Tíminn - 08.02.1952, Page 4

Tíminn - 08.02.1952, Page 4
4. TÍMINN, föstudaginn 8. febfúar 1951. 31. blað, „Hann er sá blátæri brunnur blessaður lækningasvali. Hún er sem málfærslumunnur menguð í hugsun og tali“. í ágætu kvæði gerir Eiríkur heitinn Einarsson þannig samanburð á Kristi og kirkj- unni. Það'hefir l’ika oft verið þannig, að Kristur og kirkj- an hafa ekki átt samleið. Mér flaug þetta erindi í hug, er ég las málfærslu tveggjaj presta í Tímanum 23. og 24.1 í. m. í sambandi við presta-j kallamálið. Annar var formað j ur milliþinganefndar, sem samdi presfeakallafrumvarp- ið, hinn er bara prestur í Vallanesi. Sá fyrnefndi segir stétt sína þá þýðingarmestu :i þjóðfélaginu. Hinn segist vera nákvæmlega eins og prestar eigi að vera. Af þessu má marka að þar þeysa hnar reistir menn fram á ritvöll- inn, haldandi sig í forustu- stétt þjóðfélagsins. Og það verður ekki annað séð, en peir skrifi þetta í hjartans einlægni. Það skal ekki reynt um of á gestrisni Tímans né þolin- :mæði hinna ágætu lesenda tians, en óhjákvæmilegt er ið drepa á mestu rangfærsl- urnar í málflutningi þeirra )g þær broslegu hliðar, sem i honum eru. Þetta eru hvort tveggja öndvegismenn stéttar rnnar og auk annarra istæðna því tilvaldir forsvars menn hennar, jafnt í andleg nm sem veraldlegum málum. Það er því engin tilviljun, að peir skuli verða samferða fram á ritvöllinn í máli þessu. Fer vel á því. Eftirmælin. Nefndarformaðurinn skrif- ar nokkurskonar eftirmæli eða d<Jm um þær greinar, sem birzt hafa um presta- kallamálið. Sumar telur hann „stór- :merkar“ og aðrar „rakaleys- ur eintómar". Má um það segja, að hverjum þykir sinn fugl fagur. Greinin virðist eiga að vera nokkurskonar sannleiksþjónusta, og hefir á sér yfirskin hennar en vafa- samt er, hvort unnt sé að sniðganga sannleikann meira en þar er gert eða segja hann hálfan. Málflutningur sá er því óvenjulega illa til þess fallinn að verða eftirmæli í deilu þessari. Hér skulu tek- :in nokkur sýnishorn. 1. Hann segir: „þá skuli koma fram raddir um það að flytja með lögum æði marga þeirra, (prestarnir) sem óneitanlega hafa staðið framar- lega að mörgum helztu menn- ingar- og félagsmálum sveit- anna og gera það enn í mörg- um tilfellum, hverju, sem hald- ið er fram.“ í þessari stuttu tilvitnun eru tvær fullyrðingar út í blá :inn. í fyrsta lagi er í fæstum tilfellum um það að ræða að flytja prestinn i burtu með .lögum, því enginn prestur hefir um langt árabil verið í mörgum hinna umdeildu prestakalla. Vill ekki höfund- ur spyrja fólkið í Staðar- hrauns, Saurbæjar, Hrafns- eyrar, Aðalvíkur, Hofteigs, Mjóafjarðar, Öræfa og Þing- vallaprestaköllum um félags- og menningarforustu presta þeirra síðustu 10—20 árin eða lengur? í öðru Iagi þarf ekki að fara í tómu prestaköllin til þess að fá neikvætt svar við þessari spurningu. Ég hef áð- ur bent á það, að af rúmlega Darúel Ágústínusson: Orðið er frjálst Tveir málfærslumenn 100 prestum eiga 5 sæti í sýslunefndum, 17 í hrepps- nefndum og þar af eru 4 odd vitar. Sé litið til ýmissa fé- lagsheilda vérður hlutur stéttarinnar ekki betri. For- maður ungmennafélaganna er prestur. Hann hefir I grein argóðu erindi á prestastefnu hvatt starfsbræður sína til þátttöku í félögunum. Hann hefir engar undirtektir feng- ið. Það má telja þá presta á fingrum sér, er láta sig þann félagsskap nokkru varða. Til samanburðar má geta þess, að í Danmörku er helmingur héraðsstjóranna í Umf. prest ar og hinir flestir kennarar. Hér skipast þeir nokkuð jafnt í bændur og kennara. í reglunni eru sárafáir prest ar forustumenn, þótt ýmsir séu þar félagar. Ekki láta þeir til sín taka í íþróttafélögun- um. Ekki í búnaðarfélögun- um. Þeir hafa ferðast nokk- uð um landið í erindum Slysa varnafélagsins. Eru þá upp- talin þau almennu félaga- samtök, sem algengust eru í byggðum landsins, auk kven- félaganna. Höfundur gerir stétt sinni lítinn greiða með því að bera fram rakalausar fullyrðingar og segja þær réttar „hverju sem haldið er fram“. Ég tel ver farið, að prestarnir skuli liggja þannig á liði sínu, því vissulega hafa þeir oft og ein att góða aðstöðu til að efla félagslífið í umhverfi sínu og beita þar hollum áhrifum. Gæti það stundum orðið drýgra til áhrifa en hinar hefðbundnu messur, þar sem þeim er enn haldið uppi. , iaftisfes feasai; j|; i 2. Hann segir: „Má þar m.a. nefna kennara, sem sjá um kennslu 6—10 barna, og það aðeins sex mánuði árs- ins og taka fyrir full laun.“ í þessari stuttu grein eru einnig tvær r^xngfærslur. í fyrsta lagi eru laun kennara miðuð við 9 mánaða starf. Sé það styttra eru launin lækk- uð í hlutfalli við það. Sex mánaða kennaralaun er því % heildarlaunanna. í öðru lagi fyrirfinnst ekkert dæmi þess, að einn kennari stundi 6—10 börn í 6 mánuði. Fræðslumálastjórnin hefir ötullega unnið að því að sam eina minnstu skólahverfin, svo eðlilegt verkefni og betri aðstaða skapaðist fyrir kenn arana. Hefir enginn kennari færri en 15—20 börn, sem á annað borð kennir vetrar langt. Af þessu gætu prest- arnir mikið lært og eiga eftir að læra. 3. Hann segir: „Eitt það fáranlegasta, sem ég hef séð koma fram í þessum ritsmíðum, er útreikningurinn um það, hvað hægt sé að fá af traktorum og vélum fyrir laun prestanna.“ Eitt sinn átti kirkjan for- ustumann, sem taldi það hina æðstu dyggð og virðulegt trúboð að láta tvö strá vaxa, þar sem áður óx eitt. Nú er því haldið fram, af prestum og öðrum, þegar á það er bent að rækta jörðina í stað þessa að henda peningunum í embættismann, sem ekkert Btarfssvið hefir, að hér sé hættuleg efnishyggja á ferð- inni. Ég óttast þetta ekki. Svo sanntrúaðar er ég á ræktun ina og landið og þau mann- bætandi áhrif, sem öll rækt- unarstörf hafa í för með sér. Ég þekki erfiðleika og bar- áttu fólksins í hinum af- skekktustu byggðum og veit vel, hvað því er nauðsyn. Ræktun og rafmagn er það eina, sem getur tryggt fram- tíð íslenzkra byggða öllu ööru fremur. Og þar getur dafnað andlegt líf, þótt, há- launaður, embættismaður í rándýrum og voldugum ríkis- bústað setji ekki í hverri sveit. Satt að segja hélt ég, að höfundur kynni svo vel að meta traktora, að hann léti ekki jafn fáránlegar full yrðingar frá sér fara. 4. Um Hólafundinn segir hann: „Samþ. þeir samhljóða, að það væri andstætt hagsmunum sveitanna, efnahagslegum og menningarlegum að fækka þar prestum.“ Af því höfundur talar víða um það í grein sinni, að hann sé að þjóna sannleikanum, hefði farið vel á því ,að hann hefði skýrt þessa samþykkt nánar. Saga hennar er í stuttu máli þessi: Höfundur- inn semur tillöguna sjálfur. Fær 15 fulltrúa til að setja nafn sitt á hana. Tillagan er sett fram í fundarlok og eng- inn tími til umræöna. Tveir fundarmenn gerðu stuttar at hugasemdir auk framsögu- manns. Innan við helmingur fundarmanna greiddu at- kvæði, hinir sátu hjá og vildu á engan hátt taka þátt í af- greiðslu málsins. Þannig er hún til oröin þessi samþykkt sem einhver taldi „kirkju- sögulegt“ plagg. Litlu verð- ur vöggur feginn. Ég endurtek hér, það sem ég hef áður sagt, að þessi ti) laga var einn liðurinn í áróðri prestana s. 1. sumar gegn prestakallalögunum frá Alþingi í fyrra. Það var ekk- ert rætt við þá, sem á tillög- una skrifuðu eða aðra, hvort ekki mætti fækka prestum, þegar söfnuðurinn var aðeins 37 menn, eða innan við 100. Tillagan gerði bara ekki ráö fyrir neinum breytingum. Þetta hef ég taliö andstætt eðli og hugsunarhætti ráö- deildarsamra bænda og geri enn. Kirkjan notar sín meðul þarna sem annarsstaðar. Það mætti halda áfram að rekja í sundur grein for- mannsins á þennan hátt, en þessi dæmi læt ég nægja sem sýnishorn um málfærsluna. Vallanespresturinn. Hann gerir merkilegar játn ingar. Segist vera langtímum í Reykjavík og aldrei minna en 6 vikur á vetri og oft leng ur. Þannig þurfi þetta að vera og þannig ættu prestar yfir- leitt að hafa það_ sem efni hafa á því, eins og hann. í Reykjavík tali hann í útvarp og sé þannig nær söfnuði sín um heldur en í Vallanesi, enda þýði ekkert að boða messu, þegar snjóþyngsli séu. Nágrannapresturinn jarði, deyi einhver í fjarveru hans. Þannig segist hann ætla að hafa það meðan hann verði prestur í Vallanesi. Síðan .gef ur hann þá yfirlýsingu, sem vakið hefir mikla athygli, að biskup hafi ekkert við þetta háttalag sitt að athuga. Þessi athyglisverða yfirlýs- ing prestsins í Vallanesi sann ar það, sem raunar var vitað áður, að prestar geta hagað sér, eins og þeim sýnist í störfum sínum. Það virðist gilda einu, hvort þeir eru heima eða heiman. Greiða- semi Bergs á Ketilsstöðum við þennan sálusorgara sinn, minnir því óneitanlega á góð semi kerlingarinnar í þjóðsög uni um sálina hans Jóns míns. Framangreindur málflutn- ingur prestsins, þótt brosleg- ur sé, sýnir ljóslega, hversu hægt er að komast af með færri presta og hagnýta starfskrafta þeirra betur í þágu kirkjunnar. Dylgjur hans í garð frú Guðrúnar Pálsdóttur á Hallormsstað fyrir það að hafa bent á þenn an sannleika eru því vægast sagt mjög óviðeigandi. Það til heyrir víst sálgæzlu prestsins að flytja órökstuddar dylgjur um sóknarbarn sitt. Afgreiðsla málsins. Alþingi gafst raunverulega upp við að leysa prestakalla- málið að þessu sinni. Þ)að bognaði fyrir stéttaáróðr- inum. Það er ekki í fyrsta sinn að stéttirnar bera Alþingi ofurliði og hrekja það af þeirri leið, sem hagsmun- um þjóðarinnar er fyrir beztu. Stendur því allt við það sama og áður. Fjögur prestaköll voru lögð niður og tvö ný stofnuð. En sú viðurkenning hefir fengist að verkefni prestanna sé allt of lítið í hinum minni prestaköllum og hafa því 12 þeirra verið gerð að kennslu- prestaköllum og hafa því 11 hafa verið prestlaus í langan tíma og litlar líkur fyrir að á því verði breyting. Fólkið hefir því von um prest rétt eins og áður, en raunverulega alveg prestslaust. Ágætar jarðir grotna víða niður. Ábúandinn nytjar þær frá ári til árs. Bygging fæst engin, ef einhverjum presti skyldi detta í hug að sækja um prestakallið. Furðulegust er þó afgreiðslan á StsíSar- hraunsprestakalli. Það á að vera kennsluprestakall, en á- kveðið er að byggja heima- vistarbarnaskóla fyrir 7 hreppa Mýrasýslu að Varma- landi í Stafholtstungum. Þar virðist því presturinn eiga að kenna en messa vestur á Mýr um. Hver skilur slíkt fyrir- komulag? Það spáir ekki góðu um, að kennsluprestaköllin verði eft irsótt, að einn væntanlegur kennsluprestur skrifaði Al- þingi bréf og hótaði að segja af sér yrði þannig farið með prestakall hans. Annars mun tíminn leiða betur í ljós, hvort sú skipan er æskileg. Niðurlagsorð. Umræður þær, sem fram jhafa farið um skipun presta- kalla hafa gert almenningi ljósara en áður, hvert verksvið prestanna er. Það hefir að vonum vakið undrun margra, að stéttin hefir risið gegn því ^ að starfssvið hennar væri J stækkað, enda þótt hún sé eng linn eftirbátur annarra með ^kröfur á hendur ríkissjóði með margvísleg hlunnindi sér til handa. En frjálslynd kirkja á þrátt fyrir allt veglegu hlutverki að gegna, sé það rækt af alúð og kostgæfni. Virðing hennar í augum almennings er meðal annars fólgin í því, að starfs menn hennar hafi verk að vinna, eins og aðrir, sem em- bætti hafa með höndum og prestunum sjálfum ætti að vera það eftirsóknarverðast að löggjafinn skipaði svo mál um þeirra, að þeir fengu starfsorku sinni fullnægt. Að lokum þakka ég mörg vinsamleg bréf, sem mér hafa borizt í sambandi við umræð | urnar um prestakallamálið Jog sem hafa m. a. sannfært mig um það, að sú stefna sem jég hef leitast við að túlka á miklu fylgi að fagna. Þeim, sem verið hafa á önd verðu máli þakka ég einnig. Þátttalca þeirra hefir leitt til víðtækari umræðna, en ég gat búizt við í upphafi. Og það er kannske öruggasta lifs- merki kirkjunnar, þegar allt kemur til alls, hversu margir menn telja sér málefni henn ar viðkomandi, þótt sínum augum líti hver á silfrið. W/.V.V.V.VAV.V.V.V.VV.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V i Skip til sölu I i i: \'m Gufuskipið SIGRIÐUR S.H. 97 stærð 149 rúmlestir, £ !; er til sölu. — Tilboð óskast fyrir 15. febrúar. V ■I Reykjavík 5. febrúar 1952 í i. JtikíetiaAjcÍut' JjálaHctA v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v.vv Vasahandbók bænda 1952 Fœst hjá Biínaðarfélagi fslands. Verð kr. 40.00. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.