Tíminn - 29.01.1952, Side 2
2.
TÍMINN, þriðjudaginn 29. janúar 1952.
23.. blað.
Stúlkan Kamala, sem fóstruð var
af ú I f u m
Það eru víða um lönd sagnir
af mannabörnum, sem alast
upp meðal viliidýra, temja sér
hætti þeirra og lifa í skógum
og mörkum á sama hátt og þau.
Sumir rithöfundar hafa notað
slíkar sagnir sem uppistöðu í
bækur, og þannig eru til orðnar
sögupersónur eins og Mowgli
Kiplings og Tarzan.
Stúlkurnar í úifabælinu.
Nú nýlega er komin út á ensku
bók um tvær stúlkur, sem fund
ust í úlfabæli í Bengal-héraði
á Indlandi og voru síðan tekn-
ar í fóstur af indverskum trú-
boða og konu hans árið 1920. Er
bókin byggð á dagbókum trú-
boðans.
Indverski trúboðinn, J. A. L.
Singh, kom eitt kvöld í þorpið
Godamuri, og leituðu þorpsbúar
ásjár trúboðans vegna dularfullr
ar ófreskju, sem þeir höfðu orð
ið varir við í skóginum við þorp
ið, einkum þegar skyggja tók
á kvöldin. Sögðu þeir, að hún
byggi í úlfabæli, sem þeir vísuðu
prestinum á. Presturinn lagðist
í leyni við úlfabælið, og undir
rökkrið komu út úr því tveir full
vaxnir úlfar, síðan nokkrir ylf-
ingar og síðast stúlkan, sem
seinna hlaut nafnið Kamala.
Brokkaði hún á fjórum fótum
og sást varla í andlitið fyrir
hinu mikla hári. Eftir henni
kom önnur mannleg vera skríð
-andi — einnig telpa, en minni
vexti. Hún var seinna skírð
Amala.
Úlfabælið grafið upp.
Presturinn hélt heim í þorpið,
e.n daginn eftir lét hann grafa
úlfabælið upp. Fullorðnu úlfarn
ir flýðu brátt, en séra Singh og
kona hans tóku að sér telpurnar
tvær. Fluttu þau þær í barna-
heimilið í Midnapore.
Einginn vissi, hvernig börnin
höfðu komizt til úlfanna, en höf
undur bókarinnar, Gessell, kunn
ur visindamaður, ímyndar sér,
að þau hafi verið borin út ný-
fædd, ylgur dregið þau heim í
bæli sitt.
Meðal manna.
Nú áttu þær Kamala og Am-
ala að læra nýja siði. Erfiðir tím
ar fóru í hönd. Þær skriðu eins
hratt og önnur börn hlupu, en
fengust ekki til þess að ganga
uppréttar. Á daginn hreiðruðu
þær um sig í einhverju horninu,
en fóru á kreik um nætur. Oft
ráku þær upp gól eins og úlfar.
Þó virtist Amala öllu næmari
en Kamala, enda var hún yngri.
En svo dó hún skyndilega.
Kamala í sorgum.
Kamala var mjög hrygg, þegar
Amaia dó. Lengi vildi hún ekki
ÞRUMA ÚR HEIÐ-
SKÍRU LOFTI.
Það var á kvennafundi, og
þar fóru fram umræður um
nauðsyn þess, að konur fengju
aukna hlutdeild í stjórn lands
ins og stjórn heimsins, og sum
ar voru þeirrar skoðunar, að
kvenþjóðin ætti helzt að taka
þau mál að öllu leyti í sínar
hendur, og binda algerlega
endi á veldi karlmannanna, er
aldrei hafa farið sérlega vel
með vald sitt. Og þegar margar |
böfðu tekið til máls og látið
i Ijós álit sitt á þessu nauð-
synjamáli heimsins, stóð upp
gustmikil frú og sagði sína
skoðun á málinu.
Hún taldi óþarft, að konur
gerðust stjórnendur heimsins
meðan þær stjórnuðu karl-
mönnunum.
Þeir viðskiptamenn
vorir, sem panta ætla útlendan áburð, þurfa að senda
oss pantanir sínar sem fyrst.
Vörugeymsla KRON
Hverfisgötu 52. — Sími 1727.
Kamala skríðandi á fjórum fótum.
víkja frá þeim stað, þar sem
sjúkrabeðurinn hafði verið. En
smám saman fór hún þó að
hænast að húsdýrunum, og frú
Singh var hún mjög eftirlát.
En hún gekk enn á fjórum fót-
um, noíaði ekki hendurnar, þeg
ar hún nærðist, lapti með tung-
unni, þegar hún drakk. Þegar
heitt var, lá hún endilöng í sól-
skininu og lét tunguna lafa út
úr munnvikinu.
Kamala roðnar.
Þegar tvö ár voru liðin, var
hægt að hemja hana í fötum.
Þá var hún lika byrjuð að leika
sér við önnur börn, hún rak
burt krákur, sem sóttu í mat
hænsnanna og gat sagt með
orðum, ef hún var svöng eða
þyrst. Nú vildi hún ekki lengur
vera ein í myrkri.
Að fjórum árum liönum kunni
hún sex oro, og hún gat gengið
upprétt, en aldrei hlaupið.
Prestskonan gat látið hana snú
ast smávegis íyrir sig. Stund-
um roðnaði hún af blygðun, og
vildi alls ekki láta ókunnuga sjá
sig nakta.
Eftir sjö ár fór hún að raula
sönglög, og þegar hún veiktist
eftir níu ára vist í b^rnaheimil-
nu, kunn hún 46 orð. Veruulegt
átta ára barn kann að jafnaði
um 3000 orð.
Varð hún 17 ára?
Gessell skýrir tornæmi stúlk-
unnar með því, að venjulegt
barn læri það, sem það er fært
um, á þeim tíma, sem því er það
eðlilegt. Hann telur, að Kamala * 1
hafi í rauninni verið andlega
heilbrigð, en aðeins fyrir löngu
liðinn sá tími, sem henni Hent-
aði til þess að læra að tala og ,
ganga o. s. frv. Hann telur stúlk
una fædda árið 1912, og hafi
hún því verið seytján ára, er
hún andaðist.
Odýr matarkaup
Saltað folaldakjöt í heilum, hálfum og kvarttunn-
um fyrirliggjandi.
ÚtvarpLÖ
próf: skonúraer
ykkar og aldnr
Bíaðið leggur dálitla
''þraut fyrir lesendur sína.
Takið pappírsblaS og
blýant. Skrifið á blaðið
iskónúmer ykkar og marg-
faldið það með 2. Er það bú
ið? Gott! Þá bætið þið 5
|við töluna, sem þið hafið
fengið út. Þessa nýju tölu
margfaldið þið með 50, og
þegar þið eruð búin að því,
skrifið þið fæðingarár ykk
ar og dragið þaö frá töl-
unni, sem fyrir var. Ilér
neðan við skrifrð þið eitt
af símanúmemm Sjóvá-
tryggingarfélagsins, 17®1,
og leggið þaá vlð töluna,
sem fyir var.
Árangurinn á að vera
fjögurra stafia tala. Tvær
fremri töiarnar eiga að
Ivera skónúmer yhfear ea'
tvær hinar seinni ald«ttr
ykkar — er það rétt?
| Þetta mun oftast reyn-
ast rétt, en þó mun þessu
geiga hyað nálægt því
tólfta hvern menn snertir.
Hvaða fólk er það? Hver
er lausnin á þessu?
Lesendur ættu til gam-
ans að senda blaðinu svör
sín við því.
, Útvarpið í öag:
I 8.00 Morgunútvarp. — 9.10 Veð
urfregnir. 12.10—13.15 Hádegis-
útvarp. 15.30—16.30 Miðdegis-
útvarp. — (15.55 Fréttir og veð
urfregnir). 18.15 Framburðar-
kennsla í esperantó. — 18.25 Veð
urfregnir. 18.30 Cönskukennsla;
II. fl. — 19.00 Enskukennsla; I.
^ fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleik-
ar. 19.40 Auglýsingar. — 20.00
Fréttir. 20.30 Erindi: Utanríkis-
verzlun íslendinga á þjóðveldis-
öldinni; IV. (Jón Jóhannesson
1 prófessor). 20.55 íslenzk tónlist:
I Lög eftir Sigfús Einarsson (plöt
|ur). 21.15 Upplestur: „Blóðfórn",
| smásaga eftir Ingólf Kristjáns
j son (höf. les). 21.30 Útvarps-
j hljómsveitin; Þórarinn Guð-
mundsson stjórnar. 21.45 Frá
útlöndum (Iíafþór Guðmunds-
son dr. juris). 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.10 Dagskrár-
lok.
i Útvarpið á morgun:
I 8.00 Morgunútvarp. — 9,10
j Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há-
j degisútvarp. 15.30—16.30 Mið-
degisútvarp. — (15.55 Fréttir og
veðijrfregnir). 18.00 Frönsku-
kennsla. — 18.25 Veðurfregnir.
18.30 Islenzkukennsla; I. fl. —
19.00 Þýzkukennsla; II. fl. 19.25
Þingfréttir. — Tónleikar. 19.45
Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30
Útvarpssagan: „Morgun lífsins“
eftir Kristmann Guðmundsson
(höf. les). — X. 21.00 Tónleikar
(piötur). 21.25 Ferðaminningar
frá Austurriki og Sviss (Helgi
Hallgrímsson fulltrúi). 21.50 Tón
leikar: Forleikur að óperunni
„Töfraflautan“ eftir Mozart
Cpíötur). 22.00 Fréttir og veður
fregnir. 22.10 Dagskrárlok.
Árnað heilia
Hjónabönd.
Gefin voru saman í hjóna-
band í gær af séra Magnúsi Þor-
stefnssyni frá Húsafelli, Hólm-
fríður Benediktsdóttir, Skúla-
g»tu 62, og Jón Guðmundsson,
vélstjóri frá Flateyri. — Heim-
ili þeirra verður á Patreksfiröi.
Sl. 1. laugardag voru gefin sam
an í hjónaband af sr. Þorsteini
Björnssyni, ungfrú Sesselja
Helgadóttir, Þórsgötu 15, og i
Kári Þormar. Heimili þeirra
verður fyrst um sinn á Þórs-
götu 15.
TILKYNNING
Héi með tilkynnist að skrifstofa mín er flutt í íj
{ SUÐURGÖTU3 |
;! Árnl Slemsen, !;
í Umboðsverzlun — Sími 4017. !■
:: *:
f.W.WAV.V.VV/.V.V.V.W.V.VV.VV.V.V.V.V.V.W.V
r.VV’ÁVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV-.VVVV.VVVV
ASBEST-þilplötur \
í fyrirliggjandi !;
!; MARS TRADING CO. J
■!! Laugaveg 18B — Sími 7373. £
I ■ ■■■■■■■ ■SII ■ ■ ■ ■ ■ ■_■ I
I ■_■_■_■_■_!
Frá Skattstofunni
í Reykjavík
Frestur til að skila skattframtölum er útrunnin
fimmtudaginn 31. jan. n. k. Skatstofan verður opin til
kl. 10 í kvöld og annað kvöld, og til kl. 12 á miðnætti
þann 31.
Skattstjjóri
Eg færi öllum fjær og nær, sem auðsýnt hafa mér
mikla samúð og Itærleik við sviplegt fráfall mannsins
míns
SIGURÐAR GUÐNA JÓNSSONAR,
skipstjóra á „Val“ frá Akranesi, mitt innilegasta þakk-
læti. Þó alveg sérstaklega öhum Akurnesingum, er
hafa reynzt inér frábærlega og vilja Iétta mér og börn-
um mínum sporin á allan hátt. Hjartans beztu þakkir
til ykkar allra fyrir miklar gjafir í orði og verki.
Sigríður Sigurðardóttir,
Heiðarbraut 41, Akranesi.
Hjartans þakkir vottum við öllum þeim, sem auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við kveðjuathöfn og
jarðarför móður okkar
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Ási
Börn og aðstandendur