Tíminn - 27.04.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.04.1951, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 27. apríl 1951. 93. blað. P. Gestur Bárðarson Síðasta tækifæri til að sjá þessa mynd. Sýnd kl. 7 og 9. I»rír fólagar Amerísk kúrekamynd. Sýnd kl. 5. TRIPOLI-BÍÓ Leynifarþegar (Monkey Buisness) Bráðsmellin og sprenghlægi- leg amerísk gamanmynd. Að alhlutverk leika hinir heims frægu Marx bræður. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Anna Pétursdóttir] Stórfelld og snilldarvel leikin mynd eftir samnefndu leik- riti Wiers-Jensen, sem Leik- félag Reykjavíkur hefir sýnt að undanförnu. Bönnuð innan 14 ára Sýnd kl. 9. Snerting danðans Þessi óvenju stórbrotna og spennandi sakamálamynd með: Victor Mature Coleen Gray Richard Widmark Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. HAFNARFIROI BÆJARBIÓ Leikfélag Hafnarfjarðar: „Nóttin langa“ Sýnd kl. 8,30. Sími 9184. Auglýsingasími TÍ>IAAS er »1300 LpvLuAs\jLngJ(>&uAjuiA. elu tíejtzJU 0uu/elG$id% i Raftnagnsofnar, nýkomnJr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum 1 póstkröfu. Gerum við straujáin og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Sími 5184. Austurbæjarbíó MAMOA Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ RIGOLETTO Ópera í fjórum þáttum eftir Giuseppe Verdí. Sungin og leikin af listamönnum við jóperuna í Rómaborg. Hlj ómsveitarst j óri: Tullio Serafin. Söngvarar: Mario Filippeschi, Tito Gobbi, Lina Pagliughi. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Öskuliuslca (Cinderella) Nýjasta söngva- og teikni- mynd WALT DISNEYS gerð eftir hinu heimskunna ævintýri. Sýnd kl. 5 og 9. Hljómleikar kl. 7,15. HAFNARBÍÓ RAIIÐÁ (Red River) Afar spennandi og viðburða- rík ný amerísk stórmynd. Aðalhlutverk: John Wayne, Montgomery Clift, Johanne Dru. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 9. Svaðilför (Danger Passage) Afarspennandi amerísk mynd. Aðalhlutverk: Robert Lwerry Philip Brooks Sýnd kl. 5 og 7. ELDURINN terir ekki boð á undan aér. íelr, iem eru hyggnfr, tryggja strax hjá SamvinntJtrygrgrlngum Aikrlftarsímlt TIMIWRí áikrlfesdKP. Dýralækninga- máliit (Framhald af 4. síðu.) Eftir sex ár má því gera ráð fyrir að 5 nýir dýralæknar ís- lenskir útskrifist. Þá munu tveir af starfandi dýralækn- ur dýralækna eru yfirleitt aðsdýralækna. Námstími ið dýrara, því dýralæknis- fræði er aðeins hægt að nema við erlenda háskóla, aukatekj um í landinu vera orðnir meir en 65 ára gamlir, svo þetta er litil fjölgun. Þessir ungu menn eiga eftir að ljúka námi. Þeim getur snúist hug ur ef framtíðarhorfur í dýra- læknisstarfinu eru ekki góð- ar. Á þriðja ári geta þeir t. d. þreytt um námsgrein og farið að nema læknisfræði eða tann læknisfræði því undirbúnings menntun er sú sama í þess- um fögum. Dýralækna er líka víðar þörf en á íslandi. Eina færa leiðin fyrir bún aðarþing til þess að fjörga dýralæknum í landinu einsog með þarf, er þessvegna að vinna að því að lífskjör dýra lækna í öllum dýralæknis- embættum 1 landinu geti orð ið eftirsóknarverð bæði hvað launakjör snertir og ekki síð- ur aðstöðuna til búsetu á hverjum stað. Þessa stefnu í dýralækna- málum hefði þurft að taka fyrir mörgum árum því þá myndi öðru vísi horfa. Þá hefði ekki þurft innflutning útlendra dýralækna, sem er bráðabirgðalausn og sem er til þess fallin að hindrað eðli lega fjölgun íslenzkra dýra- lækna. Bragi Steingrímsson Afnrðasöliilögin (Framhald af 3. síðu.) Fjárplógsmenn Sjálfstæðis- flokksins gátu ekki rekið starfsemi sína á þessu sviði lengur. Og vegna þess eins var Mogginn látinn spúa níði og ósannindum um íslenzka mj ólkurf ramleiðendur. STROKKAR 5 lítra, kr. 385,00. — 10 lítra, kr. 464,00. ♦iwmmi ■■ ii rirn-ii-i -ar-gE' JLÍU & Í ♦ ♦v» ♦■■»♦■♦ ♦♦♦♦«»♦ ♦♦♦ S E L J U M allskonar notuð húsgögn og aðra húsmuni í góðu standi við hálfvirði. Pakkhússalan, Ingólfsstræti 11. Sími 4663. ÞJÓDLEIKHÚSID Laugardagur kl. 20.00. Hellög Jóliaiina eftir B. Shaw. Anna Borg í aðalhlutverki. Leiks,tjóri: Haraldur Björnsson. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum. Simi 80000. uJ4eitln Bernhard Nordh: 'onci VEIÐIMANNS 1. DAGUR I. Jón Einarsson kom vagandi heim hlaðið. Hann var loðin- brýndur, og djúpar rúnir milli augnabrúnanna, og virtist vera þungt hugsi. Hann gaf því engan gaum, þótt kötturinn nuddaði sér fleðulega utan í buxnaskálmar hans. En hann beyrði, að fjósdyrnar voru opnaðar og síðan lokað aftur. Samt hélt hann áfram heim að bæjardyrunum, án þess að líta við. Eldri dóttir Jóns kom úr fjósinu meö sína mjólkurfötuna í hvorri hendi. Hún dró andann ofurlítið dýpra, þegar hún sá aftan á föður sinn hverfa inn í fordyrið, og hvatti heldur sporið. Yrði ekki hjá því komizt, þá mátti það eins koma strax! Hún var ekki nein kveif, sem laut höfði eða flúði í skúmaskot. Faðir hennar var setztur við stóra borðið í eldhúsinu, þegar Ingibjörg kom inn. Stúlkan leit á klukkuna á veggn- um. Það var að minnsta kosti hálftími til venjulegs morg- unverðar. Elín og vinnustúlkan voru enn að mjólka, og vinnumaðurinn var ekki kominn frá morgunverkunum. Hún bætti á eldinn og lét kartöflupottinn yfir. Það boðaði eitt- hvað, að faðir hennar var kominn inn í eldhús og setztur við autt borðið. Jón Einarsson hvessti augun á dóttur sína. — Það var gestur hjá þér í nótt, sagði hann allt í einu. Ingibjörg vatt sér að honum og horfði beint í augu hon- um, hiklaus og óhrædd. — Jæja. Og hvað meira? Ég get mér þess til, að það hafi einhver komið og heilsað upp á móður mína líka, áður en hún giftist. Er ég ekki orðin nógu gömul til þess að sjá fótum mínum forráð? — Aldurinn er nægjanlegur, svaraði hann dræmt. En ég vil segja þér, að ég kæri mig ekki um neinn flæking fyrir tengdason. — Erlendur er ekki neinn flækingur! — Það er Tatarablóð i æðum hans. — Það eru ekki margir dropar. — Nógu margir, og þú ert ekki sú, að þú þurfir að sætta þig við hvað sem er. Það er nóg til af efnilegum mönnum. Hin bláu augu Ingibjargar skutu gneistum. — Erlendur er nógu góður handa mér, sagðí hún hnakka- kerrt. — Hann er að minnsta kosti ekki nógu góður handa þess- ari jörö, svaraði faðir hennar. — Það er ekki sök Erlends, þó að hann sé fæddur af fá- tæku foreldri. — Það lemur enginn hvolpinn, þótt hann sé fæddur af tík. En það leggur enginn hvolpinn í sæng hjá sér. Nú svall Ingibjörgu móður. Faðir hennar varð þó fyrri til máls. — Hlustaðu á, Ingibjörg, sagði hann. Við skulum ræða þetta af stillingu. Hugsaðu þér Erlend bónda á þessum bæ — ekki lifi ég um alla eilífð. Hér færi allt beina leið til hel- vítis, og það á skömmum tíma, ef hann setzt við stýrið. — Það getum við ekki fullyrt, faðir minn. — Jú. Það get ég. Ég set það ekki svo mjög fyrir mig, að hann er snauður. En það er enginn dugur í honum. Það færir ekki björg í bú að nudda fiðlu eða flækjast með byssu um lerldur annarra manna. — Þeir, sem ekki eiga jörð og bú, verða að bjarga sér með byssu. Hvar ætti hann að brjóta land? Bændurnir hafa hrakið fátæklinga upp í skógana, þar sem jarðvegurinn er ekki annað en urðir. — Urðirnar þar eru ekki erfiðari en svo, að maður, sem mergur er í, getur gert þær að nytjalandi. Akrar bænd- anna hérna hafa ekki verið gósenland frá örófi alda. Einu sinni var þéttur skógur, þar sem þessi bær er, og það líður ekki enn það sumar, að við vinnum ekki að grjótnámi. Gott land fær enginn fyrirhafnarlaust. Það veiður að vökva það með svita. Urðir — jú! Grjót — náttúrlega! Sá, sem ekki er gæddur einbeittum vilja, situr fastur í urðunum, sem hylja gróðurmoldina.... Nei — lokaðu dyrunum fyrir þessum náunga. Þú átt völ á betra mannsefni. — Ég vil engan annan!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.