Tíminn - 03.06.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.06.1953, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 3. juní 1953. 121. blað, EinriLg þér geíið orðzð fegurri Myrna Loy segir: „Ég vanrœki aldrei daglega andlitssnyrt- ingu með hinni ilm- andi LUX sápu“. Hversvegna er her á islandi? 1. Vegna ótta Vesturveldanna við yíirgang Rússa. 2. Hræðsla um sömu örlög og Eystrasaltslöndin, Pól- land, Rúmenía, Búlgaría, Tékkóslóvakía og önnur fleiri lönd hafa hlotið. 3. AHir íslendingar myndu kjósa, að ekki þyrfti að vera erlent setulið í landinu. 4. En mikill meirihluti þjóðarinar kýs þó frekar her- inn, en annað verra. 5. Hvað er þetta, annað verra? 6. Það sem gerist í flestum einræðislöndum, og gerðist síðast á liðnum vetri, í hinu vel mennta nágranna og viðskiptalandi okkar, Tékkóslóvakíu, að ríkis- stjórninni þótti nauðsyn bera til að hengja stóran hóþ af fyrri samherjum sínum og forystu mönnum flokksins. 7. Þær viðbjóðslegu játningar þessara og fjölmargra annara fórnarlamba hinna kommúnistisku einræðis landa, um sekt sína og réttamæta dauðarefsingu. 8. Læknamálið rússneska, þar sem margir frægi'r lækn ar voru búnir að „játa“ á sig stór glæpi og morð, — og biðu gálgans. 9. En svo dó einvaldur Rússlands, og þá kom í Ijós, að allur málatilbúnaðurinn var uppspuni einn, en játn ingar þeirra fengnar með þeim hætti, sem engi'n siðmenntuð þjóð leyfir sér, að beita gegn þegnum sínum. 10. Það er tilraun frjálshugsandi manna til að forðast þetta hræðilega hlutskipti, sem veldur því, að nán- ustu frændþjóðir okkar leggja á síg drápsklyfjar vegna hervarna, og að íslendingar leyfa her í landi sínu. B. G. I fölu grasi Ljóðabók eftir Jón Jóhannesson I vetur kom út lítil ljóðabók. Hún er ein af þeim fyrirbrigð- um eða hlutum þessarar tíð- ar, sem vekur athygli með hljóðlæti sínu og látleysi, þeg- 1 ar allt annað hrópar á stræt- unum. Þetta er ljóðabók yngsta breiðfirzka skáldsins, Jóns Jó- hannessonar frá Skáleyjum á Breiðafirði. Pyrir löngu vissu vinir Jóns, að hann var fæddur skáld. Þær erfðir eru sterkar við „fjörðinn". En hann hefir ver ið hlédrægur og skort trú á sjálfan sig, því varð biðin eft- ir ljóðum hans orðin löng, ekki sízt eftir að hann hafði lesið í útvarpið nokkur kvæði, sem Ijóðvinum þótti sem leik- in á hörpustrengi angurblíðu og átthagaástar. En nú er bókin komin. Við fyrsta lestur lætur hún lítið yfir sér. En sé hún lesin aftur verður lesandinn gripinn töfr um ljóðrænnar fegurðar. Það er líkt og deyjandi geislar eða sítrandi regn hafi snortið hjartað. Kvæðin eru flest smá, og kannske ekki nógu heilsteypt sem perlur, en það þurfa smákvæði að vera til að vekja strax áhuga á þeim tím um hraðans og hávaðans, sem nú herja sálir hinna hrein- hjörtuðu, sem lesa ljóð. En í hverju einasta þeirra glamp- ar á lýriska kristalla í orðum, tónum og hugsunum. Og það fer um hugann eitt- hvað mjúkt og milt eins og breiðfirzk vorgola, dálítið sölt, en ilmandi af minningum og lnnibyrgðum söknuði, sofinni þrá, heitri en hljóðri ástríðu. TÖkum t. d. eina vísu valda af handahófi á fyrstu blað- síðu: „Það huliðsblóm og háværð allri fjær íkal hjarta mínu vagga í kyrrð og ró sem óróleikans munablómi í mó liinn mildi angurværi júníblær/1 „Og gamla sögu í rökkrinu ég rek og rökkrið seitlar inn um gluggann minn“. Þetta eru aðeins tvær sam- stæður úr fyrsta kvæðinu, sem heitir Sonnetta. Ef breiðfirzkur heimhugi finnur ekki bergmál í þessum kliðmjúku ómum, þá skil ég ekki lengur. Og þessi smávísa í Flæðar- mál: „Lávær hending í ljóði laðar þig nið’r að sjá. . Gull þín í gráan sandinn grefur þar aldan blá.“ Þetta minnir á Jóhann Sig- urjónsson og gæti verið eink- unnarorð á forsíðu bókarinn- ar. — Jón er skáld þjóðvarnar- stefnunnar. Hann er það ekki pólitískt, heldur óvart sem sannur sonur íslenzkrar sveit- ar. Öll stærstu kvæðin eru sveipuð krafti og trega þess huga, sem elskar ísland djúp- um sefa. Og fólkið, sem var að berj- ast við skortinn í kreppunni um og eftir 1930 skilur með sársauka þessa lokaspurningu úr kvæðinu Stríðsgróði vor: Erum við bráðum orðnir, þú og ég, atvinnulausir menn á gróðaskóm, sem endast skulu á árunum sem bíða í aðra hungurgöngu milli stríðá? En kvæöið: Syng myrkur þitt, Öxará, túlkar þó bezt þennan hug og sársauka ís- lendingsins. Það er ekki unnt í örfáum orðum að benda á fleira í þess ari litlu, látlausu ljóðabók Breiðfirðingsins, þar er svo margt fallegt, það mun líka Athugasemd í Tímanum frá 30. f. m. stendur þessi setning: „En þegar þeir, (þ. e. forystumenn Sjálfstæðisflokksins) gátu veit Eyjölfi Jóhannssyni stöð- una, urðu Sjálfstæðismenn allt í einu því fylgjandi, að starfrækt yrði Innkaupastofn un ríkisins, því að þá var það tryggt, að verzlað yrði á rétt um stað, og gróðinn kæmi nið ur á rétta einstaklinga“. Ég hefi eftir að árin færð- ust yfir mig hliðrað mér hjá að svara aðkasti í minn garð, j þó að birzt hafi í blöðum. En j varðandi framanritúð um- r mæli í heiðruðu blaði yðar, j þá eru þau ekki aðeins meið- i andi fyrir mig, persónulega, j þau fela í sér slíka aðdróttun j að óhjákvæmilega hlýtur að I skaða þá opinberu stofnun, j Innkaupstofnun ríkisins, er ég veiti forstöðu. Til að 'koma í veg fyrir að j svo megi verða, leyfi ég mér að taka fram eftirfarandi: Enginn stjórnmálamaður hef ir með einu orði reynt að hafa áhrif á mig á einn eða annan hátt, varðandi framkvæmda- stjórn mína á Innkaupastofn un ríkisins, að undanskildri þeirri reglugerð, sem sett var um stofnunina og starf mitt af viðskiptamálaráðherra, og birt hefir verið í Lögbirtingar blaðinu. Innkaupastofnun ríkisins hefir haft þann hátt á varð- andi innkaup fyrir hinar ýmsu ríkisstofnanir, sem fela henni forsjá innkaupa sinna, að bjóða vörurnar út, þegar um stærri kaup er að ræða. en í öllum tilfellum, þegar því verður við komið að panta vörurnar beint frá útlöndum, svo að ríkisstofnanirnar fái vörurnar á framieipsluverði og geti sparað bæði heildsölu og smásöluálagningu. Ef um kaup á lagervöru hér innan lands er að ræða, telur Inn- kaupástofnun ríkisins litla ástæðu til að blanda sér í þau kaup, nema hvað hún telur í sjálfsagt þegar hún er um beð in að greiða þar fyrir, meðal ’ annars með því að gera samn inga um afslátt frá heildsölu jVerði fyrir hinar ýmsu stofn anir, er þær hafa leitað eftir iSlíkri aðstoð. I Ég þori að leggja starfsemi Innkaupastofnunarinnar und ir hvaða smásjá sem er í vissu þess, að þar gæti aldrei fund izt að nokkur kaup hafi verið gerð án þess að hagsmunir ríkisstofnananna hafi verið það eina sjónarmið, sem ríkt hefir. Mér er ánægja að geta sagt, að eftir því sem ég hefi getað lesið í gegn viðskipti stofnun- arinnar frá því í tíð fyrirrenn ara míns, Finns heitins Jóns sonar, er ég sannfærður um, að slíkt hið sama sjónarmið hefir einnig vakað fyrir hon- um. Með þökk fyrir birtinguna. Eyjólfur Jóhannsson. fyfr eða síðar sannast, að hún geymir perlur, sem eiga eftir að glitra og strengi sem eiga eftir að óma „í annars minni,. þótt þeir deyi um leið.“ J En eitt einkenni kvæðanna ' hlýtur að vekja strax eftir- tekt allra, sem unna íslenzku, ' en það er fjöldi orða, sem eru jný í ritmáli nútímans, t. d. ofanlútur, þagnarlín, bróður- stefja, regnúð, vaðblár, lág- ' gróður, sævartún svo að eitt- hvað sé nefnt. I CFramh. & 6. e0u). Farið að dæmi hinnar fögru Myrnu Loy og þér getið orðið eins fögur og kvikmyndastjarnan, sem þér dáið. Hið ilm- andi mjúka löður Lux sápunnar gefur yður ferksa og mjúka húð. Þvoið yður úr volgu vatni með Luxj-skolið úr köldu. Þér vcrð;ð fcgurri og ..meira aðlaðandi en áður............................... LUX HANDSAPA Hin ilmandi sáþa kvikmyndastjarnanna \ IM.V£R PRODOCT Veiðimenn Nú er vertíðin að byrja. — Hjá okkur fáið þið allt, sem til veíða þarf í miklu fjölbreyttara úrvali en nokkru sinni áður, svo sem stengur frá „HARDY“, ásamt hjólum og línum. — Kast- hjól. — Stálstengur. — Glasfibersténgur óg ó- teljandi tegundir spóna frá hinu fráégá; sænska „RECORD“ firma. — Torpedohead flugulínur. — Extra strength kastlínur frá „ASHAWAy“. — Lax- og silungaflugur eru og í góðu þr'ýftÍL Allt eru þetta beztu fáanlegar vörur, hver á sínu sviði. ... . Sendum í póstkröfu. ...... Sundhöllin er nú opin fyrir bæjarbúa almennt allan daginn til kl. 8 síðdegis. Eftir kl. 8,30 er sértími kvenna, og fá þá bað- gestir sundleiðbeiningar ókeypis. Sundkennsla verður allan júnímánuð. Kennslugjald barna kr. 40,00, full- orðinna kr. 60,00. Sumlliöll Reykjavikiir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.