsæiir og eljusamir í starfi. I Jón Aðils leikur Ben kaup- sýslumanninn kaldrif j aða, (Framhald á 7. síðu.) gleymzt og orðið út undan. Það er bænarhugurinn, þakl: látssemin vegna yndisleika lífsins og góðvildin til þess, sem er í kringum okkur. SU nrssKoðun ryður oér nú aftur til rúms, að það séu þessir eiginleikar, sem eink- um hafi úrslitaþýðingu fyrir velferð og hamingju manns- ins, jafnt þessa heims sem annars. Tímanleg og eilíf, lík- amleg og andleg hamingja hans sé við það bundin. Og þess vegna er það líka svo eðlilegt, að einmitt nú þrái þjóðin að sameinast á einum allsherjar bænadegi til að glæða með sér bænahuginn, þrátt fyrir allt það, sem á milli ber um skoðanir á þjóð málastefnum og jafnvel trú- arhugmyndir. Margir hyggja, að hinn sanni bænarhugur sé ofar öllum trúarhugmyndum og trúarfræði. Ef bænadagurinn tekst vel og verður allsherjarbænadag ur, er það vissulega styrk- leikavottur, sem hlýtur að glæða vonir okkar allra um framtið íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna ættu menn að hrista af sér tómlætið og fara í kirkju á sunnudaginn til að eiga þátt í þjóðlegri einingu og eiga sinn þátt í því, að gera daginn áhrifa- mikinn og glæða bænarhug- inn. Willy Loman sölumaður, Þórðardóttir, — Linda. • ■ og Regína

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.