Tíminn - 11.04.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudaginn 11. aprfl 1954. 85. blaST. \r 50—38 þsisund Izrónur: íþróttasjóður þarlnast aukins fjár Uni hnppdræíti ísienzkra geírauna. Eins og kunnugt er, gangast íslenzkar getraunir fyrir happ drætti til eflingar íslenzkum íþróttum, sem búa við mikinn fjárskort. Á happdrættismið unum eru .enskir leikir, sem fara fram 19. apríl, (2. í pásk um) og er því að verða síð- asta tækifæri til að styrkja þessa mikilsverðu starfsemi. Seðlarnir eru fyrirfram út- fylltir með 12 raða kerfum, og er enginn þeirra eins. Allt eru þetta heilmiðar, og kost- ar hver miði 10 krónur. Vinningar. Hæsti vinningurinn fyrir 12 rétta leiki, en það getur aðeins komið fyrir á einum seðli, verður minnst 50 þús. krónur, en getur orðið 88 þús und, og fer það eftir því, hve vel happdrættismiðarnir selj ast. í öðrum vinningaflokk^ eru tuttugu vinningar, það er fyrir 11 rétta leiki, og get- ur vinningsupphæðin á hvern miða, orðið hátt á fjórða þús. j krónur. í þriðja vinnings- j flokki eru 179 vinningar, og J nema þeir vinningar nokkr-1 um upphæðum. Af framan- j skráðu sést, að hér er um mjög skammtilegt happ-! drætti að ræða, sem getur' gefið talsvert í aðra hönd, ef heppnin er með. Salan gengur vel. Ungmenna og íþróttafélög um land allt tóku að sér að selja happdrættismiðana, og eru um 70% þeirra farnir út. Takmarkið er, að selja alla miðanna og yrði þá hreinn hagnaður um 150 þúsund kr., og yrði það fé íslenzku íþrótta lífi mikill styrkur. Salan hef ir gengið allvel og hafa mörg íþrótta- og ungmennafélög sýnt frábæran dugnað við sölu miðanna. Yfirleitt hafa þau tekið að sér sölu á mið- um, sem svarar 0,8 miðum á hvern meðlim, en tvö félög hér í Reykjavík, KR og Ár- man, hafa tekið miða, er svar ar til 1,8 á hvern meölim. Sala lýkur 14. apríl úti á landi. Eins og áður Segir, fara ensku leikirnir, sem eru á happdr ættismið u num fram 19. apríl, það _er á tveggja Ára afmæli íslenzkra get- rauna. Er því að verða síð- asta tækifæri til að herða róðurinn á sölunni. Úti á landi lýkur sölu miðanna 14. apríl, það er næstkomandi mið vikudag. í Reykjavik verður hins vegar haldið áfram með sölu miðanna fram á síðasta daginn, og má því segja, að nnn sé bezti sölutíminn eftir, og því miklar líkur til þess, að miðarnir seljist að mestu upp, en það eykur vinnings- upphæðirnar mikið. Mikill f járskortur. íslenzkar íþróttir búa nú við mikla fjárþröng, og hafa forustumenn TSÍ heitið á allt íþróttafólk, að bregðast vel við um sölu miðanna, svo að íslenzkar íþróttir þurfi ekki að búa við fjárskort. Er enn- fremur treyst á skilning al- mennings, þessu máli til stuðn I þessum 42 vikum var í að- eins 12 notast við norska knattspyrnukappleiki, en 5 hinum 30 við enska leiki. j vinninga voru greiddar 40/ ■n"»'yi 1 V" O-n ■plQlr,i Tri v) 1 var alls 800 þús., allt frá 5 kr. sem lágmark, og upp 1 50.000 sem er hámark. Ágóðanum, 25 millj. kr. er skipt xnilll íþróttahreyfingar -niiar, og visiiiuaioiiaiia. s art. </ m p m> « /H r t i LEIXJR I* Affttt :«S4 1 X 2 Bwrn>*y— korioc . . i Á.2 Card >U—ftfacvpoail l IX: CSoílion—Manck. Uld. 1 '2 LvfrpoðJ—M>ddl»*Þrou<|K i.J :... Manch. Ciir-CbtltM . . ij_L — Ar»*nol . . . X 2 Uid.--AunOvriasd . i: T»U«tihn*>—hniot . . ‘X *«vrw> nqhatn—Koiansracm s í • 0»rbr ~ heicattor •X' ' VMM .* i ! Ltncotn—C»»rioo ...... .. i '|S ISIIMKR* C mi A U * A AUut dvMtno ruonur M íþT«itiaktórt»«mitii:ar í Umdluu SoIut**# kt. 10.00 y _ i ■ 'Zxnnm’g?: _ ~ -$72' rtwtav* *“.i’.-ru Vr. MiM.. . G.l«, to. M.OOCr* Útvarpið íltvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Erindi: Er mannvitið mælan- legt?; síðara erindi (dr. Matt- hías Jónasson). 19.30 Tónleikar: Edwin Fischer leik- ur á píanó (plötur). 20.20 Erindi: Arngrímur lærði; I. Aðdragandi og upphaf rit- starfa (Jakob Benediktsson cand. mag.). 20.45 Tónleikar (plötur). 21.00 Dagskrá Bræðrafélags kristi- legs félags stúdenta. 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. ings. Er það von þessara að- ila, að almenningur kaupi miðana og skapi með því ör- yggi fyrir því, að íþróttalif æskufólks i landinu haldi á- fram að aukast, en þetta happ drætti kom fram 1 þeim eina tilgangi, að fé það, sem inn kemur megi verða til þess að auka almennari áhuga fyrir iþróttum og betri skilyrði fyrir íþróttafólk i landinu. Mikill styrkur íþróttum. Til þess að sýna fram á hve mikill styrkur getrauna- starfsemi er í öðrum löndum fyrir iþróttastarfsemina, verð ur hér birt ársyfirlit Norskra getrauna. Vonandi taka íslend ingar Norðmenn sér til fyrir- myndar í þessu efni, og efla svo getraunastarfsemina hér, að líkur árangur náist, en það yrði ómetanlegur styrkur fyrir íslenzkar íþróttir og í- þróttafólk. Norskar getraunir skila 25 millj. kr. ágóða. Nýlega hafa Norskar get- raunir (Norsk Tipping) sent út ársyfirlit fyrir 1953, sem sýnir hvílíkur styrkur starf- semin er orðin norsku íþrótta- lífi og ekki hvað sízt vísinda- iðkunum Norðmanna. Heild- arvelta fyrirtækisins, sem er hlutafélag í eigu ríkisins og íþróttahreyfingarinnar, jókst á árinu um 25%, eða úr 61 millj. kr. í 81 millj. kr. Nettó- hagnaður varð 28 y2 millj. kr. og fara 25 millj. kr. til iþrótta hreyfingarinnar og til vísinda iðkana. Alls fóru fram 42 leikvikur og var meðalvelta 1 millj. 930 þús. kr. eða 2Y± getraunaröð á hvern Norðmann að meðaltali. Mest varð vikuveitan í íyrstu viku desember en þa varð hún 2,5 milij. kr. og þa bárust 1.02 millj. seðla, eoa seðill á 3. hvern Norðmann. Meðalfjöldi raða hefir verið miiii 9 og 10 raðir á seðil. 3 millj. af fyrstu 5 millj. kr. til íþrótta, en síðan aðeins 200 þús. kr. af hverri millj. sem fram yfir er. Þannig fær norska menntamálaráðuneyt- ið 18 millj. kr. til ráðstöfun- ar, en íþróttahreyfingin 7 rnillj. kr. til íþróttamann- virkja og íþróttafélaga. Lefoten (Framnaid af 3. síðu.) miðunum og einnig hand- færabátar. Margir bátar, sem [ stunda vetrarsíldveiðarnar, koma norður í Lofoten, þegar 'nótaveiðarnar eru leyfðar og taka þannig kúfinn af vertíð inni þar og afla oft vel, þó að illa hafi gengið í vetur vegna slæmrar veðráttu og lít illa aflabragða, þegar veður leyfði veiðar. Aflabrögð og veiðarfæri. Þó er það ekki óalgengt í vetur, að einstaka bátur komi meö um 30 lestir að landi, eft ir happasælan dag úti á mið unum. Árið 1952 voru skráðir 5277 bátar á Lofotenmiðunum með 23645 manna áhöfn. 1657 þeirra fiskuðu með nót, 2532 með handfæri, 459 með línu og 554 með net. í vetur munu færri bátar vera þar með handfæri en þeim mun fleiri með nætur og net. Áriö 1952 var heiltíaraflinn á Lofoten- vertíðinni 90.807 lestir eða um 3,7 lestir á hvern fiskimann. Ef íslenzkur sjómaður væri kominn um borð í fiskibát á Lofotenmiðum, þar sem fisk að væri með net eða línu, myndi hann sjá margt,_sem lionum kæmi kunnuglegá fyr ir sjónir, en einnig sitthvað, er hann kynni ekki við. Norðmenn hafa töluvert annan hátt á ýmsu í útgerð sinni og einkum eru þeir nægjusamari með ýmsan út- búnað en íslendingar. Afköst in við veiðarnar eru líka oft eftir því. Nælonnet þekkjast til dæm is varla enn þá í Lofoten og segjast sjómennirnir ekki hafa efni á að kaupa þau, auk þess sem erfitt er að fá þau. Hins vegar ber þeim öli um saman um það, að þau séu miklu fisknari, kannske tvisvar eða þrisvar sinnum fengsælli en hampnetin, að minnsta kosti, þegar lagt er á grunnu vatni og birtunnar nýtur lengi. En sjómannseðlið er það sama hvort sótt er á Lofoten mið eða við Islandsstrenur. Kjarkur og dugnaður einkenn ir hinn norska sjómann eins og íslenzkan starfsbróður hans og þeir eru hjálpsamir og góðir vinir í raun. Baráttan við hafið og hinn tvísýni leikur við báru og boða hefír meitlað karl- mennsku og hetjulund í skap þeirra og svip, hvort sem þeir sækja á miðin við norskar eða íslenzkar strendur. —gþ. ■^55»Í5ÍÍ{ÍÍ5Í5${ÍÍ5ÍÍÍÍÍÍ5Í5Í5ÍÍ5{ÍÍÍ5{Í5ÍÍ5Í{5ÍÍÍ{ÍÍÍ5Í5ÍÍ4ÍÍ5Í{5SS{J Þvottavélin B J Ö R G fer sigurför um allt land Þið, sem rafmagnslaus eruð, ættuð að reyna hana. Það væri ógerningur að birta öll þau lofsamlegu ummæli, sem hún hefir fengið hjá notend- um. Hér eru aðeins þrjú. „Ég undirrituð hefi notað þvottavélina BJÖRG, sem Björgvin Þorsteinsson á Selfossi hefir fundið upp og framleiðir. — Mitt álit á vélinni er þetta: Hún er alveg ótrúiega afkastamikil og þvær vel. Mjög létt í notkun svo hver unglingur getur þvegið 1 henni. Ég álít, að hvert einasta heimili þurfi að hafa slíka vél til afnota". Fljótshólum, 2. 5. 1953. Guðriður Jónsdóttir'*. „Þvottavé'in BJÖRG reynist prýðilega. Hún þvær betur en ég þorði að gera mér vonir um, og er tiltölulega mjög létt. Þvottur- inn tekur einnig mikið styttri tíma. Það er ósegjanlega mikill munur að hafa svona þvottavél, þar sem ekki er rafmagn. Kálfholti, 24. 11. 1653. Guðleif Magnúsdóttir". „Ég undirrituð hefi notaö þvottavélina BJÖRG í fjóra mánuði, og líkar hún í alla staði prjðilega. Hún þvær þvottinn fljótt og vel, sé réttilega með hana farið. Hún léttir þvottinn ótrúleg\ mikið. Vil ég hvetja húsmæður, sem ekki nrfa rafmagn eða fá það á næstunni, að fá sér þessa vel. Eftir því munu þær ekki sjá, svo mikill léttir er að henni. Árhvammi í Laxárdal, 26. jan. 1954. Regína Frímannsdóttir“. Þvottavélin BJÖRG er sterkbyggð, ryðfrí og ódýr og fæst hjá framleiðanda. , ( | irgvin Þorsteinssyni HAMRI, SELFOSSI. SÍMI 23. Jöröin Klungurbrekka •r--a!n Á SKÓGARSTRÖND er til kaups, ef viðunandi tilboð fæst. Jörðin er sæmilega hýst, 200 til 300 hesta vél- tækt tún, ágæt ræktunarskilyrði. Gott haglendi fyrir allar skepnur. Silungsveiði, sveitasími. Vilhjálmur Ögmundrason, Narfeyri, tekur á móti tilboðum og veitir allar nánari upplýsingar. — Áskil- inn réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. — 1 Sparið tímann, notiff FIX-SO Fatalímið FIX-SO auðveldar yður viðgerðina »8 ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ H. F. Sírni 82943 — Laugaveg 23 SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS: S.K.T. Nýju og gðmlu dansarnir í G. T.-húsinu í kvöld kl. 9 Ingibjörg Þorbergs, Adda Örnólfsdóttir og Sigurður Ólafsson sy)igja með hljómsveit Carl Billich lögin úr danslagakeppninni. Aðgöngumiðasala frá kl. 6,30. — Sími 3355.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.