Tíminn - 15.02.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1952, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, föstudaginn 15. febrúar 1952. 37. blað. Maðurinn frá Colorado Stórbrotin, amerísk mynd í eðlilegum litum. Mynd þessi hefir verið borin saman við hina frægu mynd „Gone with the wind“. Glen Ford, Ellen Drew. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. r* jr ’ _____ 'sr fr NYJA BIO Lœhntr á örlagastund Tilkomumikil og afburðavel leikin þýzk mynd. Aðalhlutverk leika: Rudolf Forster Maria Holst I myndinni leikur Philharm- oníska hljómsveitin í Vínar- borg Ófullgerðu hljómkvið- una eftir Schubert. — Dansk ir tetar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ - HAFNARFIRÐI - TOFRASYNING TRUXA >♦♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦< HAFNARBÍÓ Ósýnileya htmínan (Harvey). Afar sérkennileg og skemmti leg, ný amerísk gamanmynd, byggð á samnefndu verð- launaleikriti eftir Mary Chase. James Stewart, Josephine Hull, Peggy Dow. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Frímerkjaskipti | Sendið mér 100 íslenzk frí- | merki. Ég sendi yður um | hæl 200 erlend frímerki. | i JÓN AGNARS Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356. Reýkjavík. | I IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIII S iiimmnuiuiuminiiiuiiuiiiuimiiiuiniiiiiiiiiiiuiimii’ Austurbæjarbíó j Sœtfammurinn \ (The Sea Hawk) Hin afar spennandi og við- | burðaríka ameríska víkinga- mynd, byggð á skáldsögu eft ir Sabatini. Erroll Flynn, Brenda Marshall. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. I Lísa í Undrulandi (Alise in Wonderland) | Bráðskemmtileg og spenn-1 ' andi, ný kvikmynd tekin í j | mjög fallegum litum, byggð j | á hinni þekktu barnasögu. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Rembrant | Hrífandi mynd um æfi Rem- | brandts, hins heimsfræga I hollenzka snillings. i Aðalhlutverk leikur Charles Laugthon | af óviðjafnlegri snilld. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ GAMLA BÍÓ Bortfarlyhlarnir (Key to the City). Ný, amerísk kvikmynd með: Clark Gable, Loretta Young, Marilyn Maxwell. ; Aukamynd: ! Endalok „Flying Enterprise" og Carlsen skipstjóri. Sýnd kl. 5 og 9. I Síðasta sinn. SONGSKEMMTUN kl. 7,15. I ►♦♦♦♦♦♦♦♦ TRIPOLI-BÍÓ A ferð otf flutfi (Animal Crackers). i(ia jn Útvarps viðgerðir Radlevinnastoí&e VELTUSUNDI 1. | Sprenghlægileg amerísk gam | anmynd með hinum óviðjafn | anlegu MARX-bræðrum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Auglýslngasíinl TtlAMS er 81 30lo UtvarpstíÖindi endurfædd í nýju gervi Jón úr Vör hefir nú keypt Út- varpsblaðið og Útvarpstíðindi, hafið útgáfu Útvarpstíðinda í nýju formi og annast rit- stjórn. Ætlunin er að ritið komi út mánaðarlega, 10 hefti á ári, en falli niður tvo sumarmán- uði. Verður hvert hefti um 40 síður og flytur margvíslegt efni, er útvarpið varðar, en auk þess smásögur, greinar og ljóð, eftir því, sem rúm vinnst til, en dag- skrána sjálfa birtir það ekki orði til orðs. Þetta fyrsta hefti' flytur síðasta ávarp herra j Sveins Björnssonar, forseta ís- lands, kvæði eftir Jakob Thor- arensen, viðtal við Gunnar Ein arsson í ísafold, kafla úr nýárs prédikun eftir séra Emil Björns son, smásöguna Þokan eftir Selmu Lagerlöf, ýmsa kynn- ingu á dagskrárliðum, afmælis minningu um Gunnþórunni Halldórsdóttur, smásögu eftir Per Lagerkvist, útvarpserindi eftir Bernharð Stefánsson, þætt ina Sindur, Úr Hferni ritstjórans, Raddir lesendanna o. fl. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 55. DAGUR Erlcnt yfirlit (Framhald af 5. síðu.) deildarþingmaður, sem frægur varð fyrir formennsku í þing- nefnd þeirri, sem rannsakaði starfsemi glæfrafélaganna. Hann er þó ekki talinn hafa möguleika til að sigra í keppni við Truman eða það forsetaefni, er Truman myndi styðja. Ef Truman dregur sig í hlé, þykir nú líklegt, að hann myndi styðja Adlai Stevenson ríkis- stjóra i Illinois sem eftirmann sinn. Öldungadeildarmennirnir Brien McMahon frá Conneticut og Robert S. Kerr frá Oklahoma eru einnig taldir koma til greina. I ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ jELDURINN | gerir ekkl boS á nnðan cér. | Þelr, sem ern hyggnlr, tryggja itrax hjá § Samvinnutrygglnguin I♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* Bergnr Jónsson Málaflntnlngsskrlfstofn Laugaveg 65. Slml 5833 Helma: Vltastíg 14 rTsm* ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« VtbreiSið Tíiitann ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Slmi 7753 Lögfrseðistörf og elgnauns LEIKFÉIAG; REYKJAVtKUR^ TO-M vuhnar til lífsins Gamanleikur í 3 þáttum eftir Harald Á. Sigurðsson. — Leik- stjóri: Brynjólfur Jóhannesson. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2 í dag. PÍ-PA-KÍ (Söngur lútunnar) Sýning annað kvöld föstudag I kl. 8. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 1 í dag. Sími 3191. wódleIkhúsið „Sölumaður deyri6 Sýning í kvöld kl. 20.00 Sem yffur þóhnast eftir W. Shakespeare Sýning laugardag kl. 20.00 Aðgöngumiðasalan opin alla virka daga frá kl. 13,15—20,00. Sími 80000. saman nefjum. Hvers vegna var ekki siglt lengra suður á bóginn, þar sem vænta mátti spænskra skipa? Enn leið drjúg stund, þar til skipverjar fengu forvitni sinni svalað.... Sólin var hátt á lofti, er „Albert frá Nassau" nálgaðist aftur líelder. Foringjarnir stóðu á stjórnpalli. Skyndilega benti Jakob i norðaustur: „Þarna kemur sá, sem við bíðum eftir. Þessi segl þekki ég glöggt. Nú verðum við að segja mönnum okkar, hvað í vændum er“. „Þeim verður ekkert sagt, fyrr en við höfum gengið á skipið. Svikarinn skal játa glæp sinn í áheyrn þeirra allra. Skipaðu þeim að vera reiðubúnum og láttu skotliðana fara að fallbyss- unum, ef mótspyrna kynni að verða veitt“. Að lítilli stundu liðinni var allt komið á fleygiferð á þilfar- inu. Skipverjar ætluðu vart að trúa eyrum sínum, er þeir heyrðu að ganga ætti á niðurlenzkt skip. En Magnús Heinason hlaut að vita, hvað hann var að gera. Hann stóð nú sjálfur uppi á stjórn- pallinum og hvessti augum á skipið. Það sigldi hiklaust í suðlæga átt og færðist óðum nær. Þegar það var komið í kallfæri, öskraði hann: „Deventer! Deventer! í nafni Vilhjálms prins af Óraníu: fellið segl“! Þessari skipun var samstundis hlýtt. Það var eins og skipstjór- inn hefði aðeins beðið eftir þessu. Að lítilli stundu lið- inni lágu skipin hlið við hlið. Engu skbti var hleypt af og eng- in öxi hafin á loft þegar Magnús, Jakob og allmargir menn aör- ir gengu á „Deventer". Wilcken borgarráðsmaöur kom vagandi út að öldustokknum. „Hvað er um að vera“? öskraði hann. „Með hvaða rétti er frið- camt verzlunarskip frá Enkhuizen stöðvað? Þetta er rán, sem skal verða hefnt fyrir ...“ „Haltu kjafti, þar til þú ert spurður“, svaraði Magnús óblítt. „Hvert er ferðinr.i heitið"? Hin smáu augu borgárráðsmannsins flöktu og röddin var ekki jafn örugg og áður: „Hvað varðar þig um það, Magnús Heinason? Við förum með frioi. . „Sækið farmbréfin"! skipaði Magnús, Hópur skipsmanna af „Deventer" stóð fyrir aftan borgarráðs- manninn, og það var hersýnilegt, að þeir vissu ekki, hvað í ráð- um var. Enginn þeirra var vopnaður. Magnús varð að endurtaka skipun sína, áður en borgarráðsmaðurinn gerði sig líklegan til þess að hlýðnast henni. Magnús var harla ákafur, er hann tók við skipsskjölunum, því a£' í rauninni var hann ekki viss um, nema hann hefði hlaupið á sig. En hann sannfærðist þó fljótt um, að svo var ekki. Sam- l’-væmt skipsskjölunum áttu vörurnar að fara til norðurhafnanna, en skipið stefndi á haf út. Hann gekk ógnandi feti nær borgar- ráðsmanninum: „Hvar á að skipa þessum vörum á land“? „Hér á ströndinm — við — við Alkmaar". „Það er lygi“! æpti Magnús. „Þessar vörur eru ætlaðar Spán- verjunum við Leyden". „Nei, nei“, veinaði bófgarráðsmaðurinn. „Ég mótmæli svo and- styggilegri ásökun". Magnús þreif fyrir brjóst honum og sló honum óþyrmilega vii^ öldustokkinn. „Svaraðu, hundur! Ella hengi ég þig í reiðanum". Borgarráðsmaðurinn skalf allur við þessa hræðilegu hótun. Hann vissi, að Magnús Heinason var reiðubúinn að framkvæma hótun sína. Titrandi röddu játaöi hann sekt sína: „Það... .það átti að skipa þeim á land við... .við Norðurvík....“ „Föðurlandssvikari"! hvæsti Magnús og slengdi honum niður á þilfarið. Síðan vatt hann sér að áhöfninni á Deventer: „Þið cruð aular, ef þið hafið ekki gert ykkur þetta ljóst. Þið eruð allir íangar... .og við siglum til Björgvinjar i Noregi. Guð náði þann, sem ekki hlýðir umsvifalaust í þeirri ferð“. Það varð kurr meðal sjómannanna, en Magnús skeytti því ekki. Hann sneri sér að mönnum sinum og benti á borgarráðs- manninn, sem enn lá á þilfarinu: „Kjöldragið föðurlandssvikar- ann. Lifi hann bað af, þá kjöldragið hann aftur“! Borgarráðsmaðurinn rak upp vein, þar sem hann lá á þilfar- inu, og baðst líknar. En Magnús sparkaði í hann og mælti: „Bind- ið þung lóð um fætur honum, svo að unnt sé aö kjöldraga þetta kjötflykki"! „Lengi lifi prinsinn"! hrópuðu víkingarnir og hófust þegar handa. Borgarráðsmaöurinn veinaði allt hvað aftók, þegar lóðið var bundið við fætur hans og strengur reyrður um mitti honum. Hann þagnaði ekki fyrr en hann var kominn á kaf í sjóinn. Víkingarnir fóru sér. að engu óðslega, er þeir drógu strenginn meðfram skipshliðinni, enda var árangurinn í samræmi við það. Borgarráðsmaðurinn var meðvitundarlaus, er hann kom aftur upp úr djúpinu. Magnús leit fyrirlitlega til hans og mælti: „Fleygið honum inn í káetuna og læsið vandlega. Þessi spænski hundur vaknar bráðum". Nokkru síðar sigldu bæði skipin í norðurátt. Magnús var þögull og þungbúinn, en Jakob lék við hvern sinn fingur. Farmurinn í „Deventer" var mikils virði í Björgvin. Fyrir þennan feng þurfti Magnús ekki að gera prinsinum grein. Og ef til vill yrði líka unnt að komast að góðum samningum við Lindenov. En að því leyti varð Jakob fyrir vonbrigðum. Þegar til Björg- vinjar kom, vildi Magnús ekki einu sinni fara í land. Hann lét Jakob annast sölu á herfanginu, og þó að hann væri sannfærð- ur um, að vinur hans dró sér miklu meira af söluverðinu en hann átti. Magnús var orðinn áhyggjufullur yfir því, hvaða dilk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.