Tíminn - 15.02.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1952, Blaðsíða 2
1—Fr TÍMINN, föstudag-inn 15. febrúar 1952. 37. blað. Hefir náttúran séð Mývatni fyr- ir stórkostlegri áburðarveitu? ' Það hefir verið fræðimönnum ráðgáta, hvers vegna Mývatn er frjóasta vatn landsins, því að yfirleitt er reglan sú, að vötn á grónu landi eru frjó- samari en vötn í grýttu og gróð urlitlu umhverfi. Þar sem að- rennsli er til vatns af víðáttu- miklu gróðurlendi, flýtur yfir- leitt fram mikið af lífefnum, er leggja grundvöllinn að þroska- miklu lífi í vötnunum, á þeim og við þau. Hin mikla mergð mý- fiugna við Mývatn er ekki skýr- ing á orsökum frjósemdar Mý- vatns, heldur er hún aðeins einn hlekkur í hinu auðuga lífi þar — einn þáttur, sem byggir upp lífsheildina vegna þess að þar eru góð lífsskilyrði fyrir mý flugur sökum lífefnanna í vatn inu. Er gátan ráðin? Það er vitað, að með gufu þeirri, sem upp kemur á jarð hiíasvæðinu í Mývatnssveit, streymir fram ammoníak. Marga grunar, að þetta sé lausn gátunnar um hina ó- venjulegu frjósemi Mývatns. Með heitu og volgu vatni, sem seytlar frá jarðhitasvæðinu gegnum hraunið og út í Mý- vatn, berist ammoníak, sem frjóvgi vatnið og örvi þar all an gróður og sé undirstaða þeirrar paradísar, er vatnið er fyrir gróður, flugur, fiska og fugla. Þetta hefir þó ekki verið sann að með óyggjandi rökum, en ó- neitanlega virðist sennilegt, að þetta sé lausn ráðgátunnar. Ammoníak í vatnssýnishorni. Baldur Líndal verkfræðingur hefir að undanförnu unnið að merkum og þýðingarmilclum rannsóknum á jarðhitasvæð- unum við Mývatn og efnum þeim, sem gufan tekur með sér upp úr jörðinni. Hann hefir einnig tekið sýnishorn af vatni viö bakka Mývatns hjá Reykja- hlíð. Við rannsókn þessa sýnis- horns kom í ljós, að í því var ammoníak. Kom þetta ekki á óvart, þar sem á þessum slóðum sígur út í Mývatn talsvert af afrennslisvatni frá jarðhita- svæðunum, þar sem ammoníak ið kemur upp með gufunni. Áburðarveita náttúrunnar. Myndin virðist því vera þessi: Djúpt í jörðu dylst mikið forða búr áburðarefna. Þau streyma upp, og magnið er svo mikið, að þau ná að síast fram úr hraun- inu, sem er eins konar áburð- arveita, sköpuð af náttúrunni sjálfri, til þess að efla og við- halda frábærri frjósemd vatns- ins mitt í hinu mikla hrauni. ÞRUMA ÚR IIEIÐ- SKIRU LOFTI. Frúin fór niður Bankastræti Hún gekk þó ekki niður Banka strætið, og ekki hljóp hún heldur. Hún fór ekki í bifreið, og ekki var hún heldur á bif- hjóli. Hún var ekki riðandi, hvorki hesti, nauti né annarri skepnu, og ekki var hún borin eða dregin, leidd né studd. Hún fór þetta ekki heldur á rciðhjóli, ekki á hlaupahjóli, ekki á sleða, ekki í vagni, ekki á skíðum né skautum. Hún fór yfirleitt ekki niður Bankastæt ið á neinu farartæki á hjólum, meiðum, vængjum, hófum eða klaufum, úr málm eða tré eða lifandi holdi eða með neitt undir fótum sér. Hún rann bara á bakhlutan um. Birt án ábyrgðar Fiskkaupmaður átti fyrir mörgum árum í samningum um fiskkaup við fiskimenn í afskekktri veiðistöð. Meðan á þessu stóð sendi hann við- sksptavinum sinum svo>lát- andi símskeyti frá Reykjavík: „Lengið frestinni. Fifek- ur.“ Þegar skeytið barst í hend ur viðtakendum hljóðaði það á þessa leið: „Hengið prest- inn. Biskup.“ Eldlenzka beykið ofariega í margra hugum Það er nú að færast ærið fjör í tillögur manna um nafn á eldlenzka beykinu. Nýjar til- lögur frá í gær nema á annan tug. Meðal nýrra nafna, sem stung iö hefir verið upp á, eru óska- beyki, óskamaíðuy, beykilin, baðmur, grænklædd, mjötviður, möttull, brúski, beykill. Einn nefnir ývið, en um þá tillögu er þess að gæta, að það nafn er þegar notað á sérstaka viðarteg- und og kemur því ekki til greina. Þá hefir komið fram nafninu skinbcyki. Einnig er stungið upp á embli, sem til- lögumanni þykir betur fara en embla. Þá hefir komið frá Akranesi sú tillaga, að beykið verði nefnt Ieynir, og er það önnur tillaga, sem kemur um það nafn, og mun hvorugur hafa vitað af öðr um. Enn er stungið upp á nafn- inu lenja en svo er visst afbrigði eldlenzka beykisins nefnt á spænska tungu í heimkynnum sinum, en orðið þá ritað á ann- an veg, en svo breytt færi það' vel í íslenzku máli. Loks skrifar Á.K.: „Mér skilst, að latneska nafnið muni nán- ast þýða „laungetið beyki“, af lat. notus, þ.e. launsonur. Nú á iaunsonur ýms samheiti í ÚtvarpLð Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Kvöldvaka úr Skagafirði: a) Jón Sigurðsson alþm. á Reyni stað flytur erindi. b) Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Frið- rik Hansen kennari flytja frum ort kvæði. c) Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi flytur skag- firzkar lausavísur. d) Eyþór Stefánsson leikari les kvæði Matthíasar Jochumssonar: Skagafjörður. e) Fimm skag- firzkir kirkjukórar syngja. 22. 00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur nr. 5. 22.20 „Ferðin til Eldorado", saga eftir Earl Derr Biggers (Andrés Krist jánsson blaðamaður). — XI. 22.40 Tónleikar. 23.00 Dagskrár- lok. Útvarpið á morgun: 8,30 Morgunúútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisút- varp. 12,50—13,35 Óskalög sjúk- linga (Björn R. Enarsson). 15, 30—16,30 Miðdegisútvarp. — (15,55 Fréttir og veðurfregnir). 18,00 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim“ (Stefán Jónsson rithöfundur). — XV. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Dönsku kennsla; II. fl. — 19,00 Ensku- kennsla; I. fl. 19,25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Leik rit: „Skilaboð til Margrétar" eft ir James Parish, í þýðingu Maríu Thorsteinsson. Leikstjóri Ævar Kvaran. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíu- sáimur nr. 6. 22,20 Danslög (plötur). 02,00 Dagskrárlok. Arnað heilla Trúlofanir. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Steinunn Anna Guð mundsdóttir, Hraunteig 20, Reykjavík, og Örn Einarsson (frá Reyðarfirði) prentnemi í Eddu, til heimilis á Skarphéðins götu 20. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Sigurbjörg Ágústsdóttir, Gröf á Vatnsnesi, og Sigurjón Þorsteinsson, bif- reiöarstjóri hjá kaupfélaginu á Hvammstanga. WAV/AVAW.WAVAVA^VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.'A í S 5 Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík Js Kjör stjórnar og trúnað- l arráðs félagsins fyrir I árið 1952 ! £ 5* ,■ fer fram á skrifstofu félagsins, Kirkjuhvoli, laugardag ^ í inn 16. þ. m. frá kl. 12 til kl. 20 og sunnudaginn 17. þ. m. Í í frá kl. 10 til kl. 18. >£ *• í ^ Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins. Skuld- ;« £ ugir meölimir geta gretit sig inn á kjörskrá þar til kosn £ ing hefst. — Kærufrestur þar til kosningu lýkur. V F. h. Félags járniðnaðarmanna J J KJÖRSTJÓRNIN W.V.V.V.V.V'.VVAW.'.V.V.VjV.V.V.V.VW.V.W.WV. .W.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.VW.W RJÖMABÚSSMJÖR Bögglasmjör Smjörlíki Kokósmjöl Kökufeiti 40% ostur 30% ostur fæst í heildsölu hjá fornu máli íslenzku, sem ekki eru lengur tíðkuð, svo sem hrís- ungur, hornungur, bæsingur. Mætti ekki nota eitthvert þeirra sem nafn á þetta nýja tré?“ ff Eftirminnilegt sund-; met og átthagatryggð HERÐUBREIÐ Sími 2678 WV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V W.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V; 1HAPPDRÆTTI TÍMANS 1 bJJ *. vill vekja athygli sölumanna happdrættisins á eftir- ■; •II farandi: Að happdrættinu verður alls ekki frestaö. *I £ Því ber öllum þeim er hafa miða undir höndum að ;• gera sem allra fyrst skil fyrir andvirði miðanna. £ £ ■; % Dregið 1. marz —- lierðið sókiiina •; VVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.W.V.VAVV^AVJVv w.vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv.vw, l Söluskattur j !■ v Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórðungi ;• •; 1951, hafði skatturinn ekki verið greiddur í síðasta £ ■; lagi 15. þ. m. ;; £ Að þeim degi liðum verður stöðvaður án frekari að- í; ;■ vörunar atvinnurekstur þeirra, er eigi hafa þá skilaö •; ;■ skattinum. . ■; í jólariti danska hundavina- félagsins er meðal annars saga um þýzka tík, sem heitir Ásta. Hún er átta vetra gömul og hafði allan aldur átt heima á öðrum bakka Rínar, en var seld manni, sem átti heima á hinum bakkanum. Þótt hið mikla fljót væri mik ill farartálmi, ef hún hyggðist að strjúka, var hún tjóðruð í nýju heimkynnunum, unz sá dagur kom, að hún eignaðist sjö hvolpa. Þá leysti nýi eig- andinn af henni tjóðurbandið. i En morguninn eftir var hunda j kofinn tómur og Ásta horfin! með alia hvolpana. i I myrkri næturinnar hafði! Ásta synt yfir Rín þrettán sinnum. Þannig selflutíi hún alla hvolpana sína yfir fljótið. Að morgni fann fyrri eigand- inn hana rennvota við hús- dyr sínar, liggjandi á hvolp- unum sjö til þess að halda á þeim hita. Hún horfði svo sár biðjandi augum á hann, að hann fór tafarlaust yfir Rín og fékk kaupunum rift, svo að Ásta gæti fengiff að lifa elli- j árin á þeim stað, sem hún hafði tekið tryggð við í blóma lífsins. Kolkrabba rekor á land á Vestfjörðum Fyrir nokkru rak á land tvo kolkrabba, annan í Bolunga- vík en hinn á ísafirði. Voru þeir stærri en þeir gerast almennt, og einnig mun heldur óvana- legt, að þá reki um þetta leyti ársins. Hitt er tíðara, að þá beri að landi á haustin. Reykjavík, 14. febrúar 1952 Tollstjóraskrifstofan Hafnarstræti 5 ! V.V.SV.WW.V.V.W.V.V.V.V.VW.V.VW.WAV.WV.% Innilegt þakklæti fyrir hlýhug og hjálp sem mér var sýnd þegar ég þurfti mest á að halda Ásta Sigurðardóttir, Hafnarnesi Fúskrúðsfirði Áskriftarsími Tímans er 2323 Gerist áskrifendnr að TÍMANU3H AUGLYSEVGASfMI TIMANS EJR 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.