Tíminn - 23.08.1951, Qupperneq 6

Tíminn - 23.08.1951, Qupperneq 6
6. TiMINN, fimmtudaginn 23. ágúst 1951. 189. blað. ALLT FYRIR ASTINA 1 myndinni leikur Cornel Wilde í fyrsta skipti á móti konu sinni Patrica Knigth. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Þegar grundirnar gróa (Green Grass of Wyoming) Gullfalleg og skemmtileg ný amerísk æfintýramynd í eðli legum litum. Aðalhlutverk: Veggy Cummins Charles Cobum Lloyd Nolan Robert Arthur og einn frægasti vísnasöngv f ari Ameríku: Burl Ives. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBiO HAFNARFIRÐ! f helg'relpnm hjátriiarinnar (Woman who came back) Mjög spennandi og dularfull ný amerísk kvikmynd. John Loder Nency Kelly Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Munið að greiða blaðgjaldið Bergnr Jónsson Málaflu tningsskrif stof a Laugaveg 65. Slml 5833. Heima: Vitastig 14. cCiuiÁJUr^fSa&uAjuíiL efu áejtaV Austurbæjarbíó Ltverðirnir Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBIO f heljar greipum (Manhandled) Afarspennandi og óvenjuleg amerísk sakamálamynd. Aðalhlutverk: Ðorothy Lamour Dan Duryea Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BfÓ Dómsdagur í nánd (Saints and Sinners) Sérkennileg írsk kvikmynd frá London Films. Leikin af leikurum frá Abbey-leikhús inu fræga. Aðalhlutverk: Kieron Moore, Christine Norden, Sheila Manaham. Sýnd kl. 5 og 9. Litkvikmynd Hal Linkers ÍSLAND Sýnd kl. 7. HAFNARBÍÓ Klukkurnar í San-Fernando (Bells of San-Fernando) Spennandi og skemmtileg ný amerísk mynd með . Donald Hood, Gloríu Warren. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Einræðisherrann (Duck Soup) Sprenghlægileg amerísk gam anmynd með hinum skop- legu Marx- bræðrum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN gerir ekkl boð á undan sér. Þeir, sem ern hyggnir, tryggja strax hjá SamvinnutrygSineuw Minni landnámsins (Framhald af 4. síðu) ólfur Marteinsson og Salín Péturson. Til þeirra verður rakið samhengi sæmdar þeirr ar er Nýja-ísland hefir haft af sínum námsmönnum. Og aldamótin (1900—1901) voru gerð hátíðleg með lúðra blæstri ,básúnuþyt og bumbu slætti lúðrasveitar er kendi sig við Lund og var sú eina sinnar tegundar á öllu svæð- inu frá Selkirk-íslendingum til Eiskimóa. Tíminn leyfir ekki að nefna nema „fáa fleiri“: Þorvald Þorvaldsson, Master of Arts, Þorberg Þorvaldsson, háskóla prófessor og vísindamann, Jóhannes Pálsson, lækni og rithöfund, síra Guttorm Gutt ormsson, er bar af öllum sín- um háskólabræðrum í grísku og latínu, Stefán Guttorms- son ,er bar af sjálfum pró- fessornum í stærðfræði. Þessi sjálfmentaði unglingur ný- kominn neðan úr Nýja-ís- landí til Winnipeg í háskól- ann leysir stærðfræðidæmi sem prófessorinn, kennarinn hans, réði ekki við. ^JJeitLt vsv.v.v.v.vAWvy Bernhard Nordti: >ona VEIÐIMANNS .V.V.WAW.V.VAl 97. DAGUR wwwwyvtww Erlent yflrlit (Framhald af 5. síðu) með orðum sínum farið út fyrir takmörk herkænsku. Dalla Tcrre hefir verið svo skeleggur málsvari verkamanns ins að ýmsir íhaldsmenn hafa borið honum á brýn sósíalisma. „Ég hef staðið á öndverðum meiði við sósíalismann síðan 1910“, segir hins vegar Dalla Torre. Hann hefir ætíð barizt með oddi og egg gegn kommún- isma, en hann hefir einnig bar- izt gegn þeirri skoðun að komm únisma verði útrýmt með valdi. Hann er þeirrar skoðunar, að kommúnisminn verði ekki að velli lagður fyrr en hinn strit- andi heimslýður býr við betri og réttlátari kjör en nú. (Úr ,,Time“.) Þorvaldur Garðar Krisljáiisson málflutningsskrifstofa, Bankastræti 12. Símar 7872 og 81 988. RAFLAGNINGAEFNI : Varhús 25 amp. 100 og 200 amp. Undirlög, loftdósalok Loftdósakrókar og tengi Vegg- og loftfatningar Rakaþéttir lampar Eldhús og baðlampar Glansgarn, flatt og snúið Handlampar Vartappar ýmsar stærðlr VÉLA- OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN Forðizt eldinn og eigoatjón Framleiðum og seljum flestar tegundir handslökkvi tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjuin. Leitlð upp- lýslnga. Kolsýruhleðslan s.f. Slml 3381 Tryggvagötu 10 Ragnar Jónsson hæstaréttarlöemaður Laugaveg 8 — Slml 7752 LögfræSistörf og eignaum- ijlU. — Er móðir þín heima? — Mamma er dáin. Ólaíur leit snöggt á stúlkuna. — Er hún dáin? sagði hann agndofa. — Hún er orðir. náköld. Ég ætla að fara að sækja mann- hjálp til þess að koma henni í jörðina. Það fór skjálfti um líkama Ólafs. Dauði Lappa-Köru rændi hann siðustu voninni um það ,að hann gæti liíað sem maður. Nú voru allar bjargir bannaðar. Árni hlaut að fylgja honum til æviloka. Stúlkan studdi hendi á handlegg honum. — Vilt þú hjálpa mér til þess að jarða móður mína? Ólafur kinkaði kolli. Jú — hailn skyldi hjálpa henni. Það hefði verið mikil hneysa, ef hann neitaði stúlku um aðstoð við að koma líki í gröfina. Og kannske leit þá Lappa-Kara f náð til hans, enda þótt hún væri dáin. Andi hennar gat vitjað hans í svefni og sagt honum, hvar Árna væri að finna. Stúlkan gekk á undan inn skógargöturnar. Hinir mjúku skinnskór hennar mörkuðu varla jörðina, og Ólafur varð að hafa sig allan við til þess að fylgja henni eftir. Hann var nú miklu öruggari en áður, og hann vissi, hvers.vegna hann var það. í fylgd með Ingu þorði ekkert illt að ráða að honum. Hún var gædd krafti frá Lappa-Köru. Hann hugsaði ekki einu sinni um björninn, sem hafði verið í þann veginn að ráða hann af dögum — reyndi ekki einu sinni að leita skýringar á því, að hann var í tölu lifenda Hann þóttist bara vita, að stúlkan, sem gekk á undan hon- um, hefði hrakið bjarndýr og afturgöngur á flótta. Og þó var í rauninni ekkert einkennilegt, þótt Ólafur slyppi heill á húfi úr háskanum. Birnan hafði aðeins ekki verið orðin svo reið, að hún hirti um mann, sem lá meðvitundarlaus á jörðinni og húnum hennar gat ekki stafað nein hætta af. Hún hafði slefað dálítið framan í hann, kjagað um stund í kringum hann og síðan haldið leiðar sinnar. Kofi Lappa-Köru var á bakka ár, sem rann norður skóg- lendið. Hann var i rauninni ekki sem verst vistarvera. Það voru á honum gluggar, og hurðirnar voru á hjörum, og veggirnir úr óhöggnum bjálkum. Norðurhliðin var grafin inn í hólbrekku, svo að hægt var að ganga upp á grasi gróið torfþakið. Ólafur varð að beygja sig talsvert til þess að komast inn, því að dyrnar voru lágar. Þær voru ekki ætlaðar mönnum af hans stærð. Moldargólfið var hart undir fæti, og hann flýtti sér að taka af sér húfuna. Hann varð að nálgast hina dánu konu af auðmýkt. Kara lá í bóli sínu og gæruskinn breitt yfir andlit henn- ar. Stúlkan lyfti gæruskinninu, og Ólafur horfið skelkaður á innfallið andlit Láppakonunnar. Hann furðaði sig mest á því, hvernig dauðinn hafði unnið á henni. Hún gat þó bdfegt öllu illu frá sér og öörum. Eða hafði dauðinn ekki verið henni ókær? Þreyttum var svefninn Ijúfur. Ólafur var lengi dags önnum kafinn við að flétta börur úr viðjum. Þær urðu að vera sterkar, en þær máttu ekki vera of þungar. Leiðin til Lappakapellunnar var löng, og Inga hafði ekki karlmannsburði. Stúlkan hjálpaði honum, og honum varð oft litið á hana. Augnaráð hennar var und- arlegt, en byggi hún yfir göldrum, þá varð það hvítigaldur, því að í augum hennar var ekkert illt. Þegar bera átti lík Köru út og láta það á börurnar, gerð- ist Ólafur mjög þungt hugsi. Biblía var ekki til í kotinu, og hvorki hann né Inga hefði heldur kunnað að lesa. Hann átti kannske að hlaupa heim í Akkafjall og sækja Ingibjörgu og biblíuna, svo að hægt væri að leggja gömlu konuna á börurnar á kristilegan hátt? Það voru að vísu miskunnar- laus orð í biblíunni. En Ingibjörg fengist kannske til þess að lesa kapítula, þar sem raust gu.ðs var vingjarnlegri — lesa eitthvað af því, er hún las, þegar barnið hennar var kistulagt. En þessar hugleiðingar gátu aldrei orðið annað en hug- leiðingar. f Akkafjall og að kofa Lappá-Köru aftur var tíu mílna leið, og að kvöldi næsta dags varð líkið að vera komið í kirkjugarðinn. Lappa-Kara var lögð á börurnar. Stúlkan hagræddi lík- inu, svo að vel færi um það, og Ólafur byrjaði að flétta tágar yfir fæturna. Hann ætlaði að gera net úr tágunum yfir likið, svo að það ylti ekki af börunum, þótt leiðin væri brött, og annaðhvcrt þeirra Ingu kynni að hnjóta. Inga kom með fangið fullt a fbirkigreinum. Blöðin voru

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.