Tíminn - 08.06.1952, Qupperneq 3
126. blað.
TIMINN, suimudág’inn 8. jiíni 1952.
3.
Hermann Jónasson:
Forsetakjörið enn — vinakveðjum svarað
•Ég ritaði fyrir nokkru síðan
áreitnislausa grein um for-
sétakjörið — þar var að eng-j
um manni vikið persónulega.
Flokksblað Ásgeirs Ásgeirs- ’
sonar, Alþýðublaðið, hefir j
síðan hvað eftir annað ráð-
izt að mér með dólgslegum'
hætti, borið mér á brýn of- j
beldi við flokksmenn mína,
einræðisbrölt viðkomandi
forsetakjörinu o. s. frv. Við,
sama tón kveður í hinu nýja'
kosningablaði Ásgeirs Ás- J
geirssonar, er hann kallar
Forsetakjör. Það er því mála
sannast, að blöð Ásgeirs Ás-
geirssonar, frambjóðanda við
forsetakjörið — og hann sjálf
ur er þar auðvitað mest í ráð-
um — hafa með þessum árás-
um á mig haslað völlinn og
valið vopnin. Skal því ekki
undan því skorast að ganga
nokkru nær en áður. Gefst og
þennan veg tækifæri til að
greina hreinskilnislega frá
því, hvað því veldur, að ég
og margir aðrir teljum Ásgeir
Ásgeirsson ekki til forseta
fallinn.
f annan stað verður og í
þessari grein notað tækifærið
til að rekja þrjár slúðursögur
blaða Ásg. Ásgeirssonar. En
það er ein aðal bardagaað-
ferðin hjá iiði Ásgeirs Ás-
geirssonar að dreifa út slík-
um sögum. Mun þessari frek-
ar ógeðfelldu baráttuaðferð
sjaldan hafa verið beitt í rík-
ara mæli í kosningum en lið
Ásgeirs Ásgeirssonar beitir
henni nú. En það mun eiga
að jafna metin, að laglega er
um það skrifað í blöðum Ás-
geirs, að kosningin eigi að
vera drengileg.
Hér er ekki unnt að eltast
við hinar óprentuðu sögur af
þessu tagi, enda má vel í það
ráða hvers eðlis þær séu, þeg-
ar sýnt verður hvernig þau
eru hin grænu tré — sögurn-
ar, sem blöð Ásgeirs birta á
prenti.
Þrjár slúðursögur
hraktar.
Hvað eftir annað endur-
tekur Alþýðublaðið þá sögu j
að andstaðan í Framsóknar-;
flokknum gegn Ásg. Ásgeirs-'
syni sé mitt verk og að til
þess að fá flokkinn til þess að
beita sér gegn honum, hafi
ég beitt ofbeldi. Já, mikil er
nú orðin umhyggja Alþýðu-
blaösins fyrir Framsóknar-
flokknum. Sannleikurinn er
þessi:
Þingmenn Framsóknar-
flokksins komu saman á ó-
formlegan fund eftir jarðar-
för forsetans og ræddu þing-
mennirnir sín á milli um
væntanlegt försetakjör. Var
það einróma og ómótmælt
skoöun allra þingmanna, er
um málið töluðu, að leitast
bæri við að velja sem ópólit-j
: ískastan mann 1 starfiö. Einn'
( ig voru þingmenn sammála j
um, að það væri á verksviðil
jmiðstjórnar flokksins, að
leita samkomulags um mál j
þetta við aðra flokka, enda
^hafði svo verið í bæði skiptin,
er forseti var valinn. Stjórnir(
1 flokkanna sömdu þá um mál-
ið og þess vegna kom í hvor-
ugt skipti til kosninga.
Miðstjórn Framsóknar-
flokksins kaus 7 manna
nefnd til að athuga þetta mál
og ræða við aðra flokka um
það. Fyrir störfum þessarar
nefndar og miðstjórnar hefir
formaður og ritari flokksins
gert grein í ítarlegu bréfi til
trúnaðarmanna flokksins og
fleiri flokksmanna. Niður-
staðan af vinnu þessarar
nefndar varð sú, að miðstjórn
Framsóknarflokksins sam-
þykkti með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða að styðja
kjör séra Bjarna Jónssonar
vígslubískups. —
Framangreind slúðursaga
um einræði mitt og ofbeldi,
sem endurtekin er í flokks-
blaði Ásg. Ásgeirssonar hvað
eftir annað og síðan þrástag
azt 1 í blaðinu Forsetakjör,
er því uppspuni frá rótum.
I
Næsta slúðursaga, sem sögð
er í Alþýðublaðinu, að vísu í
skopsögustíl, er auðsjáanlega
til-að styðja hina fyrri. Hún
er um það, hvernig ég og Ól- j
afur Thors höfum fengiö séra
Bjarna Jónsson til þess að,
vera í kjöri, auk þess sem á1
ísmeýgilegan hátt er gefiö í
skyn, að við Ólafur ætlum að
gera hann að okkar hand-
bendi. Það sanna um viðtal
við Bjarna Jónsson er, að það
voru þeir Steingrímur Stein-
þórsson forsætisráðherra og
Ólafur Thors, sem gengu á
fund Bjarna Jónssonar og
fengu jáyrði hans við beiðni
og áskorun Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðis-
flokksins um að verða í kjöri.
Þessi saga blaða Ásg. Ás-
geirssonar er því með sama
drengskaparmarkinu brennd
og hin fyrri. i
Þriðja sagan er sú, að
Framsóknarflokkurinn hafi
ekki rætt við Alþýðuflokkinn
um samkomulag. Af hálfu
Framsóknarflokksins önnuð-
ust þeir Steingrímur Stein-
þórsson, forsæfisráðherra og
Vilhjálmur Þór forstjóri þessi
samtöl. Þeir ræddu við nefnd
frá Alþýðuflokknum, en sú
nefnd vildi engan mann
heyra nefndan til framboðs
nema Ásg. Ásgeirsson. Full-
trúar Framsóknarfl. bentu
Alþýðuflokksmönnum á, að
vegna pólitískrar fortíðar
Ásg. Ásgeirssonar væri hann
sá maður, er Framsóknar-
flokkurinn gæti sízt sam-
þykkt, og hlyti Alþýðuflokkn-
um að vera þetta ljóst.
Eftir þessi samtöl fréttum
við Framsóknarmenn á skot-
spónum, að Alþýðufl. hefði
samþykkt að styðja — það er
að bjóða fram Ásgeir Ásgeirs-
son, og var það gert án þess
að ræða frekar við Fram-
sóknarflokkinn um málið.
Þessi saga Alþýöublaðsins,
sem þar er margendurtekin,
að Framsóknarflokkurinn
hafi ekki rætt við Alþýðufl.
um samkomulag við forseta-
kjörið, er því einnig alger
uppspuni.
Með sæg af svona sögum,
og arásum á einstaka menn,
er nú baráttan háð, en eins
og fyrr segir, í hinu orðinu
talað um prúðmennsku og
drengskap. Svona vinnu-
brögð þurfa engra skýringa.
Þau munu dæma sig sjálf og
þeir, sem viðhafa þessi
vinnubrögð, eiga ekkert er-
indi upp í forsetastólinn.
Breyttur -tónn.
Ekki verður því þó neitað,
að Alþýðublaðið og blað Al-
þýðuflokksins á Akureyri
hafa snögglega breytt um tón
síðan framboð Ásg. Ásgeirs-
sonar var ákveðið. í mörg
undanfarin ár hafa blöð Al-
þýðuflokksins haldið uppi
látlausum árásum á Fram-
sóknarfl., persónulegum á-
rásum á flokksmenn, árásum
á íslenzka bændur, árásum á
flest þau hugsjónamál, sem
Framsóknarflokkurinn hefir
barizt fyrir. Á Akureyri hefir
blað Alþýðufl. ofsótt KEA
með látlausum árásum og
stimplað stjórnendur kaupfé-
lagsins sem steinrunna aftur-
haldsklíku, o. s. frv. Allt
þetta ætti að vera óþarfi að
rekja eða minna á, svo fyrir-
ferðarmikið hefir það verið í
blöðum Alþýðuflokksins dag
eftir dag síðustu árin. í Al-
þýðuflokknum hefir ráðið fá-
menn klika, sem dregið hefir
Alþýðufl. til hægri, og hefir
Asg. Asgeirsson verið forustu-
maður hennar og er. Það er
frá þessari deild í Alþýðufl.,
þeirri sem Ásg. Ásgeirsson
stjórnar, sem þessar árásir
undanfarin ár eru runnar, en
þær hafa verið gerðar í óþökk
fjölda ágætra manna, sem
standa til vinstri í Alþýðu-
flokknum og fá þar litlu eða
engu ráðið.
En nú lætur frambjóðandi
Alþýðuflokksins, Ásg. Ás-
geirsson, breyta um tón í
blöðum sínum. Engar skamm-
ir um Framsóknarfl., eng-
inn o skætingur um bændur,
engar árásir á KEA né stjórn
þess. Blöð Alþýðuflokksins
hafa þvert á móti fengið þá
ofurást á Framsóknarflokkn-
um, að Framsóknarmenn eru
allt í einu flestir orðnir á-
gætis menn. En sérstaklega
brýst þessi ofu-rást deildar
Ásg. Ásgeirssonar í Alþýðufl.
út í því að vara Framsóknar-
flokkinn við einum vondum
manni, sem flokknum standi
mikil hætta af, og það er
Hermann Jónasson, sem nú
er að eyðileggja þennan
flokk, flokkinn sem Alþýðu-
flokknum þykir nú skyndi-
lega svo ákaflega vænt um.
Þannig eru skrifin seinustu
vikurnar.
Það er ekki ónýtt fyrir
Framsóknarflokkinn að eiga
svo tryggan vin, sem varar
Framsóknarmenn við og leið-
beinir þeim á hættunnar
stund.
Ilvers vegna svona
vinnubrögð?
Alþýðuflokkurinn er nú fá-
mennasti pólitíski flokkurinn
j— hefir traust fæstra kjós-
enda í landinu. Af þessu er og
var augljóst, að hann hafði
engan möguleika á því að fá
j kosinn forseta úr röðum
sinna manna með pólitísku
(Framhald á 5. siðu.)
'V,VW.V.VVIW,,.S%,A\VWAWA’.V.,.V.-.W,V.'.VVW/ ZlV.’JVWpVVVW.VVVVViW.W.V.VVVVVAVVVVVVWV.W vnA^MWWV*JVWAV.V-Vl vw>
f Fjórði hver vörubíll á Islandi er Chevrolet \
Af 4214 vörubílnm af 78 mis-
munandi tegundum, voru lang-
flestir Clievrolet, 1112 alls eða
26,4% liílanua.
I
!
Notið reynslu hinna 1100 vörubílstjóra, sem eiga Chervolet
Getum útvegað þeim, sem hafa gjaldeyris- og innflutningsleyfi,
Clievrolet vörubifreiðar með stuttum fyrirvara.
§
SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA
VÉLADEILD
BMWW/AW^VWíVVVVV'.V.WVWAiVVVVVVVVVVW WWWUVVVVVWJVVVVVV.VVWVVWVVVW.VWI.’JVWUVVy