Tíminn - 17.06.1953, Síða 11

Tíminn - 17.06.1953, Síða 11
AUKABLAÐ 11 stakur arfur. Þeir væru samt ríkir erfingjar góöra feðra, sem höföu skiliö og rækt köllun sína. En þar sem hver stritar og þrælar einungis fyrir „sig og sína“, en hirðir ekkert um heild- ina, þar er i rauninni ekkert mannfélag, þar sveltur hinn fá- tæki og auðmaðurinn liður skort; þar er auðurinn ekki þess verður að afla hans, þar traökar, saurgar og glatar skipulagsleys- ið hverju fögru, góðu og siðferð- islegu, sem einstaklingarnir orka að framleiða, og allt lífið verður fúlt og kalt. Það er köld og kærleikslaus kenning, að með því einungis að bjástra að sínu og sinna vinni maðurinn mest gagn. Sú lcenn- ing er ekkert annað en dular- klædd sjálfselska, blind eigin- girni, sem fiestir játa aö sé nið- urdrep framfara og hinn versti óvinur kristilegs bróðuranda. — Það er þessi kenning, sem sundr- ar öllu skipulagi og aftrar mönn- um frá að nálgast hver annan með velvild, hluttekningu og til- trú, en það er aöalskilyrðiö fyrir siðferðislega fögru félagslífi. Höfundurinn, sem ég nefndi í byrjuninni, segir, aö vald sitt og auð sinn eigi Englendingar því að þakka, að skipulag þeirra sé betra en flestra annara þjóða, að þeir ræki vel félagsskyldur sinar, og að þeir séu mjög hneigöir til að umbæta og styrkja skipulag sitt. Það er lika almennt viöur- kennt, að Englendingar séu allra þjóða skylduræknastir. í ensk- um og ameríkönskum blöðum og bókum kemur oft fyrir eitt orð, er mjög einkennir enska þjóð- flokkinn, enda munu aðrar þjóð- ir ekki eiga alveg tilsvarandi orö. Það er orðið „public spirit“ (fé- lagsandi). Það þykir Englend- ingum hið mesta lof, er nokkrum geti hlotnast, ef um hann veröi sagt með sanni, að hann sé „public spirited“ (sé félagslynd- ur). Það merkir, að sá maður lifi ekki einungis fyrir sjálfan sig, heldur og þjóðfélag sitt; að hug- ur hans og tilfinningar rúmi TÍM1NN meira en persónulegan stundar- hag; að hagur og velfarnan allra manna séu honum jafn dýrmæt sem hanpjeigiii kjör. Þaið merkir, að hariíi sé ætíð reiðubúinn að taka öflugan þátt í hverju al- mennu fyrirtæki, ekki til að afla sjálfum sér embættis, auðs eða lofstýrs, heldur vegna þess, aö hann telur það skyldu sína og köllun og að þaö er honum sjálf- um hin varanlegasta lífsnautn. Það merkir, aö þeim manni megi treysta, aö hann láti eigi sinn eigin hagnað sitja í íyrirrúmi fyrir almenningsheill, að pyngja hans sé eigi lokuð, þegar fé vant- ar til almenns, félagslegs fyrir- tækis. Það merkir, aö hann hafi brotið af sér hýði sjálfselskunn- ar og gerst lifandi grein á stofni mannlífsins. Iíann vinnur ekki heldur fyrir gíg. Andi hans þrosk ast og vex, og þótt hár hans gráni, er hann ungur í anda, þvi hann lifir ekki sjálfum sér, held- ur manndóminum, sem aldrei eldist. Hann veit, að þótt ein- staklingsævin sé stutt, og hann sjálfur örlítið ar í takmarka- lausri tilveru, þá hefir þó hans tilvera, hans líf og verk enda- lausar afleiðingar fyrir mahnlíf- ið. Hann veit, að þótt verka- hringur hans nái skammt, svo skammt, að hann aðeins fær lagt örfáa smásteina i hina miklu mannlifsbyggingu, þá þorna þó nokkur tár og tendrast nokkur bros við hvern stein, sem lagður er, og mannlífið verður þeim mun fullkomnara, fegra og betra. Hann veit, að þótt hann ekki sjálfur njóti þess, er hann byggir, þá munu börn hans og niöjar um ókomnar aldir njóta þess, njóta þess betur en nokk- urra aura í handraðanum. Hann veit, að almenningsheill veldur miklu meiri heill fyrir hinn ein- staka en einstaklingsheill fær valdið almenningsheill. Það er þessi andi, sem hrindir þjóðunum áfram til menningar og siðferðislegs þroska. Það er þessi andi, sem birtist í þeirri ættjarðarást, sem allt leggur í sölurnar fyrir þjóð sína. Það er þessi andi, sem gert hefir þjóð- hetjurnar frægar, og gefið hefir þeim krafta til að leggja jafnvel lífið í sölurnar fyrir hugsjónir sínar. í stuttu máli, það er andi Krists. Og nema þessi andi gagn- taki þegnana, kemst engin þjóð til vegs og gengis, eða á hátt menningarstig. ★ Hvernig er nú ástandið í þess-. um efnum hér á landi? Gerir þessi andi nokkuð vart við sig á meöal vor? Því miöur er langt á milli bæjanna hjá oss; vér bú- um afskeklttir og hver fyrir sig. Samgöngurnar eru strjálar og erfiðar, og allir aðdrættir, líkam logir og andlegir, eru þess vegna vandkvæðum bundnir. En hitt er þó enn meira mein, hve frábitnir vér erum skipulegri samvinnu. Vér búum i hinum strjálu og skuggalegu kotum, eins og nokk- urskonar haugbúar, og skotrum hornauga hver til annars álengd ar. En i fjarlægðinni sést ekkert glöggt, og sé loftið óhreint, þá sýnist allt í fjærðinni öðruvísi, og oft ljótara en það er i raun og veru. Vér sjáum hver annan í þoku. Það fer fyrir oss eins og piltinum, sem sá einhverja ó- freskju í þokunni; en þegar þessi ófreskja nálgaðist, þá sá hann, að það var hann bróðir hans. Vér göngum sjaldan svo nærri hver öðrum, að vér sjáum, að vér erum bræður. Reglubundin sam- tök og samvinnu þekkjum vér varla. Margir af oss hafa jafn- vel óbeit og ímugust á öllu skipu- lagi, því þeim sýnist, að þaö hefti og takmarki am of einstaklings- frelsið. Og svo förum vér hver sína götu og segjum með karlin- um: „Sjálfum mér trúi ég bezt, maður“. Hæfileika höfum vér mikla og góða, máske eins og þær þjóðir, er hafa þá bezta, en þeir liggja dreifðir og koma ekki að notum. Þó einn og einn geri heljarátök til að velta einhverju bjarginu úr götunni, þá orkar hann því ekki einn, og enginn vill taka á meö honum, verða

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.