Tíminn - 31.12.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.12.1952, Blaðsíða 4
4. TIMINN, miðvikudagiiin 31. desember 1952. 296. blafc. áramótin (Framhald af 3. síðu.) ar eða koma upp í hendur okk ar á næstu árum. Hel in «*• tveir. En þótt okkur takist að eign ast fjölbreytta og fullkomna framleiðslu er fjarri því að vandinn sé leystur. Hin tíðu og hörðu átök um skiptingu arðsins er eitt mesta vanda- málið í þessu landi tortryggn- innar, og velmegandi verður þjóðin ekki fyrr en vinnandi fólk gengur nægilega almennt með ánægju og áhuga að verki. — í síðustu áramótagrein benti ég þjóðinni á, hvernig íslenzkir bændur með hjálp samvinnunnar hafa leyst fé- lagsmál sín. Ég rakti það, hvernig þeir hafa með marg- háttuðum félagsskap tryggt sér sannvirði þess, sem þeir kaupa og selja. Þessi sam- vinnufélagsskapur er auðvit- að misjafnlega fullkominn. - Efnahagsafkoma er misjöfn eftir því hvar það er á land- inu. Þroski meðlimanna er misjafn. Stundum veldur mis- skilið sinnuleysi eða meinleysi því að félagsmennirnir nota ekki rétt sinn, sem er meiri í samvinnufélögum en nokkr- um öðrum félagsskap, til þess aö taka í taumana og láta leið rétta það, sem aflaga kann að fara. — En aldrei hefir þessi félagsmálastefna hopað, þar sem hún hefir hafið för sína. Alls staðar, hér og erlendis, sækir samvinnustefnan fram ;jafnt og þétt í samræmi við aukinn félagsþroska mann- anna. — í þessum félagsmála- heimi, sem bændur hafa byggt upp, er vinnufriður, þar sem oft er unnið myrkranna milli, af áhuga, sem stendur í nánu sambandi við það, að erfiðis- maðurinn veit, að hann fær sannvirði fyrir vinnu sína. — í atvinnulífi kaupstaðanna finnum við víðast hina miklu andstæðu. — Frá því að byrjaö er að kaupa hinn smæsta hlut, er til framleiðslu þarf og þar til síðasti eyrir af andvirði henn- ar kemur til skila, er allt hul- ið þeim, er við framleiðsluna vinna, hvað hver tekur í sinn vasa á hverjum stað. Þetta kerfi allt er eins og lagað til þess að vekja upp Glám tor- tryggninnar með öllu, sem honum fylgir, svo sem við dag lega sjáum og heyrum, enda reið hann húsum hér í höfuð- staðnum og víðar eftirminni- lega nú fyrir jólin. Vinnandi fólk í kaupstöðum verður sjálft að taka þátt í framleiðslunni þannig að það tryggi sér réttmætan arð hennar líkt og bændur hafa gert í sveitum. — Orsakir mein- setndarhinar. Þegar við skyggnumst um eftir orsökum þess að þróunin hefir orðið svo andstæð í sveit og kaupstað er orsakanna skammt að leita. í mörgum lýðræðislöndum, sem hafa fullkomnasta stjórn arhætti, hafa lýðræðislegir verkamannaflokkar (svipaðir jafnaðarmönnum hér) verið og eru mjög öflugir. Þessir flokkar hafa litið á það, sem eitt af sinum stærstu hlutverk um, að fræða þjóðirnar og efla með þeim félagshyggju og fé- lagsþroska. Meðal annars hafa jafnaðarmenn erlendis stutt samvinnuhreyfinguna og víða borið hana uppi. Hér hefir þessu ekki verið að heilsa oftast nær. Þegar jafn- aðarmennskan nam hér land, voru íslenzkir verkamenn imjög illa launaðir. Það er því imáske bæði skiljanlegt og af- sakanlegt, að lögð var meiri áherzla á verkföll og kaup- hækkun, en fræðslu og félags- málaþroska, enda var það svo, .og hefir verkalýðshreyfingin i síðan haft þann keim, sem í j kerið komst. — í ræðu, sem Þorsteinn Er- llingsson skáld flutti í verka- mannafélaginu Dagsbrún j 1912, segir hann meðal ann- iars: | „í stjórnmálum og lands- málum hefir alþýðu-, verka- manna,- iðnaðar- og sjó- manna — lítiö gætt og jafn- vel í bæjarmálum líka.“ — Síðar leitar hann að orsök- um þessa og kemst að þeirri niðurstöðu,að þær séu hvorki viljaleysi, heimska, ófélags- lyndi né fátækt. Segir hann síðan orðrétt: „En fyrst það er hvorki skortur á félagslypdi,heimska né féleysi, sem hrindir okk- ur niður í vesaldóminn frem- ur en hinum — hvað í ósköp- unum er það þá? ! Ég fullyrði ekki að ég hitti á rétta svarið. En ég skal segja ykkur það samt. Fyrir mér er það ekkert vafamál j:— það er skortur á menntun, sem mest ber á milli — bein- línis skortur á þekkingu. | Talið þið við verkamenn og iðnaðarmenn í Danmörku eða á Englandi. Það þarf ekki langt að leita til þess að finna þá menn þar, sem eru betur að sér í félagsfræði og skilja atvinnu- og viðskipta- lífið stórum betur, en þeir menn flestir hér á landi, sem lærðir eru kallaðir. (Einn ó- iærðan mann gæti ég undan- ,Skilið, Benedikt frá Auðnum í Þingeyjarsýslu, og fleiri sam herja hans í því héraði)“. ! Ekki leikur það á tveim jtungum á hvaða leiðir Þor- Jsteinn Erlingsson bendir ís- lenzkum verkamönnum, sjó- mönnum og iönaðarmönnum. ;Hann bendir á fordæmin í Danmörku og á Englandi. jllann telur að vinnandi fólk þurfi að fá fullkomna fræðslu og þekkingu í „félagsfræði og skilja atvinnu- og við- skiptalífið." Hann minnir verkalýðinn á starfsaðferðir Benedikts frá Auðnum, er hæst- bar merki félagsmála- þroska og félagsmálafræðslu samvinnunnar. Því miður var ekki lögð megináherzlan á þessar leiðir. — En 39 árum síðar — og það geröist margt á þeim tíma — ritaði Finnur Jónsson alþingismaður, þá helsjúkur, tvær eftirtektar- verðar greinar i Alþýðublað- ið um það, sem hann taldi meira aðkallandi en allt annað — fræffslustarfsemi i j verkalýðshreyfingunni. Menn sjá oft skýrast er þeir líta yfir farinn veg. — Hinn 21. sept. 1951 birtist fyrri grein Finns Jónssonar — en þar segir svo: „Það er því augljóst, að til þess að forðast það, að fé- lagsleg hnignun eigi sér siað í verkalýðsfélögunum, þarf að taka upp nýja fræðsluað- jferð. Félagslega óþroskaður verkalýður getur verið hættu legur fyrir yerkalýffsfélögjn sjálf og þjóðfélagið í heild. Hann getur hæglega orðið handbendi ósvífinna einræð- isseggja, sem nota vilja verka lýðssamtökin gegn hagsmun- um og velferð yerkalýðsins sjálfs. Konnnúnistar þrífast bezt í slíkum jarðvegi. Til þess að koma í veg fyr- ir þetta þarf aukna fræðslu." En einmitt vegna þess, aö þetta hafði ekki verið gert í nægilega rikum mæli hafði verkalýðshreyfingin og Al- þýðuflokkurinn reynst veik- j ari fyrir, er áföllin riðu yfir.1 Mikilhæfur forvígismaður klauf Alþýðuflokkinn og fór með stóran hluta hans yfir í raðir kommúnista. Stjórn-| málaflokkur sá sér og þann leik á borði til að efla eigin' áhrif um skeið, að efla komm únista en veikja Alþýöuflokk inn. — Fleira mætti rekja en verður hér látið ógert. — En hér er að finna og í þessari þróun allri ástæður þess, aö, lýðræðisöflin í verkalýðshreyf ingunni hafa veikzt og verka lýðurinn hefir á annan ára- ; tug i raun og veru engan jákvæðan þátt átt í íslenzk- um stjórnmálum. Ýtt hefir veriö undir verkfallsáhlaup í tíma og ótíma fyrir verka- lýðinn. Opinber keppni hef- . ir verið milli hinna stríðandi fylkinga verkalýðsins um það, hvor væri duglegri í þessuin herferðum. En eftir friðar- samninga hafa þessar fylk- ingar háð kappræður um það, hvor hafi reynst meiri jsvikari ’Viö verkalýðinn, eins og sést í blöðum þeirra nú síð ustu daga eftir verkfallið. | Það mun reynast erfitt að jstjórna því þjóðfélagi og auka 1 velmegun þess, þar sem svona 'er ástatt. Það sýndi sig, að í þegar Alþýðuflokkurinn ] veitti rikisstjórn forustu fyr- ir skemmstu, tókst kommún- istum, móti vilja Alþýðu- i i flokksmanna, aö stofna til verkfalla, er riðu þeirri rík- isstjórn að fullu og stöðvuðu framleiðsluna svo sem flest- um er í fersku minni. — Er nú ekki nóg komið af þessu kapphlaupi við kommúnista, [til þess að lýðræðissinnaður verkalýður geri sér ljóst hvert stefnir: Er nú ekki kom inn tími til þess að forvígis- ' menn lýðræðissinnaðs verka 'lýðs og hann sjálfur geri sér það ljóst, að lýðræðið og jfrelsiö eru áúnnin gæði. Hvor ugt verður varðveitt nema með heilbrigöu, jákvæðu starfi — og naumast án þess, að mikill hluti verkafólks taki þátt í því. En til þess að lýðræðissinnaö vinnandi fólk fáist til að taka jákvæð- an þátt í framleiöslunni,með þeirri tiltrú og ánægju, sem nauðsynleg er, þarf það að „skilja atvinnu- og viðskipta- Iífið“ og sannfærast um að það sé heilbrigt. Þetta verð- ur að gerast þannig, að verka menn, sjómenn og iðnaðar- menn verða að eiga þá full- trúa, er þeir treysta, i stjórn- um stofnana og fyrirtækja, er þarf til þess að þeir telji sig fullvissa um, að heiðar- lega sé farið með þau verð- mæti, er afiað er, og þeim rétt skipt. Ef af þrótti cg skilningi væri unnið í þessa átt mundi brátt skapazt annað viðhorf hjá vinnandi fólki, — þó að ég hafi auðvitað engan rétt til að staðhæfa, að ég sjái það (Framhald á 6. síffu.) GLEÐILEGT NÝÁR! Sölufélag garðyrkjumanna. GLEÐILEGT NÝÁR! Klœðagerðin Vltíma. “* —k i \ 1 cj | GLEÐILEGT NÝÁR! i í í | GLEÐILEGT NÝÁR! i i i Kjötbúðin Borg. Bifreiðastöðin Hreyfill. GLEÐILEGT NÝÁR! Síld & Fiskur GLEÐILEGT NÝÁR! Samband ísl. samvinnufélaga. ! GLEÐILEGT NÝÁR! Vinnnuheimilið Reykjalundi. | GLEÐILEGT NÝÁR! Almennar tryggingar h.f. ] GLEÐILEGT NÝÁR! Bílasmiðjan h.f., Skúlatúni 4. GLEÐILEGT NÝÁR! Sundhöllin, Sundlaugarnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.