Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 19
AUKABLAÐ_______________________ áðurj og þar hafa grafið um sig nýjar og áður óþekktar mein- semdir. Af þessu hefir svo af sumum veriö dregin sú ályktun, að lífið væri aðeins gagnslaus kvöl, er eigi væri tilvinnandi að þola fyrir þau fáu gæði, er lífið hefði að bjóða, og sem ekki stjórnaðist af neinu skynsam- legu eða siðferðislegu lögmáli. Þetta er rótin til hinnar myrku lífsskoðunar (pessimisma) þess- ara síðustu tíma. Af þessu er sprotfin þreytan og vonleysið, sem gagntekið hefir hinar elztu kúltúrþjóðir. En það ástand hlýtur bráðlega að breytast. Meö nýrri öld mun leggja nýja birtu á liíiö, og nýir vegir opnast. Því — „þú skalt ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, unz brautin er brotin til enda“. í fyllingu tímans mun koma sá Messías, er boðar nýja lífsskoðun og leysir mennina úr álögum og ánauð hins gamla skipulags. „Því dómstóll ræður um ragna hvel, sem reynir hvern svikahnút; en fyrst má ormurinn út úr skel og afskræmi tímans sjást svo vel, að ranghverfan öll snúi út.“ Hin gamla mannfélagsbygg- ing, sem „rifin, fúin og ram- skökk er öll“, er þegar tekin að hrynja. Umbótamenn hinna síð- ustu tíma, móralistar og sósíal- istar undirbúa nýtt ástand, þeir eru hrópendur í eyðimörkinni. Því hin nýja siðmenning verður að byggjast á nýju skipulagi, og þetta nýja skipulag verður aft- ur að byggjast á siðferðislegum hugsjónum. Þaö er hið siðferðis- lega prinsíp 1 alnáttúrunni, hinn guðlegi neisti, sem í vitsmunum mannsins vinnur sigur á hinum viljalausu og skynjanalaúsu (kosmisku) náttúruöflum. Vér getum því vongóðir horft fram á hina komandi öld, ef vér höfum hug og dug til að „brjót- TÍMINN ast beint, þótt brekkurnar séu þar hærri“. Það verður afar sein- legt fyrir oss að krækja alla þá tilraunastigu, sem menningin hefir þreifað sig eftir á liðnum öldum, og það er ófyrirgefanleg skammsýni að nota eigi reynsl- una, og taka af sér krókana, því fámennari, sem vér erum, og því einfaldara sem þjóðlíf vort er, þess auðveldara er oss að verða allir samtaka, bindast reglulegu og föstu skipulagi. Björnstjerne Björnson hgfir sagt,.aö smáþjóð- unum væri hægast að taka \ipp nýtt skipúlag, prófa nýjar hug- sjónir og gerast þannig forkólf- ar menningarinnar. Þetta er vafalaust sannleikur. Því hrjóstugra, sem land vort er, því óblíðari og fátækari sem náttúra þess er, þesS naúðsyn- legra er oss að vinna sem einn maður, en eyða eigi kröftum vor- um á tvístringi í heimskulegri samkeppni um þessi fáu gæði. Það er eini vegurinn til þess, að þjóð vor öðlist „óðöl hins ó- numda lands, að entum þeim klungróttu leiðum, þá friðkeyptu ættjörð hvers frjálsborins manns, er felur hin skínandi sig- urlaun hans, að baki þeim blá- grýtisheiðum.“ Og þó oss aldrei hlotnist þau gæði stórþjóðanna, er vér þráum mest nú sem stend- ur, svo sem glæsilegar stórborgir, járnbrautir, dýrlegar hallir o. s. frv., sem raunar er vafasamt, hvort gera mundu oss nokkru farsælli en vér erum, nema nýtt og betra skipulag fylgdi, þá vit- um vér eigi, hvað'a ný, o'g ef til vill langtum eftirsóknarverðari, gæði komandi öld og aldir geyma oss, ef vér höfum vit og dáð að leita þeirra og hagnýta þau. Þótt ættjörð vor sé lítil, fátælc og af- slcekkt, þá skulum vér aldrei ef- ast um það, að hún geti látið oss í té allt það, sem vér þurfum til þess aö reisa börnum vorum og niðjum björt og hlý og rúmgóð heimili, þjóð vorri bjart og hlýtt og rúmgott skipulag, sem ef til vill veitir margfalt meiri sanna farsæld, en hið glæsilega, en því 19 miður rotna líf stórþjóðanna. En — ef vér kúrum hver í sínu koti, sundraðir, samvinnulausir og skipulagslausir, þá „verður það sonunum sárasta kvöl, að sjá, að vér kúrum í þessari möl, og allir til ónýtis dauðir.“ Hvað getum vér þá gert til að bæta skipulag vort? Erum vér ekki ánauðugar undirlægjur er- lendrar þjóðar, sem hamlar oss frá að skípa sjálfir rnálurn vor- um? Eigum vér að bylta um frá rótum öllu voru skipulagi? Svo munu margir spyrja, og það er eölilegt. En liér er alls ekki um neinar byltingar aö ræða, án þeirra getum vér komið mjög mörgum endurbótum til vegar, jafnvel án þess að; raska nokkuð um sinn því skipulagi, sem vér nú höfum. Vér getum smám saman beint því í nýtt og eðli- legra horf. Það er aðaleinkenni núverandi skipulags, að það bindur ein- staklingana mjög hörðum bönd- um i einstökum greinum, en læt- ur þá óbundna og sjálfráða í öörum, sem þó hafa í rauninni eins mikla almenna þýöingu. Það setur t. d. mjög strangar reglur um eignarrétt einstakl- inganna, ekki einungis á lausa- fé, heldur og landi og vötnum. Aftur á móti lætur það hvern einstakling sjálfráðan um, ekki einungis hvaða atvinnu hann rekur, heldur einnig hvernig hann rekur hana, án þess þó að tryggja honum tækifæri eða kunnáttu til þess, eða setja hon- um þau takmörk, er verndi ann- ara atvinnu. Það skipar fyrir um vissar stöður og stéttir, býr þá, er í þær veljast, undir starf sitt, og vcitir þeim ýmisleg sérrétt- indi, en lætur önnur störf og stöður afskiptalaus, svo þau eru raunar skipulagslaus frá þjóðfé- lagsins hálfu. Slík störf og stöð- ur eru því í vanrækslu og niður- lægingu, og þeir, sem þær stunda, eru einskonar úrkast mannfélagsins. Það, sem vér nú getum gert og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.