Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 8
37. árgangur. Reykjavík, 17. júní 1953. 133. blað. Verkamenn A.-Þyzkal. krefja valdhafana um úrbætur Fjðlmennai1 kröfisgöngur til forsa»íisrá<SiB“ n., kraíizí laanabóta og stjónsmálafrelsis Verkamenn í Austur-Þýzkalandi virðast ekki ætla að láta á sér sitja að notfæra sér það aukna frjálsræði, sem austur-þýzka kommúnistastjórnin hefir auglýst undan- farna dag og heitið. í gær hófu þeir miklar kröfugöngur til forsætsáðherrabústaðarins og kröfðust kjarabóta og aukins stjórnmálafrelsis og frjálsra kosninga. völdin reyndu ekki að beita alþýðulögreglunni í kröfu- göngum þessum. Það voru byggingaverka- menn, sem áttu upptök að þessari kröfugöngu. Varð hún mjög fjölmenn og kröfð- ust verkamenn þess að ná tali af Grotewohl forsætisráð herra. Ýmsir ráðherrar aðr- ir reyndu að tala um fyrir múgnujm, en árangurslaust. Verkamenn kröfðust m. a. þess, að kröfu stjórnarvald- anna um 10% framleiðslu- áukningu án kjarabóta yrði af létt. Að lokum tókst námu málaráðherranum að fá hljóð og lofaði hann að fallið skyldi frá þessari kröfu, og héldu verkamenn þá brott. Látið undan síga. Síðdegis í gær samþykkti svo stjórn austur-þýzka kommúnistaflokksins, að þessi krafa um framleiðslu- aukninguna væri ósanngjörn, og ekki væri rétt að gera slíka kröfu nema jafnframt fylgdi loforð um tilsvarandi kjara- bætur. Var þetta tilkynnt í útvarpi og gjallarhornum á bílum, sem fóru um götur. Af þessum fregnum virðist mega augljóslega ráða, að ekki hafi verið ríkjandi full- komin sæla meðal austur- þýzkra verkamanna, þrátt fyrir fullyrðingar kommún- ista erlendis og hér heima um það, þar sem verkamenn nota þegar tilslakanir aust- urþýzku stjórnarinnar til að krefjast úrbóta og meira stj órnmálafrelsis og umfram allt frjálsra kosninga. Það vaJkti athygli, að stjórnar- Konan, sem vantaði vegabréfið, komin Það var frá því skýrt við komu vestur-íslenzku gest- anna um daginn, að ein kona hefði orðið eftir vestra á slð ustu stundu vegna þess að hún hafði ekki fengið sér vegabréf. Nú hefir úr þessu rætzt, og í gær kom þessi kona, frú Anna Matthiesen frá Vancover hingað til Reykjavíkur með flugvél Loft leiða og bætt'st í hópinn, og var það gleoiefni. Það skal og leiðrétt, að kona þessi er ekki á tíræðisaldri, eins og sagt var um daginn, heldur á ní- ræðisaldri. — Við höfum nú verið á ferðalagi um Suðurland og allt gengið vel, sagði Finn- bogi Gu^mundsson, pró- fessor í samtali við blaðið í gærkveldi. — í kvöld förum við saman í þjóðleikhúsið, en í fyrramálið dreifist hópur- ínn vlðs vegar um land í heimsóknir til vina og ætt- ingja. Góð færð inn að Landmannalaugum Páll Arason fór fyrstu bíi- íerðina á þessu vori inn að Landmannalaugum um helg- ina með fólk. Þar var nú minni snjór en um miðjan júlí í fyrra að sögn Páls. Hann fór þó ekki yfir Jökul- ! gilskvísl því hún var í vexti. Færð var góð og hvergi aur bleyta eða ófærur. Gotí or að hafa tungur tvær Mbl. birtir stefr.u Sjálf- siæðisflokksins í svczta- j stjémarmálum. Flakkurinn | vill bæta úr erffðu f jár-: málaástandi sveitarfélaga og þá væntanlega Reykja- víkur efnnig. En öll úrræði Sjálfstæðis manna tzl að bæta hag sveitarfélaganna eru kröf- ur á ríkissjóðinn. Ýmist að sveitarfélögin fái hluta af tekjum ríkissjóðs (söluskatt inn) eða að ríkissjóður auki framlös til sveitarfélag anna vegna löggæslu, fTæðs!umála og sjúkrahúsa. Ennfremur, að ríkissjóður hraði mjög greiðslum vegna hafnargerða, skólabyggznga og sjúkrahúsa. En sé flett upp í skatta- málatzllögum flokksins, tel ur hann stefnu sína að draga úr sköttum, lækka skatta á f jölskyldufólki, lækka skatta á hjón- um, auka persónufrádrátt, j skattfrelsi á lágtekjum og (Framhald á 7. síðu). Sláttur hafinn ailvíða i Eyjafirði og víðar tílit i'vrir, að sláttur IiefJist esjbi allt !and fyrir eSfa íim næstn ináisaðamót Grasvöxtur hér í 'Eyjafirði er nú orðinn eins góður nú og viku af júlí í fyrra að sögn bænda sagði fréttaritari hlaðs ins á Akureyri í gaefeSláttur er hafinn víða um Eyjaf jörð, og mátti víða sjá slefgá bletti þar í gær. jðrarstöð •tt' fyrir íydaginn fir bænd nn. Hér -nvindur tð þýtur Sláttur hófst í inni á Akureyri helgina, og á la og í gær hófu all: ur í firðinum sll er sól og su: flesta daga og grí upp. IK Sláttur hófst íS^ilrauna- stöðinni á Reykhjjjjjsöm fyrir helgina, og er þar^mu sögu að segja og í Eý&firði, að spretta er þar eiajfegóð og í byrjun júlí í fygjia; Búast má við, að sláttu^gjij’érði haf- inn svo að segja um allt land fyrir mánaðarmót, og mun það sjaldgæft, að svo jafnvel ,g.é , sprottiö og snemma um allt land, sem nú. Blaðinu hafa borizt ‘þær fregnir úr Skagfirði, aö þar sé sláttur hafinh á sáðslétt-. um. Spretta e'r þar gðð og munu bændurp hefjá slátt almennt éinhverja næstu daga. Hvernig er hiutur kvenna tryggður á framboðslistum? Þegar framboð Rannveigar Þorsteinsdóttur var tilkynnt hér í Reykjavík fyrir kosningarnar 1949 dró Vísir, annað aðalblað Sjálfstæðisflokksins af því eft- irfarandi ályktun, sem lesa mátti í hugleiðingum blaðsins um framboðið: „Af framboði Rannveigar hlýtur að leiða, að kon- ur skipi nokkurn veginn trygg sæti á öðrum listum, og að valið verði vandað.“ Með þessum o.rðum var það viðurkennt af and- stæðingunum, að Framsóknarflokkurinn hefði rétt mjög viff hlut þess helmings kjósenda, sem konur eru, með framboði Rannveigar og knúið aðra flokka til að fara sömu leið. Aðrir flokkar höfðu og nokkra tilburði til þess fyrir síðustu kosningar, þótt sæti Rannveigar reyndist öruggast og hún ein kvenfram- bjöffenda næði kosningu í Reykjavík. ★ ★ ★ Áður en framboð til þessara kosninga voru ákveð- in. rituJu samtök kvenna flokkunum bréf, þar sem /nælzt var til þess, að konur væru hafðar í öruggum sætum. Þessi tilmæli hafa allir flokkkar hunzað, nema Framsóknarflokkurinn, sem hefir konu í efsta sæti. Þetta munu konurnar kunna að meta. Rann- veig Þorsteinsdóttir er vel menntuð, duglegur og á- kjósanlegur fulltrúi kvenna, enda hafa konurnar sjálfar valið hana í stjórn Kvenfélagasambands ís- lands og til margra annarra trúnaðarstarfa. ★ ★ ★ En hvaff gera hinir flokkarnir? Alþýðuflokkurinn hafði konu í þriðja sæti 1949 (vonlausu þó), frú Seffíu Ingvarsdóttur. Hún var hrakin brott af fnll- trúaráði flokksins í uppha.fi kosningabaráttunnar, og Jóhanna Egilsdóttir sett í staðinn, en þegar til félagsfundar kom, var hún einnig kolfelld, og finnst nú engin kona ofar en í 10. sæti. Kommúnistar hafa konu í 5. sæti, sem er ger- samlega vonlaust. Sjálfstæðisflokkurinn hefir einn- ig konu í vonlausu sæti, nema sú veika von rætist, að hún nái uppbótarsæti. Um nýju flokkana þarf ekki að tala, enda eru konur þar hvergi í efstu sæt- um. ★ ★ ★ Konur munu á kjördegi minnast þess, hvaða fiokkur tekur mest tillit til áhugamála kvenna og v veita honum verðskuldað brautargcngi á sama hátt og konur í Kaupmannahöfn í dönsku kosningunum, en þar fengu þeir framboðslistar hlutfallslega flest atkvæði, sem höfðu konur í efstu sætum. 23. júní munu reykvískar konur veita þeim flokkum verð- skuldaða hirtingu, sem hafa hunzað óskir helmings kjósenda — kvennanna — um eðlilegt jafnvægi í þessum efnum. * — Agætt söngmót Heklu um helgina Hekla, karlakórasamband Norðurlands hélt 7. söngmót sitt á Akureyri og í Skaga- firði um síðustu helgi. Kór- arnir komu saman á Akur- eyri s. 1. föstudag og hófu samæfingar í ‘Akureyrar- kirkju. Kórarnir, sem þátt tóku í mótinu eru: Karlakór Mývatnssveitar, söngstjóri Jónas Helgason, Karlakór Reykdæla, söngstjóri Páll H. Jónsson, Karlakórinn Þrym- ur, Húsavik, söngstjóri Sig- Vígður til Raufar- hafnarprestakalls Föstudaginn 19. júní klukk an 10,30 f.h. verður synodus- guðsþjónusta. Fyrir altari þjóna Friðrik A. Friðriksson, prófastur Húsavik, séra Björn Jónsson, Keflavik og séra Jón Auðuns, dómprófastur. j urgur sigurjónsson, Karlakör Predikun og ..vígslulýsing. inn Geysir, söngstjóri Ingi- Prestsvígsla, Sigurgeir Sig- j mimdur Árnason, Karlakór urðsson biskup vígir cand. Akureyrar, söngstjóri Áskell theol. Ingimar Ingimarsson til Raufarhafnarprestakalls. Vígsluvottar: * Ásmundur Sveinsson, prófessor, séra Jakob Jónsson, - Birgir Snæbjörnsson og séra Björn Jónsson. Hinn ný.vigði prest- ur flytur ræðu og guðsþjón- ustunni lýkur með altaris- göngu. Jónsson, og karlakórinn Heimir í Skagafirði, sörig- stjóri Jón Björnsson. Á laugardag voru tvær söngskemmtanir haldnar í Akureyrark’rkju við húsfylli, söng hver kór þrjú löé og síð an sameiginlega undir, stjórn hvers söngstjóra, og .var það (Framhald á 7. siöu). Sjálfstæðisflokkurinn h.f. Hér í blaðinu í gær var varpað fram þeirri spurn- ingu, hvers ve#na Mbl. væri oft kallað Familie-Journ- al. Ástæðan er sú, að Thorsararnir og nánustu klíku- bræður þeirra hafa náð blaðinu undir yfirráð sín og beita því eingöngu í þjónustu hagsmuna sinna. En þeir hafa riáð meiru en Mbl. einu í því skyni. Þeir hafa náð yfirráðum í Sjálfstæðisflokknum og beita öllum brögðum til þess að halda þeirh. Þess er vandlega gætt, að ekki komist aðrir til áhrifa í flökkn- um en þeir, sem dyggilega þjóna klíkunni. Vegna þess var Björn Ólafsson einu sinni felldur frá. kosningu með útstrikunum, því að hann var þá ekki talinn nógu fylgispakur, og vegna þess var Gunnari Einarssyni vikið úr bankaráði Útvegsbankans. Þegar óttast er urn yfirráðin í flokknum, eru leynilegar kosningar af- numdar og menn kúgaðir til að kjósa hina „útvöldu“ með handauppréttingu, sbr. seinasta landsfund. Af klókindum er Sjálfstæðisflokkurinn kallaður „flokkur allra stétta“ og oft Iátinn fylgja ýmsum um- bótavnálum, ef þau ganga ekki á hlut klíkunnar. Hins vegar beitir hann sér gegn öllum málum, sem eitt- hvað geta skert gróða hennar, eins og umbótum í verzlun, siglingum og tryggingum. Sérstök áherzla er Iögð á, að ná yfirráðum yfir voldugum fjármálastcfn- unum, eins og bönkum, svo að þannig sé hægt í kyrr- þey að hlynna að helztu gæðingum kiíkunnar. Af þessum ástæðum hefir það verið sagt, að rétt- ara sé að kalla Sjálfstæðisflokkinn hlutafélag en stjórnmálaflokk. Þetta er líka fleirum og fleirum að verða Ijóst og því er hrun flokksins nú að byrja fyrir alvöru. Um þaff verður rætt nánar síffar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.