Tíminn - 12.06.1951, Side 4

Tíminn - 12.06.1951, Side 4
 TÍMINN, þriðjudaginn 12. júní 1951. 128. blaff. 4. i.. Nytjafiskarnir okkar í fyrri grein minni með þessari fyrirsögn, var aðallega talað um þorskinn og ýsuna. Síldin er einn af aðal nytja- fiskunum, og verður þessi grein helguð henni. Síldin hefir sérstöðu meðal nytjafiskanna, vegna þess1 hvað hún er félagslind og' heldur sig i hópum. Þó hún! dreifi úr sér þegar hún er að elta ætið, þá safnast hún aft- ur fljótlega í þéttar vöður.' Önnur sérstaða hennar er sú, I að hún tekur alla fæðuna upp' í sjó ,og er því á stöðugu ferða' lagi. Gagnstætt þeim fiskum’ sem leita fæðunnar við botn inn. Það sem stjórnar öllum athöfnum hennar einsog ann1 ara fiska og allra dýra yfir- j leitt, er fæðan og kynþroskin. I — Síldin lætur sér ekki nægja að sveima um á takmörkuðu svæði, heldur er hún einnig í langferðum yfir miklar vega- j lengdir. Annaðhvort er þetta erfðavenja, eða innri hVÖt sem leiðir hana þangað semj Eftir Árna Jónasson, SvínasEcála heppilegast er að vera á hverj um tíma. — Þegar litið er á þetta ferðalag hennar í stór- um dráttum, er eðiilegt að hugsa sér það sem hringferð, sem endurtakist á hverju ári. — Hér verður aðeins aðal síld arganga sem kemur að Norð urlandi á sumrin gerð að um talsefni. Síldin kemur úr hafi upp að Norðurlandi í júní og júlí- mánuði, þegar ætið er komið þar. Hún stöðvast þar um tíma og gengur í ætinu. Þeg- ar ætið minkar og hún er bú in að fita sig, heldur hún á stað austur á við í langferð, því nú er það kynþráin sem kemur til sögunnar. Hún þarf, að fara langa leið tii að Ijúka þvi hlutverki, því ekki hrygn ir hún við ísland og ekki í hafdjúpinu. Næsti heppilegi staðurinn er því við vestur- strönd Noregs. Þegar síldin leggur á stað í þetta ferðalag, er hún orðin feit og fer sér rólega, enda þarf hún að spara orkuna sem hún hefir safnað, því á henni verður hún að lifa að mestu til næsta vors. Hún hefir einnig nægan tíma til umráða, því á hrygn ingarstöðvarnar þarf hún ekki að vera komin fyr en í janúar og febrúar. Þegar hún er búin að hrygna, heldur hún að líkindum norður með Noregsströndum, og bendir til þess að svo sé. að Norð- menn hafa oft á vorin rekist á mikla síld langt norður í hafi. allt norður á móts við Bjarnarey. Þaðan leggur hún svo leið sína vestur yfir haf ið og er komin á móts við ís- land í júnímánuði, og er þá hringferðinni lokið. — Nú eru margir árgangar í uppvexti við Noregsstrendur. Þeir elstu af þeim, einn eða fleiri bæt- ast nö við í gönguna, þegar aðalganga leggur á stað þaðan aftur. Sjálfsagt gildir sama lögmál um fiskana eins og landdýrin, að þau elstu ráða ferðinni. Þeir yngri árgangar sem byrja að taka þátt í þessu ferðalagi, leggja á stað á eftir þeim eldri. Þegar svo gangan beygir upp að íslandi, verða þeir aftastir í henni, og mæta ekki landinu fyr en á Austf jörðum. Væri þetta rétt tilgetið, væri fengin skýring á þvi, að sumarsíldin á Aust- fjörðum sem kemur norðan úr hafi, er yfirleitt smærri en sú sem kemur upp að Norð urlandinu. Því hefir verið nokkuð hald ið á lofti í seinni tíð, að það sé hitastigið í sjónum, sem ráði göngu síldarinnar. Þetta held ég að sé vafasöm kenn- ing. Ég tel víst, að fiskarnir séu gæddir sama eiginleika og landdýrin að þeim geti lið ið vel, þó hitastigið sé nokk- uð breytilegt. Ég hefi séð haustsíld vaða innanum lagísmor meðan fjörðinn var að leggja, og í september í haust var sagt frá, að þar sem síldin var mest norðaust ur í hafinu, hefði verið 14 stiga hiti í sjónum. Hitt gild lr vitanlega um síldina eins og önnur dýr, að þegar hún er mögur þolir hún illa kulda. Fengi nú síldin að Ijúka þessu hlutverki sínu í friði við Noregsstrendur og leggja stofninn að næsta árgangi væri öllu borgið. En það er síður en svo sé, því meðan hún er að ganga að strönd- inni og meðan hrygningin stendur yfir, moka Norðmenn henni upp svo milljónum hektolítra skiptir, áður en hún nær að hrygna. Þegar þetta á sér stað ár eftir ár, einsog verið hefir síðustu ár- in, er ekki að furða þó stofn inn gangi saman. Það þolir víst enginn fiskstofn svona blóðtöku til lengdar, án þess að á honum sjái. Þessi mikla veiði á sér stað meðan síldin er mögur og verðminnst. — Það var 'alveg í sömu áttina, þegar farið var i haust að veiða magra smásíld til bræðslu í sunduum við Reykjavík. Slíka veiði ætti al veg að fyrirbjóða nema til matar eða beitu. Þessi síld er að alast upp í Faxaflóa og tvöfaldast að verðmæti við hvert árið sem líður. — Hér er með ráðnum hug í báðum tilfellum verið að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald verð- mætasta fisksins í sjónum, hvað næringargildi og Ijúf- fengi snertir. Hversvegna læt ur ekki Fiskifélagið svona mál til sín taka. Afföllin hjá síldinni frá náttúrunnar hendi, eru síst minni en hjá þorskinum. Erlendur stærðfræðingur hef ir komist að þeirri niðurstöðu að ef síld næði að vaxa upp úr öllum þeim hrognaeggjum sem hún gýtur við Noregs- strendur á veturna, mætti eft ir 6—8 ár ganga þurrum fót- um á síld frá Noregi til Græn lands. Þessi reikningur, þó ekki sé máske nákvæmur, gef ur þó nokkra bendingu um af föllin. Þegar svo þar við bæt- ist, að þátttakan í sumarveið inni við ísland eykst alltaf, má ganga út frá því sem gefnu að bræðslusiíldarveiði1 við Norðurland á sumrin, sé að mestu eða öllu úr sögunni. j — Veiði á sumarsíld eftirleið is verður óefað að byggjast áj reknetaveiði til söltunar og I beitu. Það verður minni gróða von við þá veiði, en tapið verð ur margfallt minna, en á herpinótaveiði, með bræðslu fyrir augum. Það mun láta nærri að hægt sé að gera út tvö skip á reknet hvað manna hald og annan reksturskostn að snertir, móti einu skipi til herpinótaveiða. Vinna í landi við síldina yrði mikið örugg- ari og jafnari, því í reknet má veiða þó síldin sé ekki of' ansjávar, einnig þó þoka sé, og líklega í meiri vindi og kviku, en hægt er að athafna' sig með herpinót. — Úrgangs- síldina mætti leggja í þrær við einhverjar bræðslur og byrja ekki að vinna úr henni fyr en veiði væri lokið, því sagt er að nú sé fundin aðferð til að geyma síldina óskemmda í þróm í lengri tíma. — Með þessu mundi sparast mikið fé. Þjóð in hefir víst ekki efni á að ausa peningum- framvegis í þá botnlausu hýt, sem bræðslu síldarútgerðin hefir verið und anfarin ár. Menn mega ekki taka það sem hér hefir verið sagt um síldargönguna við Norðurland sem óyggjandi staðreynd. Það er aðeins ágiskun sem hefir þó við nokkur rök að styðjast. — Að endingu svo þetta: Sem dæmi þess hvað mennirnir eru skeytingarlausir þegar náttúran á í hlut, minnist ég frásagnar í norskum blöðum í fyrri heimsstyrjöldinni eða rétt eftir hana. Þá gekk þar í nokkra firði mikið af smárri síld. Tveim stórum nótum var kastað í félagi í einum firð- inum og síldinni þjappað sam an í aðra nótina. Ekki var (Framhald á 6. sISu ) Merkingar á laxi og silungi A vegum veiðimálastjóra hafa undanfarin ár verið framkvæmdar merkingar á gönguseiðum (lax og urriða) í Úlvarsá (Korpúlfstaðaá) og hop-laxmerkingar á tveimur stöðum, annarsvegar við Ell- iðaáranar og hinsvegar við Stóru-Laxá í Hreppum, og voru t. d. merktir rúmlega 120 laxar s. 1. haust í þessum ám. Ennfremur voru hafnar merkingar á murtu í Þing- vallavatni á s.l. hausti. Gera má ráð fyrir að eitt- hvað af þeim fiski, er merkt- ur hefir verið, gangi í ár þessar nú á yfirstandandi sumri. Veiðimálaskrifstofan vill vekja athygli manna, er stunda veiðar í Úlvarsá, Ell- iðaánum og á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár, svo og veiði- manna við Þingvallavatn á merkingum þessum og biður þá vinsaml. að gefa gaum, hvort fiskur sá, er þeir veiða í sumar og haust er með merki í sér eða uggastýfður, og ef svo er að senda þá veiöi málaskrif^tofunni, Tj|h.rnar- götu 10, Reykjavík merkið eða upplýsingar um hvaða ugga vantar á fiskinn, ef um þá merkingu er að ræða, með upp lýsingum um veiðistað, dag- setningu, kyn, þyngd og lengd fisksins, og nafn veiðimanns. Æskilegt væri að fá hreisturs sýnishorn af merktum fisk- um, en slík sýnishorn eru tek- in þannig, að skafa skal hreistur með hníf af stað of- an við rákina á miðjum fiskn um (undir afturhluta bak- uggans) og setja í umslag. Gott er að fá 30—40 hreistur send. Merkingar þessar eru liður í því starfi, sem miðar að því að auka þekkingu okkar á laxi og silungi, göngum þeirra vexti og fleiru, sem er þýðing armikill undirstöðuliður í lax- og silungsrækt. Veiðimála- skrifstofan treysir á gott sam starf við veiðimenn alla, er fjalla um merkta fiska. Grjótás flytur hér vandlæt- ingaræðu eina mikla og segir okkur til synda. „Heill í bænum, Starkaður gamli! Oft kemur mér í hug eitt og annað, sem ég vildi færa í tal við heimilisfólk þitt, en sem dregst úr hömlum fyrir mér að færa í letur. Kemur það af æfingarskorti og mörgum fleiri ástæðum. Nú dríf ég mig þó til að hrinda úr vör, þótt farmurinn sé ekki stór að þessu sinni. Er þá fyrst að nefna þrennt, sem fyrir augu hefir borið í tveimur síðustu blöð- um Tímans, og sem mér virð- ist þurfa að leiðrétta. í gær (6.6.) var stór mynd á fremstu síðu í blaðinu. Varð ekki annað skilið af orðum þeim, er undir myndinni stóðu, en að sá, er setti þau saman, væri vel hrifinn af líkamsfegðurð konu þeirrar, sem myndin var af. Ég vildi nú benda bæði honum og öðrum, sem myndina skoða, á það að — eftir' myndinni að dæma — vantar mikið á að kona sú sé samræmt fallega vax in. Hún virðist hafa sæmilega (ef ekki framsúrskarandi) frítt andlit og — á hlið að sjá fall- egan bolvöxt, en útlimavöxtur- inn er langt frá því að vera í samræmi við það. Vöðvar á handleggjum eru þvengmjóir, — en þeir geta þó, og engu síður verið sterkir. Þá eru fæturnir allt frá því er lendinni slcppir, en þó einkum fyrir neðan kné, fremur ófagrir. Eru þeir of jafn bolir, of staurslegir, og vant- ar alveg þá yndisfegurð, sem ■oft má sjá á fótleggjum, sem eru óskemmdir, — bæði kvenna og karla —, og kemur fram í lín um kálfanna, mjóaleggsins og öklanna. Athugum vel hvað það er, sem vér dáumst að, hvort sem það er dautt eða lifandi, og að fullt fegurðarsamræmi sé í því. Vér þurfum ekki að sækja slíkar myndir út fyrir land- steinana. Hann Guðni Timans ætti að skreppa út á íþrótta- völl — í góðu veðri — og grípa myndir af íþróttafólki voru, sem þar æfir og keppir. Eða í Sund- höllina og Sundlaugarnar. Á báðum — öllum — þessum stöð- um má finna marga með full- komna, samræma líkamsfeg- urð, frá hvirfli til ilja (ekki „toppi til táar“, það er ekki íslenzkt orðalag, þótt margir noti það). Getur skeð að finna megi fríðari andlit, en „snoppu- fegurðin“ ein er litils virði. Svo oft er það að „móðurmál- inu góða, mjúka og ríka“ er mis þyrmt meira og minna í ræðu og riti, að ekki verður tölu á komið og ekki hendt* nema ein stöku „fjóla“. Það var hér á ár- unum að allur þorri manna hæddust að orða-vitleysum og setninga, sem komu í Moggan- um á fyrri árum hans; þá þótt- ust ritarar hinna blaðanna svo miklir menn og íslenzkuhestar, að þeir gætu hýtt þessa starfs bræður sína með blóm-skrúf- um þeim, er þeir „létu á þrykk út frá sér ganga“. En nú er svo komið að flestir þeirra eru sízt betri. Safn það, sem ég á orðið af málvillum og ambögum, er mér hefir tekizt að henda úr blöðum hér, bókum og útvarpi, er orðið töluvert að vöxtum, og er það þó ekki þúsundasti hluti af því, er til hefir fallið og ég hef séð og heyrt. Ástæður all- ar hafa ekki leyft mér að taka niður nema sárlítinn hluta af því. í Tímanum í dag (7.6. stend- ur á fyrstu síðu: ....hvalbát- arnir [fóru] út sitt í hverja áttina“. Hér er orðið „bátur“, sem er karlkyns, gert hvorug- kyns með því að hafa fylgiorð- ið í hvorugkyni. Þarna hefði átt að standa: „bátarnir rfóru] út sinn í hverja áttina“; það er rétt mál. En þessi vitleysa er orðin svo algeng, að fáir munu taka eft- ir henni. Sagt er og skrifað: „mennirnir (karlkyns) gengu sitt (fyrir sinn, hvorugkyhá) megin við....“. „Konan leiddi telpurnar (kvenkyns) sitt (hvor ugkyns — fyrir sína) við hvora hönd sér“. — Líklega er oröa- lagið ekki svona íslenzkt, held- ur: „Konan leiddi telpurnar sitt í hvorri hendi“ (!!!) —. Hver einasti maður með ó- brjálaða mál-tilfinningu sér og heyrir hversu vitlaust þetta orða lag er. Þá er í blaðinu í dag (7.6.) á 6. síðu, 3. línu að neðan, í þýddu f ramhaldssögtvini: .....þótt hreindýrin tryðu honum um tær.“ — Svona eru margir hin- ir skólagengnu menn orðnir í íslenzku, að þeir kunna ekki að beygja algengustu orð; hvað mun þá um hina vesalingana, sem ekkert eða lítið hafa lært. — Þýðandinn þarna er með talsháttinn „að troða um tær“ og ætlar að nota skildagatíðina (ég held að það sé kallað svo í málfræðinni, en veit það þó ekki) af sögninni, en hún er: „træðu“. I þess stað notar hann tilsvarandi tíð af sögninni „aff trúa“. Er þetta ekki dásamleg málkunnátta?!“ Hér lýkur þessu spjalli í dag, en því heldur áfram á morgun. Starkaður gamli. *að henda þýðir: að grípa, hafa hönd á, fá i hendurnar, en flestir nota það nú í þveröfugri merkingu, merkingunni aff kasta. Auglýsíng •I Ákveðið er að jafna yfir og gróðursetja trjáplöntur « á suður- og vesturhluta grafreitsins á Stað í Hrúta- : I: firði. Reynt verður, eftir því sem hægt .er, að fram- ; kvæma þetta þannig ,að vísa megi eftirleiðis á ein- i; stakar grafir. En þar sem ókunnugt er um mörg leiði, ::: :: er skorað á þá, sem vita um leiði ástvina sinna á graf :: reitnum og vilja sinna um þau, að gefa sig fram við ii p sóknarnefnd Staðarsóknar fyrir 30. þ. m. — F. h. sókn iii :: arnefndar. :! Stað 4. júní 1951 Gísli Eiríksson Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.